Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 26

Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓVENJUMIKIÐ af íslenskri mynd- list var boðið upp á uppboði hjá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Meðal verka sem stóð til að bjóða upp var verk sem talið var eftir Jó- hannes Kjarval, en leikur nú grunur á um að sé falsað, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í síðasta mán- uði. Nokkur íslensku verkanna á uppboðinu seldust þó á afar háu verði, að mati Jóhanns Ágústs Han- sens, listmunasala hjá Galleríi Fold sem staddur var á uppboðinu. „Ég bauð í nokkur verk þarna, bæði fyr- ir viðskiptavini mína og fyrir mig persónulega. Ég fékk þó engin þeirra, því þau seldust á svo háu verði,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Uppboðið fór fram hinn 31. mars sl. undir yfirskriftinni North Atl- antic Art, Hans Henrik Lerfeldt & Contemporary Art. Meðal verka sem boðin voru upp voru málverk eftir nokkra af „gömlu meisturum“ Íslands, þar á meðal Kjarval, Ás- grím Jónsson og Þórarin B. Þor- láksson, en einnig nokkuð óvenjuleg módelmynd eftir Þorvald Skúlason og skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson. Að sögn Jóhanns seldust tvö af verkum Þórarins B. Þorlákssonar á óvenjulega háu verði. „Annað þeirra, klassísk Þingvallamynd eftir Þórarin, var metið á 15.000 danskar krónur, sem við höfðum reyndar metið talsvert hærra hér í Galleríi Fold nokkru áður,“ segir Jóhann. „Það seldist hins vegar á 48.000 danskar krónur, eða tæpar 570.000 íslenskar krónur, sem við bætast um það bil 31% í gjöld og virð- isaukaskatt, sem kaupandinn þarf einnig að greiða. Önnur mynd Þór- arins, af Eyjafjallajökli, var metin á 15–20.000 danskar krónur, en seld- ist á 38.000. Þetta þykir mér mjög hátt verð, hátt í tvöfalt hærra en verðmat Bruuns Rasmussens og hátt í 50% hærra en það verðmat sem við í Fold gerðum.“ Jóhann segir það verð sem greitt var fyrir sumar íslensku myndanna talsvert hærra en fengist hefur fyrir íslenska myndlist að undanförnu. „Ég held að það hafi verið Íslend- ingar sem voru að kaupa þessi verk og ef þetta er raunin, þá finnst mér það benda til þess að markaðurinn sé aðeins að taka við sér eftir nokk- ur dimm ár í kjölfar fölsunarmáls- ins, sem lækkaði verð á íslenskri myndlist nokkuð.“ Ólafur dýrari en Þórarinn Verk eftir nokkra núlifandi ís- lenska myndlistarmenn voru einnig boðin upp, þar á meðal eftir Baltas- ar og Kristján Davíðsson. Einnig var boðið upp lítið olíu- málverk eftir Ólaf Elíasson frá árinu 1992. Mynd Ólafs var seld á nokkuð hærra verði en hún var met- in á, 68.000 í stað 60.000 danskra króna. Það samsvarar rúmum 800.000 ís- lenskum krónum. Íslensk myndlistarverk seljast á háu verði á uppboði hjá Bruun Rasmussen Myndlistarmark- aðurinn tekur við sér eftir lægð Þingvallamynd eftir Þórarin B. Þorláksson, sem seldist á 48.000 danskar krónur á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í síðustu viku. SÍÐASTA vika sló öll met í aðsókn að sýningum í Borgarleikhúsinu, að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur, kynningar- fulltrúa Leikfélags Reykjavíkur. Tæplega 5.500 manns komu til að sjá 16 viðburði í húsinu frá þriðjudegi til sunnudagskvölds, á þremur leiksvið- um. Þar af voru fjórar sýningar á Chicago. Söngleikurinn hefur nú ver- ið sýndur 30 sinnum og áhorfendur farnir að nálgast 16.000. Aðrar sýningar á fjölum Borgar- leikhússins þessa dagana eru Lína Langsokkur – 56 sýningar búnar og áhorfendur 29.000 eða tíundi hver íbúi á Íslandi – Sporvagninn Girnd, Sekt er kennd, Draugalest og kabarettinn Paris at night. Í síðustu viku voru einnig fjórar sýningar á vegum dans- skóla Eddu Scheving og Jazzballett- skóla Báru í Borgarleikhúsinu. Sýn- ingum á söngleiknum Grease fer að ljúka og eru síðustu sýningar á dag- skrá í apríl. Um helgina lauk sýningum Ís- lenska dansflokksins á Lúnu og sömuleiðis tónleikaröðinni 15:15 á vegum Caput-hópsins. Næsta frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins verður 5. maí, það er Belgíska Kongó, nýtt verk eftir Braga Ólafsson. 13. maí verður Don Kíkóti frumsýndur á Stóra sviði og þar fer Halldóra Geirharðsdóttir með titilhlutverkið. Það er páskafrí í leikhúsinu og það er lokað frá 9.–12. apríl. Aðsókn- armet sett í Borgar- leikhúsinu KUBBURINN er heiti nýs gallerís á vegum myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands, sem opnað verður í húsnæði skólans í dag. Sýningardag- skrá gallerísins er ætlað að end- urspegla starfsemi deildarinnar með sýningum nemenda, gestakennara og annarra aðila er tengjast Listahá- skólanum og verður það opið al- menningi alla virka daga. Rekstur á opinberri aðstöðu til sýninga og flutnings á sviði mynd- listar, leiklistar og tónlistar hefur staðið til frá stofnun skólans. Nýlega hafa verið gerðar breytingar á hús- næði skólans í Laugarnesi og þar með gefist kostur á að opna slíka að- stöðu. Að sögn Kristjáns Steingríms Jónssonar, deildarforseta myndlist- ardeildar Listaháskóla Íslands, skapast með galleríinu leið fyrir nemendur til að kynna sig og verk sín. „Við munum líka nota þennan sal sem kennslutæki við að setja upp sýningar og kenna jafnvel sýning- arstjórnun og gerð sýninga. Enn fremur má segja að þetta sé kynn- ingarvettvangur fyrir skólann og starfsemi hans út á við,“ segir hann. Opnunarsýning Kubbsins ber heitið „Mitt á milli, meðal annarra“, en þar eiga verk þrír fyrrverandi nemendur skólans, þau Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Særún Stefánsdóttir og Unnar Örn Jónsson. Þau tilheyra yngstu kynslóð listamanna og voru um svipað leyti í námi hérlendis, sem lauk fyrir nokkrum árum. „Við vildum opna þennan vettvang með fólki sem hefði tengsl við skóla- umhverfið – þau eru það nýlega út- skrifuð,“ segir Kristján Stein- grímur. „Við ætlum jafnframt að halda eins konar innanhúss- ráðstefnu þar sem þessir þrír lista- menn tala um reynslu sína eftir að námi lauk, en þau hafa öll farið mjög mismunandi leiðir eftir námslok hér heima. Markmiðið er að þau geti miðlað reynslu sinni til væntanlegra listamanna sem útskrifast frá skól- anum í vor.“ Verkin á sýningunni eru nýjar innsetningar unnar í fjölbreytt efni þar sem notaðar eru ljósmyndir, skúlptúr, teikningar og texti og fleira. Hún stendur til 23. apríl og er opin alla virka daga frá kl. 9–16. Kubburinn, nýtt gallerí á vegum myndlistardeildar Listaháskólans opnað Morgunblaðið/Rax Sirra Sigrún Sigurðardóttir við uppsetningu verks síns á sýningunni í Kubbnum. Kynningarvettvangur fyrir skólann Lagaskuggsjá hef- ur að geyma ellefu ritgerðir um lög- fræðileg efni eftir Pál Sigurðsson prófessor í lög- fræði við Háskóla Íslands. Meiri hluti greinanna birtist nú í fyrsta sinn. Þær spanna langt tímabil íslenskrar réttarsögu og réttarþróunar og er þeim ætlað að endurspegla mikilvæga drætti lagaumhverfis okkar nú um stundir jafnt sem fyrr á öldum. Af viðfangsefnum einstakra greina má nefna fjölþjóðlega samræmingu réttarreglna á sviði viðskiptaréttar, rétt- inn til eigin myndar í ljósi einkalífs- verndar, lögfræðileg álitaefni varðandi hljóðritanir símtala og annars talaðs máls, meiðyrðamál Kristmanns Guð- mundssonar rithöfundar gegn Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi í ljósi nýrrar þró- unar í meiðyrðamálum, og trúarbrögð og mannréttindi, þar sem m.a. er fjallað um trúfrelsi og jafnræði trú- félaga á Íslandi. Þá má nefna ritgerð um réttinn sem þátt þjóðmenningar og greinar um réttarsöguleg efni, þ. á m. um rétt norrænna manna á Grænlandi til forna. Á ensku er grein um meg- indrætti íslensks samningaréttar, en um það efni hefur ekki verið ritað áður á því tungumáli. Útgefandi og dreifing: Háskóla- útgáfan. Bókin er 356 bls., innbundin. Verð: 5.900 kr. Lög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.