Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 29. apríl 1981 23 VÍSIR kemur EKKI ÚT föstudaginn 1. maí Kemur út laugardaginn 2. maí með myndarlegu Helgarblaði. Auglýsendur athugið! Frestur til að skila auglýsingum í Helgarblað 2. maí og mánudagsblað 4. maí er til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 30. apríl Smáauglýsendur athugidtf Smáauglýsingadeild V/S/S er opin: fimmtudag 30. apríl kl. 9-22 föstudag 1. maí LOKAÐ laugardag 2. maí kl kl. 10-14 sunnudag 3. maí kl. 18-22 auglýsingadeild Síðumúla 8 : Simi 86671 Rafveitustjóri II Staöa rafveitustjóra II með aðsetri á Selfossi er laus til umsóknar. Ski lyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi viðurkennda iðnmenntun í rafiðnaði. Æskilegt er að umsækjandi hafi framhaldsmenntun. Upplýsingar um menntun og fyrri störf send- ist Rafmagnsveitum ríkisins. Rafmagnsveitúr ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavik Tilkynning frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöð um skólavist næsta skóla- ár liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð/ frá kl. 10 til kl. 12. Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k. Skólastjóri. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiðí alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig sfyttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leltið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavagi 8 - Rayk|avík - Sími 22804 vertu vísis- áskrítanúí - Það borgar sig Tilboð óskast í m.s. Sigurbáru VE - 249 í því ástandi sem skipið er nú í og þar sem það liggur í Elliðárvogi hjá Björgun hf. Fyrir liggja tilboð í skrokkviðgerð, sem hugsan- legur kaupandi getur gengið inn í. Frekari upplýsingar gefur Björgun hf. Sævarhöfða 13, sími 81833 og þangað skulu tilboð hafa borist eigi síðar en kl. 10.00 fh. þriðjudaginn 5. maí 1981. |SAI M c VO Oi 1 UEJURl .ióGUNNARI MAR &SGEIRSSYNI SÍMI 35200 1 l ■ — - ■■■■ ■» svomœur bvartnaioi lllilllllllllllllllllll FÉLAGAR MARiU I FRIÐARMALUM Sá Islendingur, sem fær opin- berlega greitt fyrir upplýsinga- þjónustu Sovétmanna á tslandi, Haukur Már Haraldsson, skrifar grein i Dagblaðið, þar sem hann rómar mjög svonefnt heimsfriðarráð og hina islensku friðarnefnd, sem er deild I á- róðurssamtökum Sovétmanna gegn varnarbaráttu Vestur- landa. Haukur Már rekur nokk- uð upphaf og starfssemi friðar- nefndarinnar, og nefnir þar til félaga Maríu og svo félaga Kristinn E. Andrésson og hans konu, einnig Sigriði Eiriksdótt- ur. Allt er þetta fólk horfiö af sjónarsviðinu nema félagi María, sem situr enn við sinn keip, þótt „friðarmálin” hafi margsinnis tekið öfuga stefnu, eins og i Ungverjalandi, Tékkó- slóvakiu og nú siðast i Afganist- an. Islenska friðarnefndin hefur samt ávallt staðið fast á þvi aö hvergi væri ófrið að finna I heiminum gjörvöllum nema runninn undan rifjum Banda- ríkjamanna og þátttökuríkja i varnarbandalagi um vestræna stjórnarhætti. Haukur Már er nýlega kom- inn úr sérkennilegri ferð um austantjaldslönd, þar sem hann kom fram ýmist sem veisluboði ASI eða friðarboði félaga Maríu. Og heimkominn telur hann ástæöu til að upplýsa okk- ur um Islensku friðarnefndina, eins og starfsemi hennar væri ekki öllum kunn. Haukur Már lykur grein sinni á hvatningar- orðum, þar sem hann lýsir þvi yfir aö friðarnefndin sé opin öll- um, sem af heilum hug vilji vinna að friði i heiminum og afvopnun. Er honum þó mest I mun stöðvun framleiðslu kjarn- orkuvopna, nú þegar búið er að kjarnorkuvæða Kolaskaga, og ekki heyrist um tilraunir með kjarnorkusprengjur nema neðanjarðar i Sovétríkjunum. Auðvitaðeru allir Islendingar friðarsinnar, eins og helftin af mannkyninu. Þess vegna þarf ekki sérstaka friðarnefnd til að boða islenska friðarstefnu, nema i þvi skyni að nota hana I áróðurskyni á vettvangi þjóð- mála og alþjóðamála fyrir annað af heimsveldunum. Þetta veitfélagi Mariaog fer sér hæg- ar, nema þegar hún er að lýsa friðarvilja félaga Breánefs á friðarþingum I Moskvu. Þá flæðir tilfinningasemin og orð- skrúðið yfir alla barma. En í ljósi þess að öll erum við friðar- sinnar, má vera að i upphafi hafi fölk leiðst til fylgis við friðarnefndina, áður en það áttaði sig á þvi að hún var ein- ungis sett á stofn hér til að tala fyrir rússneskum friði, eins og Norðurlöndum birtist hann t.d. á Kolaskaga. Þó virðast ein- stöku aðilar halda áfram að trúa á starfsemi friðarnefndar- innar, löngu eftir að lj8st er orð- ið að Sovétmenn vilja engan frið, eða samkvæmt orðum Bré- snefs: Við hefðum haldið Tékkóslóvakiu þótt það hefði kostaö þriðju heimsstyrjöldina. (sbr. Mylnar). Haukur Már telur upp fleiri en félaga Mariu máli sinu til stuðnings, þegar hann ræðir um vinsældir friðarnefndarinnar. Hann telur jafnvel séra Emil Björnsson upp, sem maður hélt að léti duga að leita friðar á himnum. En óekki. Félagi Emil er sagður hafa verið sérstakur liðsmaður friðarins á sjötta tug aldarinnar, þ.e. eftir Ungverja- land. Þetta eru merkilegar upp- lýsingar þegar haft er i huga að um er að ræða félaga frétta- stjóra sjónvarps, en þar hefur fréttaflutningur stundum þótt orka tvimælis, þótt þau mál hafi ekki vcrið rakin til félaga Em- ils. Maður, sem lifir á rússnesk- um launum á tslandi er varla aðili til að tclja okkur hughvarf gagnvart islensku friðarÆ'fnd- inni. Fe'lagi Maria er heldur ekki trúverðug I friðarstarfi. Um friðarstarf félaga Emils er ekkert vitað utan hann er kirkj- unnar maður. Aftur á móti vit- um við hvað er að gerast í Afganistan. Við vitum hvað mun gerast i PóIIandi. Okkur rekur enn minni til Ungverja- lands og Tékkóslóvakiu, sem mátti kosta heimsstyrjöld. Þess vegna er friðarnefndin ekkert annað en ómerkilegt pólitiskt svindl. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.