Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 15
Spænskir vordagar — á Hótel Loftleiðum Hvað sem veðráttunni á tslandi b'ður mun sunnanblær og sumar- stemmning rikja á Hótel Loftleið- um næstu dagana, þvi að hópur Spánverja er kominn þangað alla leið fra Andalúsiu til að gera gest- um glatt i geði með dansi og söng, ljiíffengum kræsingum og spænskum veigum. Með þessu móti heldur hótelið lika hátiðlegt 15 ára afmæli sitt, en hinn 1. mai eru 15 ár liðin frá opnun stærsta hótels tslendinga. Ferðamálaráðuneyti Spánar gengst nú i fyrsta sinn fyrir Spánarkynningu á Islandi i sam- vinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn og Hótel Loftleiðir. Spænsku vordagarnir á Hótel Loftleiðum hefjast á fimmtudagskvöld 30. april og lýkur sunnudagskvöldið 3. maí. Hópur dansara og tón- listarmanna frá Costa del Sol kom til landsins ásamt matreiðslumönnum á sunnudags- kvöld, en á miðvikudag koma ferðamálafrömuðir, m.a. frá stærstu ferðaskrifstofu Spánar, MARSANS, fulltrúar ferðamála- ráðuneytis og hóteleigendur til þess að undirbúa hátiðina, sem stendur aðeins i 4 daga, eins og fyrr var getið. Boðið verður upp á spænska lystauka á undan fjór- réttaðri máltið, þar sem allir réttirnir bera spænsk nöfn, s.s. ENTREMESES RONDA, sem eru blandaðir forréttir SOPA CARIHUELA, spænsk fiskisúpa, PAELLA COSTA DEL SOL, en paella er þjóðarréttur Spánverja, blanda af hrisgrjónum með alls kyns kjöti og fiskréttum saman við og eftirrétturinn heitir MACEDONIA MARBELLA. Þekktur gitarleikari og söngvari mun skemmta gestum ásamt danshópnum meðan á borðhaldi stendur og að lokum verður dansað til kl. 01.00. Glæsilegt happdrætti með ferðavinningum verður i gangi allt kvöldið. Skiptu á milli sin eyrunum Það mætti halda að skortur hafiveriðá kaninueyrum þegar skaparinn var að búa til tvibur- ana sem sjást á meðfylgjandi mynd. Með þeim er eigandinn, Richard Alderman frá Massachusetts og er eftir hon- um haft, að kaninurnar hafi verið fullkomnlega eðlilegar að öðru leyti en þvi að fæðast með eitt eyra hvor. Dr. Elliott Jacobsson, prófessor við dýra- læknadeild F loridaháskóla, hefur tjáð sig opinberlega um mál þetta og sagði hann að fyrirbrigði sem þetta væri ekki einsdæmi, en hins vegar afar sjaldgæft. Senjóriturnar úr dans-og söngflokknum „Fantasia Costa del Sol” sem mun skemmta á Loftleiðum > næstu daga. (Visismynd: GVA). Syngjandi systur Á meðfylgjandi mynd sjáum við Dolly Parton ásamt yngri systrum sinum sem báðar hafa fetað i fótspor stóru systur og reynt fyrir sér með dreifbýlis- söng. Þær ólust upp ásamt átta bræðrum i sárustu fátækt en Dolly er nú i hópi hæst launuðu skemmtikrafta heims. Myndin var tekin þegar verið var að hljóðrita fyrstu hljómplötu Freidu Parton (i miðið) en hún er nú 23 ára gömul. Dolly 35 ára, og Stella 31 árs sungu bakraddir með Freidu á þessari fyrstu hljóm- plötu hennar. Systurnar mættar i upptökusalinn, f.v. Stella, Freida og Dolly. Hendur frá einni — og andlit frá annarri Til eru fyrirsætur sem hafa nóg að gera og lifagóðu lifi af störfum sinum þó hvorki andlit þeirra né „linur” séu i samræmi við þann staðal sem oftast er miðað við þegar um fyrirsætur er að ræða. Þessar fyrirsætur geta þá státað af einhverjum öörum likamshlut- um sem taka sig vel út á mynd. svo sem höndum, fótleggjum, tám eöa jafnvel eyrum ef um er að ræða auglýsingar á eyrnalokk- um, svo dæmi séu nefnd. A meðfylgjandi mynd sjáumvið hvernig myndasmiðirnir fara aö þegar skeyta þarf saman likams- hlutum tveggja eða fleiri fyrir- sæta og auðvitað litur þetta allt út önnur hefur rétta andlitið en hin réttu hendurnar. Pat Tilley heitir sú, sem leggur til hendurnar en Jan McGill er sú andlitsfrfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.