Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 17
16 vtsm RÍÍÍum Mánudagur 11. mal 1981 Mánudagur 11. mai 1981 vism a wemöiey Hetjuskapur, skemmtileg atvik, sorg og gleði á 100. bikarúrslitaleiknum í Engiandi Skotinn Hutchinson var • TONY GALVIN Galvin með B.A. prótí rússneskum fræðum Tony Galvin, hinn 24 ára leikmaður Tottenham, sem er fæddur I Huddersfield, gekk menntaveginn áöur en hann gerðist atvinnumaður hjá Tottenham 1978. Galvin stund- aöi nám i háskólanum I Hull, þar sem hann lauk B.A.-prófi I rússnesku og rússneskum fræðum. — SOS Luis Menottl var mællur Luis Menotti, landsliðsþjálf- ari Argentinu, kom gagngert til Englands til aö fylgjast með Argentinumönnunum Os- valdo Ardiles og Ricardo ViIIa leika ineð Tottenham á Wembley. — SOS Gamlir kappar -1 svlðsljósinu Það varft mikil uppákoma fyrir úrslitaleikinn á Wem- bley. Fyrir leikinn voru allir þeir fyrirliðar, sem eru á lifi, sem hafa tekio á móti bikarn- um eftirsótta — kynntir og einnig kunnir fréttamenn, sem hafa skrifaö um bikarleikina. Þar var frémstur Walter Bartleman, seirí er eini núlif- andi enski fréttamaðurinn, sem skrifaöi um fyrsta leikinn á Wembley — 28. aprll 1923, en hann skrifaöi fyrir Evening Standard. Þess má geta, að engir framliðnir komu fram, þannig að DB-menn geta tekið llfinu meö ró. —SG/—SOS bæði hetja 09 „svikari" ___ - skoraði bæði mörkin, þegar City og Tottenham skildu jöffn 1:1 á Wembley Sigbjðrn Gunnarsson fréttamaður Visis á Wembley SIGBJÖRN GUNNARSSON — fréttamaður Vísis á Wembley: Skotinn Tommy Hutchinson hjá Manchester City/ mun aldrei gleyma 100. bikarúrslita- leiknum— hann var bæði hetja City og vandræðamaður. Þessi skemmtilegi leikmaður — 33 ára og elsti leik- maöurinn, sem lék á Wembley, var heldur betur í sviðs- Ijósinu. Hutchinson skoraði mjög glæsilegt mark fyrir City og síðan varð hann fyrir því óhappi að tryggja Tptt- enham jafntef li á elleftu stundu/ þegar hann sendi knött- inn í eigið mark. Eins og svo oft áður, bauð úr- slitaleikurinn á Wembley upp á alltþað, sem gerir knattspyrnuna svo skemmtilega — skemmtileg atvik, hetjuskap, gleði og sorg. 100 þiis. áhorfendum hér á Wemb- ley var boðið upp á allt þetta og einnig þeim 300 milljónum, sem sáu leikinn beint i sjónvarpi — viðs vegar um heim. Leikur Man- chester City og Tottenham var mjög skemmtilegur, þrátt fyrir að hann hafi ekki veriö sérstak- lega vel leikinn. Þaö var greini- legt, að leikmenn liðanna voru mjög taugaspenntir og oft mátti sjá óþarfa hörku, en dómarinn — Keith S. Hackett frá Sheffield, haföi göð tök á honum. • Gdð byrjun hjá City Paul Power, fyrir Manchester City, sagði ísjónvarpsviðtali fyrir leikinn.aðCity myndigera allttil að ná yöldunum á miðjunni — gefa þeim Glenn Hoddle og Arg- intinumanninum Osvaldo Ardiles engin tækifæri öl að byggja upp sóknarlotur fyrir þá Steve Archi- bald og Garth Crooks, sem hafa skorað samtals 45 mörk fyrir Tottenham i vetur. Leikmenn City byrjuðu leikinn á fullum krafti og fengu þeir fjór- ar hornspyrnur fyrstu 4 min. Gerry Gow, Paul Power og Steve MacKenzie börðust eins og grenj- andi ljtín á miðjunni — þeir höfðu yfirgeysilegum kraftiog yfirferð að ráða og tóku þeir hið fræga Tottenham-trió — Hoddle og Arg- entinumennina, Ardiles og Ri- cardo Villa, heldur betur i karp- húsið. • Corrigan vel á verði Joe Corrigan, markvörðurinn snjalli hjá City, var mjög vel á verði i' leiknum — hann varði hvað eftir annað mjög vel og stundum af ævintýralegri snilld. A 9. min. varði hann gott skot frá Glenn Hoddle og á 25. min. var hann vel á verði, þegar Tony Gal- vin sendi knöttinn að marki með góöu skoti. WemtJiey eins og waterloo vígvöllurinn LeiKmenn Tottenham og Cfty að protum Komnir í framlengingunni v. Framlengingin á Wembley var hrein martröð fyrir þá 22 leik- menn, sem léku fyrir City og Tottenham — þeir liðu andlegar og llkamlegar þrautir og oft mátti sjá leikmenn liggja eins og hrá- viöi úti um allan völl — meö krampa. Sérstaklega voru það leikmenn Tottenham, sem voru að þrotum komnir og var þaö ekki nema eölilegt — þeir höföu gefið allt, sem þeir á'ttu siðustu 20 min. af sjálfum úrslitaleiknum (90 mln.) til að jafna metin og áttuþeirlítinnkraftfyrir30 min.I framlengingu. Undir lok framlengingarinnar mátti oft sjá 3-5 leikmenn liggj- andi á vellinum, með krampa.og Hktist þetta frekar Waterloo-vig- vellinum heldur en Wembley. — Þaö er skömm fyrir úrslita- leik á Wembley, að framlenging sé, þvi að leikmenn liðanna eru yfir sig þreyttir eftir 90 mín., en þa leggja þeir sig alla fram og gefa allt, sem þeir eiga, sagði Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham, eftir leikinn og John Bond, fram- kvæmdastjóri City, tók I sama streng. SG/-SOS ¦ GARRY BROOKE...19 ára Lundúnabúi, kom inn á Wembley-leikvanginn — með nýtt Hf I Tottenham-liðið. • Glæsilegt mark hjá Hutchinson Skotinn Tommy Hutchinson — leikmaðurinn siungi og skemmti- legi, kom City á bragðið á 30. min. með þvi að skora glæsilegt mark með skalla af 8 m færi, sem Milija Aleksic (fæddur i Newcastle — faðirhans er Jugóslavi, en móðir- inensk) átti ekki möguleika á að verja. Blökkumaðurinn David Bennett vann þá boltann — sendi góða sendingu til Kevin Reeves, sem sendi knöttinn út á hægri kantinn, þar sem bakvörðurinn Ray Ransom kom á f ullri ferö — hann átti góða kross-sendingu inn i vftateig, þar sem Hutchinson lagði sig allan fram — skallaði knöt tinn glæsilega i netiö. • Heppnin ekki með City Leikmenn City réöu gangi leiksins, en leikmenn Tottenham reyndu hvað sem þeir gátu til að veita þeimkeppni. Blökkumaður- inn Garth Crooks átti gott skot að marki City á 57. min. — en fram- hjá. Aðeins þremur min. seinna kemur svo sorglegt atvik fyrir hjá City. Táningurinn Steve MacKenzie og Kevin Reeves leika glæsilega I gegnum vörn Tottenham og kemst MacKenzie fram hjá Alek- sic, markverði, og átti siðan ekk- ert eftirannað en senda knöttinn 1 mannlaustmarkið, þar sem hann var 2 m frá opnu markinu — til hliðar Ut frá stönginni. Um leið og hann reyndi skotið, missti hann jafnvægiö — féll við og skot hans mistókst - knötturinn hafnaði I stönginni. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, ef Mac- Kenzie hefði ekki misst j af nvægið á þessu þyðingarmikla augnabliki. * Brooke kemur með nýtt lif... Þegar 20 min. voru til leiksloka, gerir Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham, mjög snjalla breytingu á liði sinu. Hann lætur hinn 19 ára Garry Brooke inn á i staðin fyrir Ricardo Villa. Þessi snaggaralegi leikmaður, sem var lánsmaður hjá Gauta- borgarliðinu GAIS sl. sumar, hleypti nyju lifi i leikmenn Tott- enham — hann kom mikilli hreyf- ingu á miöjuna og reif Hoddle og Ardiles upp Ur „dáinu", sem þe.ir höföu verið i. Á sama tima var Gerry Gow, sem hafði haft góðar gætur á Ardiles, orðinn mjög þreyttur. • Reiðarslagið hjá City Þegar 9 min. voru til leiksloka og engii* hætta virtist á verðinni, kom reiöarslagið hjá City. GERRY GOW... var þá með knöttinn á miðjunni. Hann stendur þar með knöttinn og er að llta f kringum sig eftir með- spilurum, til að senda knöttinn til. — EWsnöggt hleypur Ardil- es að honum — nær knettinum og rekur á rás að marki City. Gow byrjar á þvl að þrasa við félaga sina, en áttar sig svo — geysist á eftir Ardiles og nær honum, þegar hann átti 5 m ófarna að vitateig City. Þar felldi Gow Ardiles og Totten- ham fékk aukaspyrnu við vita- tiegshorn. Ardiles tekur auka- spyrnuna og rennir knettinum til Steve Perrymann, sem legg- ur upp skot fyrir Glen Hoddle, sem lætur skotið riða af af 25 m færi. Joe Corrigan, markvörð- John Bond, framkvæmda- stjóri Man. City „Hðldum álram leið okkar upp á tindinn Pf Sigbjörn Gunnarsson — fréttamaður Visis á Wembley. John Bond og Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjórar Manchester City og Tottenham, voru greinilega búnir að sætta sig við jafnteflið, þegar þeir mættuá fund með fréttamönnum eft- ir leikinn á Wembley — þeir vildu greinilega hafa sem fæst orð, þar sem önnur barátta var eftir. Þetta sðgðu öeir á wembley GERRYGOW... og TOMMY HUTCHINSON.. komu mikið við sögu á Wembley. Hér sjást þeir I búningum, eins og leikið var 11971 — I fyrsta bikarúrslitaleiknum. iiiinn snjalli, sér við Hoddle og erhann kominn á réttan stað, til að taka við knattinum, þegar Tommy Hutchinson rekur höf- uðið I knöttinn og skallar knött- inn fram hjá Corrigan, sm var varnarlaus — 1:1. Það þurfti siðan að framlengja leikinn — en ekki tókst leikmönn- um liðanna ðknýja fram Urslitog þurfa þeir þvi að mætast aftur á Wembley. • Corrigan maöur leiksins Markvörðurinn Joe Corrigan hjá City var tvimælalaust maður leiksins — hann varði oft mjög glæsilega og var öryggið uppmál- að. Þá var Tommy Hutchinson mjög góður og einnig bakvörður- inn Ray Ransom og Garry Gow. Miðverðirnir — Tommy Caton, sem átti stórgóðan leik,og Nicky Reid — yngsta miðvarðarpar Englands (báðir 18 ára), voru mjög traustir. Caton var mjög sterkur i loftinu og áttu þeir Archibald og Crooks ekkert svar við leik hans. Osvaldo Ardiles átti góðan leik fyrir Tottenham — sérstaklega eftir að Brooke kom inn á, en þá lék hann við hvern sinn fingur. Chris Hughton var sterkur i vörn- inni og einnig var Steve Perry- man traustur. Annars gaf ég leikmönnum lið- anna einkunnir, sem eru þessar: MANCHESTER CITY: —Corr- igan 9, Ransom 8, McDonald 6, Reid6, Power 6, Caton 7, Bennett 6, Gow 7, MacKenzie 6, Hutchin- son 8 og Reeves 7. Tony Henry som inn á sem varamaður — var inn á svo stutt. TOTTENHAM: — Aleksic 6, Hughton 8, Miller 6, Roberts 6, Perryman, Villa 4, Ardiles 8, Archibald 6, Galvin 6, Hoddle 7, Crooks 7 og Brooke, sem kom inn á sem varamaður 7. — SG/—SOS r Þaðskeði! fi Mun bá sýna hvað í mér Mr" - segir Ricardo Vilia L_ — Það var mikið áfall fyrir mig að vera tekinn út af, sagði Ricardo Villa — Argen- tínumaðurinn sterki, sem náði sér ekki á strik á Wembley. — Ég er ákveðinn að gera betur á fimmtudaginn á Wembley. Burkinshaw hefur sagt við mig. aft ég fái þá aftur tæki- færi til að sýna hvaö I mér býr. Ég er á- kveðinn að þakka honum traustið, sagði Vl,,a" -SG/-SOS —„Strákarnir léku mjög vel i fyrri hálfleik. Við lékum þá knatt- spyrnu, sem við ætluðum okkur og skoruðum mark á réttu augna- bliki", sagði John Bond, fram- kvæmdastjóri City. —„Eftir að Garry Brooke kom inn á — vöknuðu leikmenn Tottenham til Hfsins og náðu aö leika vel — sérstaklega Ardiles. Þeir áttu það skilið, sem þeir fengu. — Við áttum aö vera bUnir að gera Ut um leikinn, áður en fjör- kippurinn hjá Tottenham kom. Það var mikið áfall fyrir okkur, að Steve MacKenzie skyldi ekki skora, eftir að hann var kominn fram hjá Aleksic", sagði Bond. KEITH BURKINSHAW.. fram- kvæmdastjóriTottenham, var fá- máll. — „Við lékum aðeins vel á köflum. Leikmenn City voru ákveðnir og þeir gáfu mínum mönnum aldrei frið til að byggja upp spil. Gerry Gow var með mikla yfirferð— hann var hreint allsstaðar á vellinum að klekkja á minum mönnum." Gefumst ekki upp —„ Leikmenn minir fóru eftir þvi, sem þeim var sagt — þeir gáfust ekki upp, voru á ferðinni allan leikinn. Það verður það sama upp á teningnum hér á Wembley á fimmtudaginn — leik- menn Tottenham fá þá engan frið", sagði John Bond. „Við höfum verið á leiðinni upp á tindinn siðan i október, þannig að ég sé ekkert til fyrirstööu, að við höldum lengra og komumst upp á topp. Það er takmark okkar — og þvi æthim við að ná", sagði Bond. —SG/SOS Roberls missti tvær tennur Nokkur meiðsli eftir Daráttuna á wemmey Graham Roberts, varn- armaðurinn sterki hjá Tottenham, varð fyrir þvi óhappi að missa tvær tennur I bikarúrslita- leiknum — fékk spark frá félaga slnum Chris Hugh- ton. Þessi 21 árs leikmað- ur, sem Keith Burkin- shaw, framkvæmdast)óri Tottenham, útnefndi sem mann leiksins hjá „Spur's" lét það ekki á sig fá — lék afram. Nokkuð varð um meiðsli á leikmönnum. GARRY BROOKE... hjá Tottenham, meiddist illa á ökkla, þannig að ó- vlst er, að hann leiki aftur á Wembley á fimmtudag- inn. KEVIN REEVES... hjá City, varö fyrir þvi 6- happi að Aleksic, mark- vörður Tottenham, rak hné i hann — þannig að rif brákuðust. Þá tognuðu þeir Gerry Gow og Tommy Hutchin- son hjá City á nára og Bobby McÐonald er einn- ig meiddur. _sg/—SOS GRAHAM á'ann ROBERTS.. fékk einníg 19461 JOE CORRIGAN. vörðurinn stcrki. mark- I 1 I Tommy Hutchinson hjá ' I Manchester City er ekki I eini leikmaðurinn, sem . I hefur skorað mark „báð- ¦ j um" megin á Wembley. j I Bert Turner hjá Charlton ' | skoraði bæði sjálfsmark og I . mark fyrir lið sitt — 1946, . I þegar Derby vannsigur 4:1 ¦ I yfir Charlton, eftir fram- | lengdan leik. " I — SOS. I L____________________________J „Grátlegt að horfa á eftir knettinum - öar sem hann var á leiðinní í netíð hjá okkur". sagði Tommy Hutchinson Sigbjörn Gunnarsson — fréttamaður VIsis á Wem- bley: — fcg ætlaði að geyma það að skora mark, þar til á þýðingamiklu augnabliki, en það átti þó ekki að vera fyrir Tottenham", sagði Tommy Hutchinson, leik- maður City, I gamansöm- um tón I viðtali við frétta- mann B.B.C.- sjónvarp- stöðvarinnar, eitir leikinn á Wembley. Hutchinson gat þó ekki leynt vonbrigðum sínum. — „Ég hélt> að ég væri búinn að skora sigurmarkið I leiknum — það var þvi grátlegt að horfa á eftir knettinum i netið hjá okk- ur, þegar aðeins 9 mln. voru til leiksloka", sagði Hutchinson. — „Þaö var ég, sem skoraði markið, en ekki Glenn Hoddle, eins og sum- ir vilja halda fram. Ef ég hefði látið knöttinn fara, þá hefði Joe (Corrigan) hirt hann — hann var kominn á réttan stað, þegar ég breytti stefnu knattarins I þveröfuga átt", sagði Hutchinson. — „Þaö þýöir ekkert að gefast upp — ég kem ákveðinn til leiks og I vlga- móö aftur og ætla mér að bæta fyrir mistök min", sagði Hutchinson._gQ'_gos skór Hvítir leðurskór Bláir m/ blárri rðnd rdsskinsskór Stærðir: 3 - 10 Stærðir: Verð kr. 190.- 5 - 10 1/2 Verö kr. 190.- Hinir frábæru Stenzel skdr Litur: hvítir m/svartri rönd Stærðir: 5 - 10 1/2 Verð kr. 287.- Bláir æfingaskór léttir og sterkir Stæröir: 4 - U Verð kr. 255.- Fotboltaskór með föstum tökkum Stærðir: 3-12 Verð kr. 256.- Fdtboltaskór með skriífuðum tökkuin Stærðir: 3 1/2-8 1/2 Verð kr. 274.- Gaddaskór Margar geröir Verð frá kr. 238.- „Jogg" skdr Margar gerðir. Verð frá kr: 276.- til 366.50 Qdýrir skór Leðurf dtbolt askdr Stæröir: 38 - 44 Vcrð kr. 91.50 Nylon æfíngaskór Litir: ljósbrdnt og blátt Stærðir: 34 - 39 Verð kr. 117,- Stærðir: 40 - 45 Verð kr. 122.50 Póstsendum Sportvöruverslun , Ingólfs Óskarssonar: Klapparstig 44 — Sfmi 11783

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.