Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 9
Miövikudagur 29. aprll 1981 VÍSIR 9 Korsætisráðhcrra talar yfir auöum stóluin og (ieir llallgrímssyni Alþingi bar þess ekki merki i gærdag, að neitt sérstakt væri í uppsigl- ingu. Menn vöppuðu á göngum og höfðu varla fyrir því að taka sér sæti enda þótt hringt væri til fundar. í neðri deild var aðeins eitt mál á dagskrá, frumvarp rikisstjórnar- innar til laga um verð- lagsaðhald, lækkun vöru- gjalds og bindisskyldu innlánsstofnana. Forseti deildarinnar þurfti þó að biða góða stund áður en gengið yrði til dagskrár, þar sem hvergi bólaði á fram- sögumanni, sjálfum for- sætisráðherra. Hann hef- ur sennilega lagt sig eftir matinn, blessaður, og ekki hafa efnahagsráð- stafanirnar haldið fyrir honum vöku. „Réttlátara verðlags- eftirlit" Enumræðan hófst átta mínút- ur yfir tvö, og ráðherrann var með skrifaða ræðu, þar sem rakin voru höfuðatriði frum- varpsins 1) áframhaldandi að- haldi verðlagsmálum, 2) auknir möguleikar til aðhalds i pen- ingamálum og 3) niðurskurður framkvæmda og rekstrarút- gjalda rikisins til þess að skapa svigrúm til að lækka fram- færslukostnað. Ráðherrann skýrði hverja grein fyrir sig og bætti þar litlu við, sem lesa má i greinagerð með frumvarpinu og komið hef- ur fram áður. Um aðra grein frumvarpsins, þar sem verðlagsstofnun er heimiltað krefjast lögbanns við byrjuðu eða yfirvofandi broti á fyrirmælum, sagði ráðherrann: önnur grein frumvarpsins miðar að virkara verðlagseftir- liti. Þorri seljenda vöru og þjón- ustu hlitir verðlagsákvæðum. En þvi miður er ekki svo um alla. 1 þeim tilvikum tekur það verðlagsyfirvöld mánuði og jafnvel misseri að fylgja málum eftir og á meðan selur aðili vöru sina eða þjónustu við ólöglegu verði, sem hækkar framfærslu- kostnað og kyndir undir verð- bólgu. Það er réttlætismál og mikilvægt fyrir hjöðnun verð- bólgu, að hér verði úr bætt. Með þvi að heimila verðlagsstofnun að leita til fógeta um lögbann við hinu ólöglega verði á að tryggja markvissara og réttlát- ara verðlagseftirlit”. Heillavænleg stefna I lok ræðu sinnar upplýsti for- sætisráðherra að verðbólgu- hraðinn hefur á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs verið milli 30-40%. Um hærri bindiskyldu inn- lánsstofnana á árinu, gat ráð- herrann þess að þróun peninga- mála hefði tekið nýja og heilla- vænlega stefnu en um langt skeið og vonir standa til að framhald geti orðið á ef vel er að gætt. Þannig er þvi spáð sagði ráðherrann að innlán á þessu ári verði um 26% af þjóðarframleiðslu en svo hátt hefur þetta hlutfall ekki verið siðustu sjö árin. Forsætisráðherra flutti ræðu sina áherslulaust, las hana frek- ar en flutti, rétteins og honum fyndist ekki mikið til málsins koma. Á meðan mátti heyra mál- skraf þeirra i efri deild, og var ekki að heyra að þar væru átakamál á ferðinni. Þingmönn- um fækkaði i þingsal og lögðu frekar við hlustir i kurteisis- skyni. Lamdi ekki í borðiö Nasstur tök til máls Geir Hall- grimsson. Ræða hans var ekki skrifuð, en þykkur blaða- og skýrslubunki gáfu til kynna, að framundan væri löng ræða. Það fóreftir. Geir talaði i nær hálfan annan tima og fór sér að engu óðslega. Hann lamdi ekki i borð- ið frekar en fyrri daginn, en fann þó frumvarpinu flest til foráttu. Hann lofaði að bregða ekki fæti fyrir frumvarpið en áskildi stjórnarandstöðunni rétt til upplýsinga. Ef rikisstjórnin þarf fjóra mánuði til að undir- búa þetta frumvarp, þá getur enginn ætlast til þess að stjórnarandstaðan stimpli upp á frumvarpið m öglunarlaust á tveim sólarhringum. Neitunarvald Geir vék i fyrstu að áhrifum verðstöðvana. Verðstöðvun hef- ur veriði gildi allan þennan ára- tug, og sérstakar verðstöðvanir hafa verið settar 1978,1979 og nú siðast á gamlársdag. En er það ekki athyglisvert, sagði Geir, að einmitt á þessum árum, hefur verðbólgan geysað hvað ákafast i kjölfar verðstöðvana. Nú á ekki lengur að taka mið af rekstri velrekins fyrirtækis, eins og lög hafa kveðið á um, nú má verðlagsráð ekki taka ákvarðanir nema innan ákveð- inna marka, og nú eru völdin jafnvel tekin aí viðskiptaráð- herra. Rikisstjórnin öll verður að leyfa sérstakar verNiækkan- ir, og með þvi er auðvitað verið að færa Alþýðubandalaginu enn einu sinni neitunarvald i hend- ur. Árás á eignaréttinn Siban vék Geir Hallgrimsson að þvi ákvæði frumvarpsins sem fjallar um lögbanns- heimildina, og lét að þvi liggja að hér væri um stjórnarskrár- brot að ræða, og bein árás á eignaréttinn. Hann furðaði sig á þvi, að nokkur maður sem að- hyllist sjálfstæðisstefnuna, gæti stuttslikt lagaákvæði, og brýndi bæði sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn til andstöðu gegn ákvæðinu. Þetta ákvæði er bæði vitavert og hættulegt og leiðir okkur inn á braut lögreglurikis. Þegar hér var komið sögu brýndi þingmaðurinn raustina en þingmenn virtust sýna þess- um aðvörunum litinn skilning, þvi enn fækkaði i salnum. Nordalsishús Lækkun vörugjalds á gos- drykki flokkaði Geir undir sjón- hverfingar og sýndarmennsku og grátbroslegan allan þann gang mála. Ýmist væru þing- menn pi'ndir til að fylgja hækk- un vörugjaldsins við fjárlagaaf- greiðslu, eða skipað að greiða atkvæði með lækkun þess, allt eftir duttlungum og reddingum ráðherra hverju sinni. Geir óskaði framsóknar- mönnum og alþýðubandalagi til hamingju með það traust sem þeir bæru nú til „frystingarinn- ar i Nordalsishúsi”, og átti þá við aukna innlánsbindingu banka og sparisjóða i Seðla- banka. Þetta ákvæðisagði Geir, leiðir til meiri miðstýringar en þekkist i afturhaldssömustu kommúnistarikjum og fullyrti að lagaákvæðið, ef framkvæmt yrði, kynti undir verðbólgu i stað þess að draga úr henni. Spurningalistinn Og nú var komið að spurning- unum sem hann vildi beina til forsætisráðherra. Þá hvarf ráð- herrann úr salnum. Hver verða hin ársfjórðungs- legu verðlagsmörk? Hverjar eru verðhækkunarbeiðnimar og hvað á að hækka eftir 1. mai. Hvernig á að fara með land- búnaðarvöruhækkunina sem yfirvofandi er og gerist eftir fiskverðshækkun? t lok ræðu sinnar hafði Geir Hallgrimsson það fyrir satt að fyrirsjáanl eg væri 6-10% gengislækkun eflir 1. júni. Það voru kannske tiðindi dagsins. Talaði fram í kaffitíma Sighvatur Björgvinsson talaði fyrir hönd Alþýðuflokksins. Honum er létt um mál, Sighvati, en var grunsamlega ljúfmann- legur i málflutningi. Taldi sjálf- sagt að greiða fyrir afgreiðslu málsins, en vildi eins og Geir fá svör við fjölmörgum spurning- um og þær létu ekki á sér standa. Hverjar eru framhaldsað- gerðirnar, sem Steingrimur Hermannsson talar um? A að greiða niður landbúnaðarvöru- hækkanir, og þá hversu mikið? Hverjar verða tollalækkanirn- ar? Hvar á að skera niður i opinberum rekstri? A að klipa af fjárfestingarsjóðunum? Sighvatur lét móðan mása og áður en varði var kominn kaffi- timi hjá þreyttum þingmönn- um. Sá grunur leikur þó á, að fjöl- mennara hafi verið i kaffistof- unni heldur en i þingsal löngu fyrir kaffihlé. Þeir eru greini-v lega orðnir þvi vanir, fulltrúar þjóðarinnar, að taka við efna- hagsmálapökkum og kippa sér litt upp við stjórnarskrárbrot, eignaupptökur og gengis- lækkunarspádóma. Og hversvegna ætti þá þjóðin sjálf að æsa sig upp út af einni litilli verðstöðvun, meðan þing- menn kyngja henni með kaffi- sopanum löngu áður en umræð- an er úti? Það þarf varla að taka það fram, að forsætisráðherra taldi það ekki ómaksins vert að svara fyrirspurnunum. Hann hefur sjálfsagt hugsað eins og fleiri: Þessi verðstöðvun skiptir engu hvort sem er. ebs Geir Hallgrimsson i ræðustól Nlyndir: Gunnar v. Andrésson Ráðherrar dunda sér við Visislestur undir ræðuhöldum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.