Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 13 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Sumarvörurnar komnar OROBLU ráðgjafi verður í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu Austurveri og á morgun kl. 14-18 í Lyf og heilsu Kringlu. Sokkabuxur fylgja öllum Oroblu vörum sem kaupauki. LÖGREGLUMAÐUR hlaut ban- væn skotsár er lögreglan í Staf- angri í SV-Noregi reyndi að stöðva vopnaða ræningja sem rændu banka í miðborginni í gærmorgun. Ránið er eitt hið umfangsmesta og hrottafengnasta sem um getur í sögu Noregs. Ræningjarnir, sem taldir eru hafa verið allt að tíu, komust allir undan. Nokkru eftir ránið lýsti lög- reglan eftir fjórum þekktum af- brotamönnum og birti nöfn þeirra og myndir af þeim. Samkvæmt upp- lýsingum TV2-Nettavisen tengjast fjórmenningarnir svonefndu Tveita-gengi í Ósló og hafa allir leg- ið undir grun um að hafa verið við- riðnir nokkur rán á peningaflutn- ingabílum í Austur-Noregi. Einn hinna eftirlýstu hefur áður verið dæmdur fyrir manndráp og allir kváðu þeir hafa langa sakaskrá. Þaulskipulagt Ránið var greinilega þaulskipu- lagt en það fór þannig fram, að hóp- ur manna, allir íklæddir felulita- búningum með skotheld vesti og gasgrímur, ruddust um kl. átta að staðartíma út úr sendiferðabifreið- um inn í húsnæði NOKAS (Norsk Kontantservice) við dómkirkju- torgið í Stafangri, en NOKAS er dótturfyrirtæki margra norskra banka og annast m.a. reiðufjár- flutninga. Um leið og ránið var framið var vörubíl ekið fyrir innaksturshliðið að lögreglustöðinni í miðborginni og kveikt í honum. Eldurinn slokknaði þó, en í ljós kom að í bíln- um voru margir stórir plastbrúsar fullir af benzíni; það var því greini- lega ætlun ræningjanna að mikið bál blossaði upp í vörubílnum. Lögreglan komst út um annað hlið og veitti ræningjunum eftirför. Þeir spöruðu ekki skothríðina á flóttanum og hæfðu lögreglubílinn sem fyrstur var á vettvang. Einn lögreglumaður dó. Ræningjarnir hleyptu að minnsta kosti 30–40 skotum af, en þeir voru vopnaðir sjálfvirkum skammbyssum og hríð- skotarifflum. Á flóttanum hentu ræningjarnir einnig út gaddamott- um til að sprengja hjólbarða lög- reglubíla sem eltu þá. Flóttabílar ræningjanna fundust síðar í ljósum logum sunnan við borgina. Ekki lá fyrir í gær hve mikla fjár- muni ræningjarnir hefðu haft upp úr krafsinu. Einn ræningjanna sagður hafa særzt Stórum hluta miðborgar Stafang- urs var lokað fyrir umferð vegna rannsóknar málsins og leitarinnar að ræningjunum. Þyrlum var beitt við leitina og landamæra-, hafna- og flugvallayfirvöldum gert viðvart. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir Olav Sønderland, lögreglu- stjóra á Rogalandi, að ræningjarnir og lögreglan hefðu skipzt á mörg- um skotum og lögreglumaður hlotið skotsár sem reyndust banvæn. Sagði hann einn ræningjanna sennilega hafa særzt á fæti, en hann komst samt undan með hjálp ránsfélaga sinna. „Við heyrðum háværa smelli. Fyrst héldum við að þetta væri bara frá byggingarvinnu, en hávað- inn hélt bara áfram. Það heyrðust fleiri og fleiri skothvellir. Rétt utan við bankabygginguna sáum við tvo ameríska sendibíla og þriðja bílinn sem í sátu þungvopnaðir menn. Þá héldum við að einhvers konar æfing væri í gangi. En þegar við sáum bíl með skotgötum gerðum við okkur grein fyrir að þetta var fúlasta al- vara,“ hefur Aftenposten eftir Gunnar Rønnestad, sem starfar á biskupsstofu Stafangursbiskups- dæmis, sem er til húsa næst við bankabygginguna. Hrottalegt bankarán í Stafangri Lögreglumaður skotinn til bana AP Lögreglumaðurinn, sem lét lífið, sat í þessum bíl sem ræningjarnir skutu á þegar þeir flúðu eftir bankaránið í gær. Sýklavopnaverksmiðj- ur „voru aldrei til“ Washington. Los Angeles Times. Roberts lét þessi orð falla eft- ir að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, beindi í vikulokin í fyrsta sinn ber- orðri gagnrýni að bandarísku leyni- þjónustunni fyrir að hafa látið hon- um í té það sem nú hefði komið í ljós að voru gallaðar upplýsingar, sem hann notaði til að réttlæta innrásina í Írak. Powell sagði að „áhrifamest“ af ásökunum þeim sem hann bar á ráðamenn í Írak í fyrirlestri sínum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 5. febrúar 2003 hefði verið sú að þeir réðu yfir leynilegum sýklavopna- verksmiðjum, földum í gámum sem fluttir væru á milli staða á vörubíls- pöllum eða járnbrautarvögnum. Þessi ásökun hefði greinilega byggzt á vafasömum upplýsingum frá leyni- þjónustunni. Skoraði ráðherrann á rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings sem nú er að kafa ofan í aðdraganda Íraksstríðsins að skoða hvernig þessar gölluðu upplýsingar voru fengnar. Þessi ummæli Powells eru kú- vending frá fyrri ummælum hans um málið; hann hafði áður aðeins viður- kennt að sérfræðinga greindi á um áreiðanleika upplýsinganna, en hafði aldrei gengið svo langt að gagnrýna leyniþjónustuna berum orðum eða vefengja gögnin frá henni. FORMAÐUR leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði á sunnudag að meintar hreyf- anlegar sýklavopnaverksmiðjur Íraksstjórnar Saddams Husseins hefðu að öllum líkindum „aldrei verið til“ og gagnrýndi harðlega vinnu- brögð leyniþjónustunnar í aðdrag- anda Íraksstríðsins. Nefndarformaðurinn, Pat Rob- erts, er repúblikani frá Kansas og er þekktur fyrir að vera almennt mikill stuðningsmaður CIA og ríkisstjórn- ar George W. Bush forseta, en hann sagði að það hvernig gallaðar upp- lýsingar leyniþjónustunnar um meintar færanlegar sýklavopna- verskmiðjur Íraka hefðu verið not- aðar hefði verið „niðurlægjandi fyrir alla“. Colin Powell Colin Powell gagnrýnir bandarísku leyniþjónustuna MIKIL deila hefur nú brotist út í Ástralíu eftir að ísframleiðandi hóf sölu á Magnum-íspinnum með trönuberjavodkabragði. Samtök fólks sem berst gegn útbreiðslu vímuefna hafa gagnrýnt tiltækið og segja, að íspinnar sem þessir venji börn á alkóhólbragð allt of snemma á lífsleiðinni. Ástralir megi ekki við því að slá slöku við með þessum hætti, áfengisneysla sé mikið vandamál í landinu. Framleiðandi íspinnanna segir hins vegar að ekk- ert áfengi sé í ísnum og að fram- leiðslunni sé hvort eð er ætlað að höfða til fullorðinna. Reuters Sakleysislegur íspinni ÍBÚAR Indónesíu gengu að kjör- borðinu í gær en kosningarnar eru sagðar með þeim umfangsmestu og flóknustu sem haldnar hafa verið. Alls eru 147 milljónir manna á kjör- skrá og var í gær kjörið nýtt þjóð- þing, auk þess sem kosið var um embættismenn á sveitarstjórnar- sviðinu. Skoðanakannanir benda til þess að Golkar-flokkur Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, sigri í kosningunum. Þetta er í annað skipti sem íbúum Indónesíu gefst tækifæri til að kjósa sér þing í frjálsum kosningum frá því að Suharto var hrakinn frá völdum fyrir sex árum. Verða endanlegar niðurstöður kosninganna ekki ljósar fyrr en eftir þrjár vikur. Mest spenna ríkti um það hversu mikið fylgi flokkur Megawati Suk- arnoputri forseta fengi, en niður- staðan nú er sögð gefa vísbendingu um möguleika hennar á sigri í forsetakosning- unum í júlí nk. Staða Megawati er raunar ekki talin alltof sterk og nýlegar skoð- anakannanir sýna að Susilo Bamb- ang Yudhoyono, fyrrverandi ör- yggismálaráðherra, nýtur meira fylgis en hún. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Indónesum gefst tækifæri til að kjósa sér forseta í beinni kosningu. Ekki er talið að neinn flokkur hafi náð að tryggja sér afgerandi meiri- hluta í þingkosningunum í gær. Ak- bar Tandjung, leiðtogi Golkar, spáði því hins vegar að flokkur sinn fengi 30% fylgi í kosningunum. Íbúar Indónesíu ganga til kosninga Megawati Sukarnoputri Prófsteinn á vin- sældir Megawati Jakarta. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.