Vísir - 15.05.1981, Page 8

Vísir - 15.05.1981, Page 8
8 Föstudagur 15. mal 1981 VtSIR VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon, Frlða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: GIsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, sími 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Haldlítill „happdrættisvlnnlngur” [ Vísi f gær var sagt frá þeirri Eitt þeirra töfrabragða sem ríkisstjórnin hefur troðið upp með, er að láta það boð út ganga að breyta megi lausaskuldum vegna íbúðakaupa í föst lán. Þegar þessi tilskipun var gef in út um áramótin. tóku margir henni með fögnuði, enda fer það ekki milli mála að stór hópur fólks, einkum ungt fólk, hefur reist sér hurðarás um öxl vegna húsnæðis- kaupa eða bygginga. Þessi þjóð- félagshópur er skuldugur upp fyrir haus og stritar myrkranna á milli og gerir lítið annað en að matast og sofa f hálfköruðum íbúðum. Til skamms tíma komust menn útúr þessum vítahring á tiltölu- lega fáum árum, vegna þess að verðbólgan eyddi skuldunum og vextir voru hóflegir. Þetta hefur breyst með hinni nýju vaxta- stefnu og þeirri verðtryggingu sem upp hef ur verið tekin víðast hvar. Er þá ekki mirinst á þá afdrifarfku breytingu á skatta- lögunum, þegar vaxtafrádrátt- urinn var skertur. Menn þóttust því hafa himin höndum tekið, þegar ríkisstjórn- in lét þau boð út ganga, að nú yrði hlaupið undir bagga með íbúða- byggjendum og -kaupendum og skuldabyrðinni létt af þeim með löngum og hagstæðum lánum. En ekki er allt sem sýnist. reynslu sem ungur maður varð fyrir, þegar hann hugðist snúa sér til síns banka og fara fram á skuldabreytingu. ,,Þeir sögðu mér, að þar sem ég skuldaði bönkunum út af fyrir sig ekki yfir 20 þúsund krónur, fengi ég ekki lánabreytingar þar. Ég var þó með lausaskuldir í bönkum og sparisjóðum um áramótin upp á 33 þúsund krónur, fyrir utan allt annað, en nú kemur í Ijós að maður verður að skulda 20 þúsund eða meira annað hvort bara í bönkum eða bara í spari- sjóðum". Þar með var sá „happdrættis- vinningur", sem þessi ungi maður taldi sig eiga vísan fokinn út í veður og vind. Nú hafa bankamenn upplýst blaðiðað þessi f rásögn sé málum blandia og það sé vilji banka og sparisjóða að hlaupa undir bagga hjá fólki, þótt svo standi á, eins og að framan er lýst. Á hitt er einnig bent, sem skiptir auðvitað höfuðmáli, að þessar skuldabreytingar eru alls ekki sá „happdrættisvinningur" sem látið er í veðri vaka. Vaxtaaukalán bera nú 43% vexti og forvextir af víxlum eru 33%. Ef menn vilja breyta slíkum lausaskuldum í lengri lán samkvæmt formúlu ríkis- stjórnarinnar^er boðið upp á 2,5% vexti og fulla lánskjaravísitölu á lánið sem nú er 55 til 58%. Skuld- arinn fær að vísu meira svigrúm til aðgreiða skuldir sínar á lengri tíma, en greiðsluupphæðin marg- faldast að sama skapi. Þannig reiknast mönnum til að miðað við 10 þús. kr. lán, þurfi skuldari að greiða 5 milljónir króna þegar upp er staðið eftir sex ár — hálfan milljarð gamalla króna. Það er dálagleg upphæð og skammvinnur „happdrættis- vinningur". Hin miskunnsama hönd og örlæti rfkisstjórnarinnar hefur ekki önnur áhrif en þau að ýta skuldasúpunni á undan sér og hlaða utan á hana með þeim afleiðingum að andvirði íbúðar- innar dygði ekki einu sinni til að greiða þær skuldir upp. Það þarf vissulega að gera fólki kleift að eignast þak yfir höf uðið. Sú stef na á rétt á sér. En töfrabrögð eru haldlaus og þeijar það lánshlutfall, sem Bygginga- sjóður getur boðið upp á til hins almenna húsbyggjenda, er auk þess skipulega rýrt, þá er Ijóst að stjórnvöld vinna þvert gegn þeirri stefnu. Það eru engir „happdrættis- vinningar" boðnir í húsnæðis- málum. Allt tal um hagstæðar skuldabreytingar reynist öfug- mæli Fl ökk uí h e ilú hárvá i fls og hræðsluáróðurs p „Ástæðan til þess, að núverandi ríkisstjórn verður að vikja, er þátt- taka Alþýðubandalagsins í henni. Sá flokkur mis- nota r völd sín á svo hrika- legan hátt, að þjóðin get- ur ekki þolað það leng- ur", segir Benedikt Gröndal alþm. í grein sinni. Þaö veröur handagangur I öskjunni á Alþingi út næstu - viku, en þá veröur þingi aö ljúka, þvi' að hópur af forustu- mikinum þingsins fer þá i opin- bera heimsókn austur I Sovét- riki,. Þaö er margt, sem ræöur gangi mála i Islenskum stjórn- málum!! Oft hefur verið mikið óðagot á þingi slðustu daga fyrir þing- lausnir, og er þaö ekki nýtt. Hins vegar hefur sjaldan eða aldrei verið flutt eins mikiö af málum.sem ráöherrar halda að unnt sé að lögfesta á nokkrum dögum. Þetta sýnir reynsluleysi þeirra og ofstopahátt, en hinir reyndari, Gunnar, Olafur og Friöjón, taka ekki þátt I þessu kapphlaupi. Þótt aöeins væru tekin þau frumvörp, sem Hjör- leifur Guttormsson iönaðarráö- herra hefur lagt fram siðustu daga, mundi þingiö meö fullum vilja ekki afgreiöa þau mál á minna en 2-3 mánuöum. Hvaö sem þessu líöur, blifur sú staöreynd, að rikisstjórnin situr sem fastast og viröist ætla að gera það a.m.k. fram á haust. Ytri aðstæöur eru nú hagstæöar og stjórnarandstæð- an hefur ekki mannaö sig til að undirbúa og benda á aöra hugsanlega stjórn, sem gæti tekiö viö völdum á einni nóttu, það er án langrar stjórnar- kreppu. Stefna að einangrun íslands. Astæðan til þess, að núver- andi rlkisstjórn verður aö vlkja, er þátttaka Alþýðubandalagsins i henni. Sá flokkur misnotar völd sin á svo hrikalegan hátt, að þjóðin getur ekki þolaö þaö lengur. Alþýöubandalagið er flokkur ncitunarvalds og hræðsluáróð- lurs. Þessi tvö orð lýsa full- komlega stefnu flokksins i ríkisstjórn. Hvort tveggja hefur sama tilgang: að einangra island sem mest frá öðrum frjálsum rikjum og þjóna al- þjóðamarkmiðum kommúnism- ans. Þjdna alþjóðamark- miðum kommúnismans Athugum nokkur atriöi: 1) Alþýöubandalagiötryggöi sér ■i wm wm wm t1 mt mm m nenunarvald I rikisstjórninni og getur stöðvað framgang þeirra mála, sem það vill ekki að nái fram. Ekki er vitað, hvað þeirkunna aðhafa kæft i fæðingu innan stjórnarinnar fyrir utan þau mál, sem opin- ber eru. 2) Alþýðubandalagið hefur stöðvaö flugstöövarbygging- una og hótar að stöðva oliu- framkvæmdir I Helguvlk. Bandalagið mundi stööva allar framkvæmdir á Kefla- vikurvelli, leggja niður öll viðskipti við Varnarliðið og alla vinnu, ef ólafur Jóhannesson stæði ekki eins og klettur i vegi fyrir þvi. 3) Iðnaðarráöherra hefur vis- vitandi unnið að þvi að spilla svo orðspori Islendinga, að erlendir aðilar vilji ekki eiga við okkur samstarf. Þetta er bókstaflega i samræmi við kenningar kommúmsta erlendis. Þetta er alvarlegur þjóðarskaði, hvort sem menn nú vilja meiri eða minni sam- vinnu viö erlenda aðila. 3) Iönaðarráðherra hefur með stjórnleysi og skriffinnsku tafið þróun þjóðarinnar i iðn- aðar- og orkumálum um a.m.k. tvö ár. 4) Alþýðubandalagið hefur bar- ist fyrir þvi að þjóðin yrði áfram háð Sovétrikjunum um oliukaup og gegn þvi aö einnig væri keypt af Bretum, Norð- mönnum og fleirum. 5) Alþýöubandalagið hefur beitt neitunarvaldi gegn þvi, að Island gangi I Alþjóðaorku- stofnunina, þar sem f rjáls riki vinna saman I orkumálum. 6) Alþýðubandalagiö hefur bar- ist harkalega gegn öllum frið- samlegum lausnum á land- helgi sdeilum, siðast Jan Mayenmálinu, en hefur ekki getað valdið tjóni á þessu sviði vegna staðfestu forustu- manna hinna flokkanna. 7) Alþýðubandalagið hefur 1 frammi skipulega herferð gegn utanrikisstefnu þeirrar stjórnar, sem það sjálft situr i. Hvers konar st jórn í stað- inn? 1 stað núverandi rikisstjórnar á að mynda stjórn Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Þar er traustur meirihluti. Þetta hefur enn ekki tekist vegna klofnings i Sjálfstæöis- flokknum og óvildar milli Gunnarsarms og Geirsarms. Það er að vlsu ekki mitt hlut- verk að segja sjálfstæðismönn- um fyrir verkum og það ætla ég mér ekki. En vegna þess hve stjórnarskipti eru mikilsverð, bendi ég aðeins á þetta: Forustumenn Sjálfstæðis- flokksins mundu sýna stjórn- visku og þroska ef þeir ákvæðu að fallastá að Gunnar Thoddsen yrði forsætisráðherra áfram. Einmitt það mundi gefa þeim æskilegar aöstæður til að leysa öll önnur forustuvandamál frið- samlega og vel. Af þessum hugleiðingum má sjá, að það er á valdi Sjálfstæð- isflokksins, Gunnars- og Geirs- manna, að gera nauðsynlega- breytingu. Það er á ábyrgð þeirra, sem kommúnistar sitja áfram I rlkisstjórn tslands og grafa undan sjálfstæði þjóðar- innar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.