Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 1
Skelfing
þagnarinnar
Rætt við kvikmyndaleikstjórann
Peter Segal | Fólk í fréttum
Fjögur sérblöð í dag
Páskar |Ég þoli ekki fargan Listin er mannbætandi Íslenski fjár-
hundurinn í góðum metum Viðskipti | Samvinna hjá risum í sjávar-
útvegi Úr verinu | Deilt um djúpkarfann Börn | Páskaþrautir
STOFNAÐ 1913 98. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
BANDARÍSKAR herflugvélar skutu í gær
flugskeyti og 225 kg sprengju á bænaturn og
múr umhverfis mosku í írösku borginni Fallujah
og sjónarvottar sögðu að allt að 40 manns hefðu
fallið. Uppreisnarmenn úr röðum súnníta veittu
harða mótspyrnu í Fallujah og átök bandarískra
hermanna og vopnaðra sveita sjítaklerksins
Muqtada Sadrs breiddust út.
Ali Sistani, æðsti klerkur íraskra sjíta, hvatti
til þess að vandamál Íraks yrðu leyst með frið-
samlegum hætti og að allar fylkingarnar forð-
uðust aðgerðir sem gætu leitt til enn meiri
blóðsúthellinga.
Alls hafa yfir 200 Írakar, 34 bandarískir her-
menn og tveir frá öðrum löndum beðið bana í
átökum sem geisað hafa víða um landið síðustu
fjóra daga. Yfir 550 Írakar hafa særst frá því á
sunnudag þegar sveitir Sadrs hófu uppreisn og
bandarískar hersveitir blésu til sóknar í Fall-
ujah, 200.000 manna borg sem einkum er byggð
súnnítum.
Óljósar fregnir um mannfall
Bandaríski undirofurstinn Brennan Byrne
sagði að herþyrla hefði skotið flugskeyti á
bænaturn mosku í miðborg Fallujah eftir að
uppreisnarmenn hefðu hafið skothríð á her-
menn úr byggingunni og sært fimm þeirra. Orr-
ustuflugvél varpaði síðan sprengju á svæðið um-
hverfis moskuna.
„Ef þeir nota moskuna til hernaðar er hún
ekki lengur guðshús og við gerum árás,“ sagði
Byrne. Annar bandarískur herforingi sagði að
þótt guðshús ættu að njóta verndar samkvæmt
Genfar-sáttmálanum væru slíkar árásir réttlæt-
anlegar ef þau væru notuð til árása.
Sjónarvottar sögðu að bænaturninn hefði
skemmst og múr umhverfis moskuna eyðilagst
en skemmdir hefðu ekki orðið á aðalbygging-
unni.
Fréttamaður AP sá bíla flytja lík og sært fólk
af svæðinu. Ekki var vitað hversu margir féllu í
árásinni þar sem hinir látnu og særðu voru flutt-
ir í íbúðarhús í grenndinni og moskur.
Sjónarvottar sögðu að árásin hefði verið gerð
eftir að fólk hefði safnast saman í moskunni til
síðdegisbæna.
Uppreisnarmennirnir í Fallujah veittu harða
mótspyrnu þegar bandarískir hermenn réðust
inn í miðborgina. Beitt var flugvélum og skrið-
drekum í árásum á hús þar sem talið var að upp-
reisnarmenn hefðu falið sig.
Læknir í Fallujah sagði að sextán börn og
átta konur hefðu beðið bana í loftárásum á hús
þeirra seint í fyrrakvöld.
Átökin í Írak harðna
enn og breiðast út
AP
Bandarískir hermenn leita skjóls bak við undirstöðu járnbrautarbrúar í bardaga við uppreisn-
armenn í írösku borginni Fallujah. Uppreisnarmenn veittu harða mótspyrnu í borginni í gær.
Loftárás á bænaturn
og múr umhverfis
mosku í Fallujah
Bagdad, Fallujah. AFP, AP.
Harðir bardagar/12
DANSKT fyrirtæki hefur fundið upp þjófa-
vörn fyrir sumarbústaðaeigendur en hún er
í stuttu máli þannig, að sé brotist inn í sum-
arbústaðinn hringir farsíminn og tekur við
myndum af vettvangi.
Innbrot í sumarhús í Danmörku eru
meira en 7.000 á ári og ósjaldan er ekki bara
stolið, heldur unnar á þeim miklar skemmd-
ir. Vonast er til, að á því verði þó einhver
breyting til batnaðar með nýju þjófavörn-
inni en uppistaðan í henni er myndavél, sem
hringir í farsímann strax og vart verður við
óboðinn gest í sumarhúsinu. Sendir hún
einnig myndir af honum. Sagði frá þessu á
fréttavef Berlingske Tidende.
Farsími varar
við þjófum
ÞESSI bjúgnefja var í hópi fjögurra sem
sáust á vappi á leirunum við Höfn í gær en
fuglinn er flækingsfugl hér við land og
mun þetta vera í annað sinn sem staðfest
er að bjúgnefja hafi sést við Ísland. Það
gerðist síðast 31. mars 1954 á Reyðarfirði.
Að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar,
fuglaáhugamanns á Höfn, sem sat fyrir
fuglunum og tók þessa mynd, eru þeir á að
giska ársgamlir.
Bjúgnefja er vaðfugl og algeng í Dan-
mörku, S-Svíþjóð, Hollandi og Belgíu en
nafn sitt dregur hún af uppbrettu nefinu.
Flækingsfuglanefnd heldur utan um
skráningu á sjaldgæfum fuglum og verður
henni tilkynnt um fundinn.
Bjúgnefja sást
eftir fimmtíu ár
♦♦♦
TASSOS Papadopoulos, forseti Kýpur-
Grikkja, hvatti þá í gærkvöldi til að hafna
áætlun Sameinuðu þjóðanna um samein-
ingu Kýpur í þjóðaratkvæðagreiðslu sem
fram fer á eyjunni síðar í mánuðinum.
„Ég skora á ykkur að leggjast eindregið
gegn áætluninni 24. apríl,“ sagði Papado-
poulos í tilfinningaþrunginni ræðu sem
send var út í útvarpi og sjónvarpi.
Samkvæmt áætluninni á að sameina Kýp-
ur eftir 30 ára skiptingu eyjunnar til að hún
geti öll gengið í Evrópusambandið 1. maí.
Hafni annaðhvort Kýpur-Grikkir eða Kýp-
ur-Tyrkir áætluninni fær aðeins gríski hluti
eyjunnar aðild að ESB.
Kýpur-Grikkir
Forsetinn
leggst gegn
áætlun SÞ
NÝR heildarkjarasamningur að-
ildarfélaga Starfsgreinasambands-
ins við ríkið var undirritaður um
miðnætti. Samningurinn gildir til
loka mars 2008 og kemur í stað 14
mismunandi samninga einstakra
félaga sem áður giltu. Talning at-
kvæða í dag um verkfallsheimild á
sjúkrastofnunum sem átti að
koma til 16. apríl er þar með úr
sögunni.
Mótframlag ríkis
hækkar úr 6% í 11,5%
Í tilkynningu frá Starfsgreina-
sambandinu segir að markmið
samningsins hafi verið að færa
kjaraumhverfi félagsmanna nær
því sem gildi um aðra starfsmenn
ríkisins og að meginatriði í kröfu-
gerð aðildarfélaganna séu nú í
höfn.
Samkvæmt samningnum hækk-
ar mótframlag ríkisins í lífeyris-
sjóð til jafns við framlag til rík-
isstarfsmanna, úr 6% í 11,5%. Ný
launatafla gildir frá og með 1.
mars sl. Tekin verður upp ný 20
flokka launatafla með sex starfs-
aldursþrepum og verða laun sam-
kvæmt henni á bilinu 96 þúsund
krónur á mánuði til 187.608 frá 1.
mars að telja.
Sameiginlegt mat samningsað-
ila á kostnaðaráhrifum á inn-
færslu í launatöflu er að hann sé
að meðaltali um 2% frá undirritun
en auk þess komi til almenn
launahækkun sem geti ekki orðið
lægri en 3,25%.
Laun hækka árlega
til ársins 2008
Grunnkaupshækkun á samn-
ingstímanum er þannig að 1. jan-
úar 2005 hækka laun um 3%, 1.
janúar 2006 um 2,5%, 1. janúar
2007 um 2,25% og 1. janúar 2008
til 31. mars 2008 um 0,5%. Frá 1.
janúar 2005 hækkar mótframlag
ríkisins í sameignarsjóði í 9%. Frá
1. janúar 2006 verður iðgjald rík-
isins 10,25% og 1. janúar 2007,
11,5%.
Meðal annarra atriða í kjara-
samningnum verður réttur til
launa í veikindum aukinn, framlag
atvinnurekenda til starfsmennta-
mála er nú samningsbundið og
nemur framlagið 0,57% af heild-
arlaunum SGS félaga í sérstakan
sjóð, Þróunar- og símenntunar-
sjóð. Slysatryggingar eru bættar
verulega í samningnum og bóta-
fjárhæðir auknar til samræmis við
kjör ríkisstarfsmanna og réttur
foreldra í fæðingarorlofi aukinn,
m.a. að starfsmaður njóti réttinda
til greiðslu sumarorlofs.
Til viðbótar við aðalkjarasamn-
ing verða gerðir fjölmargir stofn-
anasamningar og er gert ráð fyrir
að þeim verði lokið í meginatrið-
um fyrir 15. maí nk.
Langri samningslotu lokið
„Þetta er góður samningur,“
sagði Halldór Björnsson, formað-
ur Starfsgreinasambandsins, um
miðnættið í gær. „Það hefur tekist
í meginatriðum að fá nýja launa-
töflu og lífeyrissjóðinn í höfn á
samningstímanum auk margra
annarra atriða.“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, vara-
formaður Eflingar, sagðist vera
sátt við samninginn. Löng og
ströng samningslota væri loks að
baki. „Sá áfangi að jafna réttindi
ríkisstarfsmanna er nú í augsýn.
Þar má nefna veikindarétt, trygg-
ingar starfsmanna, fræðslumál,
t.d. námsleyfi og að lokum lífeyr-
issjóðinn. Auk þess sem launa-
hækkanir á tímanum munu skila
okkar fólki betri stöðu.“
Heildarkjarasamningur SGS við ríkið var undirritaður um miðnætti
Lífeyrisréttindin jöfnuð
„Þetta er góður samningur,“ segir
formaður Starfsgreinasambandsins
♦♦♦