Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Miðvikudagur 29. april 1981 Herjóifur er nú i slipp I Reykja vik þar sem verið er að ljúka fjögurra ára skoðun og breyta hitakerfi skipsins. (Visismynd. GVA) Loksins sér fyrír enúann á titringnum í Eyjaferjunni: RONG SKRÚFA Á HERJ- ÚLFI FRÁ UPPHAFI! Það er nú komið I ljós eftir mikil heilabrot og mesta bram- bolt, að það er röng skrúfa á Eyjaferjunni Herjólfi, er frá upphafi hefur vaidið þrýstingi og titringi og sem á timabiii var á góðri leið að hrista stálskipið i sundur! Herjólfur verður tekinn i slipp I haust og skipt um skrúfu, nokkru eftir fimm ára afmælisdag hans. Herjólfur kom hingað 6. júni 1976 og á árinu 1977 hófust at- huganir á óeðlilegum titringi i skipinu sem leiddi til þess að sprungur mynduðust i skrokkn- um. Skipið stöðvaðist marg- sinnis og varð af þessu mikill kostnaður, beinn og óbeinn, allt fram á siðasta ár. En nú er sem sagt talið aö gátan sé leyst. Eyjaferjan er þessa viku i slipp hjá Slippfélaginu i Reykja- vik og fer þar fram fjögurra ára úttekt á þvi, auk þess sem gerðar eru á þvi ýmsar lagfær- ingar í leiðinni. „Herjólfur er núna mjög heilbrigður, hress og skemmtilegur, við erum aðeins að klæða hann I sparifötin fyrir sumarvertiöina og fullnægja kröfum um fjögurra ára skoöun, sem lauk ekki alveg i haust”, sagöi Ólafur Runólfsson fram- kvæmdastjóri. „1 leiðinni hug- um viö að fleiru og má nefna að við breytum nú hitakerfinu, not- um nú kælivatniö af vélinni til þess að hita svartoliuna og smuroliuna og siöan til þess að hita allar vistarverur”. „Viö höfum gert feiknamikið til þess að spara i rekstrinum og leitum alltaf að nýjum mögu- leikum, og svartolian hentar Herjólfi tvimælalaust langtum betur en gasolian, það munar um 30% ” Aö sögn Olafs er gert ráö fyrir þvi, að I ár nái endar i rekstr- inum saman, þannig, að 3,4 milljóna króna rikisstyrkur dugi og hægt verði að greiða nokkuö af gömlum skuldum, sem enn losa vel milljón. Flutningar Herjólfs jukust um fjórðung 1980 frá 1979 og fram- undan eru geysilegar annir, að sögn ólafs. Skipið hefur farið 1.596 ferðir milli lands og Eyja og flutt 200 þúsund farþega 40 þúsund bifreiðir og nærri 50 þús- und tonn af varningi. En þótt skipið sé að veröa 5 ára er ennþá i kjölfarinu stofn- skuld að upphæð nú um 20 millj- ónir króna, sem átti að vera framlag rikisins og viðurkenn- ing á jafngildi ferjunnar og þjóðavegar. En þingmenn Sunnlendinga hyggjast nú kreista þetta gamla loforö úr rikiskassanum, enda varla semna vænna. HERB 11 milljónir tn úreldingar fiskiskipa: Úrelúinq forsenfla enflurnviunar - en átti að liðka lyrir minnkun tiotans Á þessu ári verða til ráðstöfunar úr tveim sjóðum vegna úreld- ingar fiskiskipa i kring um 11 milljónir króna (1100 gamlar). útgerðin leggur til fjármagn i sjóðina og áttu þeir fyrst og fremst að liðka fyrir minnkun flotans, en úr- eldingin er nú skyndi- lega orðin ein aðalfor- senda endurnýjunar flotans! Þessi breyting varö á með ný- kynntri stefnumörkun Steingrims Hermannssonar sjávarútvegs- ráðherra varðandi endurnýjun fiskiskipaflotans — tonn fyrir tonn. Tekjur Aldurslagasjóðs fiski- skipa, arftaka Bráðafúadeildar Samábyrgðarinnar, verða i ár um fimm milljónir, en i hann eru greidd árgjöld eftir stærð skipa. Tekjur óreldingarsjóðs, sem starfar eftir þrisettri reglugerö frá i fyrra, verða um 6 milljónir, sem eru 3% af útflutnings- gjöldum. Tilgangur sjóöanna er nánast sá sami, nema hvað úr Aldurs- lagasjóöi eru einnig veittar bætur til viðgerða vegna bráðafúa og hliðstæðra skemmda. HERB Fimm ðúsund pátttakendur f vinnuverndarkönnun - samhengi aldurs, vinnuðlags og vinnuslits kannað Vinnuverndarkönnun er nýlega hafin meðal iðnaðarmanna I Reykjavik, Hafnarfirði og Akur- eyri, og að henni standa nokkur stéttarfélög. Tilgangur könn- unarinnar er að athuga samband aldurs, vinnuálags og vinnuslits. Könnun þessi er sú fyrsta sinnar tegundar á islandi og nær til um fimm þúsund félagsmanna. Spurningalistar eru sendir til Rððstatanir rikisstjðrnarinnar: Þetta er afturtivarf tii ðrgustu verðiagshafta pp M - segir Árni Árnason. framkvæmdastjðri Versiunarráðs „Nýjustu ráðagerðir rikisstjórnarinnar i verðlagsmálum eru þær verstu sem gripið hefur verið til í tvo ára- tugi. l>ær eru aftur- hvarf tii örgustu verð- lagshafta. Hér er verið að niðast á fyrirtækjum á þann hátt, að ég get ekki séð hvernig at- vinnureksturinn stendur það af sér”, sagði Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunarráðs tslands i viðtali við Visi. „Nú er búið aö afnema það lagaákvæði sem sett var inn I verðlagslögin 1978, þar sem taka mátti tillit til reksturs og stöðu fyrirtækja á hverjum tima, en I stað þess eru sett fast- ákveðin mörk á verðhækkanir, algjörlega án tillits til rekstrar- stöðu, kostnaöar eða afkomu fyrirtækja. Þessu til viðbótar er stjórnvöldum fenginn réttur til lögbannsaðgerða, iögregluað- gerða, nánast ef þeim sýnist. Þessi veröstöðvunarákvæöi eiga að gilda til næstu áramóta, og reynslan sýnir okkur aö þá tekur ný veröstöðvun viö. Það virðist einasta úrræðið sem stjórnmálamenn þekkja”. Arni Árnason þriðja hvers féiagsmanns stéttar- félaga iðnaðarmanna, og er úr- takið valið af handahófi. Segja má að upphafið aö könnuninni hafi verið það, að i sambandi við samninga áriö 1977 var gerö launakönnun hjá Tré- smiðafélagi Reykjavikur. Viö tölvuvinnslu þessarar könnunar kom I ljós, að meðal trésmiða var sterk tilhneiging að leita úr erfið- ari störfum i léttari samhliða hækkandi aldri, jafnvel þó þessu fylgdi veruleg launalækkun. Þessi þróun þótti benda til þess, að um verulegt llkamsslit væri að ræða hjá trésmiðum. 1 umræöum um þessar niður- stöður kom upp sú hugmynd hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur að gera könnun, sem sérstaklega beindist að tengslum milli vinnu og heilsu. Haustiö 1979 var tekið upp samband við félög málara og járnsmiða um framkvæmd slikrar könnunar. 1 Arósum stofnaði hópur náms- manna samtök, Vinnuverndar- hópinn, og vinnur sá hópur að könnuninni I samvinnu við stéttarfélögin. Spurningalistinn er byggður upp á sex meginþáttum og má þar nefna lýsingu á vinnuað- stæðum, greiningu á vinnuálagi, heilsufari, likamlegri og andlegri liðan, greiningu á félagslegum aðstæðum og könnun á tengslum aðspurðra viö verkalýðsfélag þeirra. Könnunin nær til félaga i Félagi bifvélavirkja Reykjavik, Félagi byggingariðnaðarmanna Hafnar- firði, Félagi járniðnaðarmanna Reykjavik, Félagi málmiönaðar- manna Akureyri, Málarafélagi Reykjavikur, Málm- og skipa- smiðasambandi Islands, Sam- bandi byggingarmanna, Sveina- félagi húsgagnasmiða, Trésmiða- félagi Akureyrar og Trésmiða- félagi Reykjavikur. — ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.