Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 54

Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 54
ÍÞRÓTTIR 54 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Snæfell – Keflavík 65:79 Stykkishólmur, úrvalsdeild karla, Inter- sport-deildin, þriðji leikur í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, mánudagur 5. apr- íl 2004. Gangur leiksins: 3:0, 5:8, 7:14, 11:18, 19:20, 23:23, 29:29, 27:33, 27:39, 29:41, 32:41, 34:43, 38:46, 41:46, 44:51, 44:58, 45:62, 46:65, 50:67, 52:71, 54:74, 55:78, 58:79, 65:79. Stig Snæfells: Sigurður Á. Þorvaldsson 16, Dondrell Whitmore 15, Edward Dotson 14, Corey Dickerson 9, Lýður Vignisson 5, Hlynur Bæringsson 3, Bjarne Ó. Nielsen 3. Fráköst: 27 í vörn – 9 í sókn. Stig Keflavík: Magnús Þ. Gunnarsson 17, Derrick Allen 14, Sverrir Þór Sverrisson 13, Fannar Ólafsson 13, Gunnar Einarsson 7, Nick Bradford 6, Arnar F. Jónsson 5, Jón N. Hafsteinsson 4. Fráköst: 35 í vörn – 12 í sókn. Villur: Snæfell 12 – Keflavík 19. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Leifur Garðarsson, mjög góðir. Áhorfendur: 820  Staðan er 2:1 fyrir Keflavík og liðin mætast fjórða sinni á laugardaginn og þá í Keflavík. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Milwaukee – Toronto ...........................90:83 Sacramento – Houston.........................99:94 Detroit – Indiana ..................................79:61 Washington – Boston .......................112:102 Minnesota – Memphis ..........................90:82 San Antonio – LA Lakers ...................95:89 New Jersey – Atlanta ........................106:89 Seattle – New Orleans .........................96:88 Utah – LA Clippers..............................97:92 KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, B-riðill: FH – Stjarnan.......................................... 8:0 Atli Viðar Björnsson 16., 44., 86., Allan Borgvardt 10., 38., Ármann Björnsson 48., Jónas Grani Garðarsson 85., Sigmundur Ástþórsson 89.  Stórsigur Hafnarfjarðarliðsins þar sem Atli Viðar gerði þrennu og Allan Borg- vardt tvö mörk. Staðan: ÍA 5 4 0 1 15:9 12 Keflavík 4 3 1 0 11:5 10 Þróttur R. 5 3 1 1 11:8 10 FH 5 3 0 2 14:10 9 Valur 4 2 0 2 7:3 6 Fram 4 1 1 2 10:8 4 ÍBV 5 1 1 3 12:12 4 Stjarnan 6 0 0 6 2:27 0 Neðri deild, A-riðill: Leiknir R. – Fjölnir................................. 1:2  Fjölnismenn eru með fullt hús það sem af er og með kunna markatölu, 14:2. Staðan: Fjölnir 4 4 0 0 14:2 12 ÍH 3 2 0 1 5:4 6 Leiknir R. 3 1 1 1 4:3 4 Víðir 3 1 1 1 3:5 4 Sindri 2 0 0 2 2:8 0 BÍ 3 0 0 3 1:7 0 Reykjavíkurmót kvenna Neðri deild: HK/Víkingur – ÍR ................................... 7:1 Staðan: HK/Víkingur 4 4 0 0 17:4 12 Fjölnir 3 2 0 1 15:3 6 Þróttur R. 4 2 0 2 7:12 6 Fylkir 3 0 1 2 2:8 1 ÍR 4 0 1 3 3:17 1  HK/Víkingur er sigurvegari í neðri deild, hefur unnið alla fjóra leiki sína og með fína markatölu, 17:4. England Leeds – Leicester.................................... 3:2 Michael Duberry 11., Mark Viduka 13., Alan Smith 86. – Paul Dickov 77., Muzzy Izzet 79. Rautt spjald: Mark Viduka 90. (Leeds). Staðan: Arsenal 30 22 8 0 58:20 74 Chelsea 31 22 4 5 58:24 70 Man. Utd 30 19 5 6 56:30 62 Liverpool 31 13 10 8 46:31 49 Newcastle 31 12 12 7 45:33 48 Birmingham 31 12 10 9 37:36 46 Aston Villa 31 12 8 11 39:36 44 Charlton 30 12 7 11 41:39 43 Southampton 31 11 9 11 34:29 42 Fulham 31 11 8 12 42:40 41 Middlesbro 31 11 8 12 37:39 41 Tottenham 31 11 4 16 40:48 37 Bolton 31 9 10 12 34:48 37 Everton 31 8 10 13 38:45 34 Man. City 31 7 11 13 42:43 32 Blackburn 31 8 7 16 42:52 31 Portsmouth 30 8 6 16 32:45 30 Leicester 31 5 13 13 41:55 28 Leeds 31 7 7 17 32:62 28 Wolves 31 5 9 17 27:66 24 Svíþjóð Elfsborg – Örgryte.................................. 1:2 Trelleborg – Djurgården........................ 2:2 Örebro – Halmstad.................................. 2:5 LEIÐRÉTTING Áslaug Eva Björnsdóttir, Akureyri, varð þriðja í alpatvíkeppni kvenna á Skíðamóti Íslands. Hún varð önnur í stórsvigi og fjórða í svigi. HAUKUR Ingi Guðna- son, knattspyrnumaður hjá Fylki, verður vænt- anlega ekki mikið með liði sínu í deildinni í sumar. Hann meiddist á hné í leik með Fylki gegn FH í æfingamóti á Spáni á föstudaginn og hann var ekki ánægður með það sem kom út úr rannsókn hjá lækni hér heima í gær. „Þetta voru nú ekki góðar frétt- ir sem ég fékk,“ sagði Haukur Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Svo virðist sem fremra krossband sé slitið í hægra hné og báðir liðþófarnir farnir,“ sagði sóknarmaðurinn snöggi. Hann sagði að hnéð yrði speglað í dag og síðan tækju við þriggja vikna stíf- ar æfingar til að búa sig sem best undir krossbands- aðgerðina. „Mér skilst að menn eigi í slíku í eina sex mánuði þannig að þetta eru allt annað en góðar fréttir,“ sagði Haukur Ingi. Hann lék lítið með Fylki í æfingamótinu, hálfan leik gegn Fram, hvíldi síðan alveg í leiknum gegn Val og átti að spila hálfan leik gegn FH. „Þetta gerð- ist bara strax á þriðju mínútu. Ég var lítið með í mótinu vegna þess að ég hafði fundið fyrir eymslum í vöðvafestingum í hægra hné,“ sagði Haukur Ingi. Haukur Ingi væntanlega lítið með í sumar Haukur Ingi Guðnason TORFI Alexandersson hefur vakið mikla athygli fyrir mjög svo líflega framkomu á hliðarlínunni í leikjum Snæfells og Keflavíkur fram til þessa, en Torfi er maðurinn með lukkuskeifuna, íklæddur jakkaföt- um í rétta litnum, lit Snæfells, eld- rauðum, og hvetur Snæfell hverja stund á meðan leikir liðsins standa yfir. En hver er sagan á bak við skeifuna sem hefur reyndar misst mátt sinn í undaförnum tveimur leikjum? „Ég vinn hjá Jarðborunum rík- isins og var á ferð með bor við Geysi og fann þessa skeifu. Hún var tekin með á næsta leik sem við unnum, og að sjálfsögðu málaði ég skeifuna í rétta litnum, en hún er gulllituð,“ sagði Torfi en hann er bróðir Hlyns Bæringssonar, leik- manns og fyrirliða Snæfells. „Skeifan virkaði gríðarlega vel í leikjunum gegn Njarðvík en það var farið að sjást í silfurlitinn í öðrum leiknum gegn Keflavík og það er ekki liturinn sem við sætt- um okkur við í ár sem lið,“ sagði Torfi og veifaði nýmálaðri lukku- skeifu og brosti. „Ég veit að við munum fara alla leið og fögnum titlinum í fimmta leiknum þrátt fyrir að ekki hafi gengið sem skyldi gegn Keflavík í kvöld. Við þekkjum ekki orðið uppgjöf,“ sagði Torfi en þess ber að geta að Alda Pálsdóttir, eig- inkona Bárðar Eyþórssonar, þjálf- ara Snæfells, saumaði jakkafötin á Torfa. Silfurliturinn á „lukkuskeif- unni“ er ekki rétti liturinn DEILDARMEISTARAR Snæfells áttu fá svör í sóknarleiknum gegn Keflavík að þessu sinni þar sem að Corey Dickerson var gjörsamlega tekinn úr umferð frá upphafi til enda og með 79:65 tapi misstu leikmenn Snæfells heimaleikja- réttinn úr höndunum til Keflvík- inga sem geta tryggt sér Íslands- meistaratitilinn á heimavelli næsta laugardag. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæ- fells, var að vonum ekki sáttur við leik sinna manna. „Við vorum að hlaupa á þeirra hraða og skotvalið hjá okkur var í einu orði sagt skelfilegt. Það gekk fátt upp í leiknum sem við höfðum lagt á ráðin með fyrir leikinn og við flýttum okkur allt of mikið í sókn- inni,“ sagði Bárður en taldi að lið- ið hefði átt svör við því að Dicker- son var tekinn nánast úr umferð í leiknum. „Við erum með fullt af möguleikum í þessari stöðu sem við köstuðum bara frá okkur, en þrátt fyrir skell á heimavelli mun- um við mæta til Keflavíkur í það erfiða verkefni að leggja þá að velli – og það án Corey Dickerson sem verður líklega úrskurðaður í leikbann. Keflavík mun án efa pressa á okkur á laugardag en við munum nota næstu daga til þess að hvíla okkur og undirbúa okkur sem best fyrir næsta leik. Það mun mæða mikið á þeim Hafþóri Gunnarssyni, Dondrell Witmore og Lýði Vignissyni ef Dickerson verður ekki með. Keflavík mun sækja hart að þeim og vissulega er verkefnið gríðarlega erfitt en ekkert er ómögulegt í íþróttum. Ég hef trú á mínu liði sem hefur oft séð það svart í úrslitakeppn- inni fram að þessu,“ sagði Bárður Eyþórsson en hann skoðaði leikinn á ný gaumgæfilega á myndbandi í gær og trúði vart eigin augum. „Við verðum að stjórna hraðanum gegn Keflavík annars er voðinn vís og það sáu það allir að í þess- um leik réðum við ekki við hrað- ann sem við ætluðum okkur að leika á.“ Sóttum ekki að körfunni Lýður Vignisson, leikmaður Snæfells, sagði að varnarleikurinn hefði verið í lagi sem oftar en í sókninni hafi liðið ekki náð áttum. „Kannski var spennustigið of hátt að þessu sinni. Við hittum afar illa og hættum að sækja að körfunni. Það má segja að við leystum illa úr því þegar Corey Dickerson var tekinn svona stíft en ég get ekki sagt að baráttan hafi ekki verið til staðar. En núna erum við með bakið upp að veggnum og verðum að leggja Keflavík að velli í næsta leik, hvernig sem við verðum mannaðir í þeim leik. Ég neita að trúa því að þetta hafi verið síðasti heimaleikur okkar í vetur,“ sagði Lýður. Skelfilegt skotval Það var að venju mikil spenna ogstemning í Hólminum fyrir leikinn, áhorfendur, sem sumir hverjir voru komnir langt að, búnir að troðfylla húsið löngu fyrir leik. Nú var komið að þriðja leik og það lið sem færi með sigur af hólmi stæði vel að vígi, sérstaklega væri staða Keflavíkur sterk ef sigur ynnist á útivelli. Snæfell skoraði fyrstu þrjú stig leiksins og var það í fyrsta og eina skiptið sem heimamenn höfðu for- ystuna í leiknum. Fyrsti leikhluti var hreint út sagt frábær körfubolti tveggja góðra liða, mikill hraði, góð hittni og fínn varnarleikur. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 23:23 og lof- aði góðu um framhaldið. Annan leikhlutann hófu gestirnir afar vel, voru vel stemmdir, léku grimman varnarleik svo heimamenn komust lítt áleiðis og var skor heima- manna ekki nema níu stig í leikhlut- anum. Á þessum kafla lögðu Keflvík- ingar grunninn að sigri í leiknum, en staðan í hálfleik var 32:41, gestunum í vil. Á upphafsmínútum síðari hálf- leiks var dálítið batamerki á Snæfell- ingum, sem náðu að minnka muninn í fjögur stig um miðjan fjórðunginn. En þá kom frábær kafli gestanna sem skoruðu 14 stig gegn 3 stigum Snæfells og höfðu sautján stiga for- skot fyrir síðasta fjórðung. Gestirnir héldu áfram sínum kraftmikla leik og náðu mest tuttugu og tveggja stiga forskoti upp úr miðjum leik- hlutanum og voru með leikinn í sín- um höndum. Snæfell mætti ofjörlum sínum í þessum leik og verður að hrósa Keflvíkingum fyrir góðan leik. Hólmarar verða nú að bretta upp ermar og mæta tvíefldir til leiks á laugardaginn í Keflavík. Nú eru Snæfellingar í fyrsta skipti í þessari úrslitakeppni komnir með bakið upp að vegg og verða þá að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Í liði Snæfells átti Sigurður Á. Þorvaldsson mjög góðan leik í fyrri hálfleik og skoraði öll sín sextán stig fyrir leikhlé. Dondrell Whitmore lék einnig mjög vel framan af en lítið kom frá honum í síðari hálfleik eins og Sigurði. Edward Dotson lék einna best heimamanna, bæði í vörn og sókn. Var frákastahæstur með fjór- tán alls. Lítið kom út úr Corey Dick- erson í leiknum, var hann t.a.m. langt undir sínu meðaltali í stiga- skorun. Hlynur Bæringsson lék einn sinn slakasta leik fyrir Snæfell í langan tíma, var einungis með 9 frá- köst og skoraði þrjú stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Lýður Vignis- son fundu sig heldur ekki. Hjá gestunum átti Magnús Þ. Gunnarsson afar góðan leik og setti niður þrjá þrista í síðari hálfleik á góðum augnablikum. Derrick Allen var að vanda mjög öflugur undir körfunni, ógnaði mikið í sókninni og var sterkur í fráköstunum. Fannari Ólafssyni gekk mjög vel að gæta Hlyns Bæringssonar í þessum leik. Jón N. Hafsteinsson átti fínan leik, sérstaklega var hann öflugur í frá- köstunum. Sverrir Þór Sverrisson átti stór- leik í vörninni og hélt Corey Dicker- son vel niðri í leiknum. Minna bar á Gunnar Einarssyni og Nick Brad- ford í þessum leik en í undanförnum leikjum. Morgunblaðið/Sverrir Það hefur verið mikil stemning hjá stuðningsmönnum Snæfells að undanförnu. Hér má sjá Torfa Alexandersson í rauðum jakkafötum veifa lukkuskeifunni. Keflvíkingar hafa betur, 2:1! Ríkharður Hrafnkelsson skrifar KEFLAVÍK sigraði Snæfell með 79 stigum gegn 65 í þriðja leik lið- anna í úrslitarimmunni um meistaratitlinn í körfuknattleik karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þar með eru Keflvíkingar komnir í þægi- legri stöðu því liðinu nægir sigur á laugardaginn kemur á heimavelli sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.