Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 19
m tímarit um mat og vín kemur út átta sinnum á ári og er dreift án endurgjalds til allra áskrifenda
Morgunblaðsins - fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum
GraskersfræolíaJarðhnetuolíaÓlífuolía
Pumpkinseed Oil
Organic Certified Product
Erdnuss Öl
Nativ
Crespi, Ramoscello
Olio Extra Vergine Di Oliva
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
BL
2
36
28
03
/2
00
4
Kemur næst 7. apríl
Vesturbær | Páskaeggjaleit Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Mela-
hverfi var haldin á laugardaginn við grásleppuskúrana á Ægisíðu.
Þetta var í fimmta sinn sem hverfafélagið stóð fyrir páskaeggjaleit í
hverfinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi ávarpaði gesti
og kynnti dagskrána.
Margir lögðu leið sína á Ægisíðuna þrátt fyrir dyntótt veður og
börnin skemmtu sér vel við leit að fagurlega skeyttum hænueggjum
og fengu að launum súkkulaðiegg. Eftir það hófst húlahopp-keppni
og var keppt í fjórum aldursflokkum og fengu sigurvegarar stór
páskaegg í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Ýmis leiktæki voru á
staðnum sem börnin höfðu ánægju af. Jafnframt var boðið upp á
andlitsmálningu og var það mjög vinsælt hjá yngri kynslóðinni og
fóru margir heim með bros á vör með egg í körfu og fagurlega
skreytt andlit.
Morgunblaðið/Sverrir
Margt til dundurs: Börnin á Ægisíðunni skemmtu sér vel, enda var margt hægt að gera sér til skemmtunar í páskaeggjaleitinni.
Páskaeggjaleit á Ægisíðunni
Garðabær | Hofsstaðaskólakórinn sýndi á
dögunum nýjan söngleik eftir Hildi Jóhann-
esdóttur tónmenntakennara. Söngleikurinn
heitir Halldóra fer út af sporinu og fjallar
um stúlkuna Halldóru sem tekur upp á því
að ýkja allt hressilega til að fá meiri athygli
frá bekkjarsystkinum sínum. Hin glæsilega
og hæfileikaríka unga söngkona Thelma
Lind Waage fór með hlutverk Halldóru.
Öllum nemendum skólans var boðið á
frumsýningu söngleiksins og um kvöldið
var opin sýning. Báðar sýningarnar tókust
mjög vel og þóttu kórmeðlimir allir standa
sig af stakri prýði.
Sýningarnar voru liður í þemaviku skól-
ans sem var vikuna 22.–27. mars. Í þema-
vikunni var fjallað um leiðarljós skólans en í
því er lögð áhersla á virðingu, vellíðan og
vinsemd. Þemavikan er jafnframt opin vika
í skólanum, en þá eru foreldrar hvattir til
að heimsækja skólann og taka þátt í skóla-
starfinu. Nánar er fjallað um þemavikuna á
vef Hofsstaðaskóla, www.hofsstadaskoli.is.
Söngleikur á þemadög-
um Hofsstaðaskóla
Seltjarnarnes | Gert er ráð fyrir
því að fullkomið mötuneyti verði
tilbúið fyrir nemendur Mýrarhúsa-
skóla næsta haust. Byggingar-
nefnd Mýrarhúsaskóla hefur mælt
með því að slíkt mötuneyti verði
útbúið og leitað hefur verið til
Önnu Margrétar Hauksdóttur
arkitekts um útfærsluleiðir en fyr-
irhugað er að staðsetja mötuneytið
þar sem eldhús skólans var upp-
stjóri fagnar ákvörðun byggingar-
nefndar og segist telja forgangs-
röðun hennar rétta. Hann telur
afar ánægjulegt að til standi að út-
búa mötuneyti við skólann. „Með
því er komið til móts við áherslur
foreldraráðs skólans með vegleg-
um hætti,“ segir Jónmundur, en
hann telur að þegar farið var af
stað með matarbakka í byrjun árs
2002 hafi alltaf verið ljóst að verið
væri að brúa ákveðið bil þar til
unnt yrði að taka ákvörðun um
matarmál skólans á grundvelli
reynslu og til lengri tíma litið. „Nú
tel ég forsendur hafa skapast með
breytingu á stjórnskipulagi skól-
anna og nýrri framtíðarsýn á
skólamálin. Ég tel að með mötu-
neyti takist enn betur að mæta
þörfum nemenda fyrir holla nær-
ingu og góðan aðbúnað.“
haflega ráðgert. Eldað verður fyrir
alla nemendur skólans í mötuneyt-
inu en líklegt er að nemendur borði
í tvennu lagi eins og verið hefur. Í
sumar verður einnig ráðist í að
endurnýja lagnir í kjallara gamla
skólans en slíkt er talið nauðsyn-
legt áður en hugað verður að frek-
ari endurnýjun á innviðum húss-
ins.
Jónmundur Guðmarsson bæjar-
Nemendamötuneyti í Mýrarhúsaskóla
Fræðslukvöld | Félagsmiðstöðin Ból í
Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir fræðslu-
kvöldi í samvinnu við Alþjóðahúsið. Mark-
mið fræðslunnar var að skapa opna og
gagnrýna umræðu um mannréttindi, stað-
almyndir, fordóma og menningu í víðu sam-
hengi. Að sögn talsmanna Bóls var umræð-
an svo sannarlega þörf og er stefnt á að
fylgja henni vel eftir.
Fræðslan var sett upp á skemmtilegan
hátt til að ná til unglinganna og voru þeir að
sögn mjög ánægðir með kvöldið.