Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VALGERÐUR Sverrisdóttir, ráð-
herra byggðamála, kvaðst á Alþingi í
gær vonast til þess að farsæl lausn
fyndist í atvinnumálum á Djúpavogi.
„Sú lausn er ekki fundin á þessari
stundu en viðræður standa nú yfir
milli aðila þar,“ sagði ráðherra. Um-
mælin féllu í umræðu utan dagskrár
um atvinnumál á Djúpavogi. Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, var málshefjandi umræð-
unnar. Hann sagði að óvissa ríkti í at-
vinnumálum á Djúpavogi vegna
kaupa Eignarhaldsfélagsins Kers hf.
á sjávarútvegsfyrirtækinu Festi á
Djúpavogi. „Verið er að selja þær
veiðiheimildir sem hafa tryggt um-
svif í veiðum og vinnslu uppsjávar-
fisks á staðnum undanfarin ár,“ sagði
hann. „Heimamenn fá enga rönd við
reist í kerfi fulkomlega frjáls fram-
sals veiðiheimilda án nokkurra teng-
inga eða trygginga fyrir byggðirnar.“
Steingrímur sagði að í húfi væru 40
til 50 störf eða allt að 35 ársverk ef
fram héldi sem horfði. Hann vitnaði
að lokum í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar og spurði hvað liði
efndum á ýmsum yfirlýsingum þar,
m.a. þeirri að leitast yrði við að
styrkja stöðu sjávarbyggða.
Ekki leyst á einu bretti
Valgerður Sverrisdóttir sagði að
vissulega hefði verið óvissa í atvinnu-
málum á Djúpavogi að undanförnu.
„En vonir mínar standa til þess að
farsæl lausn finnist á málum þar. Sú
lausn er ekki fundin á þessari stundu
en viðræður eiga sér stað milli aðila.“
Ráðherra sagði erfitt að draga álykt-
anir um stöðu sjávarbyggða á landinu
út frá því sem væri að gerast á
Djúpavogi. „Við vitum þó að fleiri
sjávarbyggðir eiga í erfiðleikum af
mismunandi ástæðum. Þetta ástand
er ekki bundið við einn landshluta
frekar en annan. Hinu má þó ekki
gleyma að í öllum landshlutum eru
byggðarlög sem hafa styrkst.“ Ráð-
herra sagði ennfremur að ríkisstjórn-
in gerði sér fyllilega grein fyrir því að
óvissa gæti komið upp í sjávarbyggð-
um landsins og að hún myndi áfram
leitast við að styrkja stöðu þeirra.
Nefndi hún í því sambandi ýmsar að-
gerðir sem ríkisstjórnin hefði gripið
til s.s.úthlutun byggðakvóta víða um
land. „Ég vil að lokum geta þess að
Byggðastofnun hefur frá sl. sumri
unnið að því að meta stöðu sjávar-
byggða í landinu. Sveitarfélögunum
hafa verið sendir spurningalistar og
staðirnir í kjölfarið heimsóttir til að
fá gleggri mynd af ástandinu. Nið-
urstaða matsins mun væntanlega
liggja fyrir snemmsumars og mun
það gera stjórnvöld betur í stakk bú-
in til að greiða og taka á þeim málum
sem upp kunna að koma.“ Sagði ráð-
herra að síðustu að málefni sjávar-
byggða yrðu ekki leyst í eitt skipti
fyrir öll. Mikilvægt væri á hinn bóg-
inn að nýta styrkleika byggðanna.
Stóriðja á Austurlandi myndi t.d.
skipta gríðarlega miklu máli fyrir
landsfjórðunginn, þar á meðal fyrir
Djúpavog. Einnig sagði hún miklar
vonir bundnar við fiskeldi á Djúpa-
vogi og að það myndi skapa mörg
störf í framtíðinni.
Valgerður Sverrisdóttir við umræður utan dagskrár um atvinnumál
Vonast til þess
að farsæl
lausn finnist
Morgunblaðið/Golli
Þingmenn og viðskiptaráðherra ræddu óvissu í atvinnumálum á Djúpavogi.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að
ákvörðun Bandaríkjamanna um að
stórauka eftirlit með ferðamönnum
til landsins væri því miður vitnis-
burður um aukna öryggisgæslu í
heiminum vegna hryðjuverka og
glæpastarfsemi. Hann bætti því við
að efasemdir væru þó uppi um að
þetta herta eftirlit Bandaríkjamanna
myndi gagnast þeim vel.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu um helgina munu reglur um
að taka fingraför og ljósmyndir af
þeim sem koma til Bandaríkjanna
verða hertar frá og með 30. septem-
ber nk. Þórunn Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, vakti
máls á þessu í upphafi þingfundar á
Alþingi í gær. Sagði hún m.a. að Evr-
ópusambandið íhugaði að gera svip-
aðar kröfur og Bandaríkjamenn á
Schengen-svæðinu. Þórunn sagði að
ástæða væri til að hafa áhyggjur af
því hver hefði umræddar upplýsing-
ar með höndum og hvernig með þær
yrði farið. Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, tók í
sama streng og hvatti til þess að var-
lega yrði stigið jarðar, þegar reglur
um aukið eftirlit ætti að auka. Þór-
unn spurði síðan utanríkisráðherra
um viðbrögð íslenskra stjórnvalda
við þessum hertu reglum.
Lítið rætt enn sem komið er
Fram kom í máli ráðherra að þess-
ar nýju reglur Bandaríkjamanna
hefðu lítið verið ræddar á vettvangi
ríkisstjórnarinnar. „Dómsmálaráð-
herra mun að sjálfsögðu ræða þessi
mál við önnur Schengen-lönd á þeim
vettvangi,“ sagði hann. Ráðherra
minnti jafnframt á að í Bandaríkj-
unum hefðu verið samþykkt lög sem
gera ráð fyrir því að upplýsingar um
lífkenni, þ.e. fingraför og myndir,
yrðu í vegabréfum þeirra sem koma
til landsins. Bandarísk stjórnvöld
teldu á hinn bóginn að þau yrðu ekki
tilbúin að taka þær reglur upp fyrr
en haustið 2006 „og ég reikna með að
önnur ríki séu ekki tilbúin til þess
heldur,“ bætti ráðherra við.
Utanríkisráðherra sagði að teknar
væru myndir af öllum þeim ferða-
mönnum sem kæmu hingað til lands,
en farið væri með þær upplýsingar
skv. íslenskum lögum um persónu-
vernd. „Það er okkur mjög í mun að
Keflavíkurflugvöllur sé talinn örugg-
ur flugvöllur,“ sagði hann. „Auðvitað
gerum við okkur öll grein fyrir því að
þessi stígur er vandrataður. En við
búum við vaxandi glæpastarfsemi og
hryðjuverkastarfsemi í heiminum.“
Ráðherra sagði að aukið eftirlit
kæmi við frelsi einstaklinga til að
ferðast. „Ef einstaklingar vilja ekki
ferðast til Bandaríkjanna á þessum
forsendum þá geta þeir að sjálfsögðu
tekið ákvarðanir um það. En ég held
að tími vaxandi öryggiseftirlits sé því
miður kominn.“ Öryggiseftirlitið
kæmi til með að vera áfram við lýði
þótt erfitt væri að sætta sig við það.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um aukið eftirlit með ferðamönnum
Tími vaxandi ör-
yggiseftirlits því
miður kominn
ÞINGFLOKKAR Frjálslynda
flokksins og Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs hafa óskað eftir því
við forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
að í Þingvallanefnd verði fulltrúar frá
öllum þingflokkum á Alþingi. Sam-
kvæmt núgildandi lögum um friðun
Þingvalla, frá árinu 1928, er Þing-
vallanefnd skipuð þremur alþing-
ismönnum. Guðjón A. Kristjánsson,
Frjálslynda flokknum og Stein-
grímur J. Sigfússon, Vinstri grænum,
greindu frá þessum óskum flokkanna
í umræðum á Alþingi í gær um nýtt
Þingvallafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir
því að hið friðhelga land á Þingvöllum
verði stækkkað úr 40 ferkílómetrum í
237 ferkílómetra. Þingmenn sem þátt
tóku í umræðunum kváðust almennt
ánægðir með frumvarpið.
Frumvarp um Þingvallavatn
Fram kom í máli Sivjar Friðleifs-
dóttur umhverfisráðherra að hún
hygðist á næstu dögum leggja fram á
Alþingi frumvarp um verndun Þing-
vallavatns. Kvaðst hún gera ráð fyrir
því að frumvarpið yrði afgreitt frá
ríkisstjórninni á næstu dögum. Þá
ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu
að leggja það fram á Alþingi og taka
það til meðferðar.
Allir þingflokkar
eigi fulltrúa í
Þingvallanefnd
LAGT hefur verið fram á Alþingi
frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir
að opinber birting og framlagning
álagningar- og skattskráa lands-
manna verði lögð af. Fyrsti flutn-
ingsmaður frumvarpsins er Sig-
urður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks. Meðflutnings-
menn eru ellefu aðrir þingmenn
sjálfstæðismanna og einn varaþing-
maður Framsóknarflokksins, Páll
Magnússon. Í greinargerð frum-
varpsins segir m.a. að veigamestu
rökin að baki frumvarpinu séu þau
að telja verði að birting álagningar-
og skattskráa brjóti gegn rétti ein-
staklinga til friðhelgis einkalífs.
„Fjárhagsmálefni einstaklinga eru
meðal viðkvæmustu persónuupplýs-
inga í nútímasamfélagi sem eðlilegt
og sanngjarnt er að fari leynt.“
Opinber birting
álagningarskráa
verði lögð af
TÓLF þingmenn hafa lagt fram á Al-
þingi frumvarp þess efnis að einka-
sala Áfengis- og tóbaksverslunar rík-
isins, með annað en sterkt áfengi,
verði aflögð, en með sterku áfengi er í
frumvarpinu átt við áfengi með meiri
vínandastyrk en 22%. Fyrsti flutn-
ingsmaður er Guðlaugur Þór Þórð-
arson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Meðflutningsmenn koma úr Samfylk-
ingu og Framsóknarflokki auk Sjálf-
stæðisflokks.
Í greinargerð frumvarpsins segir
m.a. að hið opinbera hafi dregið sig úr
atvinnurekstri á mörgum sviðum á
undanförnum árum og áratugum.
„Nú er svo komið að til algerra und-
antekninga heyrir ef ríki eða sveit-
arfélög standa í verslunarrekstri. Ein
þeirra undantekninga er sala á áfeng-
um drykkjum til einstaklinga en
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
hefur enn sem komið er einkaleyfi á
að selja almenningi áfengi í smá-
söluverslun auk heildsöludreifingar á
tóbaki og efni til tóbaksgerðar,“ segir
í greinargerð. Þar er jafnframt lagt
til að áfengisgjald verði tekið til skoð-
unar en það hafi farið lækkandi í ná-
grannalöndum. Hér á landi hafi það
hins vegar farið stöðugt hækkandi.
„Ljóst er að of hátt áfengisverð leiðir
til þess að ákveðinn hópur fólks leitar
annarra úrræða. Heimabrugg og
smygl á áfengi hefur verið vandamál
og ljóst er að ákveðin fylgni er milli
áfengisverðs og heimabruggunar og
smyglaðs áfengis.“
Einkasala ÁTVR
á léttu víni
verði aflögð
LÖGFRÆÐINGUR Stéttarfélags
verkfræðinga bendir á í grein í nýj-
asta tölublaði Verktækni, að hættur
geti fylgt því að starfsmenn fallist á
að hafa í ráðningarsamningi sínum
ákvæði um vistarbönd, þ.e. að hverfa
ekki til starfa hjá samkeppnisaðila í
tiltekinn tíma eftir að þeir hætta
störfum hjá þeim sem þannig er sam-
ið við. Tilefnið er dómur í Hæstarétti
í október sl. þar sem starfsmaður var
dæmdur til að greiða fyrrverandi at-
vinnuveitanda bætur þar sem hann
hóf störf hjá samkeppnisaðila áður en
tveggja ára umþóttunartími var lið-
inn eins og samist hafði um.
Verktækni er fréttabréf Verk-
fræðingafélags Íslands, Stéttar-
félags verkfræðinga og Tæknifræð-
ingafélags Íslands og skrifar Lára V.
Júlíusdóttir, lögfræðingur Stéttar-
félags verkfræðinga, umrædda
grein. Lára segir í upphafi greinar-
innar að færst hafi í vöxt síðustu 5 til
10 ár að atvinnurekendur geri það að
skilyrði fyrir ráðningu eða launa-
hækkunum að starfsmaður undirriti
yfirlýsingu um að þeir muni ekki fara
til starfa hjá samkeppnisaðila í tiltek-
inn tíma eftir að þeir ljúka starfi hjá
viðkomandi fyrirtæki. Í sumum þess-
ara samninga séu einnig févítis-
ákvæði, þ.e. að starfsmanni beri að
greiða fyrri atvinnurekanda tiltekna
upphæð vegna starfa hjá nýjum
vinnuveitanda.
Samið um vistarbönd
Í máli sem lögfræðingurinn vitnar
til höfðu vinnuveitandi og starfsmað-
urinn, sem er rafeindavirki, gert
skriflegan ráðningarsamning vegna
launahækkunar í maí 2000. Þar var
ákvæði um að starfsmaðurinn réði
sig ekki til fjögurra tiltekinna fyrir-
tækja í tvö ár eftir að hann hætti hjá
sínu fyrirtæki. Að öðrum kosti yrði
lagt á hann févíti að upphæð 12 þús-
und krónur á dag. Maðurinn hætti
hjá fyrirtækinu í ágúst 2001 og hóf
störf hjá einu þeirra fjögurra fyrir-
tækja sem tiltekin voru í samningn-
um eftir að hafa verið atvinnulaus um
tíma.
Fyrrverandi vinnuveitandi manns-
ins stefndi honum og krafðist
greiðslu bóta. Komst Hæstiréttur að
þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði
rofið samninginn og að hann hefði
ekki skert atvinnufrelsi hans með
ósanngjörnum hætti. Vinnuveitand-
inn krafðist rúmlega þriggja milljóna
króna í bætur en Hæstiréttur taldi
þær hæfilegar 900 þúsund krónur.
Var talið að þar sem stefndi hefði ráð-
ið sig sem launaðan starfsmann en
ekki stofnað eigið fyrirtæki megi líta
til mánaðarlauna hans og hækkunar
er hann fékk við samninginn fremur
en greiðslu dagsekta. Manninum var
einnig gert að greiða 400 þúsund
krónur í málskostnað.
Málið dæmdu Hrafn Bragason,
Garðar Gíslason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Héraðsdómur Reykjaness hafði
áður sýknað manninn af kröfu vinnu-
veitandans fyrrverandi. Komst hann
að þeirri niðurstöðu að samkeppnis-
ákvæðið í ráðningarsamningnum hafi
skert atvinnufrelsi mannsins. Hann
sé því ekki bundinn af því ákvæði og
honum beri því ekki að greiða bætur.
Næg vernd í samkeppnislögum
Árni B. Björnsson, framkvæmda-
stjóri Stéttarfélags verkfræðinga,
segir að fyrir fáum árum hafi verið
mikið um ákvæði sem þessi í ráðning-
arsamningum en þau hafi frekar
minnkað síðustu misserin. Stafi það
að nokkru leyti af samdrætti og
minna hafi verið um ráðningar að
undanförnu. Segir hann stéttarfélag-
ið fremur mótfallið þessum ákvæðum
og bendir á að í samkeppnislögum sé
ákveðin vernd fyrir fyrirtækin. Skýrt
sé að starfsmenn megi ekki taka
gögn eða búnað frá vinnuveitanda
þegar þeir hætti störfum þar, slíkt
væri stuldur og það ætti að nægja
fyrirtækjunum. Einnig sé stundum
samið um að starfsmaður megi ekki
starfa fyrir viðskiptavin fyrrverandi
vinnuveitanda hjá nýjum vinnuveit-
anda. Hins vegar hljóti menn alltaf að
flytja með sér reynslu og þekkingu
þegar þeir færa sig milli vinnuveit-
enda eftir langa vist. Fyrirtækin séu
því í raun bæði þiggjendur og veit-
endur í þessu samhengi.
Árni segir að lokum að dómur
Hæstaréttar sé sérstakur að því leyti
að hann dæmi manninn fyrir samn-
ingsrof en hverfi frá ákvæðunum um
dagsektir.
Segir hættur geta fylgt
samningum um vistarbönd