Vísir - 25.04.1981, Qupperneq 3

Vísir - 25.04.1981, Qupperneq 3
Laugardagur 25. aprll 1981 Geymt, en ekki gleymt Þaö er ekki hvaö slst viö taflborð-iö sem gott minni kemur i góöar þarfir. Þegar stór-skákmeistarar á borö viö Viktor Korchnoi sækja okkur heim kemst tafláhuginn i algleyming og sögur af öörum meisturum stinga upp kollinum. Rússar hafa nú löngum veriö i fararbroddi á sviöi skáklistarinn- ar og átt marga galdramenn á tafiborðinu. Vafalaust má nefna þar fyrst Alexander Aljechin, heimsmeistara frá 1936 tii 1937 og ’37-’46. Hann vann m.a. þaö afrek aö leika 32 skákir samtlmis viö fyrsta flokks skákmenn og blind- andi aö auki. Aljechin var mjög harður bardagamaöur og sigur- viljugur. Stööug og mikil áreynsla varö honum ofviða og eftirmanni hans, Botwinnik, var bannaö aö tefla blindskákir af stjórnvöldum. „Þér gleymduð hlaup- árunum” Eitt af þvi sem góður skákmað- ur þarf að hafa er afburðaminni. Sumum er gefið yfirburðaminni án þess þeir geti þó hagnýtt sér það við taflborðið. Sagnir eru til um óvenjugott minni allt frá forn öld.Seneca, rómverskur speking- ur sem uppi var um daga Krists, gat endurtekið án þess að skjátl- ast, 2000 ljóðlinur, eftir að hafa heyrt þær einu sinni. Dæmin sýna að afburöa minni er ekki alltaf samfara góðum gáf- um eða menntun. í lok 18. aldar var negri nokkur i Virginia i Bandarikjunum, Tom Fuller að nafni, sem varð frægur fyrir fá- dæma reiknishæfileika. Hann var ólæs og óskrifandi. Hann var eitt sinn spurður hve margar sekúndur sá maður hefði lifað, er varð 70, ára, 17 daga og 12 stunda gamall. Tom Fuller hugsaðisig um i eina og hálfa minútu og svaraði siöan: „2.210.500.800 minútur.” „Vitlaust” hrópaði spyrjandinn sigri hrósandi, „það eru” og svo nefndi hann töluna sem hann hafði sjálfur reiknað út. Gamli negrinn brosti aðeins góðlátlega. „Þér hafið gleymt hlaupárunum, Sir” sagði hann og það reyndist vera rétt. Undrabörn Eins og á flestum öðrum svið- um hafa einnig komið fram undrabörn hvað minni snertir. Má þar t.d. nefna bóndason frá Frakklandi. Hann gat á þremur minútum haft töluna 8 upp i 16. veldi: 281474976710656, en til þess þurfti þorpskennarinn 11 minútur og logarithmatöfluna. Og árið 1919 gerði hinn átta ára gamli Frank Huxley þing upp- eldisfræðinga standandi hlessa með þvi að endurtaka 12 blað- siðna texta, er honum var lesinn og vist var, að hann hafði ekki heyrt áður. En fremstur i hópi slikra hefur liklega verið Þjóöverjinn Fredrich Brauns. Hann stóðst á ótrúlega stuttum tima 3 doktors- próf, starfaði siðan i Leipzig i nokkra mánuði sem læknir en sneri sér slðan alfarið að þvi að nota minnið sér til framfæris. „Hver er kvaðratrótin af 85003052944?” hrópai einn gest- anna á skemmtun i Dresden. „92212” svaraði hann um hæl án þess að hugsa sig um. „Svindl” hrópaði mannfjöld- inn. Brauns kinkaði kolli og brosti. „Það er rétt, svona fljótt getur enginn maður reiknað. En þar sem þessi sami herra spuröi mig sömu spurningar i Hamborg fyrir tveimur árum og ég reiknaði þetta út, gat ég svarað að bragði i þetta sinnið.” Brauns þessi kunni 14 tungumál og var hægt að lesa honum 3 greinar, hverja á sinu málinu og þýddi hann þær jafnóðum yfir á 4. málið. Spyrjið þið bara.” Að lokum, ein saga af höfundi Marshallhjálparinnar George C. Marshall. Hann var yfirhershöfð- ingi Bandarikjanna i fyrri heims- styrjöldinni og hafði þá m.a. það verkefni að svara spurningum striösfréttaritara. Á einum slik- um blaðamannafundi hóf hann fundinn með þvi að segja „Spyrjið þið bara, herrar minir.” Og án þess að snerta blað eða blýant lét hann a.m.k. 60 menn spyrja sig tvöfalt fleiri spurninga. Þegarspurningaflóðinu var lokið, lokaði Marshall augunum i nokkrar minútur og hóf siðan að svara. Svörin komu i nákvæm- lega sömu röð og spurningarnar höfðu verið bornar upp i. Hann horfði einatt á þann sem spurt hafði á meðan hann svaraöi. Hann notaði um 40 minútur i þennan blaðamannafund, en ku hafa svarað með þrumuraustu, skýrt, nákvæmt og tæmandi. Þetta ættu allir að geta. Þeim, sem neita að trúa slikum sögum, má benda á, að það er sannað mál, að heilinn getur numið og munað þrjá milljarða minniseininga. 1 þetta geymslu- hús berast stöðugt minnis- og skynjanaatriði gegnum tauga- þræði, sem eru mörg þúsund kiló- metra langir. Þetta er bara spurning um þjálfun herrar minir og frúr — um nýtingu orkulind- anna! Næst þegar Korchnoj kem- ur, ættu allir að geta lagt á minnið allar skákirnar sem hann kann þá að tefla i sjónvarpssal. Hinu skul- um við þó ekki gleyma, sem einn ágætur maður benti einu sinni á, að manninum er gefinn annar ómissandi hæfileiki, nefnilega sá að kunna að gleyma. spennandi staður fyrir börn og fulloröna! MINI ein af þeim allra bestu! Rimini - cin af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólar- hringinn. Fyrsta flokks baðströnd, frábærir veitinga- staðir, fjöldi diskóteka, skemmtistaða og næturklúbba - allt hjálpast að við að gera Riminiferðina líflega og skemmtilega frá morgni til miðnættis - og jafnvel lengur! Börn og fullorðnir skemmta sér viða saman, t.d. í tívolí, sædýrasafni, rennibrautasund- laugum, á hjólaskautavöllum, skemmtigörð- um og víðar. Skoðunarferðir til Rómar (2ja daga eða viku- ferðir), Feneyja, Flórenz, San Maríno og víðar. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.