Vísir - 25.04.1981, Side 9
Laugardagur 25. aprfl 1981
-
■
KORTSNOJ OG
KOMMÚNISMINN
Aö undanförnu hefur hver frl-
dagurinn rekiö annan, og varla
eru vinnuveitendur sérlega
hressir meö afköstin I fyrirtæk-
inu þennan mánuöinn.
Hinsvegar hljóta þeir sem
frisins njóta aö una glaöir viö
sitt, enda fátitt aö veöriö leiki
viö hvern sinn fingur, eins og
gerst hefur um páskana og
sumardaginn fyrsta.
Minna fer fyrir trúarathöfn-
um eöa kristilegri ræktarsemi
þegar útilif freistar meir en
kirkjusókn, en þaö er heldur
ekki tilgangurinn i boöskap
Krists, aö mennirnir stundi
bænargjörö og helgihald af
skyldurækni. Páskarnir, hátiö
upprisunnar, eiga aö vekja gleöi
og trú á lifiö, og ef mannfólkiö
finnur þá gleöi i samvistum viö
vor og gott veöur, þá er þaö ekki
lakari lifsfylling en sálmasöng-
urinn. Enginn veröur verri
manneskja viö aö leita sinnar
eigin hamingju meö útivist eöa
öörum áhugamálum, hversu
litilsháttar sem þau eru.
Tákn birtunnar
Sólin er tákn birtunnar og
aldrei hefur hún veriö tengd
ööru heldur en hinu góöa og fal-
lega, hvort heldur þaö er I
skáldskap eöa prédikunum, og
ekki fer þaö milli mála, aö Is-
lendingar eru meiri sóldýrkend-
ur en flestir aörir. Ætli þaö sé
ekki aö þakka skammdeginu og
löngum vetri, hversu miklar
mætur viö höfum á sólinni. baö
er eins meö hana eins og annaö,
aö eftir þvi sem viö höfum
minna af henni, þvl meir kunn-
um viö aö meta hana.
Nú um páskana kom biskup
„Islands, herra Sigurbjörn
Einarsson, fram I sjónvarps-
þætti og þótt hann hafi ekki flutt
þar langar ræöur, þá dugöu fá-
ein orö til aö flytja mikla visku.
Þaö veröur sjónarsviptir aö
þeim manni úr biskupstól, og
fáir kennimenn hafa gert krist-
inni trú meira gagn og veriö
áhrifarikari talsmenn trúarinn-
ar en sá merkilegi maöur Sigur-
björn Einarsson.
Kapp veiðimannsins
Ekki var öllum landsmönnum
kleift aö njóta páskadaganna til
hvildar og hressingar. 1 Vest-
mannaeyjum barst gifurlegur
afli á land og voru allir sem
vettlingi gátu valdiö kallaöir til
aö bjarga þeim verömætum.
Slikar aflahrotur eru óvanaleg-
ar, og auövitaö vel þegnar. Sög-
ur eru hinsvegar á lofti um aö
fiskvinnslan i landi hafi engan
veginn haft undan, og mikiö
magn fiskjar hafi ónýst af þeim
völdum. Erfitt er aö stööva sjó-
manninn frá þvi aö draga fisk-
inn, þegar hann gefst, enda er
kappi veiöimannsins viöbrugö-
iö, og á þaö reyndar viöar viö en
i eiginlegri merkingu.
Hinsvegar er Ijóst, aö til litils
er aö moka upp fiski, ef vinnslan
ilandi hefur ekki undan. öflugri
stjórn fiskveiöa og takmarkanir
i sjósókn eru i allra þágu.
Viöleitni sjávarútvegsráö-
herra, þeirra sem setiö hafa á
undanförnum árum, til aö hafa
stjórn á skipakaupum og fiski-
sókn hefur öll veriö I rétta átt.
Nýjustu reglur sjávarútvegs-
ráöherra I þessum efnum, sem
kunngeröar voru I vikunni eru
settar i þessum tilgangi.
Þær hafa hinsvegar sætt
gagnrýni, einkum er varöar
endurnýjun bátaflotans. Ot-
geröarmenn halda þvi fram, aö
reglurnar muni beinlinis stuöla
aö stærri bátaflota, og einnig
eru vafasamar þær heimildir
sem ráöherra veitir sjálfum sér
til undanþága frá hinum al-
mennu reglum.
Ekki er mikiö vit I þvi aö setja
reglur sem vinna gegn tilgangi
sinum, og ekki er hægt aö binda
miklar vonir viö ráöherravald,
sem er notaö til undanhalds.
Eöa hver á aö treysta á skyn-
semi þeirra reglna, sem boöaö-
ar eru i sömu andránni og gefn-
ar eru undanþágur I bak og fyrir
af pólitisku þrekleysi?
Tveir talsmenn
A dögunum var efnt til um-
ræöuþáttar i sjónvarpssal um
utanrikismál. Þar voru mættir
fulltrúar stjórnmálaflokkanna,
meira aö segja tveir frá Sjálf-
stæöisflokki. Einhverntimann
heföi einn talsmaöur dugaö til
aö túlka stefnu þess flokks i
utanrikismálum, svo kvitt og
kiár sem hún hefur veriö. Var
heldur ekki aö heyra aö mikill
munur væri á sjónarvottum
þeirra og erindi ráöherrans
virtist ekki annaö en að endur-
taka ummæli formannsins. En
svona þarf þetta vist að vera.
Þetta er enn ein afleiðingin af
þeim óvinafagnaöi sem sjálf-
stæöismenn hafa efnt til.
Þáttur þessi reyndist litlaus
og tilþrifalitill. Utanrikisráö-
herra náöi sér aldrei á strik, og
þótti greinilega svo litiö til um-
ræönanna koma, aö hann virtist
tina þræðinum hvaö eftir annaö.
Astæöan var augsýnilega sú, aö
fulltrúi AlþýÖubandalagsins,
sjálfur formaöur flokksins,
foröaöist sem mest hann mátti,
aö leggja út I rökræöur um þátt-
töku okkar I Atlantshafsbanda-
laginu. Hann gat þess I einni
setningu, aö Alþýöubandalagiö
væri andvigt Nato, en vildi siöan
ræða utanrikismál i viöara
samhengi án þess þó aö útskýra
það frekar.
Þaö veröur vissulega aö telj-
ast til nokkurra tiðinda, aö for-
ingjar Alþýöubandalagsins
treysti sér ekki til aö halda mál-
staö sinum fram i slikri rök-
ræöu. Ef þaö er ekki uppgjöf, þá
er þaö flótti, sem er raunar I
samræmi viö þá afstööu Al-
þýöubandalagsins aö sitja i
rikisstjórnum sem ekki hrófla
viö veru okkar i Nato. Sú póli-
tiska breytni innsiglar þá staö-
reynd, aö andstaöa gegn
varnarbandalaginu á sér ekki
lengur byr og er augljóslega bú-
iö spil i islenskum stjórnmálum
um fyrirsjáanlega framtiö.
ritstjórnar
pistill
ESIert B. Schra«
ritstjóri skrifar
Barátta Kortsnojs
Heimsókn Kortsnojs til Is-
lands hefur vakiö umtal um
baráttu hans gegn sovéska kerf-
inu. Hún varpar ljósi á þá and-
styggö aö neita skákmanninum
aö fá til sin konu sina og son eft-
ir aö hann fluttist frá Sovétrikj-
unum. Hún minnir tslendinga á
þá grimmd og mannhatur, sem
sovésk stjórnvöld hafa tileinkaö
sér, eöa öllu heldur er fylgifisk-
ur þess þjóöskipulags sem kennt
er viö kommúnisma.
Viö höfum oft heyrt þann
áróöur, aö Rússagrýlan er sögö
mögnuö upp af tilefnislausu og
andróður gegn kommúnisma i
hinni islensku hægri pressu sé
ósveigjanlegur og öfgafullur.
Vera má að þetta stafi af eðlis-
lqegri andúö Islendinga á öfgum,
hvort heldur þær eru til vinstri
eöa hægri, en einnig af hinu, aö
kommúnismi eöa róttæk vinstri
stefna hefur átt upp á pallboröiö
hjá skoöanamótandi aöilum,
fjölmiölum, rithöfundum,
kennurum og öörum mennta-
mönnum.
Þeir hafa haft lag á þvi aö
gera litiö úr áróörinum gegn
kommúnismanum og verið
sjálfir dáleiddir af mannúöar-
sjónarmiöum marxismans.
Seinlæti Þjóðviljans
En hvaö sem liöur hörkunni á
báöa bóga i þessu tilliti, sem
þorri fólks leiöir hjá sér, þá er
aldrei hægt aö fordæma þaö
nægilega sterkum oröum, þegar
hugmyndafræöi og skipulags-
hyggja framkallar svo
ómennska afstöðu, aö skilja á
milli ástvina og fjölskyldumeö-
lima fyrir þá eina sök aö
heimilisfaöirinn flyst úr landi.
Ósanngjarnt kann aö vera aö
halda þvi fram aö islenskir
sósialistar hafi samúö meö af-
stööu Kremlstjórnarinnar I máli
Kortsnoj, en þaö er engu aö siö-
ur eftirtektarvert aö Þjóöviljinn
var ekki i neinni viöbragösstööu
til aö segja frá blaöamanna-
fundi skákmeistarans, þar sem
hann geröi grein fyrir baráttu
sinni.
Ingimar og Friðrik
Seinlæti islenska skáksam-
bandsins og forseta þess viö aö
taka undir áskorun á stjórn
Sovétrikjanna til aö sýna máli
Kortsnojs skilning er ekki siöur
athyglisvert.
Sagt er aö forseti sambands-
ins, dr. Ingimar Jónsson, sé ein-
hver hollasti sovétvinur hér-
lendis, og hvort sem hann
þyngslast til aö skrifa upp á
bænarbréf til Sovét I nafni
Kortsnojs, eöa ekki, þá geta
stuöningsmenn Kortsnojs ekki
búist viö mikilli málafylgju úr
þeirri áttinni. Pólitikin nær
nefnilega út fyrir lif og dauöa
hjá sumum.
Friörik ólafsson er forseti al-
þjóöaskáksambandsins og eng-
inn vænir hann um undirlægju-
hátt gagnvart kommúnisma. En
hann á undir högg aö sækja og
veröur, stööu sinnar vegna, aö
leita diplomatiskra leiöa, I sam-
bandi sinu viö Sovétrikin. Ljóst
er þó aö Friörik veröur fyrr eöa
siöar aö berja I boröiö og beita
afli embættis slns i máli Korts-
nojs. Aö öörum kosti liggur
hann undir gagnrýni fyrir aö
meta meir stööutákn en heilaga
frelsisbaráttu.
Þingmenn hætti við
sovétferð
Einhver kann aö halda, aö
rödd tslands megi sin ekki
mikils, þegar kemur aö
ákvaröanatöku innan Kremlar-
múra. En þá er rétt aö taka
mark á þeim ummælum Korts-
nojs, aö ekkert nema þrýstingur
frá hinum siðmenntaöa heimi
getur hjálpaö honum og fjöl-
skýldu hans.
íslendingar geta vissulega
beitt sinum þrýstingi og látiö
vanþóknun sina i ljos meö ýms-
um hætti.
A þaö má minna aö fýrir dyr-
um stendur aö hópur alþingis-
manna heimsæki Sovétrikin á
þessu vori. Fátt yröi áhrifarik-
ara en aö Alþingi Islendinga til-
kynnti sendiherra Sovétrikj-
anna á lslandi, aö sú för veröi
ekki farin, fyrr en gata Korts-
nojs hafi verið greidd. Eöa hafa
frjálshuga þingmenn áhuga á aö
sitja undir skálaræöum i Sovét
og kyssa „kollega” sina á báöar
kinnar meöan slik ósvinna liöst,
sem hér hefur veriö gerö aö um-
talsefni.
Ellert B. Schram