Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í gamla daga var allt betra, eins og allir vita. Þá voru sannir hermenn riddaralegir, tillitssamir og göfugir. Þeir kysstu hönd hinnar fögru í veislum, ekki með látum og frussi heldur of- urlétt. Síðan sveifluðu þeir sér á bak hvítum hestinum, þágu hvítan silkiborða af tárvotri frúnni til minningar. Hún féll í yfirlið, það sæmir ávallt kurteisri konu. Svona var þetta í skáld- skapnum og nú vitum við að veruleikinn var yfirleitt öðruvísi, jafnvel allt annar. Hermenn og karlar yfirleitt voru sumir hverjir kurt- eisir en þeir héldu fast í völdin og kon- ur kynntust annarri hlið á körlum ef þær voru með upp- steyt. En samt var í þessum frásögn- um ákveðinn sannleikskjarni. Í Vestur-Evrópu skaut um síðir rótum sú hugsun hjá yfirstéttinni að það væri ljótt að ráðast á minni máttar og þar sem konur eru að jafnaði minni að líkams- burðum en karlar væri ófyrirgef- anlegt að limlesta konur og drepa. Sama var að segja um börn, þau áttu að vísu að hlýða og stundum mátti rassskella þau en ekki ganga lengra. Helst ekki. Auðugir Bretar hófu að stunda íþróttir og krafan um sanngirni og skynsamlegan aga var þar höfð í hávegum, „fair play“ eða réttlátar leikreglur til að menn héldu aftur af ofurkappinu. Hnefaleikar eru gott dæmi um hefðir sanngirni og aga, þar máttu menn ekki vera tveir gegn einum og að sjálfsögðu hvorki bíta né sparka. Hefðirnar breiddust út, urðu með tímanum almenningseign. Fram á 19. öldina óttaðist evr- ópskur almenningur fátt meira en hermenn, allir vissu að þeir voru skítugir ruddar sem ekki hikuðu við að stela, drepa og nauðga hvar sem þeir birtust. En í breska hernum varð þróun sem byggðist á miklum aga en einnig góðum siðum sem vestrænt nú- tímafólk á erfitt með tengja við orðið hermennsku. Smám saman varð þetta viðhorf ríkjandi í herj- um flestra Evrópuríkja, hermenn skyldu vera riddaralegir. Við heyrum nú stöðugt frá- sagnir af „hermennsku“ sem ekki á neitt skylt við hefðbundin stríð. Er eðlilegt að við gerum ekki lengur greinarmun á því annars vegar að hermenn berjist við her- menn og hinu, að vopnaðir menn drepi af ásettu ráði óbreytta borgara og kalli það stríð? Hafa menn alltaf lagt þetta að jöfnu? Breski sagnfræðingurinn John Keegan hefur ritað mikið um hernað og orsakir stríðs. Hann flutti fyrir nokkrum árum fyr- irlestra í BBC og voru þeir gefnir út í bókinni War and our World. Hann lýsir meðal annars þeirri breytingu sem orðið hafi á 20. öldinni í ýmsum löndum á við- horfum til siðareglna í hernaði og hegðun gagnvart óbreyttum borgurum á átakasvæðum. 1904– 1905 háðu Rússar og Japanir styrjöld í Austur-Asíu, hinir síð- arnefndu sigruðu. Fjöldi erlendra fréttamanna og annarra fulltrúa fylgdist með atburðunum og voru menn sammála um að framkoma japönsku hermannanna í garð rússneskra fanga og óbreyttra borgara í Mansjúríu, sem var að hluta orrustuvöllur, hafi verið til algerrar fyrirmyndar. En á fjórða áratugnum tóku völdin í Japan æstir þjóðernissinnar í hernum sem boðuðu yfirburði japanska kynstofnsins. Keegan segir þá hafa markvisst beitt lágt setta hermenn miklu harðræði til að gera þá reiða, ofsareiða. Þeir áttu að verða tilfinninga- lausar og grimmar bardagavélar án mannlegra tilfinninga og áttu að læra að hunsa allar hefðir riddaramennskunnar, drepa vopnlausa útlendinga eins og flugur til að hræða óvininn. Það gerðu þeir svikalaust í seinni heimsstyjöld. Fantaskapur þeirra gagnvart vestrænum föngum og ekki síst kínverskum almenningi sló öllu við. Ekki einu sinni herir Hitlers og Stalíns gátu keppt við þá á þessu sviði. Þessir Japanir voru samt synir og sonarsynir þeirra sem börðust 1905 en búið að breyta forritinu, svo að notað sé nútímamál. Tvær heimsstyrjaldir voru háðar, í þeirri fyrri féllu nær 10 milljónir manna, í hinni síðari yfir 50 milljónir. Flestir sem féllu í fyrra stríðinu voru hermenn en meirihluti fallinna í seinna stríð- inu var óbreyttir borgarar. Þjóð- verjar voru 1914 sakaðir um að hafa misþyrmt nokkrum óbreytt- um borgurum í Belgíu og gerðu Bretar mikið úr þeim frásögnum í áróðri sínum. Menn sögðu blett hafa fallið á heiður þýska hersins. En áðurnefndur Keegan segir að varla sé vitað um önnur dæmi slíkrar framkomu herliðs gagn- vart vopnlausum borgurum öll stríðsárin fjögur 1914–1918. Og stríðsfangar fengu þokkalegt at- læti, voru ekki sveltir og þrælk- aðir eins og tíðkaðist í stórum stíl í austanverðri Evrópu 1941–1945. Leiðsögn óbreyttu her- mannanna og liðsforingjanna í fyrri heimsstyrjöld var ridd- aralega framkoman sem við höld- um stundum að hafi verið eintóm- ur tilbúningur. En hermennirnir, breskir, franskir, þýskir, af hvaða þjóðerni sem var, trúðu því að þannig ættu menn að haga sér. Þeim tókst það oftast, þrátt fyrir hrylling stríðsins. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þröngsýni Viktoríutímans í Evr- ópu, þar sem siðprúðar konur fölnuðu ef þær sáu bert hold á karlmanni neðan við háls, var eins og hún var og oft fyndin. En á sama tíma var hermönnum inn- rætt að ekki væri allt leyfilegt í stríði. Aðeins mætti berjast gegn þeim sem gætu varið sig. Her- menn voru manneskjur en ekki skepnur og bar að taka mið af því. Kannski ættum við að hlæja minna að gamla tímanum og dást að sumu sem þá var gert. Nema við séum hrædd um að verða skömmuð fyrir afturhaldssemi … Handkoss- ar og stríð Þeir áttu að verða tilfinningalausar og grimmar bardagavélar án mannlegra tilfinninga og áttu að læra að hunsa all- ar hefðir riddaramennskunnar, drepa vopnlausa útlendinga eins og flugur til að hræða óvininn. VIÐHORF Kristján Jónsson kjón@mbl.is ✝ Karl Rósinbergs-son fæddist í Reykjavík 16. apríl 1952. Hann lést á heimili sínu hinn 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósinberg Gíslason, f. 28. apríl 1923, og María Bender, f. 27. júlí 1930. Systkini Karls voru Leifur, f. 4. maí 1953, maki Ár- elía Þórdís Andrés- dóttir, Kristín, f. 21. apríl 1955, Guðrún, f. 10. desember 1959, maki Paul Hólm, og Hrefna, f. 25. apríl 1964, sambýlismaður Guð- jón Sturluson. Karl kvæntist 23. september 1972 Steinunni Steinþórsdóttur, f. 13. júlí 1952. Foreldrar hennar eru Steinþór Carl Ólafsson, f. 18. nóvember 1923, d. 18. september 1985, og Guðrún Halldórsdóttir, f. 21. október 1928. Systkini Steinunnar eru Kristjana, f. 1 febrúar 1956, maki Indriði Ívars- son, Halldór Carl, f. 17 maí 1959, d. 27. október 1985, Ólöf Björg, f. 23. ágúst 1962, maki Lee H. Madden, og Theodór Carl, f. 6. maí 1970, maki Guð- björg Kristjánsdótt- ir. Karl og Steinunn eignuðust fjögur börn; Maríu Rós, f. 11 janúar 1973, sam- býlismaður hennar er Hreinn Mikael Hreinsson, börn hennar eru Karl Ar- on Bender, f. 2 júlí 1992, og Ástrós Anna, f. 22. júlí 1998; Steinþór Carl, f. 19. janúar 1976, sambýlis- kona hans er Bergljót Kvaran; Gunnar Dór, f. 3. janúar 1980, unnusta hans er Elfa Björk Kjart- ansdóttir; Karen Peta, f. 10. mars 1982. Karl var sjómaður og vann lengst af hjá Skagstrendingi hf á Skagaströnd. Karl verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var yndislegt – allt frá fyrstu stundu. Þannig láta örlögin. Svo ljúft var sérhvert bros frá þér. Það varst þú, það var ég – við saman. Svo dýrðlegt og dásamlegt er hvert íslenskt sumarkvöld. Ég vildi – að þú værir hér rétt við hlið mér. (G.Þ. og Þ.E.) Steinunn stelpan þín. Litríkir dagar hafa liðið hjá, og kvatt tilveru sína, eins og flest annað, sem kemur og fer. Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja þig, við áttum ekki von á því svona snemma. Þú varst búinn að sigra veikindin og sýndir okkur þvílíkan viljastyrk og kraft. Þú ert sanna hetjan okkar. Bless pabbi, María Rós, Steinþór Carl, Gunnar Dór og Karen Peta. Kalli sonur okkar og bróðir er dá- inn. Takk fyrir samveruna, við eigum eftir að sakna þín sárt. Minning þín er björt og umlukt þeirri hlýju og væntumþykju sem þú hefur alltaf sýnt okkur. Hvíl í friði. Mamma, pabbi og systkini. Fyrsta heimsóknin mín sem tengdadóttir til þeirra hjóna, Stein- unnar og Kalla, var þegar ég ætlaði að vera hjá þeim yfir jól. Var ég nú mjög kvíðin því hvernig þeim líkaði við mig og hvernig þeim fyndist að hafa ókunnuga stelpu heima hjá sér yfir jólin. Þessi kvíði var fljótur að hverfa þegar þau tóku bæði á móti mér með opinn faðminn og ekki síst hann Kalli. Þessi jól voru þau bestu og afslöppuðustu sem ég hef á æv- inni upplifað. Stress var ekki til hjá honum. Svona hélt þetta áfram og hugsaði ég oft hve heppin ég væri að eiga svona yndislegan tengdaföður. Þegar hann síðan veiktist fannst mér myndast mjög sterk tengsl á milli okkar. Ég kom til hans á spítalann og án nokkurra orða tók hann í hönd- ina á mér og fannst mér hann vera endanlega að bjóða mig velkomna inn í faðm fjölskyldunnar með þessu handabandi. Hann var nú ekki mikið fyrir það að tjá tilfinningar sínar enda sagði þetta meira en þúsund orð. Kalli reyndist mér rosalega góður tengdafaðir og hugsaði ég ekki minna til hans en hann væri minn eigin faðir. Það voru gleðifréttir aft- ur og aftur þegar honum batnaði svo fljótt og vel og vorum við öll farin að hlakka til þess að deila með honum þessu nýja lífi sem honum hafði verið gefið. Framtíðin var björt og skemmtileg. Enginn skilur hvers vegna hann var rifinn frá okkur með þessum hætti en verðum við þó að trúa því að það hafi verið til einhvers. Huggun er í því að vita að nú getur hann verið hjá okkur öllum í einu og getum við hugsað til hans og beðið um styrk hans þegar okkur líður illa. Nú eigum við öll einn sameiginlegan verndarengil. Minningarnar um hann munu auðvelda okkur að kom- ast í gegnum sársaukann og mun ég varðveita þær eins og fjársjóð í hjarta mínu. Ég þakka fyrir að hafa kynnst eins yndislegum manni og þú varst, Kalli minn. Þú munt ávallt eiga þinn eigin stað í hjarta mínu og mun ég sjá til þess að þú lifir áfram í minningu okkar allra og komandi kynslóða. Ég þakka þér samveruna og kveð með söknuði. Í daga og nætur skiptist skákborð eitt. Af skapanornum er þar manntafl þreytt. Þær færa oss til og fella oss, gera oss mát. Og frú og kóngi er loks í stokkinn þeytt. Í slyngum höndum hrekst vor peðasveit Til hægri og vinstri, í blindni, af reit á reit. En sá, er fleygði þér á þetta borð. Hann þekkir taflið allt – Hann veit, HANN veit. (Omar Khayyám.) Bergljót Kvaran. Elsku tengdapabbi, að segja bless við hetju eins og þig er erfitt því þú kenndir mér svo margt um lífið sjálft með jákvæðni þinni, endalausri bjartsýni og ótrúlegum styrk. Ró- semi þín og umhyggja, sem þú sýnd- ir vinum þínum og fjölskyldu, var einstök. Margar góðar minningar koma í hugann þegar hugsað er til baka og mikið er til af skemmtileg- um sögum sem kalla fram bros við tilhugsunina. Þessar minningar eiga eftir að lifa með okkur um ókomna framtíð. Elsku Steinunn, María, Steinþór, Gunni og Karen, hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Elfa Björk. Elsku Kalli. Það var erfiður morg- unn þegar Kiddý hringdi til að bera þær fréttir að Kalli væri farinn frá okkur. Það var svo ótrúlegt að ég spurði: Kalli hver? Fyrstu minningarnar sem ég á um þig, Kalli, er sem kærastinn hennar Steinunnar með úfið hár og flotta bíla. En það eru margar yndislegar minningar sem koma upp í huga okk- ar á þessari stundu og okkur Lee langar að kveðja þig, elsku mágur og vinur. Við erum svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér Kalli og öll ferðalögin sem við fórum í. Okkur langar sérstaklega að þakka þér fyrir frábæra brúðkaupsferð sem við fórum í síðastliðið sumar með þig í fararbroddi. Þetta var ógleymanleg ferð um hálendi Ís- lands sem við verðum ævinlega þakklát fyrir. Manstu, Kalli, þegar við vorum á fyrsta náttstað, í Land- mannalaugum. Það var ausandi rign- ing og rok. Við Lee og samferðafólk okkar, Steve, Jodi, Tony og Jane, vorum að berjast við að koma tjald- inu upp meðan þú og Steinunn sátuð í þægindum í eðalvagninum ykkar og fylgdust vel með framkvæmdum okkar. En, Kalli, þú sást alltaf um að það væri heitt kaffi á könnunni, nær- ingarríkur morgunverður og mikil gleði. Á þeim stundum þá skipti veðrið ekki máli, það er fjölskyldan og vinir sem gerir lífið ríkt og minn- ingarnar lifandi. Kalli, þú varst svo mikill ævintýrakall, til í að prófa eitt- hvað nýtt og fara á nýjar óþekktar slóðir og við Lee fengum að koma með þegar við vorum í heimsókn. Elsku Steinunn systir, við Lee sendum þér styrk á þessum erfiðu stundu og biðjum Guð að vaka yfir þér. Elsku María Rós, Steinþór, Gunni Dór, og Karen Peta, minning- in um Kalla er það sem veitir ykkur styrk og verður með ykkur til eilífð- ar. Elsku María og Rósinberg, megi Guð vera með ykkur og styrkja á þessari erfiðu stundu. Ólöf Björg. Að morgni mánudagsins 29. mars frétti ég að Kalli mágur minn væri dáinn. Það er svo einkennilegt að hugsa sér þetta því við vorum að tala saman aðeins nokkrum klukkutím- um áður. Mig langar til að kveðja minn góða vin sem er farinn. Allar þær minn- ingar sem ég á um Kalla eru svo skýrar eins og ferðalagið okkar um Austfirði, Þórsmörk, allar þær stundir sem við unnum hjá mömmu og allar þær góðu stundir er við átt- um við saman á Skagaströnd eftir að Kalli og Steinunn systir fluttu þang- að. Ekki má ég gleyma öllum þeim bílum sem ég hef átt og Kalli hefur verið kallaður til hjálpar, það eru óteljandi viðgerðir sem Kalli sá um. Allar þessar minningar munu lifa með mér um alla tíð. Elsku Steinunn, María, Steinþór, Gunni og Karen, megi góður Guð vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tím- um. Ég veit að pabbi og Halldór bróðir taka vel á móti honum. Theodór. Ég ætla með örfáum orðum að minnast svila míns Karls Rósin- bergssonar eða Kalla eins og hann var alltaf kallaður. Kalli var einstak- ur maður, ljúfur og greiðvikinn, hann var einnig lánsamur maður, hann var vel kvæntur henni Stein- unni sinni og áttu þau yndisleg börn og barnabörn sem hændust mjög að föður sínum og afa. Steinunn og Kalli voru óskaplega samrýnd hjón og voru mikið fyrir að gera eitthvað saman, þau þeyttust um landið á húsbílnum sínum sem þau gerðu upp fyrir nokkrum árum og þótti ekki mikið mál að skreppa í bæinn til að heimsækja fjölskyldu og vini. Það var einmitt í slíkri ferð sem ég hitti Kalla síðast en það var daginn áður en hann lést. Elsku Kalli, ég þakka þér fyrir allt. Hvíl í guðs friði. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Elsku Steinunn, börn og aðrir ætt- ingjar, ég bið guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Minning um góð- an mann lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guðbjörg. Besti afi í heimi, sem kenndir mér svo margt. Ég ólst svo mikið upp hjá ykkur ömmu á Skagaströndinni og var oft hjá ykkur eftir að við mamma fluttum. Það var svo gaman síðasta sumar þegar ég fór með ykkur ömmu upp í bústað, við fórum að KARL RÓSINBERGSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.