Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 37
veiða á kvöldin, þú kenndir mér að
blóðga og flaka fiskinn, svo elduðum
við hann í miðnætursnarl.
Ég á svo margar minningar, ég
hugsa svo mikið, en ég á engin orð,
en, afi minn, ég ætla að geyma þig í
hjarta mínu.
Karl Aron.
Elsku afi minn, mamma sagði mér
að þú værir dáinn, farinn til engl-
anna, að nú væru englarnir að passa
þig. Ég skil ekki, ég er svo lítil, þú
varst hjá okkur á sunnudaginn, við
fórum á húsbílnum að sækja pizzu.
Afhverju? Hvernig? Hvenær?
Hvar? Ég skil ekki, afi.
En elsku afi minn, þú ert hjá engl-
unum og passar okkur öll.
Mikið vildi ég af þér læra,
að aldrei megi nokkurn særa,
því þú ert algjört gæðaskinn,
elsku besti afi minn.
(Höf. ók.)
Bless afi.
Ástrós Anna.
Þegar Steinunn frænka mín
hringdi í mig og sagði mér að Kalli
maðurinn hennar hefði orðið bráð-
kvaddur fyrr um morguninn trúði ég
ekki mínum eigin eyrum. Var nú
ekki búið að leggja nóg á hana systur
mína og hennar fjölskyldu, þetta var
þriðja ótímabæra dauðsfallið í fjöl-
skyldunni hennar. Daginn áður hafði
öll stórfjölskyldan verið saman kom-
in í fermingarveislu og þar voru
Steinunn og Kalli. Það voru allir að
tala um hvað Kalli liti vel út en fyrir
einu og hálfu ári hafði hann greinst
með krabbamein og var í heilt ár í
framhaldi af því í erfiðri krabba-
meinsmeðferð. En nú var bjart
framundan og hann virtist kominn
yfir þetta og sögðu læknar að þetta
væri hreint kraftaverk og gáfu hon-
um góðar vonir. Þau höfðu staðið í
þessu saman hjónin, eins og í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur, og
studdi Steinunn mann sinn með ráð-
um og dáð í þessum erfiðu veikind-
um. En svo gerist þetta og á maður
bágt með að skilja tilganginn. En
eins og einhvers staðar stendur eru
vegir Guðs órannsakanlegir.
Ég kynntist Kalla fyrst fyrir rúm-
um þrjátíu árum þegar hann og syst-
urdóttir mín hún Steinunn felldu
hugi saman. Það sáu það allir í fjöl-
skyldunni að þarna var einstakur
drengur á ferð og átti hann hug okk-
ar allra við fyrstu kynni. Mér finnst
alltaf að ég eigi nú eitthvað í henni
frænku minni og hef frekar litið á
hana sem systur mína en frænku.
Hún var fyrsta barnabarn foreldra
minna og aldursmunur á okkur ekki
svo mikill. Ég hafði passað hana þeg-
ar hún var lítil þannig að mér var
ekki alveg sama hvaða lífsförunaut
hún veldi sér. En Steinunn mín hafði
valið rétt því annar eins öðlingur
held ég að hafi verið vandfundinn.
Við urðum strax ágætis vinir og náð-
um ágætlega saman. Kalli var þá sjó-
maður sem hann hefur reyndar verið
nánast allan sinn starfsaldur og ég
sem fyrrverandi sjómaður hafði því
margt við hann að spjalla. Kalli og
Steinunn stofnuðu sitt fyrsta heimili
hér í Reykjavík en eftir nokkur ár
fluttu þau til Skagastrandar á æsku-
slóðir Steinunnar þar sem Kalli hafði
ráðið sig á togara. Þar reistu þau sér
fallegt heimili og hafa búið þar allar
götur síðan. Hefur alltaf verið jafn
gott að heimsækja þau og marga
nóttina hef ég gist hjá þeim á ferðum
mínum um landið. Á Skagaströnd
eignuðust þau hjónin góða vini og
veit ég að bæði skipsfélagar Kalla og
aðrir Skagstrendingar harma fráfall
hans því alls staðar var hann vel lið-
inn.
Kalli var einn af þeim mönnum
sem gat gert allt og þegar hann var í
landi gerði hann ótrúlegustu hluti.
Hann var smiður bæði á tré og járn,
hann var ágætis málari og það sem
merkilegast var, hann smíðaði heilu
bílana nánast frá grunni og innrétt-
aði þá. Það voru margar stundirnar
sem hann átti í bílskúrnum þegar
hann var í fríi.
Kalli og Steinunn voru alla tíð ein-
staklega samrýnd hjón. Kalli hafði
innréttað húsbíl fyrir nokkrum árum
og voru þau búin að ferðast á honum
um nánast alla fjallvegi landsins.
Þetta var þeirra líf og yndi og veit ég
að fyrirhuguð voru ferðalög í sumar.
Kalli var elskaður af börnunum sín-
um og var þeim góður faðir og fyr-
irmynd. Systur minni var hann ein-
staklega góður tengdasonur og var
hann henni mikil stoð á erfiðum tím-
um í lífi hennar og veit ég að hún
elskaði hann eins og væri hann henn-
ar eigin sonur.
Ég veit að Kalli er í góðum hönd-
um núna því þeir hafa tekið vel á
móti honum tengdafaðir hans og
mágur. Á kveðjustund þakka ég fyr-
ir að hafa kynnst þessum ljúfa dreng
og ef til væru fleiri slíkir væri heim-
urinn betri en hann er í dag.
Elsku Steinunn mín, ég, Día og
dætur okkar sendum þér, börnunum
þínum og öðrum aðstandendum inni-
legustu samúðarkveðjur okkar og
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í
þeirri miklu sorg sem þið hafið orðið
fyrir.
Sverrir Halldórsson.
Þvílík harmafregn þegar Kiddý
hringdi í mig á mánudagsmorguninn
og sagði mér að Kalli væri dáinn.
Nei, það gat ekki átt sér stað, við
vorum saman í veislu daginn áður.
Hann sem stóð uppi sem sigurvegari
eftir öll veikindin sem höfðu hrjáð
hann. En engu að síður blasti sú
staðreynd við að hann var frá okkur
tekinn. Það er erfitt að sjá á bak svo
traustum og einlægum vini sem svo
skyndilega hverfur sjónum okkar.
Það getur hver og einn láð mér það
þó að ég eitt andartak efist um tilvist
almættisins þegar áleitnar spurning-
ar leita á hugann. Hvers vegna er
ástvinur frá okkur tekinn í blóma
lífsins meðan gamalt og örkumla fólk
bíður árum saman þess eins að fá að
deyja? Það fer eflaust betur á því að
okkur er ekki ætlað að skilja tilgang-
inn, en við verðum að trúa því að
handan grafar sé honum ætlað æðra
og meira hlutskipti, sem ég er sann-
færður um að hann rækir af sömu
samviskusemi og dugnaði og ein-
kenndu hann meðan hann var meðal
okkar.
Með örfáum orðum viljum við
kveðja Kalla og þakka honum fyrir
allar þær ánægjulegu samveru-
stundir sem við áttum með honum.
Þegar litið er til baka er margs að
minnast, ekki síst þau ferðalög sem
við fórum saman í bæði um hálendi
og láglendi landsins, þar sem Kalli
þekkti hverja þúfu og hvert fjall og
hvern þann vegarslóða og troðning
sem færir voru og ófærir. Svo mikið
er víst að fyrir hans tilstilli höfum við
ferðast meira um hálendi landsins og
upplifað meira af fegurð þess. Kalli
naut þess að ferðast og hafði næmt
auga fyrir náttúrufegurð og miðlaði
okkur af þekkingu sinni og reynslu.
Þessi ferðalög voru að öllu ómetan-
leg og minningarnar yndislegar.
Mörgum stundum eyddum við sam-
an í sumarbústaðnum okkar á Þing-
völlum, sem við vorum að endur-
byggja. Þær stundir voru
ánægjulegar, ekki síst fyrir það að
sjá árangur þeirrar vinnu sem við
höfðum lagt þar af mörkum. Þar vor-
um við saman stuttu fyrir andlátið að
viða að okkur efni til frekari fram-
kvæmda og spá og spekúlera um
framtíðina. En á örskotsstundu
breytist allt og ekkert virðist hafa
nokkurn tilgang lengur, sorgin hel-
tekur mann og hvergi ljósglætu að
sjá í tilverunni. Það er þá sem minn-
ingarnar um góðan dreng og mikinn
vin hjálpar okkur til að takast á við
þá sorg og þá þjáningu sem óhjá-
kvæmlega umlykur okkur. Þær
minningar verða aldrei frá okkur
teknar. Kærleikur, umhyggja og
drenglyndi munu einkum prýða
minningu hans. Við minnumst hans
með þakklæti, vinsemd og virðingu.
Megi algóður guð blessa og varð-
veita fjölskyldu hans, veita henni
styrk og halda sinni verndarhendi
yfir henni um alla framtíð.
Guð geymi góðan dreng.
Indriði og Kristjana.
Við hjónin ákváðum að skrifa
kveðju til Kalla vinar okkar. Ekki
grunaði okkur þegar Jonni fór út á
sjó núna síðast að hann sæi ekki
Kalla vin sinn aftur. Kalli ætlaði að
fara á sjóinn núna í júní, ekki seinna
en í haust.
Hann og Steinunn hafa verið vina-
fólk okkar í hartnær 25 ár eða frá því
að við fórum að búa hér á Skaga-
strönd. Það er svo margs að minnast
frá liðnum árum og eigum við bara
góðar minningar tengdar þeim hjón-
um. Við minnumst hér bara á örfá at-
riði sem koma upp í hugann núna
þegar hugurinn reikar til liðins tíma.
Og viljum við minnast hans í fáum
orðum.
Hann Kalli var rólegur að eðlisfari
og héldu allir að Steinunn réði öllu á
þeirra heimili en maður komst fljótt
að því að hún réð bara því sem hann
vildi að hún réði og ekki orð um það
meir. Jonni og hann voru saman til
sjós nær allan þennan tíma svo að
það var margt brallað á þessum ár-
um í innanlandsferðum jafnt sem ut-
anlandsferðum og áttum við margar
góðar stundir saman. Og er ferðin nú
í haust til Prag minnisstæð, og svo
ferðirnar hér heima um landið okkar
með þau Kalla og Steinunni sem far-
arstjóra. Var það alveg yndislegt.
Það var svo gaman að ferðast með
þeim, þau nutu þess svo að vera úti í
náttúrunni. Og voru nú ekkert að
flýta sér á milli staða heldur nutu
þau náttúrunnar, eins og þegar við
fórum í Kverkfjöll og Öskju og Kalli
synti yfir Víti með Kristjáni syni
okkar. Það var ekki hægt að sjá að
þar færi maður sem búinn væri að
glíma við krabbamein á háu stigi.
Hann og Kristján voru altaf fremstir
þegar var farið í göngutúra. Ég gæti
haldið svona áfram endalaust en læt
hér staðar numið. Við geymum
minningu um góðan vin og félaga í
hjarta okkar og biðjum algóðan Guð
að styrkja Steinunni okkar, Maríu
Rós, Steinþór, Gunnar og Karen
Petu og litlu barnabörnin hans,
tengdabörn og alla ástvini aðra. Vilj-
um við kveðja með þessu versi Hall-
gríms Péturssonar:
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Kveðja.
Guðjón, Guðrún og fjölskylda.
Að morgni þess 29. mars barst
okkur sú harmafrétt að Kalli hefði
látist þá um morguninn, langt um
aldur fram. Maður svo sem veit að
enginn fær umflúið dauðann en
sjaldnast er maður sáttur þegar
hann ber að garði svona nærri
manni. Einmitt nú, þegar sjúkdóm-
urinn sem var að hrjá Kalla virtist
vera á undanhaldi. Okkur hafði
hnykkt við þegar hann hafði komið
veikur heim af sjónum í hittifyrra
fyrir jólin og hafði síðan greinst með
illvígan sjúkdóm. Þegar við heim-
sóttum hann þá á sjúkrahúsið sagði
Kalli sínum hæga rómi: „Við hristum
þetta af okkur,“ og glotti út í annað.
Það var árið 1977 sem Kalli og
Steina fluttu norður til Skagastrand-
ar og fljótlega upp úr því myndaðist
vinskapur milli okkar sem aldrei bar
skugga á. Fundum við strax að
þarna fór traustur maður. Kalli fór
fljótlega á sjóinn og var með okkur á
sjónum í fjöldamörg ár. Var hann af-
burðasjómaður og gat gengið í nán-
ast öll verk um borð í skipi. Fór einu
sinni sem vélstjóri einn túr með okk-
ur. Gekk Kalli að verki fumlaust og
yfirvegað og það sem hann hafði gert
þurfti ekki að vinna aftur.
Kalli var einstaklega dagfarsprúð-
ur maður og bar ekki tilfinningar
sínar á torg. Einhvern veginn var
það þannig að manni leið alltaf vel í
návist hans. Aldrei heyrðist að Kalli
hallmælti nokkrum manni og var
einstaklega bóngóður. Það sem hann
hafði lofað var staðið við.
Kalli og Steina voru mjög samhent
hjón en þó svo ólík. Steina sem getur
stundum verið nokkuð hávær og
sagt hlutina umbúðalaust og svo aft-
ur Kalli, þessi rólegheitamaður. Þau
bættu hvort annað upp. Þannig var
með þau hjón, ef minnst var á annað
hvort þeirra þá var ósjálfrátt minnst
á hitt líka. Kalli og Steina höfðu ákaf-
lega gaman af að ferðast og voru fáir
staðir á Íslandi sem þau höfðu ekki
komið á. Síðustu tvö sumur höfðum
við ferðast með þeim um Norðaust-
ur- og Austurland og hálendið. Var
þá gott að njóta þeirra traustu og
góðu leiðsagnar. Okkur er minnis-
stætt þegar við fórum að skoða
Hafrahvammagljúfur og sum okkar
voguðu að skríða fram á brúnina og
kíkja niður. Kemur þá Kalli og nán-
ast vegur salt á tánum á brúninni og
starir niður og segir svo: „Fjandi er
þetta djúpt.“
Ótal atvik koma upp í hugann sem
gerðust í þessum ferðum, eins og
þegar Kalli synti yfir Víti. Þegar við
sáum brýrnar síga á honum út af ein-
hverjum Svisslendingi sem spraut-
aði vatni inn í bílinn hjá honum á
bílastæði við Mývatn. Það var svo
sem enginn æsingur í Kalla en
manngreyið fékk að heyra kjarnyrta
íslensku. Var þetta í fyrsta og eina
skiptið sem við sáum að hann hvessti
sig virkilega á öllum þessum árum
sem við þekktum hann.
Gaman var að heimsækja Kalla í
bílskúrinn, en þar dvaldi hann
löngum stundum. Var hann ágæt-
lega laghentur og sjaldan óx honum í
augum verk ef eitthvað kom upp á
sem þurfti að laga eða breyta í sam-
bandi við bílaviðgerðir. Var gaman
að fylgjast með Kalla ef minnst var á
bíla og ekki sakaði ef þeir voru átta
gata tryllitæki, þá var eins og kvikn-
aði einhver innri glóð í augunum á
honum og hann lifnaði allur við. Bílar
voru alltaf mikið áhugamál hjá hon-
um. Að hafa átt Kalla að vini öll þessi
ár eru forréttindi og minning um
góðan dreng sem mun ekki gleymast
í hugum okkar.
Elsku Steina og fjölskylda, missir
ykkar er mikill og biðjum við góðan
Guð að styrkja ykkur. Eftir lifir
minning um frábæran eiginmann,
föður og afa.
Við efumst ekki eitt andartak um
að þegar að okkar kalli kemur þá
mun Kalli taka á móti okkur, bros-
andi sínu gamalkunna brosi, og segja
hægum rómi:
„Eigum við ekki að leggja í hann?
Ég veit um fullt af nýjum og flottum
stöðum til að skoða.“
Guð blessi minningu Kalla Rós.
Finnur og Guðbjörg.
Vinur okkar um langa tíð og ljúf-
mennið hann Kalli er nú horfinn yfir
móðuna miklu. Góðar minningar um
ágætan dreng munu þó lifa áfram í
hugum okkar sem eftir sitjum. Með
kvæðinu Nótt eftir Þorstein Valdi-
marsson sendum við Kalla okkar
hinstu kveðjur og þökkum liðnar
stundir.
Velkomin, nótt,
sem handan um vötn og heiðar
hýming dregur á tinda,
svefn yfir brár,
og þaggar dagsins þys –
unz alkyrr
eyrum nær
ómur af straumaniði,
hljóður blær
vakinn í strám og viði –
og vegfara þreyttum
færir draumanna feginsgjöf,
bros eilífrar ástar
í augum þínum,
skuggsjá hins djúpa geims –
og hann krýpur og kyssir
klukkublómin smáu,
er slóði þinn snart
og skína í grasi
drifin stjörnudögg.
Dóra og Filip.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR BJÖRNSSON
húsgagnabólstrari,
Ölduslóð 26,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu-
daginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30.
Ólafía Helgadóttir,
Helga Þóra Ragnarsdóttir, Magnús Pálsson,
Birna Katrín Ragnarsdóttir, Björn Ingþór Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma.
ÁSTA KETILSDÓTTIR,
Mýrargötu 18,
Neskaupstað,
andaðist á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað
laugardaginn 3. apríl.
Jarðsett verður frá Norðfjarðarkirkju laugar-
daginn 10. apríl kl. 14.00.
Nanna Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gíslason,
Gunnar Gunnarsson, Guðfinna Ásdís Svavarsdóttir,
Gylfi Gunnarsson, Ásdís Hannibalsdóttir,
Jóna Sigríður Gunnarsdóttir, Þórarinn Ölversson,
Víglundur Sævar Gunnarsson, Ína Dagbjört Gísladóttir,
Katla Gunnarsdóttir, Emil Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR KRISTINSSON
frá Hafranesi,
Eyjabakka 2,
Reykjavík
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
að morgni mánudagsins 5. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna B. Stefánsdóttir,
Víðir Sigurðsson, Hlín Baldursdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir, Jónas Vignir Grétarsson
og barnabörn.