Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 4

Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gjafakort er… …góð lausn að fermingargjöf Gjafakort Kinglunnar fást á þjónustu-borðinu á 1. hæð við Hagkaup. Þau gilda í öllum verslunum Kringlunnar* og fást í fjórum verðflokkum: 10.000 kr., 5.000 kr., 2.500 kr. og 1.000 kr. *Gildir ekki í VÍNBÚÐINNI. SKYLMINGAR, ljóðalestur og hljóð- færaleikur var meðal þess sem fór fram við borgaralega fermingu á vegum Siðmenntar í Háskólabíói á pálmasunnudag, þar sem áttatíu og fimm ungmenni voru fermd. Þetta var í sextánda skipti sem borgaraleg ferming fer fram á Íslandi, en frá upphafi hafa alls 662 börn verið fermd á vegum Siðmenntar. Lífsnauðsynlegt að hafa val Hope Knútsson, formaður Sið- menntar, segir að fjöldi þeirra sem kjósi að fermast borgaralega hafi vaxið smám saman á undanförnum árum. Fyrstu árin hafi börnin verið milli 10 og 20, en síðustu tvö ár hafi þau verið um 90 talsins. Ferming- arathöfnin er útskriftarhátíð eftir þriggja mánaða námskeið þar sem fjallað er um siðfræði, mannleg sam- skipti, gagnrýna hugsun, ábyrgð, frelsi og mannrétt. „Mér finnst lífs- nauðsynlegt að hafa val í lífinu, því það eru ekki allir eins. Aðalreglan á námskeiðinu hjá okkur er að það er allt í lagi að vera öðruvísi. Þetta er valkostur sem kemur í veg fyrir að krakkar standi upp og ljúgi – segist vera með trú sem þau eru ekki viss um. Það eru ekki mörg 13 ára börn sem vita nákvæmlega hverju þau munu trúa til lífstíðar. Við berum mikla virðingu fyrir börnum sem fermast í kirkju vegna einlægrar trúar, það er ekkert að því,“ segir Hope. 85 ungmenni fermdust borgaralegri fermingu í Háskólabíói á pálmasunnudag „Allt í lagi að vera öðruvísi“ Ljósmynd/Anna Fjóla Gísladóttir „ÞETTA er mikið áfall og allir í bænum eru mjög uppteknir af þessum skelfilega atburði,“ segir Rósa Óskarsdóttir, en hún er ein af um 200–300 Íslendingum sem búa í Stafangri og næsta ná- grenni, en vopnað bankarán var framið þar í gær- morgun. Talið er að glæpagengi hafi staðið að ráninu en þjófarnir komust á brott með ránsfeng- inn og er mikill viðbúnaður í bænum af hálfu lög- regluyfirvalda. Rósa, sem hefur búið ásamt eiginmanni sínum Bjarti Stefánssyni í Stafangri í 20 ár, var í vinnunni þegar ránið var framið en heimili hennar er við miðbæinn, skammt frá ránsstaðnum. Hún segir lögreglumenn úti um allt og hefur lögreglan í Stafangri fengið aðstoð annarra lögregluemb- ætta vegna málsins, t.d. frá Ósló. „Það átti enginn von á því að rán sem þetta yrði framið hérna. Þetta er hlutur sem maður átti ekki von á. Það hefur ekkert í líkingu við þetta gerst hér áður.“ Skrítin tilhugsun Kristján Kjartansson, sem búið hefur í Staf- angri í 5 ár, segir að fólk í bænum sé nokkuð skelkað eftir ránið, sérstaklega í ljósi þess að ræningjarnir komust undan. „Stafangur er auðvitað ekki stór bær og fólk er að velta fyrir sér hvernig annað eins geti gerst í þessum litla bæ,“ segir Kristján. „Ég skil varla ennþá sjálfur að þetta hafi gerst hérna, að það séu ræningjar að nota vopn í mjög vel skipulögðu ráni. Þetta er ekkert sem gerist á hverjum degi hérna. Það er skrítið að hugsa til þess að lög- reglumaður hafi verið drepinn. Ég vinn sem dyra- vörður og hef tekið námskeið hjá lögreglunni. Þess vegna er ennþá undarlegra að hugsa um þetta.“ Kristján segir að ákveðnum svæðum í bænum hafi verið lokað og að lögreglumenn séu víða á ferli. „Allt í einu uppgötvar maður hvað þessi glæpaheimur er orðinn harður. Hér er strax farið að tala um að lögreglan fái að bera vopn.“ Um lítið annað talað Hannes Þ. Sigurðsson, sem spilar með fótbolta- liðinu Viking Stavanger, segir að um lítið annað hafi verið talað í Stafangri í gær en ránið. Hann segir fólk sem hann hafi rætt við vera slegið yfir dauða lögreglumannsins en annars sé fólk al- mennt rólegt. Hann býr rétt utan við Stafangur en fékk fréttirnar af ráninu er hann kom á æfingu um morguninn. „Það er búið að loka nokkrum svæðum í miðbænum og verið er að leita ræningj- anna á ákveðnum svæðum,“ segir Hannes. Hann nefnir sem dæmi að útivistarsvæði við háskólann hafi verið lokað almenningi. „Ég held að fólk sé ekki mjög hrætt út af þessu. Það er auðvitað hræðilegt að lögreglumaðurinn skuli hafa dáið, en annars er almenningur ekki stressaður yfir þessu.“ Stafangur, sem er svipað stór og höfuðborg- arsvæðið hér, hefur hingað til sloppið við stór rán af þessum toga. „Íbúar í Stafanger eru ekki vanir að þar séu framkvæmd svona stór rán. Ránið var framið á háannatíma og því þykir gott að engir al- mennir borgarar hafi slasast er ræningjarnir lögðu á flótta, skjótandi í allar áttir.“ Fjöldi Íslendinga býr í Stafangri þar sem vopnað rán var framið í gær Mikið áfall í litlum bæ Ljósmynd/SCANPIX Hermaður stendur vaktina við dómkirkjutorgið í Stafangri á meðan lögreglumenn rannsaka bankann þar sem ránið var framið í gærmorgun. FLUGMAÐUR flugvélarinnar sem hlekktist á í flugtaki við Stóru-Bót í Rangárvallasýslu á sunnudag telur sig hafa fengið óvæntan meðvind með fyrrgreindum afleiðingum. Flugvélin, sem er eins hreyfils og fjögurra sæta af gerðinni Jodel DR 220, er mikið skemmd ef ekki ónýt en flugmaðurinn og þrír farþegar hans sluppu við al- varleg meiðsli. „Ég tók af stað í logni að ég hélt, en tel mig hafa fengið óvæntan meðvind sem varð til þess að vélin náði ekki að fljúga á brautinni,“ sagði flugmaður- inn sem óskaði nafnleyndar. Með flugmanninum var 11 ára fósturdóttir hans og einn farþegi með 13 ára syni sínum. „Allir komust heilir út úr vél- inni og héldu ró sinni. Við löbbuðum upp í sumarbústað minn skammt frá og ég lét vita af óhappinu. Það þótti ekki ástæða til að kalla á sjúkrabíl en farþegarnir fengu far í bæinn með vinafólki sem átti leið hjá.“ Flugmaðurinn sagði annað hjól vél- arinnar hafa rekist í barð utan við í flugbrautina og hafi það dregið úr hraða hennar. Síðan hafi hún flækst í girðingarvír sem dró enn frekar úr hraðanum. Girðingarvírinn hafi hins vegar ekki verið nein orsök óhapps- ins. Fékk óvæntan meðvind í flugtaki Morgunblaðið/Steinunn Ósk Flugvélin er talin mikið skemmd, ef ekki ónýt, og verður flak hennar rann- sakað hjá rannsóknanefnd flugslysa í Reykjavík. NOKKUR kurr hefur verið meðal stuðningsmanna liðs Borgarholts- skóla í spurningakeppni framhalds- skólanna vegna tveggja spurninga í úrslitakeppninni gegn Vezlunarskól- anum og að sögn aðstoðarskóla- meistara skólans hefur nokkuð verið um að hringt hafi verið og kvartað. Keppendur og þjálfarar liðs Borgarholtsskóla fóru yfir málin með dómara keppninnar í gær og segjast sætta sig við úrslitin og vilja ekki sjá eftirmál vegna hennar. Deilurnar standa um tvö atriði Stefán Pálsson dómari segir óánægjuna einkum koma frá þeim sem standi fyrir utan liðið. „Þetta eru tvö atriði sem deilurnar standa um. Annars vegar eru einhverjir sem hafa hnotið um það að við spurðum í hvaða borg Sing Sing fangelsið væri. Verzlingar svöruðu því til að það væri í New York. Sing Sing fangelsið er í New York fylki, 20 kílómetra frá Bronx þannig að þetta er úthverfi. Hitt málið er stærra. Mér heyrist að sumir einleikarar Sinfoníuhljóm- sveitarinar hafi eitthvað misskilið það. Þar var ekki spurt um á hvaða hljóðfæri konsertmeistari spilaði. Það var spurt hvaða hljóðfæraleik- ari í sinfoníuhljómsveit væri nefnd- ur konsertmeistari. Það var ákveðið fyrir keppnina að kallað væri eftir svarinu að það væri sá sem spilaði á 1. fiðlu. Við ákváðum fyrirfram hvaða svör væru tekin gild en rétt svar kom ekki. Eftir á að hyggja hefði orðalagið mátt vera skýrara en ég stend fyllilega á því að ég hafi úrskurðað rétt,“ segir Stefán. Sæmundur Ari Halldórsson einn þjáfara liðs Borgarholtsskóla segir liðið ekki ætla að kæra úrslitin. Svona keppnir ráðast á meðan þær eru í gangi. Við gerum okkur grein fyrir því að við áttum að vinna keppnina á meðan hún átti sér stað. Við gerðum það ekki og við bara tökum því. Þetta er umræða sem einhverjir virðast vera að blása upp og okkur finnst það afskaplega mið- ur,“ segir Sæmundur Ari. Lið Borg- arholtsskóla sættir sig við úrslitin ÞEIR notendur, sem nýta sér leit- armöguleikann Draumaeignina á fasteignavefnum, geta nú fengið SMS-skilaboð um leið og eign, sem uppfyllir leitarskilyrði, kemur inn á vefinn. Tengill á eignina er settur í eignamöppu viðkomandi sem er búin til við skráningu. Hana er hægt að skoða með því að smella á viðeigandi hnapp í vinstra dálki. Til að panta SMS-þjónustuna er smellt á hnapp- inn Draumaeignin vinstra megin á síðunni og þá opnast innskráningar- síða. Þar er gefið upp nafn og net- fang og smellt á Nýskráning ef not- andi er ekki þegar skráður. Í framhaldi fær hann sendan tölvu- póst með lykilorði. Þá er hægt að tengjast Draumaeigninni og skil- greina leit og gefa henni nafn. Þeir sem þegar eru skráðir notendur nota gamla lykilorðið. Gefa þarf upp farsímanúmer og velja hversu mörg skilaboð notand- inn vill fá dag hvern. Þegar leitin er vistuð með því að smella á hnappinn Skrá leit opnast síða þar sem far- símanúmerið birtist og smellt er á Áfram. Í framhaldi berst notandan- um lykilnúmer sem hann þarf að slá inn til að virkja þjónustuna. Þetta þarf einungis að gera einu sinni. Hvert SMS-skeyti kostar 49 krónur. Ný SMS- þjónusta á fasteigna- vef mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.