Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 16

Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ SJÍTA-klerkurinn Moqtada Sadr, sem Paul Bremer sagði vera hættulegan „útlaga“, hefur ítrek- að krafist þess að Bandaríkja- menn dragi herlið sitt frá Írak. Á sunnudag skoraði hann síðan á fylgismenn sína að „fylla óvininn skelfingu“ því augljóst væri að mótmælasamkomur gegn herset- unni skiluðu engum árangri. Sadr er talinn standa á þrítugu en óvenjulegt er að svo ungir menn komist til jafnmikilla áhrifa á vettvangi trúmála, jafnan er lit- ið svo á í Írak að því eldri sem klerkurinn sé því vísari sé hann. Faðirinn myrtur 1999 Margir Írakar hafa lítið álit á Sadr og segja hann lítt reyndan og óþolinmóðan róttækling sem vilji ráða helstu stofnunum og samtökum sjíta í landinu. En hann á sér engu að síður marga fylgismenn. Sadr er yngsti sonur Muhammads Sadiq Sadr, eins af þekktustu sjíta-klerkunum í Írak, sem drepinn var 1999, að því er talið er af útsendurum Saddams Husseins, þáverandi forseta Íraks. Þegar stjórn Saddams hrundi kom á daginn að Moqtada Sadr hafði tekið við hlutverki föður síns og að stór hópur venjulegra sjíta fylgdi honum að málum. Fyrstu vikurnar eftir að stríðinu lauk stóðu fylgismenn hans m.a. vörð í helstu hverfum sjíta í Bag- dad og dreifðu einnig nauðþurft- um til bágstaddra. Þessi hverfi hétu Saddam City í valdatíð Saddams Husseins en borgarhlut- inn hefur nú verið endurskírður í höfuðið á föður Moqtada Sadrs; þ.e. heitir nú Sadr City (Sadr- borg). Í júní á síðasta ári kom Sadr á laggirnar vopnuðum sveitum manna, Mehdi-hernum, þrátt fyr- ir að Bandaríkjamenn hefðu lagt við því blátt bann. Hann hóf einn- ig útgáfu á vikuriti, al-Hawza, en ólætin um helgina koma m.a. í kjölfar ákvörðunar Bandaríkja- manna um 60 daga útgáfubann á blaðið. Voru ritstjórar þess sak- aðir um að æsa upp ofbeldi gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Handtaka fyrirskipuð Stuðningsmönnum Sadrs hefur lent saman við fylgismenn Ajatollah Ali Sistani, áhrifamesta sjítaklerksins í Írak, en ólíkt Sistani vill Sadr að trúarleiðtogar sjíta taki að sér stórt hlutverk á pólitíska sviðinu. Stuðningsmenn Sadrs eru ennfremur grunaðir um að hafa staðið fyrir morðinu á Abdul Majid al-Khoei, hófsöm- um sjíta-leiðtoga, skömmu eftir fall Saddam-stjórnarinnar. Sadr hefur hins vegar neitað allri vitn- eskju eða ábyrgð á ódæðinu. Talsmaður Bandaríkjahers sagði í gær að íraskur dómari hefði gefið út handtökutilskipun á hendur Sadr fyrir nokkrum mánuðum vegna morðsins og hún væri enn í gildi. Ungur að árum en áhrifamikill „Útlaginn“ Moqtada Sadr er einn af róttækari trúarleiðtogum sjíta í Írak Reuters Moqtada Sadr á mynd sem tekin var í fyrrahaust í Najaf. PAUL Bremer, landstjóri Banda- ríkjamanna í Írak, lýsti því yfir í gær róttækur sjítaklerkur, Moqt- ada Sadr, væri „útlagi“ sem stefndi öryggi Íraks í hættu eftir mann- skæðar óeirðir meðal stuðnings- manna hans í Bagdad og fjórum öðrum borgum síðustu daga. Að minnsta kosti 52 Írakar, átta bandarískir hermenn og einn frá El Salvador hafa beðið bana í átökun- um. Hörðustu átökin blossuðu upp á götum Sadr-borgar, stærsta borg- arhluta sjíta í Bagdad, þar sem stuðningsmenn Sadrs skutu á bandaríska hermenn og urðu átta þeirra að bana. Að minnsta kosti 30 Írakar biðu bana í hverfinu og yfir hundrað manns særðust. Eru þetta mestu átök í Bagdad frá því að bandarískar hersveitir réðust inn í borgina fyrir ári og steyptu stjórn Saddams Husseins af stóli. Til harðra átaka kom einnig í gærmorgun milli bandarískra her- manna og stuðningsmanna Sadrs í öðru hverfi sjíta í Bagdad, al-Shula. Ráðist inn í Fallujah Bandarískir hermenn lokuðu vegum að borginni Fallujah í „súnní-þríhyrningnum“ svokallaða þar sem hernámsliðið hefur mætt mikilli mótspyrnu. Um það bil 1.200 bandarískir hermenn og íraskar ör- yggissveitir bjuggu sig undir að ráðast inn í Fallujah til að handtaka uppreisnarmenn. Fjórir bandarísk- ir starfsmenn verktaka voru drepn- ir í borginni og lík þeirra svívirt í vikunni sem leið og Bandaríkjaher hét því að bregðast hart við dráp- unum. Þjóðvegum milli Bagdad og Amman í Jórdaníu var lokað vegna aðgerðanna í Fallujah sem búist er við að standi í nokkra daga. Þrír bandarískir hermenn biðu bana í þremur árásum á öðrum stöðum í Írak í gær, Anbar-héraði og borgunum Kirkuk og Mosul. Ágreiningur meðal sjíta Súnnítar hafa staðið fyrir flestum árásunum á bandaríska hermenn til þessa og svo virðist sem hernáms- liðinu stafi nú einnig mikil hætta af vopnuðum mönnum úr röðum sjíta, sem eru í meirihluta í Írak, fögnuðu innrásinni í landið og hafa hingað til forðast átök við Bandaríkjamenn. Hundruð manna særðust í átök- unum í Bagdad, Najaf, Nasiriyah og Amarah. Þau hófust þegar einn að- stoðarmanna Muqtada Sadrs var handtekinn. Stuðningsmenn hans lögðu einnig undir sig byggingu héraðsstjórans í borginni Basra og drógu íslamskan fána að húni á þak- inu. Eftir átökin á sunnudag lýsti Paul Bremer því yfir að Moqdata Sadr væri „útlagi“ sem stefndi ör- yggi Íraks í hættu. „Hann er að reyna að komast til valda í stað lög- mætra yfirvalda. Við látum þetta ekki viðgangast. Við ætlum að koma á lögum og reglu eins og íraska þjóðin ætlast til af okkur.“ Bremer sagði þó ekkert um hvort hernámsliðið hygðist handtaka klerkinn. Aðstoðarmaður Moqtada Sadrs sagði að hann væri stoltur af því að Bandaríkjamenn litu á hann sem útlaga. Ágreiningur er meðal trúarleið- toga sjíta um uppreisn Sadrs. Ali Sistani, æðsti klerkur sjíta í Írak, hvatti í gær Íraka til að halda ró sinni og ráðast ekki á bandaríska hermenn. Hann sagði þó að kröfur þeirra sem hafa mótmælt hernám- inu væru lögmætar og fordæmdi „aðgerðir sem hernámsliðið hefur gripið til“. Paul Bremer bregst við uppreisn meðal sjíta gegn hernámsliðinu í Írak Segir sjítaklerkinn Sadr hættulegan „útlaga“ Um 60 manns hafa beðið bana í hörðum átökum í íröskum borgum Bagdad. AP, AFP. Reuters Stuðningsmenn íraska sjítaklerksins Moqtada Sadrs fagna eftir að þeir lögðu undir sig byggingu héraðsstjórans í borginni Basra í Suður-Írak í gærmorgun. SPÆNSK yfirvöld sögðust í gær hafa handtekið tvo menn til við- bótar sem grunaðir væru um aðild að hryðjuverkunum í Madríd 11. mars sl. Þá hefur öryggisviðbún- aður verið hertur í öllum almenn- ingsfarartækjum, flugvöllum og víða annars staðar, s.s. við kjarn- orkuver í landinu en talið er að mennirnir sem létust í sprengingu í Leganes, útborg Madrídar, um helgina hafi verið að undirbúa frek- ari hryðjuverk. Látið var til skarar skríða gegn meintum höfuðpaur hryðjuverk- anna í Madríd, Sarhane Ben Ab- delmajid Fakhet, um helgina. Hann og fjórir samverkamenn hans sprengdu sjálfa sig hins vegar í loft upp þegar lögreglan sótti að þeim í húsi einu í Leganes. Ekki er þó talið útilokað að ein- hverjir hafa komist undan lögregl- unni á laugardagskvöld og að þeir hafi haft sprengiefni á brott með sér. Haft í hótunum við Spánverja Í gær var greint frá því að búið væri að bera kennsl á lík fjögurra af fimm, sem létust í sprengingunni í Leganes. Meintur höfuðpaur, Fak- het, var Túnismaður en hinir voru Marokkó-búar. Mennirnir tveir, sem greint var frá í gær að hefðu verið handteknir, verða líklega yf- irheyrðir á morgun, miðvikudag. Spænskt dagblað greindi frá því, að því hefði borist bréf frá al- Qaeda-hryðjuverkasamtökunum en þar var þess krafist að Spánverjar kölluðu herlið sitt þegar í stað frá Írak og Afganistan. Tveir hand- teknir til viðbótar á Spáni Öryggisviðbúnaður hertur vegna hætt- unnar á frekari hryðjuverkum Madríd. AFP. FRANSKA lögreglan handtók í gær 13 manns, þar af nokkrar konur, og er fólkið grunað um að hafa tekið þátt í og skipulagt sprengjutilræði í Casablanca í Marokkó í fyrra. Alls dóu þá 45 manns. Fólkið var hand- tekið í gær eftir skyndiáhlaup lög- reglunnar á hús í úthverfi Parísar. Um er að ræða hóp er kallar sig Ísl- amska baráttuhópinn í Marokkó, CICM, og er hann einnig grunaður um að hafa staðið fyrir hryðjuverk- unum í Madríd í mars. Fréttir herma að lögreglan hafi ráðist inn á heimili mannanna í Aulnay-sous-Bois í París í tengslum við rannsókn á dauða þriggja Frakka sem fórust í sjálfsmorðs- árásinni í Casablanca í fyrra. Einnig var gert áhlaup á íbúðir í Mantes-la- Jolie og Les Mureaux á bökkum Signu ern þar búa margir innflytj- endur frá Norður-Afríku. Einn var handtekinn á Charles de Gaulle-flug- velli er hann var að reyna að komast úr landi. Innanríkisráðherra Spánar, Angel Acebes, sagði í síðustu viku að CICM væri sá hópur sem grunur beindist helst að í rannsókninni á tilræðinu í Madríd en þar lét 191 lífið. Talið er að samtökin hafi verið stofnuð seint á tíunda áratugnum og hafi liðsmenn þeirra fengið þjálfun í Afganistan. Frakkland Meintir hryðju- verkamenn teknir París. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.