Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 29.04.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. aprll 1981 5 VÍSIR Rauðu herdeildirnar með ný .j'étlarhöld” Rauðu herdeildirnar, sem rændu frammámanni i Napóli á mánudagskvöld, búa hann mi undir „réttarhöld” af þvi tagi, sem þeir hafa pint fyrri fórnar- lömb sín í gegnum. — Augsýni- lega ætla þeir að reyna að færa sér i nyt beiskju almennings i Napólí vegna hægagangs i upp- byggingunni eftir jarðskjálftana. Hópur tíu skæruliða rændu Ciro Cirillo, leiðtoga kristilegra demókratai Napóli, á mánudags- kvöld. Drápu þeir tvo fylgdar- menn Cirillos, en rotuðu hann sjálfan, áður en þeir drösluðu honum á brott. I yfirlýsingu, sem þeir gáfu út eftir ránið, saka hryðjuverka- mennirnir Cirillo, sem er efna- maður, um að hafa auðgast á fasteignabraski, og sögðu, að hann „yrði dreginn fyrir rétt og látinn svara til saka”. Arásin sýnir, að fjarri fer þvi, að yfirvöld hafi gengið milli bols oghöfuðs á Rauðu herdeildunum, þott lögreglunni hafi orðið nokkuð ágengt við að handsama ýmsa illræmdustu foringja samtak- anna. — En hryðjuverkamenn- imir virðast hafa fært athafna- svið sitt suður á bóginn, þar sem fátæktin er mest á ítaliu og eymdin enn tilfinnanlegri eftir jarðskjálftana i fyrra. Þar eru CIA kvlDir auknlngu hryðjuverka William Casey, forstöðumaður CIA, leyniþjónustu Bandarikj- anna, spáir þvi, að alþjóðleg hryðuverk eigi eftir að færast i vöxt. Varaði hann landa sina við þvi, að Amerikanar erlendis mundu verða aðalskotmörk skæruliða. Segir Casey, að jafnvægisleysi og ólga — jarðvegurinn, sem hryðjuverkastarfsemi þrifst best i — færi i vöxt. Kvaðst hann kviða þvi, að mannkynið ætti eftir að sjá f jölgun á flugránum, gislatök- um, mannránum, tilræðum,árás- um, sprengingum og hótunum. — „Hugsunarlaust ofbeldi i póli- tisku skyni, þar sem ekkert er hirt um sakleysi fórnarlamb- anna”, sagði hann. Hann sagði, aö Amerikanar starfandi erlendis væru aðalskot- mörk hryðjuverkaafla. Tvö af hverjum fimm tilvikum snertu bandariska borgara eða eignir. um 200 þUsundir heimilislausar eftir aö hata misst heimili sin i nóvemberjarðskjálftanum. Lögreglan hefur mikinn við- búnaö i Napóli eftir ránið, og leit- að er þar dyrum og dyngjum að felustaðnum, þar sem skærulið- arnir fela Cirillo. Nær daglega eru kröfugöngur ► eða mótmælaaðgerðir af ýmsu tagi i Napóli. þar sem almenn- ingur er beiskur með hægagang uppbyggingar eftir jarðskjálft- ana i vetur. Linurnar I frönsku forsetakosn- ingunum hafanU skýrst til muna eftir aö kommUnistaflokkurinn ...öðggull fyigir Dvi skammrifi. ef hann vinnur lýsti yfir fullum stuöningi sinum við Francois Mitterrand fram- bjóðanda sosialista. Georges Marchais, leiðtogi kommUnista, sem vegnaöi sjálf- um ekki svo vel I fyrri umferð- inni, sagði i sjónvarpsviðtali i gærkvöldi, að hann mundi krefj- ast ráðherrasæta fyrir flokk sinn i vinstrisinna rikisstjórn, sem mynduö yrði, ef takast mætti að fella Giscard D’Estaing með at- kvæðum kommúnistá I siðari um- ferð kosninganna. Marchais haföi verið tregur tU þess kosningan.óttina aö votta Mitterrand stuðning og «agði það bfða fundar i flokknum að ákveða það. Þykir flokksforystan hafa átt fárra annarra kosta völ, en lýsa stuðningi við Mitterrand, Kjós- endum flokksins heföi komiö ann- að spánskt fyrir sjónir, eftir van- anum i fyrri forsetakosningum. Að þvi leyti er öðruvisi farið að núna en i kosningunum 1974, að þá drógu kommúnistar fram á elleftu stundu að hvetja kjósend- ur sina að velja Mitterrand. Var þeim um kennt, aö herslumuninn vantaði til þess að Mitterrand sigraðiog á kæmist vinstri stjórn. Mitterrand þarfnast bæði atkvæða kommUnista og miöju- manna, sem óánægðir eru með stefnu Giscard-stjórnarinnar. En yfirlýsing Marchais um kröfu til ráðherrasæta i hugsanlegri stjórn Mitterrands, þykir hinsvegar til þess f allin aö fæla miðjumenn frá þvi að kjósa Mitterrand. En hjá kommúnistum togast hinsvegar á vilji til þess að fella Giscard og kviði fyrir of miklum uppgangi sósialista, sem gæti orðið á kostnað fylgis kommún- ista í kosningum framvegis. Mltterrand fær siuönlng komm- únlsia, en... iHver voru öriög gús-! ! unda l Argenllnu?! L------------------- Lisebeth den Uyl, eiginkona fyrrum forsætisráðherra Hol- lands, skoraði i gær á yfirvöld i Argentinu að upplýsa hver hefðu verið örlög þúsunda manna, sem hurfu i hörkuaðgerðum hersins gegn skæruliðum á miðjum sið- asta áratug. Henni var boðið til Argentinu af samtökum ættingja horfinna ein- staklinga, og sagðist hún, sem niu barna móðir, eiga auðvelt með að skilja hjartakvalir fólks, sem ekkert vissi um örlög ástvina og kviði þvi, að þeir hefðu veriö myrtir. Mannréttindasamtök i Argen- tinu halda þvi fram, að sex þus- undir manna að minnsta kosti hefðu horfið sporlaust, eftir að hafa verið handteknir af öryggis- sveitum stjórnvalda. Herforingjastjórnin hefur visað á bug allri ábyrgð á hvarfi þessa fólks, og hefur sagt, að alltaf mætti búast við einhverju mann- falli i striðinu gegn vinstri sinna skærjliðum. Hluti af dagfarinu I Libanon: Llk fallinna manna liggjandi á strætum. fsraelskar hemolur ráðasl á Sýrlendinga Leiötogar Libanon og Sýrlands segjastráðnir Iað finna einhverja friðsamlega lausn á skálmöld- inni, sem rikir i Libanon, en bar- dögum er enn haldið áfram. Barist var i gær við bæ krist- inna, Zahle, sem sýrlenskir her- flokkar sitja um, samtimis þvi, sem aðrirherflokkar Sýrlendinga hafa gert áhlaup á bækistöðvar hægrisinna til fjalla. Israelsmenn sendu i gær Phantom-orrustuþotur til Zahle og gerðu þær árásir á vighreiður Sýrlendinga, auk þess sem þær skutu niður tvær sýrlenskar her- þyrlur. —Er þaö I fyrsta sinn sem tsraelsmenn gera slikar árásir á sýrlenska gæsluliðiö i Libanon. Ráðamenn Israels hafa áður sagt, aö þeir mundu ekki að- geröarlausir horfa upp á, aö Sýr- lendingar réðust á byggðir krist- inna manna I Libanon. Erindi pafa hla Sands Sérlegur erindreki páfans gerði I gær tilraun til þess að telja IRA- fangann, Bobby Sands, á að hætta hungurverkfallinu, en i morgun var ekki merkjanlegt, að honum hefði orðið neitt ágengt. Faðir John MaGee, annar af tveim einkariturum Jóhannesar Páls páfa, var sendur af páfa til N-lrlands i gær. Dvaldi hann klukkustund hjá Sands i fangels- inu. Lif Sands er sagt hanga á bláþræði og hafa gert það siðan fyrir helgi, enda hefur hann fast- að i' 60 daga. Faðir MaGee, sem er sjálfur frá N-Irlandi, sást eftir þær við- ræður skunda Ur Maze-fangelsinu Ut um bakdyr, og vildi ekkert segja um, hvort hann hefði haft erindi sem erfiði. — Presturinn hafði áöur sagt blaðamönnum, að hann mundi færa Sands ákall páfa um að hætta föstunni. Sands og þrir aðrir félagar Ur IRA, allir i fangelsum, krefjast þess, að IRA-fangar njóti sér- stöðu sem pólitiskir fangar. A meðan Sands liggur á bana- beðinu höfðu herskáir mótmæl- endur hersýningu i Shankill- hverfi i Belfast I gær. Var það nokkiirra hundraða flokkur, sem marseraði um á þjálfaðri her- göngu, en vopnlausir þó. Greini- legt var, að sýna átti IRA, að það yrði ekki komiðaðmótmælendum dviðbúnum, ef hryðjuverkamenn geröu alvöru Ur ægilegum hótun- um sinum, ef Sands dæi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.