Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÁVÖXTUNARKRAFA verðtryggðra ís-
lenskra ríkisskuldabréfa hélt áfram að
lækka í gær, þriðja daginn í röð. Krafan
lækkaði síðastliðinn fimmtudag strax eftir
að greint var frá því að ríkisskuldabréf yrðu
hæf til uppgjörs og vörslu hjá alþjóðlega
uppgjörsfyrirtækinu Clearstream Banking.
Krafan lækkaði einnig á föstudeginum og
aftur í gær, en skráningin hófst í gær.
Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku
lækkaði ávöxtunarkrafan um allt að 0,20%
og í gær lækkaði hún um allt að 0,07%, mis-
munandi eftir tegund skuldabréfa. Húsbréf
hafa lækkað mest um 0,16% frá mánaða-
mótum og ríkisbréf um mest 0,11%.
Vonir um frekari lækkun
Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá KB
banka, segir að kaup erlendra fjárfesta á ís-
lenskum ríkisskuldabréfum muni væntan-
lega aukast jafnt og þétt. Vonir séu bundnar
við að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa
haldi áfram að lækka og að raunvextir hér
muni þá lækka enn frekar.
Ávöxtunar-
krafa ríkis-
skuldabréfa
lækkar enn
Jákvæð áhrif/12
LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ deCODE til-
kynnti í gær að það hygðist afla allt að 100
milljónum Bandaríkjadala með skuldabréfa-
útboði, eða 7,2 milljörðum íslenskra króna.
Samkvæmt tilkynningu frá félaginu á að-
allega að nota féð til að setja aukinn kraft í
þróun lyfja og greiningartækni, sem og í al-
mennan rekstur fyrirtækisins.
Í tilkynningunni segir að útboðið verði
háð skilyrðum á markaði og öðrum skil-
yrðum.
Þá segir að skuldabréfin verði boðin
stofnanafjárfestum til kaups og verði með
breytirétti í hlutabréf í deCODE á verði sem
verður ákveðið í samningum á milli de-
CODE og kaupenda bréfanna. Þá segir að
deCODE ætli sér að veita kaupendum rétt
til að kaupa aukalega 25 milljóna dala virði
af skuldabréfum, eða sem samsvarar 1,8
milljörðum króna.
deCODE í
7,2 milljarða
skulda-
bréfaútboð
VARÐSKIPIÐ Ægir stóð togarann Gullver
NS 12 að meintum ólöglegum veiðum í gær
og vísaði skipinu til hafnar á Seyðisfirði þar
sem lögreglan tók á móti því. Löggæslu-
menn á varðskipinu mældu möskvastærð
poka botnvörpu togarans og reyndust
möskvarnir of þéttriðnir. Togarinn var að
karfaveiðum með fiskibotnvörpu út frá
Austfjörðum, um 14,5 sjómílur suðvestur af
Hvalbak. Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni eru gerðar skyndi-
skoðanir um borð í skipum og var um eina
slíka að ræða í gær.
Togarinn kom að landi um kl. 20 í gær-
kvöldi og samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Seyðisfirði stóð í gærkvöldi til að
taka skýrslu af skipstjóra og fá gögn frá
varðskipinu vegna málsins.
Togari stað
inn að meint-
um ólögleg-
um veiðum
RÚMLEGA tvítugur karlmaður,
sem var handtekinn vegna grófrar
líkamsárásar á sextán ára dreng á
laugardag, var aftur handtekinn í
gær í tengslum við líkamsárás í
húsi við Hverfisgötu í Reykjavík.
Árásarmaðurinn, sem er nýkominn
á reynslulausn eftir 10 mánaða af-
plánun 2 ára fangelsisdóms fyrir
aðra grófa líkamsárás, auk gæslu-
varðhalds, gekk laus eftir að hér-
aðsdómur hafnaði gæsluvarðhalds-
kröfu lögreglunnar vegna
árásarinnar. Hafði móðir drengs-
ins lýst áhyggjum sínum af því að
maðurinn gengi laus.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Reykjavík var ráðist á
mann á miðjum aldri í húsinu við
Hverfisgötu í gær og barst lög-
reglu tilkynning um málið um kl.
18.30. Maðurinn, sem hlaut minni-
háttar meiðsl að sögn lögreglu, var
fluttur á slysadeild en fékk að fara
heim í gærkvöldi.
Þrír menn eru í haldi lögreglu
vegna málsins og verða þeir yfir-
heyrðir í dag. Ekki liggja fyrir
hver tengsl árásarmannanna eru
við hinn slasaða.
Pilturinn sem varð fyrir lífs-
hættulegri árás á laugardag var út-
skrifaður af gjörgæsludeild Land-
spítalans í gær. Ekki þurfti að gera
aðgerð á honum en þörf er á áfram-
haldandi sjúkrahúslegu. Móðir
drengsins, Unnur Millý
Georgsdóttir, varð fyrir miklum
vonbrigðum með niðurstöðu hér-
aðsdóms varðandi gæsluvarð-
haldskröfu lögreglu og segir son
sinn óttast mjög árásarmanninn.
„Það er stórt áhyggjuefni og sið-
ferðislega rangt að maðurinn skuli
ganga laus,“ segir hún.
Ekki æskilegt fyrirkomulag
Samkvæmt almennum hegning-
arlögum, eftir breytingar árið 1999
m.a. á grundvelli álits umboðs-
manns Alþingis, er gert ráð fyrir
því að brot á reynslulausn sé dæmt
í einu lagi með nýju broti.
Að mati Valtýs Sigurðssonar,
héraðsdómara og setts fangelsis-
málastjóra, er þetta fyrirkomulag
ekki æskilegt. „Ég er þeirrar skoð-
unar að við lagasetninguna hafi
verið horft of mikið til þess að vax-
andi málahraði hjá dómstólunum
gæti réttlætt þetta fyrirkomulag,
þ.e. að það væri í lagi að bíða uns
dómur gengi í hinu nýja máli þar
sem þá yrði metið hvort reynslu-
lausn hefði verið rofin. Aðaltil-
gangur breytinganna var að kveða
á um að þetta væri ákvörðun dóm-
ara en ekki Fangelsismálastofnun-
ar. En ég tel ekkert því til fyrir-
stöðu að dómari á vakt ætti að geta
gert þetta þegar í stað á grundvelli
fyrirliggjandi játningar.“
Ungur piltur kominn af gjörgæslu eftir líkamsárás dæmds afbrotamanns
Árásarmaðurinn aftur í
haldi vegna líkamsárásar
TÚLÍPANAR eru vinsælasta blómið í ár, að
sögn Gísla Jóhannssonar garðyrkjubónda í
Dalsgarði í Mosfellsdal. Hann segir að gulir
túlípanar seljist alltaf vel fyrir páskana og svo
séu bleikir og hvítir vinsælir í tengslum við
fermingar. Árlega eru ræktaðir um 160 þús-
und túlípanar í Dalsgarði. Sigfríð Lárusdóttir,
sem þar starfar, hlúir að túlípönum, sem eru í
þann veginn að fara á markað.
Morgunblaðið/Golli
Túlípanar í öllum regnbogans litum í tísku
EIN helsta ástæðan fyrir háu verði
samheitalyfja hér á landi eru
ákvarðanir lyfjaverðsnefndar sem
samþykkir samheitalyf á svo til
sama verði og frumlyfin, í stað þess
að verðleggja þau u.þ.b. 20% lægra
eins og eðlilegt væri, segir Inga J.
Arnardóttir, deildarstjóri lyfja-
deildar Tryggingastofnunar ríkis-
ins (TR). „Það er í gildi opinbert
lyfjaverð á Íslandi, ákveðið af lyfja-
nefnd sem er undir ráðuneytinu.
Það er hún sem setur hámarksverð-
ið og reglur lyfjaverðsnefndar eru
þannig að þeir samþykkja sam-
heitalyf á eiginlega sama verði og
frumlyfin, og þess vegna er verðið
svona hátt hérna.“
Verðmunurinn um 5%
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
stendur að verð samheitalyfja sé
ákvarðað út frá verði frumlyfja og
að jafnaði sé það 10–15% lægra.
Þetta segir Inga hreinlega rangt,
munurinn sé miklu minni, og hún
segist efast um að hann nái 5%.
„Ef lyfjaverðsnefnd treysti sér til
að setja reglur þar sem þeir segðu
að samheitalyf ættu að vera 20%
ódýrari en frumlyfin, þá væru þau
20% ódýrari á Íslandi.“
Hún telur ekki að slíkur verð-
munur muni hamla lyfjafyrirtækj-
unum. Hún segir íslenska markað-
inn aðeins brot af markaði íslenskra
lyfjaframleiðanda. „Þeir hætta ekk-
ert að framleiða þó að verðið hér
þurfi að vera eitthvað lægra. Ég
held að það skipti þá ekkert miklu
máli í heildina. En auðvitað eru þeir
ekkert að selja þetta á lægra verði
en þeir komast upp með.“
Inga segir að ekki standi til að
rannsaka hvernig sá mikli munur
sem er á sumum lyfjum á Íslandi og
hinum Norðurlöndunum er til kom-
inn. Hún segir að TR hafi hins vegar
sent erindi til lyfjaverðsnefndar 16.
febrúar sl. þar sem farið er fram á
að þeir endurskoði verðlagningu á
samheitalyfjum með tilliti til verðs í
nágrannalöndunum. TR hefur enn
ekki borist svar við erindi sínu.
Inga staðfestir að lyfjafram-
leiðslufyrirtæki veiti lyfjakeðjunum
afslátt, en að sá afsláttur skili sér að
einhverju leyti til sjúklinga. Ríkið
greiði alltaf hið opinbera hámarks-
verð. Þó hafi ríkið getað lækkað
sinn hlut í lyfjaverði vegna afslátt-
arkjara sem sjúklingarnir njóta.
Samheitalyf ættu að vera
20% ódýrari en frumlyf
Töpuðu/6
♦♦♦
♦♦♦