Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 52
ÍÞRÓTTIR
52 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hleypa af
stokkunum næsta vetur keppni í
norrænni deild í knattspyrnu karla
með tólf liðum frá þremur þjóðum,
Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Gengið er út frá því að fjögur
bestu knattspyrnulið hverra þess-
ara þriggja þjóða taki þátt í henni.
Leikið verður í þremur fjögurra
liða riðlum þar sem tvær efstu
þjóðirnar komast áfram úr hverj-
um riðli. Á næsta stigi verður síðan
leikið í tveimur þriggja liða riðlum
og loks um sigurlaunin í kross á
milli riðla. Leikið verður á þriðju-
dögum og laugardögum og er ætl-
unin að ná til knattspyrnuþyrstra
íbúa landanna þriggja í gegnum
sjónvarp, enda standa vonir til þess
í fyllingu tímans að mótið verði
vænleg tekjuleið fyrir félögin tólf
sem taka þátt hverju sinni.
Að baki keppninni standa knatt-
spyrnusambönd Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar en auk þess hefur
Knattspyrnusamband Evrópu lagt
blessun sína yfir keppnina sem
mun bera það rammnorræna heiti
Royal League. Keppnin hefur verið
á teikniborðinu um allnokkurt
skeið.
Áætlað er að flautað verði til
leiks 20. nóvember og síðan leikið
jafnt og þétt fram í apríl en reikn-
að er með að úrslitaleikurinn fari
fram 21. eða 22. apríl 2005. Um er
að ræða tilraunaverkefni þjóðanna
þriggja. Eftir fimm ár verði fram-
hald keppninnar metið í ljósi
reynslunnar.
Norræn knattspyrnudeild
af stað næsta vetur
DUNCAN Ferguson, hinn
skapbráði skoski landsliðs-
maður hjá Everton, hefur ver-
ið úrskurðaður í fjögurra
leikja bann og þá þarf hann að
greiða 1,3 millj. ísl. kr. í sekt
fyrir framkomu sína í leik
gegn Leicester á dögunum.
Hann tók þýska leikmanninn
Steffen Freund hálstaki eftir
að hann hafði fengið að sjá
rauða spjaldið fyrir grófan
leik. Síðan sýndi hann áhorf-
endum lítilsvirðingu. Fergu-
son byrjar að taka bann sitt út
19. apríl. Hans síðasti leikur
verður gegn Chelsea tveimur
dögum áður og síðan mun
hann ekki leika meira með
Everton á leiktíðinni. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Fergu-
son fær langt bann fyrir að
ráðast á leikmann á leikvelli.
Ferguson
í fjögurra
leikja bann
SIGFÚS Sigurðsson kemur inn í
lið Magdeburg í kvöld þegar það
mætir Wallau Massenheim í þýsku
1. deildinni í handknattleik. Sigfús
hefur misst af tveimur síðustu leikj-
um Magdeburg, gegn Stralsunder
og Kronau/Östringen, vegna
meiðsla í hné og eins gat hann ekki
gefið kost á sér í íslenska landsliðið í
handknattleik í leikjunum við
Frakka í síðustu viku.
ÞÁ mætir Nenad Perunicic, félagi
Sigfúsar, til leiks á ný eftir að hafa
verið frá keppni síðan í október
vegna alvarlegra meiðsla í öxl.
ALEXANDER Petersson var með
sex mörk þegar lið hans HSG Düss-
eldorf vann TuSpo Obernburg,
34:25, í suðurhluta þýsku 2. deildar-
innar í handknattleik. Düsseldorf
hefur yfirburðastöðu í deildinni og
fátt virðist geta komið í veg fyrir að
liðið leiki í efstu deild á næstu leiktíð.
HALLDÓR Sigfússon kom lítið við
sögu og náði ekki að skora þegar lið
hans Friesenheim gerði jafntefli við
TSG Ludwigsburg-Oßweil, 26:26, í
suðurhluta þýsku 2. deildarinnar.
Friesenheim siglir lygnan sjó um
miðja deildina.
KRISTJÁN Helgi Jóhannsson,
sem hefur leikið með Keflvíkingum í
knattspyrnunni undanfarin ár, er
genginn til liðs við 1. deildarlið
Njarðvíkur. Kristján lék alla leiki
Keflvíkinga í 1. deild í fyrra og hann
á að baki 60 leiki í efstu deild, 44 með
þeim og 14 með ÍA.
NJARÐVÍKINGAR hafa styrkt
hóp sinn talsvert fyrir átökin í 1.
deildinni í sumar. Þeir hafa meðal
annars fengið Alfreð Jóhannsson að
láni frá Grindavík og til þeirra er
kominn serbneskur miðjumaður,
Milan Janosevic.
SILJA Úlfardóttir, hlaupakona úr
FH, keppti á sínu fyrsta utanhúss-
móti í Bandaríkjunum á þessu ári
um síðustu helgi. Hún hljóp 200 m á
24,15 sek., sem er 13/100 úr sek. frá
hennar besta. Aðstæður voru slæm-
ar auk þess sem í ljós kom að kepp-
endur hlupu 201 metra í stað 200.
BELGINN Erik Gerets var í gær
ráðinn þjálfari þýska knattspyrnu-
liðsins Wolfsburg í stað Jürgens
Röbers sem rekinn var úr starfi eftir
5:1 ósigur liðsins á heimavelli fyrir
Stuttgart um helgina. Gerets missti
starf sitt hjá Kaiserslautern í febr-
úar en hann var áður þjálfari PSV í
Hollandi. Gerets gerði samning við
Wolfsburg sem gildir til ársins 2006.
ÞÝSKA meistaraliðið Bayern
München hefur gert samnning við ír-
anska sóknarmanninn Vahid Has-
hemian, samherja Þórðar Guðjóns-
sonar hjá Bochum. Hashemian gerði
þriggja ára samning við Bæjara og
er kaupverðið 2 milljónir evra. Ír-
aninn, sem er 27 ára, hefur skorað 12
mörk á leiktíðinni fyrir Bochum.
FÓLK
Thierry Henry, framherjinn frábæri
hjá Arsenal sem lék síðasta hálftím-
ann í leiknum gegn United. „Ég er
auðvitað vonsvikinn að fá ekki að
byrja leikinn en ég virði ákvarðanir
knattspyrnustjórans. Ég er hins
vegar afar óhress með vinnubrögð
enska knattspyrnusambandsins. Við
spilum fjóra leiki á átta dögum og
það sér hver heilvita maður að það
gengur ekki upp. Við erum mennskir
en ekki vélmenni,“ segir Henry.
George Graham, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Arsenal, spáir
sínu gamla liði sigri gegn Chelsea.
„Ég held að leikmenn Arsenal komi
mjög grimmir til leiks eftir tapið
gegn United og þeir vilja sýna og
sanna hvers megnugir þeir eru. Ég
hef samt hrifist af frammistöðu
Chelsea og ef eitthvert lið getur
haldið Arsenal frá því að skora á
Highbury er það Chelsea. Ég trúi
því hins vegar ekki að Arsenal spili
tvo leiki í röð án þess að skora,“ segir
Graham.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði
Arsenal beið lægri hlut fyrir Man-chester United í undanúrslitum
ensku bikarkeppninnar á laugardag-
inn og spurning er hvort sá ósigur
kemur til með að hafa einhver eft-
irköst hjá liðsmönnum Arsenal fyrir
slaginn á Highbury í kvöld. Freddie
Ljungberg og Jose Antonio Reyes
verða eftir allt saman í hópi Arsenal
fyrir leikinn en þeir meiddust í leikn-
um við United og var reiknað með
því að þeir yrðu frá í þrjár vikur.
Arsenal stendur óneitanlega vel
að vígi eftir jafnteflið á Stamford
Bridge og ekki síður fyrir þá stað-
reynd að liðið hefur haft ógnartak á
Chelsea undanfarin ár. Chelsea hef-
ur ekki tekist að leggja Arsenal í síð-
ustu 17 viðureignum liðanna og eðli-
lega er það sterkt vopn í sálarstríði
liðanna fyrir leikinn.
„Það er engin ástæða til að fyllast
einhverri depurð þó svo að illa hafi
farið á móti Manchester United. Ég
er alveg sannfærður um að við rífum
okkur upp og mætum fullir sjálfs-
trausts í leikinn við Chelsea,“ segir
mark Chelsea í fyrri leiknum á High-
bury og vonandi fær hann að spreyta
sig í byrjunarliðinu í kvöld en Eiður
hefur skorað tvö mörk gegn Arsenal
í fjórum viðureignum liðanna í vetur.
„Þetta er mitt síðasta tækifæri til
að sigra Arsenal sem knattspyrnu-
stjóri Chelsea,“ sagði Claudio Rani-
eri, knattspyrnustjóri Chelsea, og
glotti þegar hann tjáði sig við blaða-
menn um leikinn gegn Arsenal en
framtíð ítalska stjórans er, eins og
margoft hefur komið fram, í mikilli
óvissu hjá félaginu.
Chelsea verður án fyrirliða síns,
Marcel Desailly, sem er í banni en að
öðru leyti getur Ranieri teflt fram
sínu sterkasta liði.
„Auðvitað hef ég trú á mínum
mönnum og eftir frammistöðu þeirra
í fyrri leiknum sýndi liðið að við get-
um staðið uppi í hárinu á Arsenal.
Okkur hefur vegnað vel í útileikjum í
Meistaradeildinni og því skyldi það
ekki halda áfram á Highbury. Það er
auðvitað slæmt fyrir okkur að vera
án Desaillay en maður kemur í
manns stað og ég mun velja þá 11
bestu sem völ er á eins og ég geri
alltaf,“ segir Ranieri.
Beckham í banni
David Beckham verður fjarri góðu
gamni í liði Real Madrid sem sækir
Mónakó heim en fyrirliði enska
landsliðsins tekur út leikbann.
Madrídingar mæta til leiks með
tveggja marka forskot en þar sem
Mónakó tókst að skora tvívegis á
Bernebeu dugar þeim að vinna 2:0
eða 3:1 sigur til að komast áfram.
Meiðsli hafa herjað á leikmanna-
hóp Mónakó og þrír þeirra missa að
öllum líkindum af leiknum í kvöld,
varnarmaðurinn
Sebastien Squillaci, gríski miðju-
maðurinn Akis Zikos og argentínski
miðjumaðurinn Lucas Bernardi.
„Við erum komnir til Mónakó til
að sigra og í framhaldinu vil ég frek-
ar mæta Chelsea heldur en Arsenal í
undanúrslitunum,“ segir Roberto
Carlos sem var á skotskónum með
liði Real Madrid um helgina.
Fernando Morients, framherji
Mónakó, er sá leikmaður sem
Frakkarnir stóla á að geti fleytt sínu
liði áfram en Morientes er í láni frá
Real Madrid.
„Ef bæði lið spila af 100% styrk þá
vinnur Real Madrid en við verðum
bara að komast yfir 100% og þá eig-
um við möguleika á að slá þá út,“
segir Morientes sem hélt lífi í sínum
mönnum þegar hann minnkaði mun-
inn í 4:2 í fyrri leiknum á Spáni en
hann hefur skorað 18 mörk í 32 leikj-
um á tímabilinu.
Reuters
Robert Pires skorar jöfnunarmark Arsenal gegn Chelsea í fyrri Evrópuleiknum á Stamford Bridge
– með skalla, án þess að John Terry, fyrirliði Chelsea, komi vörnum við.
Tvær spennandi viðureignir í Meistaradeild Evrópu – í London og Mónakó
„Síðasta tækifæri mitt
til að vinna Arsenal“
MIKIL spenna er í loftinu fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu
í knattspyrnu en þá kemur í ljós hvaða tvö lið tryggja sér sæti í
undanúrslitum keppninnar. Í Lundúnaborg, nánar tiltekið á High-
bury, eigast við grannaliðin Arsenal og Chelsea sem skildu jöfn,
1:1, í fyrri leiknum á Stamford Bridge og Mónakó fær Real Madrid í
heimsókn en Real hafði betur í fyrri leiknum á Bernabeu, 4:2.