Vísir - 25.04.1981, Page 5
Laugardagur 25. april 1981
VÍSIR
5
Afi: „Heidurðu að fólk þurfi endiiega að elska afkvæmi sitt þótt það auki kyn sitt.
Hefurðu aldrei séð tik éta hvoipana sina? Hvaðan ertu eiginlega?
Bradley: „Mamma! mamma! Hún er meö fótinn minn. Ég hef ekkert gert henni!
Hún er búin að stela fætinum minum!”
„Maður talar ekki um leikrit.
Maður bara skrifar þau.” Er
hægt aö taka viðtal viö svona
mann? „Hestar eru skemmti-
legri en fólk.”
— „Veistu, rodeo er brjálæðis-
legar samkomur. Það eru gæjar
heima sem gera þetta fyrir kaup.
Svo koma kallar eins og ég. Eða
flugmenn frá TWA, sem vilja
lenda I æsingamálum.”
Það á að fara að frumsýna leik-
rit eftir hann i New York.
„Nei, ég ætla ekki á frumsýn-
inguna.” Hann þvertekur fyrir aö
setjast upp i flugvél. Hann bjó I
Manhattan i sjö ár, „en þaö er
ekki hægt að tala um New York
sem heimili. Og New York er ekki
, nafli bandariskrar menningar.
Hún er álika dreifbýlisleg og
smáþorp i Texas.”
Leikritið
Barn f garöinum fékk Pulitzer
verðlaun 1979. Það var fyrst sett
upp árið 1978. Leikritiö segir frá
Vince, ungum manni, sem kem-
ur, ásamt kærustunni sinni,
Shelley, i heimahagana eftir sex
ára fjarveru. Fjölskylda hans er
ógeösleg og undarleg, hún býr
uppi i sveit og ræktar hræðileg
leyndarmál en þráin eftir rótfestu
yfirgnæfir óhug týnda sonarins.
„Hefðbundið raunsæi banda-
rlskrar leiklistar blandið frelsi,
skopi og hryllingi, surrealiskrar
brjálsemi.” Skrýtla og martröð.
Afi og amma, pabbi og föðurbróð-
ir, sóknarpresturinn og frændur,
iifs eða liðnir. Gömul heiti yfir
gamalkunnar manneskjur. Þang-
að til þau burtast á sviðinu.
Kaffihlé
— „Hvernig fannst þér?”
„Óhugnanlegt. Ég fékk gæsa-
húð.”
—,, Jæja, þá er þetta nú að
koma hjá okkur.”
Meira um höfundinn
Fæddur i herstöð nálægt
Chicago árið 1943. Pabbinn and-
lega tættur eftur striöiö i Evrópu.
Fjölskyldan þvældist um Banda-
rikin þar til hún settist að i Kali-
forniu, á búgarði þar sem voru
ræktaðar avokadoperur. Sonur-
inn lék á trommur og las ljóð. Las
Beckett, tók þátt i starfi leik-
listarklúbbsins i næsta þorpi.
Skrifaði sitt fyrsta leikrit I
Tennesse Williams-stil. Það var
um stúlku sem var nauðgað af
föður sinum. Fyrsta leikritið sem
var sviðsett hét „Cowboys” —
Beckettiskur vestri. Það var áriö
1964. Hann hélt áfram að skrifa
leikrit, starfaði með Off off
Broadway leikhúsinu, var verð-
launaður og þekktur. Lék i
rokk-grúppu, tók eiturlyf. Stakk
af frá New York 1970 og fór til
London.
„Ég lærði tvo hluti i Englandi:
hvað það kostar mikla vinnu að
skapa leikhús og hvers virði það
getur verið að vera ameriskur.
1 London skrifaði hann „The
Tooth of Crime” — sem gerist á
allsendis óvissum tima og stað.
Söguhetjan heitir Hoss. Hoss er
sadisti, glæpamaður og rokkari,
landshöföingi einhversstaðar i
vestrinu. Hoss er ógnað af Crow-
sigauna og útlaga sem talar
óþekkt tungumál. Þaö kemur til
einvigis háðu með rokktónlist.
Hoss fremur sjálfsmorð að lok-
um. „Viðbjóöslegt leikrit. Maður
á ekki að fikta 1 sálarlifi fólks á
þennan hátt. Nóg er nú samt,”
segir Shepard. Hann sneri sér að
uppáhaldsverkefni bandariskra
höfunda: fjöiskyldunni. „Upp-
lausn f jölskyldunnar — ég foröað-
istþetta árum saman. Mér fannst
þaö vera verkefni fyrir höfunda
sem hafa ekkert annaö tii að
skrifa um. Svo ákvað ég aö ráöast
I þaö.” Fyrst i „The Curse of the
Starving Class” (1977). Það var
um kaliforniska fjölskyldu,
beiska og vonsvikna, sem þyrstir
eftir andlegum verðmætum og
reynir aö verjast steinsteypunni,
og berst gegn blóðböndum fjöl-
skyldunnar, þessu eitri 1 beinun-
um. Siöan I „Buried Child” —
Barn i garðinum, sem leikfélagið
er að æfa. Römm er sú taug og
rosalegur sá arfur, sem Vince
tekur i sinn hlut. Hann, sem kom
heim meö kærustuna eftir sex ár i
burtu og hélt þeim yrði fagnað
með kalkúnsteikum og eplakök-
um alveg eins og i sögunum.
Þriöja fjölskylduleikritið er
True West. Það er verið aö æfa
það 1 San Fansisco. Hefur hann á-
huga á goðsögunni um kúrekann?
„Nei, ég hef bara áhuga á ekta
kúrekum.”
Gagnrýnandi New York Times
skrifar: „1 leikritum Sheapards
rekast á goðsögur og raunveru-
leiki. Það er þessi árekstur sem
heillar.” Hvaða goösögur? Villta
vestrið, rokk, visindaskáldsögur,
ástarsögur. Little Richard, Doris
Day, eplakökur og strákurinn úr
næsta húsi. „True West” er um
bræðursem koma heim, vestur —
annar til að gera kvikmynd hinn
er bara að koma heim. Hugmynd-
ir þeirra um vestrið eru jafnólik-
ar og svart og hvitt og hvorugur
hefur rétt fyrir sér. Þeir eru
fórnarlömb nútimavestursins.
Þegar æfingunni lýkur, fer
Shepard að sjá hnefaleika. Slag-
urinn tekur á hann. Hann gekk út
úr kvikmyndahúsinu þegar of-
beldið komst I algleymi I
Apocalypse Now. Hnefaleika-
keppnin núna hristir upp i honum
án þess þó hann geti fariö.
Niðri Iðnó
Æfingunni i Iðnó er lika að
Ijúka. Ég sit eins og limd I sætinu
og get ekki farið. Sam Shcpard
situr ekki á aftasta bekk með
lappirnar uppi á stólbaki. Leikrit-
ið hans er á sviðinu. Og út um
allan sal. Sjálfur er hann á bú-
garði einhvers staðar vestur I
Ameriku. Hann gæti verið að
kemba klárnum sinum eða hann
gæti verið að vinna að handritinu
sem hann og Werner Herzog eru
að skrifa saman fyrir næstu kvik-
mynd Herzogs. Ég bara imyndaði
mér að hann væri þarna fyrir aft-
an. Las um það I blaði að hann
hefði verið á annarri æfingu á
öðru leikiti. Auðvitað kemur hann
ekki tii Reykjavikur. Hann nennir
ekki einu sinni til New York. En
leikritið kemur. t sama blaði las
ég að hann hefði skrifað bók um
Bob Dylan. Þar stendur: „Hann
er ekki ábyrgur fyrir áhrifum
verka sinna. Ahrifin hrynja yfir
okkur eins og úrhelli spurninga.
Verkin hans eru spurningar. Goð-
saga hefur mikið vald þvi hún
talar til tilfinninga okkar, ekki til
skynseminnar. Hún býr til leynd-
ardóma. Dylan býr til leyndar-
dóma úr umhverfi okkar. Við er-
um i umhverfinu en við sjáum
þaö ekki fyrr en einhver bendir
okkur á þaö.” Biaðiö segir að
þetta eigi eins við um Sam
Shepard sjálfan. Ég veit það ekki.
En leikritið talaöi vissulega til til-
finninganna fremur en til skyn-
seminnar. Skynsemin sagði að ég
væri I Iðnó i nýútsprungnu vorinu.
Samt fékk ég gæsahúð.
Skrifað þýtt og blandaö.
Ms
Sr. Dewis: „Það er ekkert aö óttast. Þetta er allt gott
fólk. Allt heiðviröar manneskjur.”
Shelly: „Það er engin skynsemihér! Ég get ekkifund-
iö skynsemi i neinu hér!”
Vince: „Ég horfði á hana anda og það var eins og tim
inn hefði grevpt hann fastan i glerið.”