Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. april 1981 VlSIR Floabardaginn I Sogamýrlnnl „Það var hreinlega ekki flóa- friður á heimilinu og við urðum að flytja út”, sagði Gunnar V. Andrésson ljósmvndari i sam- tali við blaðamann. „Undir þak- brúninni á húsinu okkar gerði starri sér hreiður i fyrrasumar og létum við það óáreitt vegna þess að börnin höfðu gaman af að fylgjast með fuglinum. En ánægja fyrra árs breyttist i skelfingu nú i vor þegar lags- kona starrans flóin kom i heim- sókn”. Starrinn, þessi leiðindafugl, tók sér bdlfestuhér á landi fyrir nokkrum árum. Með fullri virð- ingu fyrir jafnvægi náttúrunnar hjá mönnum og dýrum er okkur fyrirmunað að skilja hvaða hlutverki starrinn gegnir á jafn- vægislinunni i dýrarikinu. Hann er litt fagur, hann er grimmur um varptimann og hrekur aðra fugla i burtu og söngur hans hjáróma i annars fallegum fuglakór vorsins. Starrinn er vágestur sem kemur óboðinn um rifur og göt á hibýlum manna. Ef litil rifa er á húsvegg, og hann kemur hausnum þar inn, fylgir búkurinn á eftir, og hann spyr hvorki kóng né prest um leiguskilmála. Leiguliðar hans eru svo flæmar, blóðsugur sem nærast á nærveru fuglsins. Þegar boðflennan færir sig um set, sitja leiguliðarnir eftir með aukið hUsrými en enga næringu. Þá er leitað i mannheim. Frá heimsókn flónna i leit að æti til fjölskyldu Gunnars segir hann áfram: „Við urðum vör við að fló var komin i hUsið og þá var farið að athuga hreiður starrans frá i fyrra. Ég fjarlægði hreiður- stæðið undir þakskegginu, var ákveðin i að veita ekki starran- um gistingu aftur i ár. Hreiðrið var kolsvart af fló. Við yl vor- geisla sólarinnar klekjast lirf- urnarUtog varaldeilis komið lif og f jör i messuhald flónna sann- kölluð svört messa. Þegar hreiðrið var farið hélt ég að málinu væri lokið, en þá hófst fyrst nætursvall flónna fyrir al- vöru”. Meðan ibUarnir sváfu svefni hinna réttlátuog saklausu, fylit- ist hUsið af skæruliðum, her skorkvikinda hélt innreið sina og héldu blóðveislur nótt eftir nótt i hibýlum fjölskyldunnar. „Skæruliðarnir fóru i felur þegar dagaði, saddir og sælir en við vöknuðum upp með bólgna hUð eftir blóðsugurnar og fylgdi þessi ofsakláði”, sagði Gunnar, „og þá var gripið til næsta ráðs. Við fengum meindýraeyði á vettvang, sem Uðaði allt hUsið hátt og lágt. A meðan urðum við að flyt ja burt Ur hUsinu, en áður en til þess kom varð að flytja öll matvæli í burtu, pakka leikföng- um barnanna inn i plast, og taka sængurföt af rUmum. Þegar við gátum snUið aftur heim i hUs, varð að viðra og þrifa allt innan- dyra. Flóabardaganum var með lokið”. Gunnar V. Andrésson er reynslunni rikari i dag og veitir ekki starranum og hans föstu fylgikonum flónum gistingu framar. Strið hans og fjölskyld- unnar er hér rituð öðrum til varnaðar. Þegar lofthitinn verður stöðugri nU i maibyrjun má bUast við að leikurinn æsist fyriralvöru hjá flónum i starra- iu'eiðrunum. Ef þið verðið vör við starrahreiður, og ætlið að ráðast til atlögu, er ráðlegast að fá meindýraeyði á staðinn áður en þið hróflið nokkuð við hreiðurstæðinu, verið minnug þess sem Gunnar sagði hér á undan að þegar hann fjarlægði vigið hófst alvöruorustan. — ÞG Meindýraeyðir kominn á staðinn og byrjar á hreiðurstæðinu undir þakskegginu. Visismynd/GVA Innandyra er allt Uöað með eitri og fbúarnir fluttir út á meðan. Visismynd/GVA Flóin leitaði á ibúana i fastasvefni svo rúm og rúmföt fengu gððan skammt af úðun. VIsismynd/GVA 11 -K-x-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-X-K-K-k-K I Kar/mannaskór m.* * » leður m/ hrágúmmísólum ¥ ¥ ¥ ¥• ■¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ í ® SXlttR)iOSK0BtiBin( ^ Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 • -x-K-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k Teg: 8421 Litur: Ijósbrúnt Stærðir 41-45 Verð kr. 364.00 Eigum á lager fullkomin mótorstillitæki. Einnig afgasmæla, OHM mæla, og þjöppumæla. Eigum einnig i mikiu úrvaii: kerti, kveikjulok, kveikjuhamra, þétta og platínur VARAHLUTIR AUKAHLUTIR VERKFÆRI ★-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-kf-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.