Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 06.04.2004, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erlendur ÓlafurJónsson fæddist í Reykjavík 18. nóvem- ber 1923. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 27. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón G. Ólafsson skip- stjóri frá Skápadal í Patreksfirði, f. 25. apríl 1880, d. 20. mars 1943, og Ólína J. Erlendsdóttir frá Hvallátrum í Rauða- sandshreppi, f. 20. desember 1887, d. 2. mars 1973. Erlendur var yngstur þriggja systkina. Hin eru: Stein- grímur, læknir, f. 23. nóv. 1919, látinn, og Hulda, f. 22. ágúst 1922, lifir hún bræður sína. Erlendur kvæntist 12. júlí 1947 Ástu M. Jensdóttur, f. 30. maí 1927. Hún er dóttir hjónanna Jens Péturs Thomsen Stefánssonar, stýrimanns, f. 13. janúar 1897, d. 25. mars 1982, og Guðmundu Jóns- dóttur, f. 1. janúar 1897, d. 19. ágúst 1974. Erlendur og Ásta eiga tvær dætur. Þær eru: 1) Edda, f. 25. september 1947, var gift Einar Páli Einarssyni, rafvirkja, og eru börn þeirra Erlendur, f. 4. mars 1971, og Steingrímur, f. 23. mars 1973. Sambýliskona Steingríms er Birna Dís Björnsdóttir, þeirra dóttir er Maríanna Mist, f. 4. apríl 2002. Einnig á Steingrímur soninn Dag Snæ, f. 15. janúar 1993, móðir hans er Þórunn Hild- ur Þórisdóttir. 2) Ól- ína, f. 24. febrúar 1955, gift Guðmundi Erni Ragnarssyni, kerfisfræðingi, og eru þeirra börn Mar- grét Ásta, f. 8. apríl 1978, í sambúð með Grétari Magnúsi Grétarssyni, Ragnar Örn, f. 11. júlí 1980, og Styrmir Örn, f. 6. september 1984. Erlendur hóf sjó- mennsku á opnum róðrarbátum frá Hvallátrum vestra á árunum 1938 og 1939. Hann réðst til Eimskipa- félags Íslands 1942 og var háseti á ýmsum skipum félagsins. Erlend- ur var háseti á es. Dettifossi, sem þýskur kafbátur skaut niður í stríðinu 1945. Hann lauk far- manna- og stýrimannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1948. Er- lendur var stýrimaður hjá Eim- skip frá árinu 1951 og 1. stýrimað- ur á Gullfoss (II) árin 1961 til 1965. Þá var Erlendur skipstjóri í afleys- ingum á Dettifossi og Gullfossi frá 1959. Árið 1965 var Erlendur fast- ráðinn skipstjóri hjá Eimskip. Hann var síðast skipstjóri á ekju- skipinu Brúarfossi frá 1988 til miðsumars 1991 er hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Erlendar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú, Guð sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (V. Briem) Mig langar að minnast föður míns í örfáum orðum. Hann var hlýr og yndislegur faðir sem annaðist fjöl- skyldu sína af mikilli umhyggju, þó að allan sinn langa starfsaldur hafi hann stundað millilandasiglingar og því oft verið fjarri heimilinu. En þegar hann var heima þá var hann heima og þá var alltaf hátíð. Mamma hafði þá sérstaklega góðan mat á borðum og frændfólk og vinir komu í heimsókn. Pabbi var vandaður maður til orðs og æðis, glaður í lund en þó alvöru- maður, jafnlyndur og hækkaði aldr- ei róminn en stóð fastur á sinni sannfæringu. Hann var trygglynd- ur, vinafastur og gestrisinn. Það sem mér finnst lýsa honum best er að hann var traustur, hann gat leyst úr öllum málum og það var alltaf hægt að reiða sig á hann. Fyr- ir mig var ómetanlegt að geta ætíð leitað til hans eins hjálpsamur og nærgætinn sem hann var. Pabbi var afar verklaginn og hafði mikla ánægju af allskyns smíðavinnu, hvort sem efniviðurinn var tré eða járn, og fann oft ótrúlega hugvit- samlegar lausnir sem hann útfærði af mikilli vandvirkni. Við áttum margar góðar stundir í sumarbú- staðnum í Grímsnesi þar sem hann naut sín vel við smíðar og ýmsar lag- færingar. Pabbi hafði líka mjög mikla ánægju af starfi sínu til sjós. Ég fékk tækifæri til að fylgjast með honum í vinnunni þegar ég fór í nokkrar siglingar með honum, þar sem við áttum góðar stundir saman. Eftir að pabbi lét af störfum fyrir aldurs sakir gat hann sinnt áhuga- málum sínum enn betur, en fyrst og fremst fékk hann kærkominn tíma til meiri samvista við mömmu og notuðu þau stundirnar vel. Þau voru alltaf saman, keyrðu mikið um, stunduðu gönguferðir og sund og ræktuðu fjölskyldu og vini. Þessi tími var okkur öllum mjög dýrmæt- ur. Síðastliðið ár fór þó að halla und- an fæti með heilsu hans og mikið hefur reynt á mömmu undanfarna mánuði, en hún hefur sannarlega staðið eins og klettur við hlið hans eins og við var að búast. Á kveðjustund er svo ótal margs að minnast sem erfitt er að færa í orð. Þakklæti er mér efst í huga fyr- ir alla hans ást og hlýju, stuðning og styrk sem ég fæ aldrei fullþakkað. Elsku pabbi minn, Guð blessi þig alla tíð. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Þín Edda. Það eru 28 ár liðin síðan ég hitti Erlend tengdaföður minn fyrst á heimili þeirra Ástu að Neshaga 13. Hann kom mér fyrir sjónir sem lífs- reyndur og kraftmikill sjómaður en tilfinningaríkur, mildur og skiln- ingsríkur persónuleiki. Erindi mitt við þessi fyrstu kynni var að ná í dóttur hans Ólínu því okkur hafði verið boðið vestur í Hvalseyjar út af Mýrum, að veiða lunda. Vestfirðing- urinn Erlendur sýndi þessu strax mikinn áhuga, þetta átti við hann, þetta hafði hann fengið að reyna sem ungur maður í átthögum for- eldra sinna vestur á Látrum. Hann gaf mér ráð og spurði spurninga, sem ég hafði engin svör við því þetta var í fyrsta sinn að ég reyndi slíka veiðiferð. Ég reyndi að vera manna- legur, lofaði að koma með afla til baka og færa þeim. Þó ekki fari mik- ið af minni veiðisögu þá kom ég með nokkra lunda, sem dugðu í ljúffenga máltíð sem Ásta eldaði af alkunnri snilld. Þær hafa verið margar mat- arveislurnar síðan hjá Ástu og Er- lendi, sem ég og mitt fólk höfum not- ið. Erlendur var höfðingi heim að sækja og naut þess ævinlega að hafa fólkið sitt hjá sér. Hann og Ásta voru líka mjög ræktarsöm við fjöl- skylduna og vini sína með heimsókn- um og ekki síst var Erlendur dug- legur að bjóða aðstoð sína ef einhverjar framkvæmdir voru í gangi, húsbyggingar eða slíkt. Hann var hagur á járn og tré, ein- staklega vandvirkur til allra verka og bar mikla virðingu fyrir hand- verki hvers konar. Í upphafi sjó- mannsferils hóf hann strax að safna hinum ýmsu verkfærum af öllum mögulegum gerðum. Aðeins valdi hann það sterkasta og besta. Bíl- skúrinn var hans uppáhald, þar hafði hann haganlega fyrir komið trésmíðaverkstæði, járnsmiðju, bif- vélaverkstæði og mörgu fleiru. Það kom sér líka heldur betur vel þegar við Ólína lögðumst í húsbyggingu. Þá var hann boðinn og búinn með sín verkfæri að ég tali nú ekki um viljann og löngunina til að leggja okkur lið. Ég sagði stundum við hann í gamni að það væri í raun hann sem væri að byggja frekar en við. Ýmissar haganlegrar hönnunar og smíði, sem Erlendur fram- kvæmdi njótum við nú á heimili okk- ar. Móðir Erlendar hafði ætlað hon- um að læra klæðskeraiðn. Hún hef- ur eflaust séð hið fína handbragð hans. En hann fór ungur til sjós, þangað stefndi hugur hans og þar undi hann sér vel alla tíð. Á sjó- mannsferli hans þurftu skipstjórn- armenn oft að bregða sér í hlutverk læknis ef slys urðu um borð langt úti í sjó og engar þyrlur voru til taks. Erlendur lenti oft í slíkum aðstæð- um og heyrt hef ég eina sögu þar sem hann saumaði saman sár á áberandi stað á andliti ungs manns sem lent hafði í slysi. Fórnarlambið hafði mestar áhyggjur af kærust- unni sinni þegar hann kæmi í land með skurð yfir andlitið. Hann þurfti ekki að örvænta, því frágangur stýrimannsins Erlendar var slíkur að læknir hefði ekki gert það betra. Seinna þegar hann var kominn í land lenti Erlendur í því að skerast á hendi og þurfti að fá saumað á Slysavarðstofunni, hann bað þá um að sleppt yrði deyfingu því hann hafði oft þurft að sauma félaga sína úti í sjó án þess að geta deyft og vildi fá að vita hversu sárt það væri. Það má nærri geta að starfsfólk Slysa- varðstofunnar varð hissa en lét þetta eftir honum. Erlendur var farsæll sjómaður og skipstjóri, hann sigldi á skipum Eimskipafélagsins í næstum 50 ár. Var alla tíð áhugasamur um velferð Eimskipa. Erlendur var sjómaður af lífi og sál, hann fylgdist vel með nýjungum í siglingum, kynnti sér og tileinkaði það sem til framfara horfði. Hann var líka skipstjóri af gamla skólan- um. Ásta sá um heimilishaldið. Allt- af undirbjó hún hátíð þegar hann kom að landi. Bakaðar voru pönnu- kökur og Ásta ásamt allri fjölskyld- unni fór niður á bryggju að taka á móti okkar manni. Eftir að Erlendur kom í land sinnti hann sínum áhugamálum við hvers konar smíðar í bílskúrnum, sumarbústaðnum og fyrir börn og barnabörn. Það er komið að leiðarlokum. Er- lendur var sáttur við lífið og sitt hlutskipti í lífinu. Hann átti ham- ingjurík ár með ástkærri eiginkonu í fimmtíu og sjö ár og sínum nánustu. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka heimahlynningu Karitas og starfsfólki á líknardeild Landakots- spítala fyrir frábæra umönnun. Ég kveð Erlend tengdaföður minn og góðan vin með virðingu og þökk. Megi góður Guð varðveita minningu Erlendar Jónssonar. Guðmundur Örn. Við andlát náinna vina og ætt- ingja grípur mann jafnan sú sam- mannlega tilfinning að fram streyma minningar liðinna ára. Ég á auðvelt með að kalla fram mynd frá bernskuárum mínum tengda Er- lendi Jónssyni sem nú hefur kvatt þennan heim. Það er myndin af far- þegaskipinu Gullfossi sem hægt og örugglega siglir inn hafnarmynnið í Reykjavík og leggst lokst upp að hafnarbakkanum. Ég stóð oft þarna í nepjunni ásamt öðrum eftirvænt- ingarfullum hópi fólks sem beið sinna. Stundum var ég í för með pabba mínum eða ömmu, en oftar en ekki ein. Og hvað var það sem dró barnið niður á höfn? Jú, það var vissan um að sá sem var við stjórn- völinn á þessum glæsilega farkosti var úr fjölskyldunni minni. Í mínum huga var Gullfoss tengingin við um- heiminn og mig dreymdi um að vera einhvern tíma sjálf innanborðs og átti sá draumur eftir að rætast og þá sá Erlendur til þess að ég naut þar vistar langt umfram það sem ég hafði til kostað og gleymi ég aldrei þessari fyrstu utanlandsferð minni. Erlendur var maðurinn hennar Ástu föðursystur minnar og höfðu þau ung gefist hvort öðru og voru sem klæðskerasaumuð hvort fyrir annað. Hann var þá þegar farinn til sjós og þjónaði þar alla sína farsælu starfs- ævi landi og þjóð til heilla. Stóran hluta ævinnar voru þau hjónin því aðskilin, en kunnu þá list manna best að njóta samverustundanna til hins ítrasta. Það eru ótal margar aðrar myndir sem upp koma er hug- urinn reikar yfir áratugina. Enn sé ég til dæmis fyrir mér fermingar- skóna sem hann Eddi keypti á mig í útlöndum og má geta nærri að skip- stjórinn hafi haft í ýmis önnur horn að líta í erlendri höfn en að kaupa skó á telpukrakka, en svona var hann, alltaf einstaklega bóngóður. Og ótal margt annað færði hann fjöl- skyldu minni á þessum árum, áður en Ísland varð það allsnægtasam- félag sem það nú er. Það var að- alsmerki þeirra hjóna að hafa gleði af því að gleðja aðra og á æskuheim- ili mínu voru jólin loksins komin er Ásta frænka birtist með fullan pappakassa af alls kyns góðgæti og lifandi jólatré að auki skömmu fyrir jól. Erlendur var einstaklega traust- ur maður í allri framgöngu sem áreiðanlega hefur komið sér vel í lífsins sjó og ljúfur og „lún“ var hann og fólki leið vel í návist hans. Hann var mikill hagleiksmaður og allt lék í höndunum á honum og besta vitnið um það er sumarhúsið sem þau hjónin reistu sér í Gríms- nesinu. Þar nutu þau margra sætra langra sumardaga með dætrum sín- um og fjölskyldum þeirra. Ég og maðurinn minn verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir lyklinum að þeirri Vin og því sem leyndist á kistubotninum þar. Í hjarta mínu á ég fjársjóð frá- sagna pabba mins og mömmu af mörgum sjóferðum með Ástu og Edda og fleirum úr Eiðstaðafamilí- unni til margra Evrópulanda og veit ég að það voru einhverjar bestu stundir foreldra minna að vera með þeim á sjó. Eftirvæntingin að taka á móti þeim glaðbeitta hópi var ekki síðri þeirri niðri á bryggju á árum áður þó farkosturinn væri annar og viðlegan væri komin inn við sundin blá. Ég kveð drenginn góða Erlend Jónsson með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hann var mér og mín- um og er þess fullviss að hönd Guðs heldur utan um Ástu frænku, dætur þeirra og ástvini alla á sorgarstund og í framtíðinni. Birna Þórisdóttir. Árið 1946 hóf ég nám við far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík. Námið í skólanum skipt- ist í fiski- og farmannadeild. Þetta var fyrsta kennsluárið í nýja skóla- húsinu. Öll þjóðin gladdist yfir þess- um áfanga og engum nemanda þurfti lengur að vísa frá námi vegna húsnæðisvandamála. Á þessum ár- um var ekki þrautalaust að fá að hefja nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Krafist var ákveðins siglingatíma og tilskilins aldurs. Venjulega byrjaði ferlið á kaup- skipa- og varðskipaflotanum með því að ungir menn voru skráðir óvaningar og því næst viðvaningar, áður en menn urðu fullgildir háset- ar. Stjórnendur skólans voru mjög strangir varðandi siglingatímann, þar mátti engu muna, því sá tími var sú reynsla sem menn komu með í farteskinu er þeir settust á skóla- bekk. Þegar skólasetningunni lauk, var mönnum skipað í kennslustofurnar og síðan bauð siglingafræðikennar- inn, Guðmundur B. Kristjánsson, nemendunum að setjast, en nem- endur sátu tveir og tveir saman. Skyndilega stóð ég innan um hóp manna, sem ég vissi engin deili á og átti að velja mér sessunaut til þriggja ára. Ég leit snöggt yfir hóp- inn og mætti þá vinsamlegu augna- ráði nemanda, sem síðar reyndist vera Erlendur Ólafur Jónsson. Á þessu augnabliki hófst ævilöng vin- átta okkar í milli. Það var mikil gæfa að kynnast jafn heilsteyptum manni og Erlendur var, hann var reglu- maður og frábær stjórnandi. Er- lendur vann lengstan hluta ævi sinn- ar hjá Eimskipafélagi Íslands. Forstöðumenn félagins kunnu vel að meta hæfileika hans og hollustu. Hann sigldi sem skipstjóri á Detti- fossi og Gullfossi. Erlendi voru feng- in fjölmörg trúnaðarstörf hjá félag- inu jafnvel eftir að hann komst á aldur. Erlendur var hagleiksmaður bæði á tré og járn. Allt lék í höndum hans, hann var vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Til hans var gott að leita því greiðvikinn var hann með afbrigðum. Við Erlendur giftum okkur um svipað leyti og stofnuðum heimili. Alla tíð áttum við heima nálægt hvor öðrum, fyrst inni í Norðurmýri og síðan vestur í bæ, nánar tiltekið á Högunum. Erlendur var traustur og góður heimilisfaðir og hann og eig- inkona hans, Ásta Margrét Jens- dóttir, bjuggu börnum sínum unaðs- legt heimili. Með klökkum huga votta ég eig- inkonu hans, börnum og öðrum venslamönnum mína dýpstu samúð. Garðar Pálsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Að leiðarlokum viljum við þakka ERLENDUR Ó. JÓNSSON MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.