Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 49
BORIST hefur athugasemd við frétt-
ir af launamuni kynjanna hjá sveit-
arfélögunum frá Hildi Jónsdóttur,
jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborg-
ar:
„Af nokkrum fréttaklausum í
Morgunblaðinu að undanförnu mætti
ætla að ágreiningur væri á milli
Reykjavíkurborgar og ParX Við-
skiptarágjafar IBM um túlkun á nið-
urstöðum úr könnunum sveitarfélaga
á kynbundnum launamun. Tilefni
fréttanna er nýbirt könnun hjá Kópa-
vogsbæ sem unnin var af IBM og hef-
ur hún ásamt öðrum nýjum könnun-
um verið borin saman við tvær
launakannanir Reykjavíkurborgar.
Enginn ágreiningur er til staðar
um túlkun niðurstaðna, en í frétt Mbl.
sem birtist 27. mars sl. gætir nokkurs
misskilnings.
Í fréttinni var haft eftir mér eft-
irfarandi: „...séu notaðar sömu for-
sendur og notaðar eru við að finna
muninn í öðrum sveitarfélögum er
munurinn í Reykjavík 7%, sem er
meira í takt við muninn í öðrum sveit-
arfélögum, segir Hildur.“
Í símtali milli landa varði ég nokkr-
um tíma í að útskýra fyrir blaðamanni
hið gagnstæða, að ástæða fyrir því að
þessi þekkta tala, 7%, sem er niður-
staða launakönnunar Reykjavíkur-
borgar þar sem miðað var við launa-
gögn 2001, sé ekki sambærileg við
þær tölur sem birst hafa sem niður-
stöður síðari tíma launakannanna
annarra sveitarfélaga, sé einmitt að
hún er ekki fundin með sambæri-
legum hætti. Þessi tala er eingöngu
sambærileg við fyrri könnun Reykja-
víkurborgar frá 1995, sem sýndi kyn-
bundinn launamun upp á 15,5%. Til-
gangur síðari könnunarinnar var að
meta breytingar frá því að fyrri könn-
unin var gerð eða með öðrum orðum,
leggja mat á árangur stefnumörkun-
ar og aðgerða Reykjavíkurborgar til
að draga úr launamun kynja sem
gripið hafði verið til í margvíslegu
formi. Því var algerlega nauðsynlegt
að endurtaka könnunina með ná-
kvæmlega sama hætti, þ.e. sömu
breytum og talið hafði verið eðlilegt
að nota sex árum áður af Félagsvís-
indastofnun Íslands.
Hins vegar voru niðurstöður settar
fram með ítarlegri hætti, bæði með og
án þeirra breytna sem síðan hefur
orðið almennari samstaða um að ekki
sé eðlilegt að nota. Því hefur öðrum
einnig verið unnt að bera nýjar launa-
kannanir annarra sveitarfélaga sam-
an við niðurstöður Reykjavíkurborg-
ar að sömu forsendum gefnum, svo
sem gert hefur verið. Kemur þá í ljós
að hjá þeim sveitarfélögum sem hafa
gert umræddar launakannanir er
kynbundinn launamunur mestur hjá
Reykjavíkurborg. Það kemur okkur,
sem þar störfum ekki á óvart, en sýn-
ir kannski betur en flest annað hversu
risavaxið verkefni borgin tókst á
hendur í kjölfar fyrri launakönnunar-
innar við að leiðrétta launamun kynja
sem á mörgum áratugum var orðinn
djúpstæður og samgróinn stofnana-
gerð borgarinnar.“
Athugasemd frá Hildi Jónsdóttur,
jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar
Ekki ágreiningur
um túlkun
Viðskiptaháskólinn á Bifröst
kynnir námsframboð skólans á
meistarastigi í dag, þriðjudaginn
6. apríl kl. 17, á Grand hóteli,
Reykjavík. Námið er byggt þannig
upp að unnt er að stunda það með
vinnu en líka sem fullt nám. Alls
eru 30 einingar bundnar í nám-
skeiðum og 15 eða 30 einingar í
ritun meistararitgerðar, eftir því
hvort valið er 45 eininga eða 60
eininga nám. Stysti mögulegi
námstími er 45 eininga meist-
aranám á 13 mánuðum.
Við viðskiptadeild eru tvær línur,
MS-nám í viðskiptafræði og MA-
nám í hagnýtum hagvísindum. Í
samvinnu við Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri er boðið upp á
sérhæfingu á sviði umhverfis- og
auðlindahagfræði og svæðafræði
og í samvinnu við Reykjavík-
urAkademíuna er boðið upp á
menningar- og menntastjórn-
unarlínu. Í lögfræðideildinni er
boðið upp á meistaranám á tveim-
ur sviðum; ML-nám í lögfræði og
MS-nám í viðskiptalögfræði.
Svölurnar, félag fyrrverandi og
núverandi flugfreyja verða með
félagsfund í Borgartúni 22, 3. hæð
kl. 20 í dag, þriðjudaginn 6 apríl.
Gestur fundarins, Gerður Gunn-
arsdóttir, listamaður og fé-
lagskona, segir frá verkum sínum í
Kína í máli og myndum. Gerður á
tvö listaverk á opinberum stöðum í
Kína sem hún hefur unnið.
Félag CP á Íslandi heldur
fræðslufund í dag, þriðjudaginn
6. apríl kl. 20, á Háaleitisbraut 11–
13, (húsi Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra). Fjallað verður um
vanlíðan og lélega sjálfsmynd
vegna fötlunar og hegðunarvanda-
mál. Fyrirlesarar eru: Inga Hrefna
Jónsdóttir, sálfræðingur á Reykja-
lundi, Guðríður Haraldsdóttir, sál-
fræðingur á skólaskrifstofu Mos-
fellsbæjar, og Katrín Einarsdóttir,
sálfræðingur á Greiningar og ráð-
gjafarstöð ríkisins. Einnig mun
Hildur Bergsdóttir, nemi í fé-
lagsráðgjöf, kynna niðurstöður
könnunar sem hún gerði í sam-
starfi við Greiningarstöðina og CP
félagið.
CP er skammstöfun fyrir cerebral
palsy (einnig nefnt heilalömun)
sem vísar til skaða sem verður á
heila á meðgöngu, í fæðingu eða
rétt eftir fæðingu. Afleiðingar eru
hreyfihömlun en fleiri fatlanir
fylgja o.fl., segir í fréttatilkynn-
ingu.
Ný lífssjón fundar í dag Ný lífs-
sjón, samtök fólks sem vantar á út-
limi og aðstandenda þeirra, verða
með opinn fund í dag, þriðjudaginn
6. apríl kl. 20, í sal Lionsfélagsins
Fjörgynjar á 2. hæð í Grafarvogs-
kirkju.
Í DAG
Afríkutrommunámskeið í Wal-
dorfsskólanum Lækjarbotnum
Christina Aspequist frá Svíþjóð
verður með Afríkutrommu nám-
skeið sem stendur í eina viku í
Waldorfsskólanum Lækjarbotnum
(ca 20 mín. akstur frá Reykjavík).
Þeir sem ekki vilja vera í viku á
námskeiðigeta komið fimmtudag-
inn 8. apríl (skírdag) kl. 10–17,
kostar það 4.500 kr. ásamt hádeg-
ismat. Föstudaginn 9. apríl verður
Afríkutrommusýning kl. 14 og svo
stutt námskeið fyrir börn sem
kostar kr. 1.000. Æskilegra er að
mæta með trommu með sér.
Skráning er hjá Melkorku Frey-
steinsdóttur á melkorkaedda-
@simnet.is.
Alþjóðleg próf í spænsku Föstu-
daginn 14. maí nk. verða haldin al-
þjóðleg próf í spænsku á Íslandi.
Háskólinn í Reykjavík annast
framkvæmd prófanna á vegum
Menningarmálastofnunar Spánar
(Instituto Cervantes) og háskólans
í Salamanca. Farið er yfir prófin á
Spáni. Prófin verða haldin við Há-
skólann í Reykjavík. Frestur til
að innrita sig rennur út hinn 15.
apríl.
Prófað verður á þremur þyngdar-
stigum: Certificado Inicial, Dip-
loma Básico og Diploma Superior.
Certificado Inicial er hugsað fyrir
byrjendur í spænsku sem hafa
verið í skipulegu spænskunámi í
eitt til tvö ár í framhaldsskóla.
Diploma superior er ætlað þeim
sem hafa BA-próf í spænsku eða
samsvarandi tungumálakunnáttu,
þekkingu á menningu Spánar.
Próftökugjald er 7.600 kr. fyrir
Certificado Inicial, 9.990 kr. fyrir
Diploma Básico og 12.350 kr. fyrir
Diploma Superior, sem að auki
innifelur 3 klst. undirbúnings-
námskeið fyrir prófin.
Á NÆSTUNNI
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri á Hringbraut
rétt vestan Snorrabrautar/Bústaða-
vegar laugardagskvöldið 3. apríl um
kl. 19.30. Þar rákust saman tvær
fólksbifreiðir, Honda Civic og Peug-
eot 206. Þeir sem geta gefið frekari
upplýsingar eru beðnir að hringja í
síma 569 9000.
Árekstur í Hafnarfirði
Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir
vitnum að árekstri á gatnamótum
Hamrabergs og Reykjanesbrautar í
Hafnarfirði þann 1. apríl um kl.
16.55. Þar lentu saman Kia Saphira
og Jeep Grand Cherokee. Þeir veg-
farendur er kunna að hafa orðið vitni
að atburði þessum eru beðnir um að
hringja í síma 525 3300.
Lentu saman á gatnamótum
Árekstur varð á gatnamótum
Hamrabergs og Reykjanesbrautar
1. apríl sl. kl. 6.55. Þar lentu saman
Kia Saphira og Jeep Grand Cher-
okee. Eru þeir er kunna að hafa orð-
ið vitni að atburðinum beðnir um að
hafa samband í síma 525 3300.
Lýst eftir vitnum
NÁMSKEIÐI í íslensku fyrir út-
lendinga við frumgreinadeild
Tækniháskóla Íslands lauk 1. apríl
sl. Það hófst 3. febrúar, stóð í 9 vik-
ur og var samtals 36 tímar. Síðasta
tímanum var varið í menningarferð
í Perluna þar sem Sögusafnið var
skoðað. Síðan voru skírteini afhent
yfir kaffibolla uppi á 4. hæð. Á
myndinni eru þátttakendur, taldir
frá vinstri: Krjúpandi: Ivan frá
Mallorca og Taru frá Finnlandi.
Standandi: Nihan frá Tyrklandi,
Soffía kennari, Johanna frá Finn-
landi, Jenny frá Svíþjóð, Frida frá
Svíþjóð, Andreina frá Venesúela,
Thure frá Noregi, Mathilda frá Sví-
þjóð, Pinar frá Tyrklandi, Esper-
anza frá Filippseyjum, Alina frá
Póllandi og Elzbieta frá Póllandi. Á
myndinni er ekki Tatjana frá Eist-
landi. Kennarar á námskeiðinu
voru Steinar Matthíasson og Soffía
Guðný Guðmundsdóttir.
Luku námskeiði í íslensku
MJÓLKURSAMSALAN og dótt-
urfélög hennar hafa undirritað vá-
tryggingasamning við Sjóvá-
Almennar tryggingar hf. Jafnframt
hafa Emmessís hf. og Sjóvá-
Almennar gert samning um vá-
tryggingar. Báðir samningarnir
eru til 3 ára og fela í sér umfangs-
mikla vátryggingarvernd. Sjóvá-
Almennar munu jafnframt sinna
ýmsum forvörnum í samstarfi við
fyrirtækin í þeim tilgangi að draga
úr líkunum á tjónum.
Á myndinni eru Bjarni Ólafsson
ráðgjafi hjá Sjóvá-Almennum,
Sveinn Segatta, forstöðumaður fyr-
irtækjasviðs Sjóvár-Almennra, Vil-
helm Andersen, forstöðumaður
fjármálasviðs Mjólkursamölunnar í
Reykjavík, og Jón Axel Pétursson,
framkvæmdastjóri Emmessíss hf.
Mjólkursamsalan semur við Sjóvá-
Almennar um vátryggingavernd
ÚT er komið 13.
tbl. af Barnagát-
um. Sem fyrr er
þar að finna
krossgátur,
þrautir og gátur
sem ætlaðar eru
byrjendum.
Lausn fylgir
hverri gátu í
blaðinu. Útgefandi er ÓP-útgáfan
og fæst heftið í öllum helstu bóka-
búðum og söluturnum.
Barnagátur
komnar út
AÐALFUNDUR Félags íslenskra
rafvirkja lýsir yfir fullum stuðningi
við baráttu félagsmanna Starfs-
greinasambandsins við samninga-
nefnd ríkisins um réttmætar kröfur
um sambærileg réttindi í lífeyrismál-
um og aðrir opinberir starfsmenn.
Bent er á að samningar RSÍ við ríkið
runnu út seinna en samningar SGS
og af þeim ástæðum séu viðræður
RSÍ skemmra á veg komnar. „Fari
svo að félagsmenn Starfsgreinasam-
bandsins komi til með að standa í
eldlínunni á undan rafiðnaðarmönn-
um í þessari baráttu munu rafiðn-
aðarmenn líta svo á að um sameig-
inlega baráttu sé að ræða og munu
þeir einhuga stilla sér að baki Starfs-
greinasambandsfólkinu með fullum
stuðningi,“ segir í ályktuninni.
Styðja baráttu SGS
Fréttir á SMS