Morgunblaðið - 06.04.2004, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 59
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 ára.
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
„Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 4.30. Íslenskt tal.
Páskamynd
fjölskyldunnar
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA!
Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Besta
frumsamda
handrit
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 8. Síðasta sýningSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Sýnd kl. 6.
Með íslensku tali Kl. 10.10. Síðasta sýning
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA!
Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.40.
Páskamynd
fjölskyldunnar
EIN af athyglisverðustu myndum
síðasta árs verður frumsýnd á mynd-
bandi og mynddiski hér á landi og
kemur á leigurnar á morgun. Er hér
um að ræða hina sögulegu Í Ameríku
(In America) mynd eftir írska kvik-
myndagerðarmanninn Jim Sheridan
sem á að baki myndir á borð við
Vinstri fótinn og Í nafni föðurins.
Fjallar myndir um raunir ólög-
legra írskra innflytjenda í Bandaríkj-
unum og gerist á níunda áratug síð-
ustu aldar. Sagan er að hluta sönn,
því Sheridan byggir hana að nokkru á
því sem kom fyrir í hans eigin fjöl-
skyldu, og skrifaði handritið ásamt
dætrum sínum. Aðalhlutverkin eru í
höndum tveggja af athyglisverðustu
ungu leikurum Breta, Samönthu
Morton og Paddy Considine. Morton
þekkja flestir úr Minority Report og
Sweet and Lowdown Woody Allens
en Considine er þekktastur fyrir
aukahlutverk í 24-Hour Party People
en var einnig í hinni mögnuðu A Ro-
om For Romeo Brass.
Myndin hefur hlotið allmörg verð-
laun og tilnefningar, þ. á m. þrjár til-
nefningar til Óskarsverðlauna.
Í vikunni kemur einnig út, bæði á
mynddiski og myndbandi, lokamynd-
in í Matrix-þríleiknum, Byltingin.
Söludiskurinn er eins og gefur að
skilja uppfullur af ítarefni um mynd-
ina og gerð hennar en myndin sjálf
var að margra mati betri en End-
urhlaðin, önnur myndin.
Þá kemur út í vikunni önnur útgáf-
an með úrvali bestu atriða í 70 mín-
útum en fyrsta útgáfan, sem kom út
fyrir jólin, seldist í vel yfir 10 þúsund
eintökum.
Undraland (Wonderland) er hin at-
hyglisverðasta mynd sem fulllítið fór
fyrir í bíó hérlendis. Um er að ræða
mynd sem lýsir því helvíti sem klám-
myndaleikarinn John Holmes lenti í
þegar farið var að halla undan fæti,
eiginkonan búin að gefast upp á hon-
um og hann flæktur í morðmál. Val
Kilmer þykir fara á kostum sem
klámmyndaleikarinn kunni og Lisa
Kudrow, Phoebe úr Vinum, sýnir auk
þess á sér nýja dramatíska hlið.
Þá kom í gær út myndin Vanar
stelpur (Wisegirls) með þeim Miru
Sorvino og Mariuh Carey en hún
fjallar um stelpu sem vinnur á næt-
urklúbbi í eigu mafíunnar og verður
vitni að morði.
Ekki má svo gleyma barnamynd-
unum tveimur sem koma út í vikunni
en það eru Lindgren-myndir um
grallaraspóana Emil í Kattholti og
Maddit.
Þá ber að geta að sakamálamyndin
S.W.A.T. með Samuel L. Jackson og
Colin Farrell er enn vinsælust á leig-
unum, en hefur fengið harða sam-
keppni frá Steve Martin-grínmynd-
inni Bringing Down The House og
nútímavestranum Once Upon A Time
in Mexico, framhaldinu af Desperado
og El Mariachi.
In America og Matrix á leigurnar í vikunni
Innflytjendaraunir
! "#
! "#
! "#
! "#
! "#
! "#
! "#
$
! "#
! "# $
! "#
! "#
%
&
%
&
%
%
%
'
&
%
&
%
%
&
&
&
&
'
&
'
!
"
"
# "
$
%
&'' (
) *
+
!
,
#
- " ./012.34
- " ./012536
!
!7" 83
9
( ""
Í Ameríku: Ungir Írar í örvænting-
arfullri leit að ameríska draumnum.
skarpi@mbl.is
MOLESTING Mr. Bob kvaddi sér
fyrst hljóðs á Músíktilraunum árið
2000 og lék þá níðþungt og beljandi
rokk sem minnti
helst á þá eðlu sveit
Napalm Death. Þá
um sumarið kom út
sex laga plata með
sveitinni á vegum
MSK, úgáfu Mínus,
og eru gæði hennar vel yfir meðallagi.
Síðustu ár er eins og sveitin hafi
legið í hálfgerðum dvala en Elli
trymbill hefur m.a. verið upptekinn
með harðkjarnarokksveitinni I
Adapt.
Á þessari fjögurra laga stuttskífu
hefur hljómi sveitarinnar verið um-
turnað. Jarðýtunni hefur verið lagt
fyrir tilraunakenndara farartæki og
er afrakstur þeirra skipta góður –
mjög góður meira að segja.
Lögin fjögur eru mismunandi eins
og þau eru mörg. Í fyrsta laginu er
t.d. skemmtilega „kits“ hljómborðs-
leikur og lagið melódískt keyrslu-
rokk. Krummi söngvari er líka farinn
að syngja og fer ansi hátt upp tónstig-
ann. Annað lagið er öllu myrkara og í
báðum lögunum eru gerðar skemmti-
legar raddtilraunir. Þriðja lagið er
líklega brjálaðast með snöggum takt-
skiptingum en fjórða lagið er hiklaust
tilkomumest – stingur algerlega í stúf
við það sem á undan hefur komið þar
sem fer sveimkennd og seiðandi raf-
tónlist!
Einhverra hluta vegna koma Blood
Brothers upp í hugann þegar hlustað
er og Mínus reyndar líka, en ekkert
endilega vegna tónlistarinnar, öllu
frekar vegna hugmyndafræðinnar –
og áræðninnar. Haunting and Heart-
breaking songs er nefnilega vel frum-
leg og tónlistin „Bob“-tónlist fyrst og
fremst.
Þessi diskur kemur eins og skratt-
inn úr sauðarleggnum en er að sönnu
velkominn. Fínt „stöff“.
Tónlist
Breyttur
Bob
Molesting Mr. Bob
Haunting and Heartbreaking
Songs
Bubby Records
Haunting and Heartbreaking Songs er
önnur plata rokksveitarinnar Molesting
Mr. Bob. Sveitina skipa Krummi Jóns
(rödd), Höddi (gítarar), Skúli (bassi) og
Elli Bang (slagverk). Þeim til aðstoðar er
306. Lög eftir meðlimi en textar eru eftir
Krumma.
Upptökustjórn var í höndum sveitarinnar
og Hálfdáns. Hljóðblöndun og hljóm-
jöfnun var í höndum 306. Hálfdán sá um
hljóðritun og -vinnslu og var 306 honum
til aðstoðar við hljóðvinnsluna.
Arnar Eggert Thoroddsen
„ÞÆR eru mjög spenntar. Ég hef
leyft þeim að fylgjast með hvernig
hefur gengið og sendi þeim mynd
af biðröðunum sem mynduðust
þegar miðasalan hófst og þeim
kom allur þessi áhugi nokkuð á
óvart,“ segir Ísleifur Þórhallsson
um komu breska stúlknabandsins
Sugababes en það mun halda
tónleika í Höllinni á skírdags-
kvöld, næsta fimmtudag.
Stelpurnar hafa lýst yfir áhuga
sínum á að kynnast íslensku nætur-
lífi og hafa að sögn Ísleifs sett stefn-
una á að lyfta sér svolítið upp annað
kvöld en þær koma til landsins á
morgun. „Við skulum bara vona að
þær komist einhvers staðar inn,“
segir Ísleifur og hlær en þær stúlk-
ur eru allar undir tvítugu og þykja
enda afar efnilegar.
Sugababes hafa verið á tónleika-
ferð um Bretlandseyjar síðustu
daga og vikur, sem hefur mælst
mjög vel fyrir og vakið töluverðra
athygli fjölmiðla. Þykja stúlkurnar
standa sig vel í lifandi flutningi og
hefur komið mörgum á óvart að þær
geti bara sungið býsna vel – ólíkt
mörgum öðrum viðlíka stúlkna- og
strákaböndum um þessar mundir
sem oftar en ekki dansa og herma
eftir tónlistinni sem leikin er af
bandi. Á tónleikum Sugababes sé
hins vegar allt lifandi og lífrænt.
Uppselt hefur verið á alla tónleika
þeirra á túrnum en hér heima segir
Ísleifur að enn sé hægt að fá miða.
„Það eru innan
við þúsund mið-
ar eftir,“ segir
Ísleifur en býst
við að þegar
byrjað verður að
hleypa inn á tón-
leikana kl. 18 á
miðvikudag verði
sárafáir miðar enn
óseldir. „Þetta
verður svo gott sem
fullt og stemningin
eftir því frábær, trúi
ég. Eitt stórt partí. Í
dag verður byrjað að
koma upp græjum og
sviðinu, enda mikið
verk.“
Það hefur ekki gerst
oft undanfarið að hér
sé boðið upp á hrein-
ræktaða popptónleika.
Ísleifur segir þetta því hafa verið
svolitla tilraunastarfsemi hjá sér
sem hafi gengið upp. „Venjan er að
flytja inn rokkbönd eða þau sem
teljast sögufræg. Það þykir örugg-
ara að veðja á slíka hesta í þessum
bransa. Mig langaði bara að breyta
til, prófa að bjóða upp á eitthvað
annað og það virðist sem stór og
breiður hópur fólks sé mjög þakk-
látur fyrir það, krakkarnir, foreldr-
arnir og allt þar á milli.“
Sugababes koma til Íslands á morgun
Ætla út
á lífið
Sugababes eru mikið
fyrir djammið – rétt eins
og aðrir unglingar.