Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Óhætt er að fullyrða að ómæld og óeig-ingjörn vinna liggi að baki verkefninuTeppi handa hetjum, sem félagar í Ís- lenska bútasaumsfélaginu standa fyrir. Á síð- asta ári fengu 46 langveik börn teppi frá félag- inu og í ár eru teppin 18. „Þetta var afskaplega vel þegið,“ segir Borghildur Ingvarsdóttir, ein stjórnenda verkefnisins. „Við létum teppin í hendurnar á Umhyggju, Félagi til stuðnings langveikum börnum í fyrra og báðum stjórn- endur þar að ráðstafa teppunum til þess hóps barna, sem þeim fannst að ættu helst skilið að fá þau svona í fyrsta sinn að minnsta kosti og það voru Einstök börn, sem fengu teppin.“ Þetta var í fyrsta sinn sem teppi voru afhent en ætlunin er að gefa teppi á hverju ári. Hug- myndina á Dagbjört Guðmundsdóttir, en hún kynntist því á sjúkrahúsi í Noregi að veikum börnum er gefið teppi. „Nafnið, Teppi fyrir hetjur, var hugsað til heiðurs börnunum því þau eru hetjur og þau og fjölskyldurnar standa sig frábærlega í veikindunum,“ segir Borghild- ur. „Aðstandendum og börnunum þykir vænt um þessa gjöf og höfum við lagt ríka áherslu á að börnin velji sín teppi sjálf. Þau fara í gegn- um bunkann og velja sér sitt teppi. Mér skilst að þau séu mjög ákveðin þegar þau sjá „sitt“ teppi, og segja „ég vil þetta og ekkert annað.“ Það eru bæði einstaklingar, klúbbar og hóp- ar í Íslenska bútasaumsfélaginu, sem koma saman og sauma teppi og gefa en vinnan við hvert teppi getur tekið allt frá einni kvöld- stund í nokkra mánuði.  BÚTASAUMUR | Teppi handa hetjum Börnin velja teppi Teppi: Þessi listaverk koma til úthlutunar í ár í verkefninu Teppi handa hetjum. Saumaskapur: Guðný Benediktsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir Kelleher eiga heið- urinn að þessu teppi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndarskapur: Dagbjört Guðmundsdóttir og Borghildur Ingvarsdóttir eru hér með teppi sem þær saumuðu sérstaklega fyrir verkefnið Teppi handa hetjum. ALLTAF þegar einhver kemur í heimsókn eða sér þig í fyrsta sinn, byrja vangaveltur um hverjum þú líkist. Strax fyrsta morguninn þinn, biðum við spennt eftir ömmum þínum í heimsókn. Ömmur þekkja nefnilega oft ung- barnasvipi og nú var stóra spurningin: Hverj- um líkist barnið? Fyrsta kenningin var sú að augun væru frá mér en restin frá pabba þín- um. Á öðrum eða þriðja degi breyttist þetta reyndar en þá voru augabrýrnar sagðar frá mér en restin frá pabba þínum! Tengingin við mig fór því hverfandi en auðvitað fannst mér þú fyrst og fremst falleg- asta barnið sem ég hefði séð. Vinkona mín sem á þrjú börn sagði einmitt við mig: „Ég hugsa oft hvernig það sé að eiga barn sem líkist manni sjálfum.“ Þrátt fyrir að eiga þrjú börn, er ekkert þeirra líkt henni, þau eru öll með sterkan svip frá pabba sínum. Alla meðgönguna hafði ég haldið því fram að þú yrðir eins og pabbi þinn. Ég hafði þetta sterklega á tilfinning- unni. Það hefur svo komið á daginn að þú virðist fyrst og fremst líkjast honum og hans fjölskyldu, margir segja þig líka föðurömmu þinni. Ég gríp samt alla glóðvolga sem segj- ast sjá svip með þér og mér og segi nátt- úrlega öllum frá því ef einhver nefnir eitt- hvað í þá átt. Í fyrstu eða annarri ungbarnaskoðuninni þinni, spurði ég hvenær augnliturinn færi að skýrast. „Ég held nefni- lega að hún verði með blá augu,“ sagði ég, sem fyrst og fremst væri þá tenging við mig. „Það getur nú breyst og verið á alla kanta,“ svaraði hún. „Sumir segja að augnliturinn komi ekki alveg í ljós fyrr en um eins árs.“ Þetta var að sjálfsögðu ekki það svar sem ég vildi, en sem betur fer fóru blá augu að koma nokkuð snemma í ljós og því fer þeim fjölg- andi sem tala um að þú sért með augun mín. Hárliturinn er annað sem við veltum vöngum yfir. Ég taldi nokkuð víst að þú yrðir sköllótt þegar þú fæddist, enda erum við pabbi þinn bæði ljóshærð og fæddumst nokkurn veginn sköllótt. Fyrsta setningin mín við pabba þinn þegar þú fæddist var hins vegar: „Hún er með hár!“ enda fæddistu með nokkuð góðan lubba. Þar sem hárið á þér virðist hins vegar bæði dökkt og ljóst, vitum við ekki enn á hvorn veginn þetta fer. Ég held að þú verðir að einhverju leyti rauðhærð. Alltaf þegar ég segi það svarar pabbi þinn: „Nei, guð minn góður!“ enda held ég að hann sjái þá fyrir sér rautt hár, útstæð eyru, freknur, þykk gler- augu og jafnvel einelti í skóla! Ég bendi hon- um hins vegar á alla litla sæta krakka sem ég sé með rautt hár og segi: „Sérðu t.d. hvað þessi er sætur!“ Mér fyndist þú voðalega sæt með rautt hár!  DAGBÓK MÓÐUR Hverjum líkist þú? Meira á fimmtudag. 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? Pappírstætarar margar stærðir og gerðir. Plasthúðunarvélar fjölbreytt úrval. Járngorma innbindivélar margar stærðir og gerðir. ÞEKKING • GÆÐI • ÞJÓNUSTA 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.