Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 1
Keflavík 2
Snæfell 1
Keflvíkingar tóku forystu í
glímunni við Snæfell | Íþróttir
Undrið
tónlist
Rætt við píanósnillinginn
Marc-André Hamelin | Miðopna
Teppi handa
hetjum
Íslenska bútasaumsfélagið
styður veik börn | Daglegt líf
STOFNAÐ 1913 96. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
„VIÐ munum aldrei leyfa, að hann verði handtek-
inn, hvorki af Bandaríkjamönnum, Bretum né
nokkrum öðrum,“ sagði aðstoðarmaður sjítaklerks-
ins Moqtada Sadr í gær en stuðningsmenn hans
hafa háð mannskæða
bardaga við bandaríska
hermenn í Bagdad og
Najaf síðustu tvo daga.
Óttast er, að hugsanleg
handtaka Sadrs geti
kynt undir enn meiri
átökum í Írak. CNN
sagði í gær, að John
Abizaid, yfirmaður
bandarísks herliðs í
Mið-Austurlöndum,
hefði farið fram á að
eiga þess kost að fjölga
í herliðinu í Írak.
Talsmaður banda-
rísku herstjórnarinnar
í Írak tilkynnti í gær,
að ítrekuð hefði verið skipun um handtöku Sadrs
en sagt er, að hann haldi til í mosku í borginni Kufa
og gæti hans fjölmennt, vopnað lið.
Ágreiningur með sjítum
Ljóst er, að mikill ágreiningur er með æðstu
mönnum sjíta en Ali Sistani erkiklerkur hefur
skorað á trúbræður sína að gæta stillingar.
George W. Bush Bandaríkjaforseti ítrekaði í
gær, að enn væri stefnt að því að færa völdin í
hendur Íraka 30. júní en ný skoðanakönnun Pew-
stofnunarinnar í Bandaríkjunum sýnir, að í fyrsta
sinn er meirihluti landsmanna andvígur stefnu
Bush í Írak eða 53%. Telja 57%, að hann hafi enga
skýra stefnu í málefnum landsins.
Segjast
munu verja
sjítaklerk
Bagdad. AP, AFP.
Segir/16
Fylgismenn hins rót-
tæka sjítaklerks á þaki
ráðhússins í Basra.
INNGANGA Eistlands í Evrópusambandið, ESB,
mun verða þúsundum Finna hvatning til að flytja
suður yfir Finnska flóa og setjast að hjá frænd-
þjóðinni Eistum. Lágt verð á lífsnauðsynjum og lít-
il skattheimta eru meðal þess sem helzt gerir Eist-
land aðlaðandi kost fyrir Finna, unga sem aldna,
samkvæmt upplýsingum frá finnska innanríkis-
ráðuneytinu.
Eistneska blaðið Eesti Pävaleht hefur eftir
Janne Anttikainen í finnska innanríkisráðuneytinu
að við því megi búast að þúsundir Finna muni
flytja suður yfir sundið á næstu árum. Hún spáir
því að yngra fólk, sjálfstæðir atvinnurekendur og
ellilífeyrisþegar séu þeir hópar sem Eistland hafi
mest aðdráttarafl á.
Talsmaður Finnsku stofnunarinnar í Tallinn,
Milena Salonen, tjáði AFP ennfremur að Finnar
sýndu Eistlandi æ meiri áhuga. „Það er fólk af öll-
um stigum sem er að spyrjast fyrir um möguleika á
vinnu og húsnæði í Eistlandi,“ segir Salonen.
Eesti Pävaleht vitnar í könnun sem gerð var í
fyrra, en samkvæmt henni sýndu 16% vinnandi
Finna, þ.e. um 400.000 manns, því áhuga að leggja
stund á vinnu eða nám í Eistlandi. Þessar horfur á
fólksflutningum frá einu hinna eldri og ríkari landa
ESB til eins af löndunum sem fá aðild 1. maí í vor,
ganga þvert á spár um hugsanlega fólksflutninga
frá hinum fátæku fyrrverandi kommúnistaríkjum
til Vestur-Evrópu eftir stækkun ESB til austurs.
Finnar til
Eistlands
Tallinn. AFP.
NORSKA lögreglan lýsti í gær
eftir kunnum glæpamönnum
vegna hrottalegs bankaráns í
Stafangri en ræningjarnir, sem
voru átta og jafnvel tíu, urðu
einum lögreglumanni að bana
er þeir skutu á lögreglubíla. Er
mikill óhugur í Norðmönnum
vegna þessa atburðar.
Gífurleg leit stóð í gær yfir
að ræningjunum en talið var,
að einn þeirra hefði særst á
fæti. Var öllum vegum til borg-
arinnar og í nágrenni hennar
lokað en bankaræningjarnir
flýðu fyrst á þremur bílum,
sem síðar fundust í ljósum log-
um. Sást til þeirra á mikilli
ferð í veggöngum og að því er
fram kemur í norskum fjöl-
miðlum þykir það benda til, að
einhver Stafangursbúi hafi ver-
ið með í ráðum og vitað, að frí
var í flestum skólum borgar-
innar. Ella hefðu bílarnir ekki
komist greiðlega um göngin
vegna mikillar umferðar.
Lögregluna grunar, að svo-
kallað Tveita-gengi, alræmdur
glæpaflokkur í Ósló, hafi staðið
að ráninu en gengið er þekkt
fyrir hrottaskap og bíræfin
rán. Talið er, að ræningjarnir
hafi komist yfir mikið fé í rán-
inu en ekkert hefur þó verið
gefið upp um það. Hefur lög-
reglan lýst eftir tveimur mönn-
um vegna bílstuldar í Ósló en
þeir eru taldir hafa tekið þátt í
ráninu. Leitar hún einnig fjög-
urra annarra manna úr fyrr-
nefndu glæpagengi.
Óhugur í Norðmönnum
Mikill óhugur er í Norð-
mönnum vegna atburða gær-
dagsins og þá ekki síst vegna
dauða lögreglumannsins Arne
Sigve Klunglands. Hannes Þ.
Sigurðsson, sem spilar fótbolta
með Viking Stavanger, sagði í
gær í samtali við Morgunblað-
ið, að fólk væri mjög slegið
vegna þessa atburðar, einkum
dauða lögreglumanns, en héldi
þó ró sinni. Sagði hann, að lög-
reglan leitaði glæpamannanna
ákaft og hefði meðal annars
lokað ýmsum svæðum í borg-
inni vegna leitarinnar, meðal
annars útivistarsvæðum há-
skólans.
Bankaræningja og
morðingja ákaft leitað
Norðmenn
harmi slegnir
vegna dauða
lögreglumanns
Ljósmynd/Stavanger Aftenblad
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
hefur ákært fyrrverandi aðal-
gjaldkera Landssíma Íslands
hf., Sveinbjörn Kristjánsson,
fyrir rúmlega 261 milljónar
króna fjárdrátt hjá Landssíma
Íslands. Fjórir aðrir sakborn-
ingar sæta þá ákæru fyrir aðild
sína að málinu.
Aðalgjaldkerinn er ákærður
fyrir brot á 247. grein almennra
hegningarlaga sem kveður á um
allt að 6 ára fangelsi fyrir fjár-
drátt. Meðákærðu er gefin að
sök hylming samkvæmt 254. gr.
hegningarlaga sem kveður á um
allt að 4 ára fangelsi, en pen-
ingaþvætti til vara samkvæmt
264 gr. hegningarlaga sem kveð-
ur á um allt að 4 ára fangelsi.
Tveir hinna ákærðu, Kristján
Ra. Kristjánsson og Árni Þór
Vigfússon, eru ákærðir fyrir að
hylma yfir fjárdrátt fyrrverandi
aðalgjaldkera Landssímans og
er fjárhæðin 120 til 130 milljónir
króna. Einnig eru þeir ákærðir
fyrir móttöku og ráðstöfun fjár-
muna til einkanota.
Kerfisbundnar
rangfærslur
Ákæran er í 97 liðum. Málið
verður þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur 14. apríl þar
sem ákærðu verður gefinn kost-
ur á að tjá sig um sakarefnið.
Efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra hóf síðla maímánað-
ar í fyrra víðtæka rannsókn á
stórfelldum fjárdrætti fyrrver-
andi aðalgjaldkera Landssíma
Íslands en upp komst um málið
þegar innri endurskoðun félags-
ins tók út ákveðna þætti bók-
halds þess sem sýndu að kerf-
isbundnar rangfærslur voru í
bókhaldshugbúnaði fyrirtækis-
ins. Héraðsdómur Reykjavíkur
úrskurðaði í kjölfarið þrjá menn
í gæsluvarðhald vegna lögreglu-
rannsóknar á meintum auðgun-
arbrotum þeirra en tveir hinna
síðarnefndu báru því við að þeir
hafi tekið við meginhluta fjárins
sem lánsfé í nafni fyrirtækis sem
þeir áttu. Forstjóri Símans hef-
ur vísað því alfarið á bug að Sím-
inn hafi nokkru sinni stundað
slíka lánastarfsemi. Á blaða-
mannafundi sem Síminn efndi til
í desember síðastliðnum kom
fram að aðalgjaldkeri Landssím-
ans væri grunaður um að hafa
svikið 261 milljón króna út úr
fyrirtækinu og notað samtals um
10 þúsund færslur til að hylja
slóð sína.
Ákært í einu stærsta fjársvikamáli sem um getur hér á landi
Fimm ákærðir fyrir
fjárdrátt og hylmingu
Eftir ránið í Norsk Kontaktservice í Stafangri, sem
er sameiginleg fjárhirsla bankanna þar í borg, flýðu
ræningjarnir á þremur bílum, sem þeir kveiktu í er
þeir héldu flóttanum áfram á öðrum bíl eða bílum.
Er leitin að ræningjunum og morðingjum lögreglu-
mannsins einhver sú umfangsmesta í norskri sögu.
Brennandi flóttabílar
Hrottalegt/13
Mikið áfall/4
♦♦♦