Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 44
MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku afi.
... sitji Guðs englar sam-
an í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Afi minn, nú ertu farinn. Ég friða
hjarta mitt við það að nú líði þér bet-
ur, því nú ertu hjá ömmu. Ég og við
höfum hugsað mikið til þín undan-
farna daga og munum sakna þín
mikið. Ég veit að þér líður betur þar
sem þú ert núna og fylgist með okk-
ur öllum þaðan. Við áttum góðar
stundir saman sem við varðveitum í
hjarta okkar. Ég bið almættið að
varðveita þig og ástvini okkar sem
eru hjá þér og veit að amma og
pabbi minn taka á móti þér.
Við biðjum að heilsa pabba og
ömmu og þú knúsar þau frá okkur
og segir þeim að okkur gangi vel, þó
þau viti það. Ég bið Guð að veita
börnum þínum ró í hjarta og við
kveðjum með söknuði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Bless bless, elsku afi og langafi
Finnur og fjölskylda.
ELÍ RÓSINKAR
JÓHANNESSON
✝ Elí Rósinkar Jó-hannesson húsa-
smíðameistari fædd-
ist á Hlíð í Álftafirði
við Ísafjarðardjúp
19. október 1925.
Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 18. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Kópa-
vogskirkju 26. mars.
Látinn er góðvinur
minn til rúmlega fimm
áratuga, Elí Jóhannes-
son húsasmíðameistari,
síðast búsettur á Álf-
hólsvegi 151 í Kópa-
vogi. Við andlát hans
koma upp í huga mín-
um minningar um ótal
góðar stundir, sem við
hjónin áttum með Elí
og Matthildi, hans
ágætu konu.
Það mun hafa verið
árið 1947, sem Elí, eða
Elli eins og hann var
oftast kallaður, fluttist
í Borgarnes, en hann var þá við nám
í húsasmíði hjá Jóhanni Snæbjörns-
syni húsasmíðameistara, er hafði þá
tekið að sér forstöðu trésmíðafyr-
irtækis í Borgarnesi og flutti Elli því
þangað ásamt lærimeistara sínum.
Þar sem svo hagaði til að tré-
smíðafyrirtæki þetta var tengt
verslunarfyrirtæki því, sem ég
starfaði hjá á þessum árum, fór ekki
hjá því að við Elli kynntumst fljót-
lega og hefur sá kunningsskapur
varað æ síðan.
Nokkru eftir komu Ella til Borg-
arness flutti Matthildur unnusta
hans einnig þangað. Giftu þau sig og
hófu þar búskap.
Fljótlega eftir að Elí og Matthild-
ur stofnuðu heimili mynduðust góð
kynni með þeim og okkur hjónum og
áttum við margar ánægjulegar
stundir á þessum árum. Dætur okk-
ar tvær, sem þá voru á barnsaldri,
urðu mjög hændar að þeim, enda
þau hjón mjög barngóð.
Elli var á þessum árum jafnan
hress í máli og notalegur í viðkynn-
ingu, enda eignaðist hann brátt all-
marga kunningja á nýja staðnum.
Þá minnist ég og þess að ætíð var
hann boðinn og búinn að rétta
manni hönd ef honum fannst við
þurfa.
Á þessum árum var enginn iðn-
skóli í Borgarnesi og fór Elli því til
Reykjavíkur og settist á skólabekk
til að nema hin bóklegu fræði. Að
þeirri skólagöngu lokinni kom hann
aftur til Borgarness og lauk þar iðn-
námi sínu með smíði sveinsstykkis,
er var útidyrahurð úr tekki með
heilmiklum umbúnaði. Má geta þess
hér með í leiðinni að hurðin með til-
heyrandi var sett fyrir innganginn í
Hótel Borgarnes, sem þá var ný-
byggt.
Fljótlega eftir að kunningsskapur
okkar Ella hófst fór ég að inna hann
eftir því hvort hann hefði áhuga fyr-
ir veiðiskap og væri kannski til í að
prófa að fara á silungsveiðar í eitt-
hvert stöðuvatnið í nágrenninu.
Hann hafði í uppvextinum vanist
sjósókn, samhliða bústörfum, og
dregið margvíslega fiska úr sjó, en
stangveiði hafði hann ekki kynnst.
Er skemmst frá því að segja að
hann fékk strax ósvikinn áhuga fyrir
slíkum veiðiskap og þær urðu all-
margar ferðirnar sem við fórum í
vötnin upp af sveitum Borgarfjarð-
ar. Stundum fleiri saman og stund-
um bara tveir einir. Margar góðar
minningar á maður frá þessum ferð-
um og dvöl okkar við fjallavötnin,
enda þótt aflinn kynni að vera mis-
jafn eins og gengur í slíkum reisum.
Seinna færðum við okkur upp á
skaftið og fórum til veiða í Víkurá í
Hrútafirði og Miðfjarðará. Varð sú
ferð þangað eftirminnileg vegna
aflasældar, en það er önnur saga.
Er þau Elí og Matthildur fluttust
úr Borgarnesi, sem mun hafa verið
árið 1953, settust þau að í Kópavogi
og vann Elli um tíma á Keflavík-
urflugvelli við byggingarvinnu en
réðst síðan til umsvifamikils bygg-
ingarverktaka í Reykjavík og mun
hafa unnið þar uns hann kom á fót
sjálfstæðum rekstri í húsabygging-
um. Var hann um skeið með allmikil
umsvif á því sviði.
Fljótlega eftir að þau hjón fluttu í
Kópavoginn reistu þau sér íbúðar-
hús á Bjarnhólastíg 9 þar sem þau
bjuggu fram á níunda áratuginn, en
Elli byggði þá hús í vesturhluta
Kópavogs þangað sem þau fluttu og
bjuggu í allnokkur ár uns þau seldu
það og keyptu íbúð á Álfhólsvegi 151
þar sem þau bjuggu þar til Matt-
hildur andaðist.
Við brottflutning þeirra hjóna frá
Borgarnesi dró af eðlilegum ástæð-
um úr sambandi okkar við þau, en ef
maður var á ferð syðra leit maður
oft inn á Bjarnhólastígnum ef tími
gafst. Þá komu þau og stundum í
heimsókn og tvisvar eða þrisvar fór-
um við Elli og kíktum eftir hvort sil-
ungurinn væri ekki á svipuðum slóð-
um og fyrr á árum í heiðarvötnunum
bláu.
Eftir að við hjónin fluttumst til
Reykjavíkur styrktust kynni okkar
við þau Elí og Matthildi á ný er við
fórum að hittast oftar. Fórum við
saman út að dansa, á þorrablót og í
ferðalög. Allt á vegum félags eldri
borgara, en við vorum jú öll komin í
þann hóp. Áttum við margar
ánægjulegar samverustundir, rétt
eins og í gamla daga.
Eftir lát Matthildar í desember
1997 bjó Elí nokkurn tíma einn í
íbúðinni við Álfhólsveginn með
dyggum stuðningi barna sinna, en
vegna hrakandi heilsu fékk hann
inni á dvalarheimili þar sem hann
dvaldi síðustu árin. Hann andaðist á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 18.
mars 2004.
Eins og ég gat hér að framan
hafði Elli á fyrri árum mikla ánægju
af útivist og stangveiði og er margs
að minnast af þeim vettvangi. Í
gömlu myndaalbúmi sem ég á er
m.a. mynd af Ella ásamt fjórum fé-
lögum okkar, sem ég tók af þeim
(sennilega 1950 eða 1951) þar sem
þeir standa fyrir utan gangna-
mannahúsið við Langavatn í Mýra-
sýslu, þar sem við höfðum verið að
veiðum. Allir þeir sem á þeirri mynd
voru eru horfnir af sjónarsviðinu,
sumir fyrir áratugum, var Elli sá
síðasti þeirra, sem á myndinni voru,
til að kveðja.
Við hjónin kveðjum þennan gamla
vin með þakklæti fyrir góð kynni á
löngu liðnum árum. Börnum hans og
fjölskyldum þeirra sendum við inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þorkell Magnússon.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
ODDUR ÁGÚST BENEDIKTSSON
frá Hvalsá
í Steingrímsfirði,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn
2. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Synir og tengdadætur.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
EGILÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Garðvangi,
Garði,
lést föstudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn
10. apríl kl. 14.00.
Baldur Konráðsson, Guðrún Agnarsdóttir,
Sigríður Baldursdóttir, Kjartan Valdimarsson,
Líney Baldursdóttir, Óskar Guðjónsson,
Sævar Baldursson.
Bróðir okkar, mágur, frændi og vinur,
RÓBERT TÓMASSON
frá Færeyjum,
Hringbraut 57,
Keflavík,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum góða umönnun á hjúkrunadeildinni Víðihlíð, Grindavík.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Tómas Tómasson,
Valdimar Tómasson.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
okkar ástkæru
MAGÐALENU KRISTÍNAR
BRAGADÓTTUR,
Tunguseli 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Ölduselsskóla.
Guðbjörn Karl Ólafsson,
Bragi Hlífar Guðbjörnsson,
Thelma Dögg Guðbjörnsdóttir,
Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, María Albertsdóttir,
Kolbrún Guðbjörnsdóttir,
Helga Kristín Kristvaldsdóttir,
Tómas Magni Bragason,
Anna Ragna Bragadóttir,
Margrét Steinunn Bragadóttir, Valdimar Ólafsson,
Hólmfríður Jóna Bragadóttir, Geir Sigurður Sigurjónsson,
Björg Ólöf Bjarnadóttir, Ragnar Óskarsson,
Bogi Thorarensen Bragason, Sólveig Ásgeirsdóttir,
Sigríður Carson, William Steve Carson,
Ragna Klara Björnsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær sonur minn og bróðir okkar,
SIGMUNDUR VIGGÓSSON,
sem lést laugardaginn 27. mars, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
7. apríl kl. 13.30.
Kristín Guðmundsdóttir,
Vigdís R. Viggósdóttir,
Lilja Viggósdóttir.
Elskulegur mágur og frændi okkar,
EINAR GUNNAR ÞÓRHALLSSON,
Vogum I,
Mývatnssveit,
verður jarðsunginn frá Reykjahlíðarkirkju mið-
vikudaginn 7. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent á fugla-
safn Sigurgeirs Stefánssonar, Ytri-Neslöndum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Leifur Hallgrímsson, Gunnhildur Stefánsdóttir,
Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir Jón Reynir Sigurjónsson,
Dagný Hallgrímsdóttir,
Þuríður Anna Hallgrímsdóttir, Þórhallur Guðmundsson.
Maðurinn minn og faðir okkar,
SKARPHÉÐINN ÖSSURARSON,
Kleppsvegi 2,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn
5. apríl.
Valgerður Magnúsdóttir,
Össur Skarphéðinsson,
Magnús H. Skarphéðinsson,
Sigurður V. Skarphéðinsson,
Jófríður Á. Skarphéðinsdóttir,
Halldóra Skarphéðinsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað.
Birting afmælis- og
minningargreina