Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 28
LISTIR
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKFÉLAG Kópavogs ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur þegar valið er til sýninga
þetta verk franska rithöfundarins
Boris Vian. Hann var mikilvirkur
skáldsagna- og smásagnahöfundur,
þýðandi, leik-, ljóðskáld og söng-
textahöfundur auk þess að skrifa tón-
listargagnrýni og greinar. Smúrtsinn
heitir á frummálinu „Les bâtisseurs
d’empire oú le schmürz“, sem hægt
er að leggja út í samhengi við ritunar-
stað og -tíma verksins sem Nýlendu-
veldisfrömuðurnir eða smúrtsinn.
Þegar Þíbilja frumflutti verkið hér á
landi og sýndi í Vesturbæjarskólan-
um árið 1989 var notast við titilinn Að
byggja sér veldi eða smúrtsinn.
Gagnrýnendur hafa gjarnan ein-
blínt á að titillinn vísi til nýlendu-
stríðs Frakka í Indókína, en þeir töp-
uðu orrustunni við Diem-Bien Phu
1954, og ef til vill jafnframt til sjálf-
stæðisbaráttu Alsírbúa sem blossaði
upp að nýju 1957, sama ár og leikritið
var sýnt í fyrsta skipti, og lauk fimm
árum síðar með fullum sigri þeirra á
nýlenduherrum sínum. Aðrir hafa
bent á að verkið feli í sér mun fjöl-
breyttari túlkunarmöguleika og hægt
sé að túlka efni þess í ljósi goðsagna
og sálfræðiþenkinga ýmiskonar. Það
er líka endalaust hægt að velta fyrir
sér hvað persóna smúrtsins táknar,
þó að það liggi beinast við að sjá í illri
meðferð hann samjöfnuð við kúgun
nýlenduherranna á undirsátum sín-
um. Stíllinn er einhvers konar síð-
absúrdismi, Vian er hér farinn að
þróa formið í átt frá hreinum fárán-
leika og samtölin eru rökleg innan
þess ramma sem hann setur sér.
Hér er eins og Hörður Sigurðarson
leikstjóri hafi kosið að undirstrika
sem mest grimmdina í verkinu, enda
af nógu að taka. Hin spaugilega hlið,
sem vissulega er til staðar, lýtur í
lægra haldi þó að hún sé vissulega til
staðar og áhorfendur kími oft á tíð-
um. Það er vissulega hægt að fallast á
þessa túlkun því hún leggur áherslu á
athyglisverðasta þáttinn í verkinu,
ofbeldið sem vesalings smúrtsinn
verður stanslaust að þola og er senni-
lega ástæðan fyrir því að verkið náði
eins mikilli útbreiðslu og raun ber
vitni.
Það tekst mætavel að skapa hæfi-
lega umgjörð fyrir verkið í þeirri að-
stöðu sem Leikfélag Kópavogs hefur
komið sér upp og búningar eru ein-
staklega vel unnir að hætti L.K. Sum-
ir helstu kraftar félagsins fá hér upp-
lagt tækifæri til að þróa sig sem
leikarar með því að takast á við
kröfuharðara verkefni í persónu-
sköpun en allajafna gefst færi á.
Helgi Róbert Þórisson skilar föð-
urnum af miklu öryggi, hann skilar
kjarnyrtum textanum framúrskar-
andi vel þó að það væri á mörkunum
að hann lifði sig nægilega vel inn í
hlutverkið til að halda uppi löngum
einræðum. Huld Óskarsdóttir gaf
honum ekkert eftir sem frúin, hún
hefur svo ríka hæfileika sem gaman-
leikkona að kímnin skein í gegn um
hörkuna og hún nær að sýna þessa
tvo ólíku fleti á persónunni á sama
tíma. Það vantaði herslumuninn að
Lovísa Árnadóttir væri nógu einbeitt
sem dóttir þeirra, Zenóbía, til að kar-
akterinn væri trúverðugur, þó að for-
sendurnar fyrir persónusköpuninni
væru vel valdar hjá Lovísu og leik-
stjóranum. Það vantaði eitthvað upp
á að Bulla skilaði sér nógu vel í með-
förum Ágústu Evu Erlendsdóttur,
hún minnti of mikið á einhvern kar-
akterinn í hryllingsleikritinu sem
leikið var hjá L.K. fyrir örfáum árum
til að hitta í mark hér og gervið var of
stílfært til að falla að heildarstíl
verksins. Lítið hlutverk nágrannans
var vel af hendi leyst af Gísla Birni
Heimissyni og það var ótrúlegt hvað
Snorri Engilbertsson þoldi barsmíð-
arnar sem dundu á honum endalaust í
hlutverki smúrtsins. Látbragð hans
allt var til fyrirmyndar en það hvarfl-
aði ósjálfrátt að manni að hann hlyti
að vera allur blár og marinn fyrir vik-
ið þrátt fyrir að búningahönnuðir
hefðu gert sitt besta til að sveipa
hann einhvers konar hlífðarlagi.
Þessi sýning kom mjög skemmti-
lega á óvart, ekki síst vegna þess að
leikritið er ennþá jafn áhrifamikið og
þegar það sást fyrst á fjölunum og að
nálgun leikstjórans og túlkun flestra
leikaranna gaf skemmtilega sýn á
möguleikana sem felast í verkinu.
Grimmd og kúgun
LEIKLIST
Leikfélag Kópavogs
Höfundur: Boris Vian. Þýðing: Friðrik
Rafnsson. Leikstjóri: Hörður Sigurðarson.
Búningar: Sara Valný Sigurjónsdóttir og
Þórunn Eva Hallsdóttir. Leikmynd: Hörður
Sigurðarson og Þorleifur Eggertsson.
Ljós: Skúli Rúnar Hilmarsson. Hljóð:
Hörður Sigurðarson. Leikarar: Ágústa
Eva Erlendsdóttir, Gísli Björn Heimisson,
Helgi Róbert Þórisson, Huld Óskarsdóttir,
Lovísa Árnadóttir og Snorri Engilberts-
son. Föstudagur 12. mars.
SMÚRTSINN
Sveinn Haraldsson
ÁRIN 1706–1709 Dvaldi Georg
Friedrich Händel (1685–1759) á Ítal-
íu (Florens, Róm Feneyjum og Na-
pólí) hvar hann kynntist nokkrum af
þekktustu tónskáldum samtímans
svo sem Corelli, Scarlatti-feðgum og
Vivaldi. Á þessu tímabili samdi hann
sín fyrstu stóru kirkju- og leikhús-
verk m.a. hinn stórkostlega Davíðs-
sálm 110 Dixit Dominus sem hann
samdi 1707. Verkið er að öllum lík-
indum samið miðað við ákveðna flytj-
endur og þeir hafa ekki verið af verri
endanum því verkið sem er fyrir
fimm radda kór, fimm einsöngvara
og hljómsveit er gífurlega kröfuhart
til flytjenda. Sópranraddirnar og
tenórinn liggja hátt og illa og því þarf
góðar og háar raddir til að flytja
verkið svo vel sé. Það má því segja að
það hafi verið dálítið djarft af Söng-
sveitinni Fílharmóníu að ráðast í
flutning verksins því sópraninn, sér-
staklega 1. sópran, og tenórinn réðu
illa við hæðina og voru ansi oft óhrein
og undir tóni þegar tekið var á. Að
þessum göllum frátöldum var flutn-
ingur kórsins góður og ákveðinn.
Einsöngvarar voru Xu Wen (1.) sópr-
an, Hlín Pétursdóttir (2.) sópran,
Sesselja Kristjánsdóttir messósópr-
an, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og
Davíð Ólafsson bassi. Öll skiluðu þau
sínu vel og mig langar sérstaklega að
nefna flutning Sesselju á Virgam
virtuis tuae sem var mjög fallegur.
Flutningur Xu Wen á Tecum prin-
cipium var góður nema að að mati
undirritaðs var fullmikið víbrato á
röddinni fyrir þessa tegund tónlistar.
Einsöngvarakvintettinn í Dominus a
dextris tuis var góður nema að sópr-
anarnir sungu sig ekki saman og virt-
ist Xu eiga eitthvað í erfiðleikum með
hæðina, koleratúrinn varð eitthvað
skrítinn á köflum. De torrente var
fallega sungið og doxologian Gloria
Patri var glæsileg nema kórsópran-
inn og tenórinn voru of oft óhrein og
tenórinn orðinn stífur undir lokin.
Messa á stríðstímum eða Missa in
tempore belli samdi Joseph Haydn
(1732–1809) árið 1796 á sama tíma og
Austurríki stóð í stríði við Frakka.
Messan er líka nefnd Pákumessan
vegna áhrifamiklu pákuslaganna í
lokakaflanum sem hljóma eins og
stríðstrumbur í fjarlægð. Messan er
mun aðgengilegri en fyrra verkið á
efnisskránni. Einsöngvarar í verkinu
voru þau Hlín, Sesselja, Eyjólfur og
Davíð. Í Kyrie-kaflanum var kórinn
hreinn og ákveðinn, sólókvartettinn
góður með góðu jafnvægi milli radda
og fallegt sópran sóló. Glorian var
glæsileg með fallega mótaðri dynam-
ik hjá kórnum og einsöngvurum.
Davíð Ólafsson söng einstaklega fal-
lega og vel í Qui tollis. Trúarjátningin
eða Credo var einnig vel fluttur kafli
með myndarlegum og vel fluttum
kórköflum og fallega hljómandi sóló-
kvartett. Sesselja átti virkilega fínan
kafla í upphafi Sanctus svo og Eyjólf-
ur í Hósanna. Mjög gott jafnvægi var
hjá einsöngvurunum í Benedictus-
kaflanum með sínum sérstaka gang-
takti „þegar sonurinn kemur í nafni
Drottins“ í Qui venit in nomine Dom-
ini. Agnus Dei kaflinn er mikilfeng-
legur með sínum trumbuslögum og
lúðrablæstri sem virkar eins og her-
inn sé í viðbragðsstöðu í fjarlægð og
lúðrarnir og trommurnar berast til
eyrna hlustenda og færast nær. Þessi
kafli er mjög áhrifaríkt ákall um mis-
kunn og frið. Sólókvartettinn í frið-
arbæninni var virkilega fínn. Messan
var vel flutt í heild sinni. Kórinn allt
annar en fyrir hlé enda mun aðgengi-
legra verk, vel samtaka og fallega
mótaður söngur. Einsöngvarakvart-
ettinn alveg heillandi með hárfínu
jafnvægi milli raddanna í samsöng-
num og allar einsöngsstrófur virki-
lega góðar. Hljómsveitin var góð og
Óliver Kentish stjórnaði öllu saman
af mikilli natni og næmni fyrir tón-
listinni.
Glæsilegir kammertónleikar
Síðustu tónleikar Tríós Reykjavík-
ur á þessu starfsári voru í Hafnar-
borg sunnudaginn 28. mars. Á þess-
um tónleikum fékk tríóið til sín góða
gesti þau hjónin Almitu Vamos fiðlu-
leikara og Roland Vamos víóluleik-
ara. Annað sérstakt við þessa tón-
leika var að þau frumfluttu nýtt verk
samið sérstaklega fyrir tríóið eftir
erlent tónskáld en fram til þessa hafa
einungis íslensk tónskáld samið fyrir
þau.
Fyrsta verkið á efnisskránni var
Serenada fyrir tvær fiðlur og víólu
Op 12 eftir Zoltán Kodály (1882–
1967). Eins og sést er serenadan
samin fyrir óvenjulega hljóðfæra
samsetningu. Serenadan er samin
1919–1920 í þremur þáttum. Hún er
mjög rík af laglínum eða stefjum og
sniðugum hugmyndum og undir
miklum þjóðlegum áhrifum. Verkið
var mjög vel flutt af þeim Guðnýju,
Almitu og Roland og fallegur hljóm-
ur í hljóðfærunum. Hið fárveika
tremolo i 2. þætti hríslaðist mystiskt
um salinn og samtölin milli hljóðfær-
anna voru virkilega vel útfærð og all-
ar laglínur flutu létt og hrífandi.
Annað verkið á efnisskránni var
frumflutningur á Tríó nr. 2 sem Ger-
ald M. Shapiro (f. 1942) samdi fyrir
tríó Reykjavíkur (2003–2004). Verkið
sem er í fjórum köflum er fallegt, vel
unnið og lagrænt. Þar gætir ýmissa
áhrifa svo sem af djassi, minimalisma
og einnig mátti heyra smá dixeland í
4. þætti. Það er virkilega vel í eyru
fallandi og engin tilraunastarfsemi í
gangi heldur flýtur allt í góðu sam-
hengi hvað við annað. Flutningurinn
var virkilega samæfður og vandaður.
Flytjendum og tónskáldi var lengi
klappað lof í lófa.
Þriðja og síðasta verkið var Píanó-
kvintett í A dúr opus 81 eftir Antonin
Dvorák (1841–1904). Verkið er samið
á tímabilinu 18. ágúst til 3. október
1887 og frumflutt í Prag 6. janúar
1888 og er í fjórum þáttum. Samleik-
ur þeirra fimmmenninganna var
glæsilegur með mikilli breidd í styrk-
leika, spilamennskan öll yfirveguð og
samtaka (utan smáónákvæmni í 2.
þætti). Mjög gott jafnvægi var á milli
hljóðfæranna, píanóleikurinn var
skýr og féll vel að strengjunum.
Kórsöngur og kammertónlistTÓNLISTLangholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Söngsveitin Fílharmónía. Xu Wen sópran,
Hlín Pétursdóttir sópran, Sesselja Krist-
jásndóttir messósópran, Eyjólfur Eyjólfs-
son tenór og Davíð Ólafsson bassi ásamt
hljómsveit. Konsertmeistari Zbigniew
Dubik. Stjórnandi Óliver Kentish. Verk
eftir G.F. Händel og Joseph Haydn. Laug-
ardagurinn 27. mars 2004 kl. 17.00.
Hafnarborg
KAMMERTÓNLEIKAR
Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir
á fiðlu, Gunnar Kvaran á selló og Peter
Máté á píanó). Gestir: Almita Vamos á
fiðlu og Roland Vamos á víólu. Flutt verk
eftir Z. Kodály, G. M. Shapiro og A. Dvor-
ák. Sunnudagurinn 28. mars 2004 kl.
20.00.
Jón Ólafur Sigurðsson
Morgunblaðið/Ásdís
Tríó Reykjavíkur ásamt Vamos-
hjónunum.
ÞRÍR nemar á lokaári nútímadans-
brautar við Listdanskóla Íslands
sigruðu í alþjóðlegri danskeppni í
Berghausen í Þýskalandi á dög-
unum.
Margrét Lilja Vilmundardóttir,
Snædís Lilja Ingadóttir og Þórunn
Bjarnadóttir tóku þátt í keppni
nemenda á framhaldsstigi og gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu 14 keppi-
nauta sína með glæsibrag, en þær
sömdu atriðið og dönsuðu sjálfar
við tónlist rokksveitarinnar Radio-
head.
„Verðlaunin voru peningaverð-
laun sem borgarstjórinn í
Berghausen afhenti og svo fengum
við gjafabréf á dansföt og boð um
að taka þátt í dansnámskeiði í
Þýskalandi,“ sagði Margrét í sam-
tali við Morgunblaðið en sagði þær
ekki hafa getað þegið boðið um
námskeiðið þar sem þær Þórunn
væru önnum kafnar við nám sitt í
Listdansskólanum og Mennta-
skólanum í Reykjavík og Snædís
starfaði við listskautaþjálfun.
Morgunblaðið/Golli
Snædís Lilja Ingadóttir, Margrét Lilja Vilmundardóttir og Þórunn Bjarnadóttir.
Sigruðu í danskeppni í Þýskalandi
Lovestar eftir
Andra Snæ Magna-
son er komin út í
kilju. Sagan gerist í
framtíðinni þegar
alþjóðlega stórfyr-
irtækið LoveStar
hefur komið Íslandi
á heimskortið –
markaðssett
dauðann, komið skipulagi á ástina og
reist stórfenglegasta skemmtigarð
sögunnar í Öxnadal þar sem LoveStar
blikkar bak við ský. Indriði og Sigríður
eru handfrjálsir einstaklingar í þessu
hátæknivædda samfélagi. Þau telja
sig hafa fundið ástina upp á eigin spýt-
ur þar til hræðilegt bréf berst frá stór-
veldinu. Á sama tíma er LoveStar sjálf-
ur um það bil að gera stærstu
uppgötvun allra tíma og stemnings-
deildin hefur stórfenglegar áætlanir
um hvernig megi fullkomna LoveStar-
veldið. Og tíminn er naumur …
Bókin hlaut Menningarverðlaun DV
og var tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna.
Útgefandi er Mál og menning. Bókin
er 275 bls., prentuð í Danmörku. Jón
Sæmundur Auðarson gerði kápu. Verð
1.799 kr.
Nýjar kiljur
Annað tækifæri
eftir metsöluhöf-
undinn James
Patterson er kom-
in út í kilju. Þýð-
andi er Magnea J.
Matthíasdóttir.
Bókin kom út í inn-
bundinni útgáfu í
haust. Spennusög-
umeistarinn James Patterson leiðir
lesendur inn í skelfilega undirheima í
annarri bókinni um Kvennamorð-
klúbbinn. Óhugnanleg morð sem
hafa sett San Francisco á annan
endann virðast ótengd að öðru leyti
en hvað þau eru hrottafengin. En
rannsóknarlögreglukonan Lindsay
Boxer finnur á sér að einhver þráður
liggur á milli þeirra. Hún kallar sam-
an vinkonur sínar í Kvennamorð-
klúbbnum til að vita hvort þær geti
fundið hann. Þær komast brátt að
því að morðin eru tengd og egna
gildru sem morðinginn fær ekki stað-
ist.
James Patterson er höfundur
fjölda alþjóðlegra metsölubóka en
aðeins ein þeirra hefur komið út á ís-
lensku, Fyrstur til að deyja. Annað
tækifæri er sjálfstætt framhald
hennar.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
240 bls., prentuð í Danmörku. Verð:
1.590 kr.