Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.04.2004, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 31 sjá nánar 7. apríl ÞAÐ er hreint ekki eins auðvelt og ætla skyldi að afla upplýsinga um atriði og atburði er varða sögu lands og þjóðar ef leitað er á skjala- eða minjasöfnum. Þess verður maður nær daglega vísari. Í leit minni að gögnum um Alþing- ishátíðina 1930 og vegna undirbúnings þeirrar miklu þjóðhá- tíðar sneri ég mér til safna og embættis- manna. Fjöldi góðvilj- aðra starfsmanna reyndi að leggja mér lið. Öll vorum við á villigötum í leit okkar, uns einhverjum snilld- armanni kom til hug- ar að fletta upp nafni organleikarans og tónskáldsins Sigfúsar Einarssonar. Hann var ritari og starfs- maður hátíðarnefnd- arinnar. Það reyndist vera töfraorðið og lykillinn að leynd- armálinu um hátíð há- tíðanna. Sigfús opnaði líka augu mín og varpaði ljósi á mikils- vert mál, sem enn er til umræðu 70 árum eftir að hann skrifaði grein í Morgunblaðið að ég held um sam- söng er haldinn var á íþróttavell- inum síðsumars 1930 (Melavell- inum). Þar voru fluttir hátíða- söngvarnir, sem sungnir voru á Alþingishátíðinni. Sigfús harmar lé- lega aðstöðu söngmanna. Segir blikkskýlið sem þeim sé ætlað óhæft og hljómburð ófullnægjandi. Bætir við óskum um hljómleikahús, sem sé aðkallandi nauðsyn. Síðan Sigfús Einarsson ritaði þau orð eru liðin rúmlega 73 ár. Önnur leit mín að heimildum snerist um Elliðaár, laxveiði, raf- magnsveitu, trjárækt og sitthvað fleira, sem tengist ánum. Margar hjálpfúsar hendur voru reiðubúnar til aðstoðar. Allt kom fyrir ekki. Danskur starfsmaður Rafmagns- veitunnar hafði flokkað skjöl, sem tengdust Elliðaánum. Hvar skyldi hann nú hafa raðað þeim? Hvert var lykilorðið? Auðvitað L. (ELL.) Bara L. Það var augljóst í augum Danans. Það var líka annar Dani sem lét í ljós undrun sína á gildr- um íslensks máls. Hann sagði: Skrítið. Í dag heitir maðurinn Eg- ill, á morgun heitir hann Agli. Eng- in furða þó að Valhöll á Þingvöll- um, sjálfum helgistað íslensku þjóðarinnar, auglýsi með litprentun í Morgunblaðinu: „Brunch í Val- höll“. Sem sagt þegar Einherjar rísa upp og ganga til stefnumóts í Valhöll þá bíður Egils og vopna- bræðra hans „Brunch“. Snorri sagði um slíka auglýsendur og aðra af svipuðu sauðahúsi: „Þeim var ekki gefin hin andlega spektin.“ Þegar Bandaríkjaher steig á land í Reykjavík hinn 7. júlí árið 1941 lét Roosevelt Bandaríkjaforseti festa upp stóra auglýsingu með ljósmynd af sjálfum sér og banda- ríska þjóðfánanum. Milli mynd- arinnar og fánans voru prentuð orð hans, loforð er hann gaf íslensku þjóðinni um tafarlausa brottför Bandaríkjahers strax og styrjöld- inni lyki. Tíu árum eftir að bandaríski her- inn kom, árið 1951, kom hingað í heimsókn sovéska tónskáldið Aram Khatsatúrían. Hann stjórnaði Sin- fóníuhljómsveit Íslands, ræddi við blaðamenn, skoðaði listsýningar og lét í ljós aðdáun á ís- lensku þjóðinni. Hann fann einnig að ýmsu. Khatsatúrían hrósaði Páli Ísólfssyni á hvert reipi. Bæði sem manni og tónskáldi. Honum var lítt gefið um fram- úrstefnumenn. Hann dáði Eyjólf málara Ey- fells, en hæddi Valtý Pétursson og hans nóta. Eitt af því sem vakti athygli tónskáldsins, sem samdi Spartakus- balletsvítuna, var risa- stór auglýsingamynd (plakat), sem límd var á húsgafl víða, eða skreytti salarkynni. Það var mynd Banda- ríkjaforseta, Roose- velts, og bandaríski þjóðfáninn. Milli for- setans og fánans var komið fyrir tilvitnun í ávarp forsetans þar sem hann lofaði brottför Bandaríkjahers strax við styrjaldarlok svo „ís- lenska þjóðin geti búið frjáls og óháð í sínu eigin landi“. Þessi boð- skapur blasti enn við vegfarendum 10 árum eftir komu hersins. Hvað er orðið af ávarpi þessu? Er það ekki á einhverju skjala- og minja- safni? Hér ber að sama brunni. Íslend- ingar eru ekki söguþjóð. Þeir eru „kjaftasöguþjóð“. Hvenær hafa sagnfræðingar t.d. látið þess getið að Árni Magnússon, sem Árna- stofnun er kennd við, var kominn af gyðingum? Forfaðir hans var þýskur gyðingur, Erasmus Villad- sen, tengdasonur Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups. Kom til orða að Erasmus yrði sjálfur biskup. Guð- brandur biskup Þorláksson kom í veg fyrir það. Hann vildi ekki út- lendan mann á biskupsstól. Guð- brandur sagði líka um móðurmál vort, íslensku: „Íslenskan er í eðli sínu mál ljóst og fagurt og þurfum vér því eigi brákað mál né bögur þiggja.“ (Úr formála Guðbrands að biblíunni.) Háskólarektor er ekki sama sinnis. Happdrætti Háskóla Íslands fær löngu dauðan nefstóran píanó- leikara og kvikmyndamann, Jimmy Durante, til þess að syngja með sjónvarpsauglýsingu Happdrættis Háskólans á ensku. Rektor Háskól- ans og prófessorar ættu að greiða skeggið upp í tilefni af því að setja ensku ofar á stall en móðurmál og feðratungu. Símsvari Háskólans svarar á ensku þegar spurt er um Hannes Hólmstein og þeir prófessorar sem tala og rita á ensku fá hærri laun en hinir sem mæla og rita á ís- lensku. Íslenskan er í eðli sínu ljóst og fagurt mál Pétur Pétursson fjallar um leit á minjasöfnum Pétur Pétursson ’Íslendingareru ekki sögu- þjóð. Þeir eru kjaftasögu- þjóð.‘ Höfundur er þulur. FJÓRTÁN þingmenn úr öllum flokkum vilja láta vinna að því að tryggja varðveislu og uppbyggingu og kynningu á þeim menningar- sögulegu verðmætum sem eru fólg- in í kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallagarði. Einnig vilja þeir huga að því að fá hann við- urkenndan sem „Evr- ópuminjar“ í ljósi þess hve einstakur hann er í Evrópu. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður þessarar tillögu. Björn Th. Björns- son listfræðingur bendir á í bók sinni Minningarmörk í Hólavallagarði að garðurinn sé „stærsta og elsta minjasafn“ Reykjavíkur, en hann hefur einnig verið skil- greindur sem eitt mesta útiminjasafn landsins. Upprunalegur og einstakur í Evrópu Vart leikur vafi á að Hólavallagarður sé með merkustu kirkju- görðum hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað í Evrópu. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Engin meiri háttar röskun hefur orðið á garðinum frá því að hann var vígð- ur árið 1838 ef frá er talin lagning stígs gegnum garðinn frá Ljós- vallagötu að Suðurgötu. Garðurinn heldur því sínum upphaflega svip frá því að fyrst var grafið og þar til lokið var við síðustu stækkun hans í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Ólíkt því sem sjá má í eldri kirkjugörðum á Norðurlöndum hef- ur elsti hluti garðsins verið látinn algerlega óhreyfður, stígar hafa ekki verið skipulagðir og engir hlutar hans sléttaðir til að koma fyrir bekkjum eða öðru slíku. Heildarsvip garðsins hefur því ekki verið raskað og gönguferð milli minningarmarka í garðinum er því sem ferð í tíma þar sem sjá má þróunina í gerð þeirra, auk þess sem garðurinn er heimild um list- og táknfræði, persónusögu og ættfræði, stefnur í byggingarlist og ýmislegt fleira. Sögulegur grasagarður Hólavallagarður er einnig mjög gróinn og þar er að finna hátt á annað hundrað plantna. Grasa- fræðin er eitt af því sem full ástæða væri til að rannsaka og þá gildi garðsins sem grasagarðs. Trjárækt á Íslandi varð ekki al- menn fyrr en eftir aldamótin 1900. Gróðursetning í garðinum hófst að marki á árunum milli stríða. Í elsta hluta garðsins eru tegundir sem eiga rætur sínar í til- raunum frá þeim tíma. Í öðrum hluta garðs- ins er að finna ein- kennandi gróður frá eftirstríðsárunum. Auk þess er í garðinum ákaflega fjölbreyti- legur blómgróður sem á rætur sínar að rekja til heimilisgarða á síð- ustu öld. Heimildir um list og hand- verk í 170 ár Annað sem gerir Hóla- vallagarð mjög merk- an er að þar er að finna tiltölulega mikið af járnsteyptum minn- ingarmörkum, aðallega krossum, auk fjölda járnsteyptra grind- verka. Hlutfallslega eru mörg slík minn- ingarmörk varðveitt hér á landi en erlendis hafa pottjárnskrossar og -girðingar oft farið forgörðum af ýmsum ástæðum, þar sem víða var öllu járni í kirkjugörðum safnað saman í styrjöldum og það brætt til her- gagnagerðar. Fjölmörg grindverk úr smíða- járni eru einnig í garðinum og eru þau merk heimild um handverk og hönnun gömlu íslensku járnsmið- anna. Garðurinn er því merk sögu- leg heimild um ýmsar iðngreinar, svo sem járnsmíði. Í deiliskipulagi um garðinn segir: „Önnur meg- inrökin fyrir því að lýsa garðinn hverfisverndaðan er að í garðinum hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minning- armörkum á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þau gefa mjög gott yf- irlit um þróun stílbrigða og hand- bragðs sem nær yfir nærri 170 ár tímabil. Einstök minnismerki eru auk þess mikilvæg sem sýnishorn handverks í evrópsku samhengi s.s. járnkrossar og girðingar.“ Á mörgum legsteinum frá því um miðbik síðustu aldar er að finna lágmyndir af þeim sem þar hvíla og eru margar þeirra eftir lista- mennina Einar Jónsson og Ríkarð Jónsson. Eru þessar lágmyndir því merkar heimildir um list þeirra. Vantar verndunarlög um garða Huga þarf að breytingum á lögum sem garðinn varða í ljósi vernd- unar hans, þó svo að hann sé enn í notkun og geti verið áfram í nokk- ur ár eða áratugi, svo sem undir duftker, þannig að hægt verði að friða garðinn og aðra gamla merka garða, t.d. Alþingishússgarðinn. Samkvæmt íslenskum lögum er unnt að friða gömul hús en ekki garða. Á meðan grafið er í kirkju- garð er hann ekki verndaður og má slétta leiði 75 árum eftir að gröf var tekin, eins og lög eru nú. Til var merkur kirkjugarður í miðri höfuðborginni, Víkurgarður, en hann er að mestu glataður. Því er mikilvægt að grípa til lagasetn- ingar og aðgerða á meðan Hóla- vallagarður er enn í svo upp- runalegu horfi. Aðdráttarafl fyrir ferðamenn Huga verður að nýtingu garðsins sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, eins og gert er víða erlendis þar sem gaml- ir og sögulegir kirkjugarðar draga til sín þúsundir ferðamanna árlega. Það eru mörg dæmi um kynn- isferðir undir mismunandi for- merkjum og ljóst að áhuga skortir ekki hjá Íslendingum eins og sýndi sig þegar Þjóðminjasafnið bauð upp á kynnisferðir um garðinn. Fornleifavernd ríkisins hefur einn- ig veitt hópum leiðsögn um garð- inn, t.d. yfirmönnum erlendra kirkjugarða. Vel væri við hæfi að samþykkja tillögu mína og fleiri þingmanna nú á 100 ára afmæli heimastjórnar í ljósi þess sögulega mikilvægis sem garðurinn gegnir, en þar hvíla ýmsir af helstu baráttumönnum og sjálfstæðishetjum Íslendinga, svo sem Jón Sigurðsson forseti og Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, auk ýmissa annarra framá- manna þjóðarinnar. Varðveitum Hólavallagarð Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um þjóðarverðmæti ’Vart leikurvafi á að Hóla- vallagarður sé með merkustu kirkjugörðum hérlendis og jafnvel þótt víð- ar væri leitað í Evrópu.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Laugavegi 32 sími 561 0075 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Kryddhlífðar- pottar í eldhúsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.