Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 30

Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA um skólagjöld við Háskóla Íslands hefur að nokkru leyti snúist um hvort frumkvæði eigi að koma frá Háskólanum eða stjórnvöldum. Endanleg ákvörðun um skólagjöld verður einungis gerð með atbeina Alþingis og því ljóst að stjórnvöld þurfa að standa að slíkri ákvörðun. Um leið er mikilvæg spurning hvernig Há- skóli Íslands á að koma að málinu. Háskólinn ákvarði kennslukostnað og stjórnvöld ákveði skólagjöld Háskóli Íslands getur ákvarðað kennslukostnað í hverri grein. Kennslukostnaðurinn er skil- greindur í reiknilíkani sem er hluti af samningi menntamálaráðuneytis við skóla á háskólastigi. Reiknilík- anið tekur mið af eðli námsins (þ.e. kennslufyrirkomulagi) og gert er ráð fyrir ákveðnum lág- marksfjölda nemenda í hverri námsgrein. Deildir Háskólans geta reiknað kennslukostnað í ein- stökum greinum út frá reikni- líkaninu, en tekið að auki tillit til þess metnaðar og gæðastaðals sem deildirnar setja sér, fjölda nem- enda, launa kennara, samkeppni innanlands sem utan og fleiri þátta. Á þennan hátt er hægt að setja verðmiða á hverja námsleið. Fjárframlag ríkisins til kennslu við Háskóla Íslands miðast við til- tekinn hámarksfjölda nemenda í hverri fræðigrein og auðreiknað er hvert framlag ríkissjóðs er til kennslu nemenda í hverri grein. Í greinum þar sem framlag ríkisins er jafnt kennslukostnaði er ekki þörf á skólagjöldum. Þær greinar eru þó fleiri þar sem námskostn- aður á hvern nemanda er hærri en framlag ríkisins og er skólanum nauðsynlegt að fá tekjur til að bæta þann mun. Í sumum tilvikum gætu skólagjöld brúað þetta bil. Í öðrum tilvikum, t.d. í fámennum námsgreinum, sem teljast mik- ilvægar fyrir íslenskt þjóðfélag, kæmi til greina að leita eftir sérstökum stuðningi stjórnvalda eða ann- arra. Háskólinn á að ákvarða kennslu- kostnað í samræmi við stefnu skólans og gæðastaðal. Háskól- inn gerir síðan þá kröfu til stjórnvalda að þau greiði þennan kostnað að fullu fyrir hvern nemanda, en að öðrum kosti gefi þau skólanum kost á að brúa bilið með skólagjöldum. Hvað kostar að vera í háskóla? Kostnaður háskólanema af námi sínu liggur fyrst og fremst í þeim vinnutíma sem þeir leggja í námið. Háskólanemar eru ungt og atorku- samt fólk á besta vinnualdri og má giska á að hver þeirra gæti haft 1,5 – 2 milljónir króna í atvinnu- tekjur á hverju námsári. Þannig reiknast fjárfesting háskólanema sem lýkur fyrstu háskólagráðu (þ.e. 3 til 4 ára námi) u.þ.b. 5 milljónir, en þeir sem ljúka emb- ættis- eða meistaraprófi (þ.e. 5 til 6 ára námi) hafa fjárfest 8-10 milljónir króna með vinnuframlagi sínu. Háskólanemar eiga mikið undir gæðum þeirrar kennslu og hand- leiðslu sem þeim er veitt. Enginn þarf að efast um almennt sam- hengi kennslukostnaðar og gæða. Tekjuháir háskólar geta ráðið fleiri og eftirsóttari kennara, kennt stúdentum í minni hópum, búið þeim betri starfsaðstöðu o.s.frv. Í Háskóla Íslands er kennslukostnaður töluvert lægri heldur en sá „fórnarkostnaður“ sem nemendur leggja fram með vinnu sinni. Skólagjald t.d. 100.000 krónur á ári myndi hækka kennslufé um nærri þriðjung í ódýrari námsgreinum, en einungis auka tilkostnað nemenda um rúm 5%. Það væri góð fjárfesting fyrir nemanda að fá þriðjungi betri kennslu fyrir 5% aukningu á heild- arkostnaði við námið. Metnaður Háskóla Íslands og Íslendinga Almennt séð er samhengi milli efnahags háskóla og gæða í kennslu og rannsóknum. Bestu og frægustu háskólar heims eru auð- ugar og tekjuháar stofnanir. Það er mesta furða hvað Háskóla Ís- lands hefur tekist að halda miklum gæðum í rannsóknum og kennslu þrátt fyrir rýr fjárráð. Samningur Háskólans og menntamálaráðu- neytis, sem byggður var á sænsku reiknilíkani, var stórt framfara- skref. Þar var sett það markmið að fjármögnun Háskóla Íslands skyldi verða álíka og lágmarks- fjármögnun sænskra háskóla. Að þessu markmiði er enn stefnt og vantar nokkuð á að það náist. Í líkani menntamálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að laun háskóla- kennara séu nær þriðjungi lægri en þau eru í raun. Auk þess vantar þann stuðning við grunnrann- sóknir háskólakennara sem sænska líkanið gerir ráð fyrir, svo og greiðslur vegna „klínískrar“ kennslu og aðstöðu á háskóla- sjúkrahúsum. Það ætti að vera okkur Íslend- ingum umhugsunarefni að æðstu menntastofnun þjóðarinnar sé sett það markmið að ná lágmarksstaðli sænskra háskóla hvað varðar fjár- mögnun. Er það okkar markmið að Háskóli Íslands stefni að því að verða jafn og miðlungs sænskur háskóli? Stendur miðlungs háskóli undir væntingum íslensks þjóð- félags á nýrri öld? Yfirvöld menntamála og Háskólans þurfa að svara þessari spurningu af hreinskilni og án þess að ímynda sér að á Íslandi sé annað sam- hengi milli verðs og gæða í há- skólastarfi en þekkist í öðrum löndum. Lokaorð Við leggjum því til að: a) Háskóli Íslands ákvarði kennslukostnað í hverri grein á sínum forsendum og með hlið- sjón af reiknilíkani. b) Háskólinn óski eftir framlagi ríkissjóðs til að greiða kennslu- kostnað hvers nemanda að fullu, en fái heimild til skóla- gjalda að öðrum kosti. c) Sérstakra leiða verði leitað vegna fámennra en mikilvægra kennslugreina. d) Háskólinn og mennta- málayfirvöld setji sér metn- aðarfull markmið um fjár- mögnun og gæði Háskólans til framtíðar. Námskostnaður og skóla- gjöld við Háskóla Íslands Einar Stefánsson og Þorsteinn Loftsson skrifa um skólagjöld ’Almennt séð er sam-hengi milli efnahags há- skóla og gæða í kennslu og rannsóknum.‘ Einar Stefánsson Einar er prófessor í læknadeild HÍ og Þorsteinn er prófessor í lyfjafræði- deild Háskóla Íslands. Þorsteinn Loftsson ÞJÓÐIN hefur fylgst með um- ræðu á vettvangi stjórnmálanna um einhverskonar „samkeppnisvæð- ingu“ raforkukerfisins í landinu. 19 manna nefndin svokallaða hefur skilað af sér og á Alþingi er þokkaleg sátt um þann hluta málsins sem í regluverkinu á að felast. Þeir sem ráða ferð hins opinbera í málinu hafa hins vegar ekki haft getu eða vilja til að svo mikið sem ræða þau vandamál sem eru vegna eign- arhalds á grunnneti og raf- orkuverum og sem þarf augljóslega að leysa í raforkugeiranum. Verði ekki á því máli tekið aukast vanda- mál sem eru nú ærin fyrir. Núgildandi eignarhald á Landsvirkjun Ríkissjóður á 50% í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45% og Akureyr- arbær 5%. Hér verður ekki rakið hvernig þetta eignarhald varð til en á það bent að einungis tvö af sveit- arfélögum landsins hafa með þátt- töku sinni í fyrirtækinu fengið tækifæri til að eignast mikil verð- mæti með nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Langstærsti hluti eigna þeirra í Landsvirkjun byggist á þessari nýtingu og reiknuðu endurgjaldi fyrir ábyrgðir á lánum Landsvirkj- unar en vitaskuld eru þær ábyrgðir ekki mikils virði því lánardrottnar lána fyrst og fremst út á traust rík- issjóðs. Það að stofna fyrirtæki með þessum hætti til að nýta verðmæt- ustu og hagkvæmustu orkulindir landsmanna orkar miklu meira en tvímælis; í því felst óþolandi rang- læti gagnvart öðrum þegnum í landinu en þeim sem búa í Reykja- vík og á Akureyri. Það er nauðsyn- legt að losa Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun og gefa íbúum annarra sveitarfé- laga í landinu hlutdeild í arði af nýtingu orkulindanna til samræmis við þessi tvö bæjarfélög. Nú þegar uppstokkun á að fara fram í orkugeiranum hlýtur þessi krafa að vakna. Það styður hana heldur ekki lítið að sam- keppnisumhverfi í raf- orkugeiranum verður ótrúverðugt að ekki sé meira sagt ef Lands- virkjun á að vera áfram undir því eign- arhaldi sem hún er, verandi aðalorkufram- leiðandi og flytjandi orkunnar. Það ásamt eignarhaldi Reykjavík- urborgar á Orkuveit- unni gengur hreinlega alls ekki í hinni nýju skipan. Hverjir ættu að eiga Landsvirkjun? Landsvirkjun hefur nú þegar feng- ið að virkja hagstæðustu orkukosti landsins. Þetta eru auðlindir í sam- eign þjóðarinnar en hún mun búa að því að selja þá orku í framtíð- inni. Eðlilegt væri því að Lands- virkjun yrði að fullu í eigu ríkisins þannig að arður af þeim þjóð- arauðlindum sem Landsvirkjun hefur nú þegar fengið til nýtingar dreifist með eðlilegum hætti á landsmenn. Núverandi eignaskipan getur allavegana ekki gengið til framtíðar. Það verður að leysa Reykjavík og Akureyri út úr fyr- irtækinu. Vandséðir eru aðilar til að fylla þeirra skarð. Þó er það mín skoðun að lífeyrissjóðir lands- manna gætu verið heppilegir eig- endur að Landsvirkjun ásamt rík- inu og að vel mætti hugsa sér að þeir keyptu hlut þann sem Reykja- víkurborg og Akureyrarbær eiga nú. Flutningskerfi raforku Í flutningskerfi raforku, þ.e. há- spennukerfinu eru gífurlega mikil verðmæti fólgin. Með hinni nýju skipan er skilið á milli þess og ann- arra þátta í framleiðslu sölu og dreifingu orku. Eigi að ríkja al- vörusamkeppnisumhverfi í orku- geiranum þarf rekstur þessa hluta kerfisins að vera í höndum aðila sem er hafinn yfir tortryggni. Sér- staða þessa kerfis er að engin sam- keppni getur ríkt í þessari starf- semi. Eðlilegast væri þess vegna að sveitarfélögin í landinu ættu flutn- ingskerfið. Í ákvörðun um eigna- skipan þessa kerfis eru miklir möguleikar fólgnir til að lagfæra þær röngu ákvarðanir sem voru teknar með eignaskipan Lands- virkjunar. Þetta má gera með því að afhenda sveitarfélögunum eign- arhluti í flutningskerfinu. Þann hlut þyrfti að meta með tilliti til þeirrar eignasöfnunar sem Akureyri og Reykjavík hafa orðið aðnjótandi í Landsvirkjun. Stefna þarf að því að ríkið eigi engan hlut í flutnings- kerfinu og að þeir sem reka flutn- ingskerfið hafi ekki nein eigna- tengsl við þá sem framleiða og/eða selja orku. Hálfkák Það er mín skoðun að þá breytingu sem verið er að gera í orkugeir- anum megi nýta til góðs á ýmsan máta en til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa kjark og þor til að fást við þau vandamál sem ég hef hér reifað. Á meðan það er ekki gert lýsir orðið hálfkák best aðgerðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að þau skuli skorta afl til að taka á þeim grundvallarvanda sem fylgir ákvörðun þeirra um að koma á samkeppnisumhverfi í orkugeiranum á Íslandi. Hálfkák Jóhann Ársælsson skrifar um raforkumál ’Eðlilegt væri því aðLandsvirkjun yrði að fullu í eigu ríkisins þannig að arður af þeim þjóðarauðlindum sem Landsvirkjun hefur nú þegar fengið til nýtingar dreifist með eðlilegum hætti á landsmenn.‘ Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ er víst ekki í tísku í dag að vilja leitast við að standa stöðugur í báða fætur. Heldur þykir sjálfsagt að reika um eins og taumlaust rekald og láta bara berast eins og vindar blása hverju sinni. Gömul og góð lífs- speki segir okkur þó að það sé heillavæn- legra að byggja líf sitt á bjargi fremur en á sandi. Við minnstu ágjöf vill nefnilega fjara undan þeim sem byggja líf sitt á sandi og tilvera þeirra hryn- ur sem spilaborg. Það hlýtur því að vera gott að hafa til- boð um það að mega byggja líf sitt á bjargi sem bifast ekki og stendur stöðugt eilíflega. Á bjargi þar sem til eru lóðir fyrir alla sem sækja um og engum verður út- hýst sem þangað leitar. Þetta bjarg tekur á sig mestu öldurnar sem okkur voru ætlaðar og það ver okkur fyrir erfiðasta briminu. Þar er skjól og frið að finna. Skjól og frið sem er djúpur og varanlegur og finnst ekki annars staðar. Þeirri öryggistilfinningu og djúpu vellíðan verður ekki lýst með orðum. Svo þú sogist ekki fram af Þótt laun þeirra sem kjósa að byggja líf sitt á þessu bjargi séu himnesk og ólýsanleg, getur um stundarsakir verið harla næðings- samt uppi á bjarginu og láttu ekki telja þér trú um annað. Því að það er togað í þá sem þangað velja að leita úr öllum áttum með lævísum og freistandi gylliboðum úr sand- kassanum sem oft reynist erfitt að standast. Það er jafnvel hæðst að þeim sem þiggja boðið um að byggja líf sitt á bjarg- inu, þeir jafnvel ofsótt- ir og litnir smáum aug- um. Stundum eru þeir jafnvel alveg komnir að því að falla fram af. En aðdráttarafl bjargsins, kærleikur, styrkur og umhyggja verður alltaf yfirsterk- ari og það er haldið í okkur svo við sogumst ekki fram af. Komumst af og varðveitumst í birtunni af ljósi bjargs- ins skjólgóða. Og þú munt komast af og höndla lífið Við komumst ekki upp á þetta bjarg fyrir eig- in rammleik, skynsemi eða dugnað og getum ekki heldur haldið okk- ur þar vegna eigin styrkleika. Við höldumst þar vegna styrks, kær- leika og náðar hans sem er bjargið. Hans sem heldur okkur þar og leyf- ir að dvelja í skjóli sínu. Biðjum hann að draga okkur upp á bjargið, halda okkur þar fast og varðveita okkur þar. Þiggjum skjól- ið hans og friðinn sem tilveran í sandkassanum hvorki þekkir né getur gefið. Jafnvel þótt við mætum spotti og háði og það kunni að næða um okkur um stundarsakir. Þá er það ekki neitt miðað við þá sælu og dýrð sem okkur mun hlotnast á bjarginu þegar til lengri tíma er lit- ið. Lát engan líta smáum augum á trú þína. Berstu trúarinnar góðu baráttu og þú munt komast af og höndla lífið. Það getur verið næðingssamt á bjarginu Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um trúmál Sigurbjörn Þorkelsson ’Berstu trú-arinnar góðu baráttu og þú munt komast af og höndla lífið.‘ Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.