Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 1
I------------------------------------------------------------------- ■ Engin niðurstaða á sáttafundi með fóstrum í gærkvöidi: Borgin heiur lagt fram sitt lokaboð Fóslrur bíða eftir ný|um fundi Simallnur milli dagvistar- stofnana barna i Reykjavik glóöu i morgun, eftir samninga- fund I gærkvöld um kjör fóstra. Þar lagði samninganefnd Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar fram nýjar kröfur fyrir hönd föstra um 12., 13. og 14. launafiokk og aiit að fjög- urra flokka hækkun fyrir yfir- menn. Launamáíanefnd borgarinnar bauð 11. flokk, 12. eftir 4 ár og 13. eftir 6 ár, eða hjúkrunarfræðingakjör. 1 tilkynningu launamála- nefndar borgarinnar i morgun sagði: „Launamálanefnd litur svo á, að enginn sáttagrundvöll- ur felist i hinni nýju kröfugerð fóstra”. Blaðafulltnii Fóstru- félags Islands, Marta Sigurðar- dóttir, sagði, að fóstrurnar teldu, að viðræður i gærkvöld, sem stóðu til miðnættis, hefðu ekki endað með slitum, og fóstr- ur biðu boðunar nýs fundar. Kröfur fóstranna, sem starfa hjá borginni, munu vera svipað- ar þvi, sem fóstrur á Seltjarnar- nesi sömdu um nú siðast, 12. launaflokkur strax, 13. eftir 3. ár og 14. eftir 8 ár. 1 Kópavogi sömdufóstrurnarum 12.flokk og 13. eftir 3 ár. Við fóstrur i Reykjavik á launaskrá rikisins er ekki og verður ekki rætt fyrr en samningar við borgarfóstrur liggja fyrir, ef samið verður. Fóstrur i Garðabæ, Hafnar- firði og á Sauðárkróki standa i sams konar samningum og fóstrurnar i höfuðborginni. Horfir nú þannig, að barnadag- vistum á þessum stöðum verði lokað 1. mai. Launamálanefnd borgarinnar hefur nú boðið fóstrum sömu laun og hjúkrunarfræðingum. Mun þykja ákaflega óliklegt, að hærra verði farið, vegna for- dæmisins, og auk hjúkrunar- fræöinga biða starfsmenn Strætisvagna Reykjavikur og Slökkviliðsins i viðbragðsstöðu, ef borgin slakar frekar til. Um afstöðu launamálanefnd- ar mun vera samstaða allra flokka i borgarstjórn, og tjáði Davið Oddsson, talsmaður Sjálfstæðisflokksins, Visi i morgun að hann ætti ekki von á sérstðu þess flokks. Alþýðu- bandalagið mun og standa nokkurn veginn iheilu við bakið á nefndinni, þótt þar hafi heyrst raddir um, að lengra eigi að ganga til móts við fóstrurnar. HERB I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I J Viidu hækkun en fengu ekki Verð á söltuðum grásleppu- hrognum til útflutnings var ákveðið i gær. Fyrir tunnuna fást 330 bandarikjadalir, sem er sama verð og i fyrra. Að sögn Guð- mundar Lýðssonar hjá: Samtök- um grásleppuhrognaframleið- enda, höfðu þeir farið fram á, að verðið hækkaði frá þvi i fyrra um 7—8% og yrði þvi um 348 dalir á tunnuna en þvi var hafnað. „Menn segja, að markaðurinn erlendis sé frekar góður i ár, en nú á eftir að sjá hvernig Kanada- menn koma út, en kaupendur eru farnir að biða eftir þvi, hvað þeir fá þar, og siðan koma þeir til okk- ar, þar sem verðið þar er lægra”, sagði Guðmundur. Helsti sölu- markaður fyrir Island er til Dan- merkur og Þýskalands. Nú hefur verið sótt um 448 leyfi til grá- sleppuveiða, sem er nokkru minna en i fyrra. AS Verkfall hófst i Myndiista- og handlðaskólanum I morgun, en þeir Sigtryggur Karlsson, formaður nem- endaráös, og Haukur Friöjónsson, I stjórn ráðsins, voru aö undirbúa för á fund menntamálaráðherra, er blaöamaður ræddi við þá I morgun (Visism. EÞS) Nemendur í Myndlista- og handiðaskölanum í verkfalli í dag: „VALDNIDSLA SKÚLASTJÖRA” 0G GERRÆÐI segir iormaður nemendaráðs skðlans Nemendur I Myndlista- og handiðaskóla Islands mættu ekki i tima i morgun og lá þvi öll kennsla niðri. Var þetta gert i mótmælaskyni við þá ákvörðun Einars Hákonarsonar, skóla- stjóra, að leggja nýlistadeildina við skólann niður. Þegar fréttin um málið birtist i Visi i gær. braust út mikil ólga meðal nemenda,hluta skólastjórnar og kennara og mætti mikill hluti ofangreindra á fund i gær, til að ræða málið. Um tiuleytið i morg- un gengu siðan nemendur ásamt einum kennara á fund mennta- málaráðherra til að mótmæla ákvörðun skólastjóra. „Við erum alfarið á móti þess- ari ákvöröun”, sagði Sigtryggur Karlsson, formaður nemenda- ráðs, þegar blaöamaður Visis hitti hann að máli i skólanum I morgun, ,, og svo er um allan þorra nemenda, hluta kennara og skólastjórnar. Þetta er valdniðsla og gerræði af hálfuskólastjóra og það verður ekki liðið”. Sagði Sigtryggur enn fremur, aö skólastjórinn hefði verið meö útúrsnúninga og fullyrðingar varðandi þetta mál, en jafnframt neitað að ræða það við nemendur. Hugmyndin hefði verið sú að reyna að halda þvi innan veggja skólans, og leysa það á friðsam- legan hátt. Siðan hefði það gerst i gær, að skólastjóri hefði „sprengt málið upp i fjölmiðlum” og yndu nemendur ekki þeim vinnubrögð- um. Aðspurður um, hvernig tekið yrði á málinu af hálfu nemenda^ ef það leystist ekki nú, sagði Sig- tryggur, að fundur yröi haldinn i nemendafélaginu n.k. mánudag. Þar yrðu teknar ákvaröanir um ferkari aðgerðir, ef þess teldist þörf. „En viö vonum, að mennta- málaráðherra skilji okkur og hnekki þessari einhliða ákvörðun skólastjóra”, sagði Sigtryggur. —JSS Geir spáir gengís- lellingu „Ég hef það fyrir «att”, sagði Geir Hallgrfmsson, I þingræðu i gærdag,” að gengið mundi verða fellt um 6 til 10% strax eftir 1. júni, þegar nýtt fiskverð hefur verið ákveðið. Nánari frásögn af ræðu hans, Gunnars Thoroddsen og Sighvats Björgvinssonar er að sjá á bls. 9. Friðrik gefur fresi i mábuð - Sjá bls. 3 Skýring fundin á bilunum í Herjólfi - Sjá OIS. 12 Guðmundur stðð sig vel á Hampden Park - og Guðni „njðsnar” í Dublin Sjá Ibrðtlir Ms. 6 og 7 f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.