Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÁTÖKIN Í ÍRAK HARÐNA
Bandaríkjaher gerði í gær loftárás
á bænahús og múr umhverfis mosku í
írösku borginni Fallujah og óstað-
festar fregnir hermdu að allt að 40
Írakar hefðu beðið bana. Uppreisn-
armenn veittu harða mótspyrnu í
borginni og átök bandarískra her-
manna og vopnaðra sveita sjíta-
klerksins Muqtada Sadrs breiddust
úr. Yfirmenn Bandaríkjahers hétu
því að uppræta uppreisnarsveitirnar.
Leggst gegn Kýpuráætlun
Tassos Papadopoulos, forseti Kýp-
ur-Grikkja, hvatti þá í gærkvöldi til
að hafna áætlun sameinuðu þjóðanna
um sameiningu Kýpur í þjóð-
aratkvæðagreiðslu sem fram fer á
eyjunni 24. þessa mánaðar. Hafni
annaðhvort Kýpur-Grikkir eða Kýp-
ur-Tyrkir áætluninni fær aðeins
gríski hlutinn aðild að Evrópusam-
bandinu 1. maí.
Páskaeggjastríð
Verðstríð hefur ríkt á páskaeggja-
markaði að undanförnu og hafa
margar verslanir boðið tugprósenta
afslátt síðustu daga. Teikn eru á lofti
um að sala á páskaeggjum verði um-
talsvert meiri en í fyrra. Búið var að
selja nánast sama magn af páska-
eggjum í Bónusi eftir síðustu helgi og
fyrir páska í fyrra.
Methagnaður hjá bönkunum
Reiknað er með að hagnaður bank-
anna á árinu 2004 í heild muni nema
22,7 milljörðum króna. Útlit er fyrir
að hagnaður Íslandsbanka, KB
banka og Landsbanka Íslands verði
11,5 milljarðar króna samanlagt á
fyrsta ársfjórðungi. Þá slá bankarnir
enn eitt hagnaðarmetið. Hagnaður
bankanna var 16,3 milljarðar króna
árið 2003 og 10,8 milljarðar 2002.
Ung jafnréttislög
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra telur að fara eigi varlega í
breytingar á jafnréttislögum, inntur
eftir viðbrögðum við ummælum
dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í
gær. Árni segir jafnréttislögin til-
tölulega ný, aðeins fjögurra ára göm-
ul. Hann segir úrskurð kærunefndar
jafnréttismála um stöðu hæstarétt-
ardómara ekki kalla sérstaklega á
þróun löggjarinnar.
Ræningjanna enn leitað
Þrír menn, sem voru handteknir í
Gautaborg í fyrrakvöld í tengslum við
rannsókn á bankaráninu í Stafangri,
eru sænskir ríkisborgarar og sagðir
tengjast glæpagengi sem kallað er
„Albanaklíkan“. Talið er að flestir
ræningjanna séu enn í felum í grennd
við Stafangur og leitinni var því hald-
ið áfram þar í gær.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Erlent 16 Minningar 36/39
Höfuðborgin 20 Bréf 44
Akureyri 22/23 Staksteinar 46
Suðurnes 24 Dagbók 46/47
Landið 24/25 Íþróttir 48/49
Austurland 25 Fólk 54/61
Listir 30/31 Bíó 59/61
Neytó 26/27 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
auglýsingabæklingur frá Úrvali-Útsýn
og bæklingur frá AA á Íslandi.
Á SUNNUDAGINN
Dóra er Don Kíkóti
Í sveiflu og snarstefjun
Anna Alfreðsdóttir vissi allt-
af að hún var tökubarn
Þriggja vikna leiðangur um
Ekvador
Skósumar og sól
Tíu dropa, takk
Matarhöfuðborg Evrópu
„MJÖG margir hafa komið til okkar
fyrir páska,“ sagði Aðalheiður
Franzdóttir, starfsmaður Mæðra-
styrksnefndar, í samtali við Morg-
unblaðið í gær, en þá fór fram páska-
úthlutun nefndarinnar. „Það er
jafnmikið að gera og um jólin.“ Um
150 manns leituðu aðstoðar í gær og
jafnmargir á miðvikudeginum þar á
undan, en þessa tvo daga fór páska-
úthlutunin fram, segir Aðalheiður.
Hún segir að hópurinn sem leiti að-
stoða sé fjölbreyttur, en þó verði
hún vör við aukinn fjölda einstæðra
feðra og ungra einstæðra mæðra. Í
hópnum eru einnig barnmargar fjöl-
skyldur, öryrkjar og láglaunafólk.
Aðalheiður segir að gera megi ráð
fyrir því að í kringum þrír ein-
staklingar séu á bakvið hverja út-
hlutun, því hafi um það bil níu
hundruð manns notið hjálpar
Mæðrastyrksnefndar nú fyrir
páska. Í hverri páskaúthlutun er
lambalæri, gos og grænmeti, en
einnig mjólk, jógúrt og fleira í þeim
dúr. Ekki er gert ráð fyrir fleiri út-
hlutunum um páskana.
Um 150 umsóknir um mat-
arúthlutun voru afgreiddar hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar vikuna fyr-
ir páska að sögn Vilborgar Odds-
dóttur félagsráðgjafa. Hún segir að í
þeim hópi sé fólk sem leiti eingöngu
hjálpar fyrir stórhátíðir eins og jól
og páska. „Þetta er fólk á öllum
aldri, segir hún, „þar á meðal eru
ellilífeyrisþegar, öryrkjar, atvinnu-
lausir og láglaunafólk, s.s. einstæðar
mæður.“ Aðspurð kveðst hún telja
að heldur færri hafi sóst eftir mat-
arúthlutun í ár en í fyrra.
Um 900 fá aðstoð frá Mæðra-
styrksnefnd um páskana
SAMIÐ hefur verið um að Byggða-
rannsóknastofnun Íslands við Há-
skólann á Akureyri taki að sér
rannsókn á samfélagsáhrifum virkj-
ana- og álversframkvæmda á Aust-
urlandi og var samningur þar að
lútandi undirritaður í gær. Um er
að ræða sex ára verkefni, allt til
ársins 2009, sem ráðgert er að kosti
alls hátt í 70 milljónir króna.
Markmið rannsóknarinnar er að
fylgjast með samfélagsbreytingum
og þróun byggðar og atvinnulífs á
því landsvæði þar sem áhrifa þeirra
álvers- og virkjanaframkvæmda
sem nú eru hafnar, gætir mest.
Rannsóknin hefst þegar á þessu ári
og mun standa í sex ár. Verkið
verður unnið undir stjórn Byggða-
rannsóknastofnunar af hópi vísinda-
manna við Háskólann á Akureyri í
samvinnu við Þróunarstofu Austur-
lands. Iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið leggur alls fram 5 milljónir
króna á ári til verkefnisins, Byggða-
stofnun 4 milljónir á ári og Byggða-
rannsóknastofnun og Þróunarstofa
Austurlands 1, 5 milljónir á ári.
Að sögn Grétars Þórs Eyþórs-
sonar, forstöðumanns Byggðarann-
sóknastofnunar, er hér um að ræða
stærstu rannsókn sem fram hefur
farið hérlendis á sviði byggðamála.
Valgerður Sverrisdóttir sagði í gær,
þegar samningurinn var undirrit-
aður, að hér væri um að ræða rann-
sóknarverkefni á alþjóðamæli-
kvarða og með því gæfist einstakt
tækifæri til að safna gögnum sem
gætu orðið grundvöllur að mati
sambærilegra stórverkefna í fram-
tíðinni.
Áhrif virkjana- og álvers-
framkvæmda rannsökuð
Akureyri. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristján
Skrifað undir samninginn. Aðalsteinn Þorsteinsson frá Byggðastofnun, Stefán Stefánsson frá Þróunarstofu Austur-
lands, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Grétar Þór Eyþórsson frá Byggðarannsóknastofnun.
SAMKVÆMT mati Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga tapa sveitar-
félögin útsvarstekjum sem nema
800–1.000 millj-
ónum árlega
vegna gríðarlegr-
ar fjölgunar
einkahlutafélaga.
Fjölmargir aðilar
hafa breytt
einkarekstri yfir í
einkahlutafélög á
síðustu árum og
greiða þá sjálfum
sér arð og borga
fjármagnstekju-
skatt til ríkisins en útsvarsgreiðslur
til sveitarfélaga hafa minnkað. Þetta
mat Sambands sveitarfélaga styður
kannanir sem gerðar hafa verið í
nokkrum sveitarfélögum á lands-
byggðinni.
„Við höfum farið eins vandlega yf-
ir þessi mál og kostur er,“ segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
sambandsins. „Okkur sýnist að
tekjutap sveitarfélaganna vegna
gríðarlegrar aukningar einkahluta-
félaga geti numið á milli 800 og 1.000
milljónum á ári.“
Um ástæður fjölgunar einkahluta-
félaga segir Vilhjálmur: „Í mínum
huga er alveg ljóst að þessi gríð-
arlega aukning sýnir að meðfram
öðru sjá þessir einstaklingar sér hag
í því út frá skattalegum sjónarmið-
um.“
Hann tekur fram að Samband ís-
lenskra sveitarfélaga er ekki á móti
því að einstaklingar breyti rekstri
sínum í einkahlutafélag en að sam-
bandið hafi viljað benda á hvað
skattalegar breytingar sem þessar
geti haft miklar afleiðingar, án þess
að menn hafi gert sér grein fyrir því
í upphafi.
Munar um milljarð á ári
Nefnd ríkis og sveitarfélaga, sem
fer yfir tekjustofna sveitarfélaga,
skoðar nú m.a. þessi mál, en nefndin
hefur það hlutverk m.a. að kanna
hvort tekjustofnar sveitarfélaga
dugi til að sinna auknum verkefnum
þeirra. „Það er ekki hægt að una því
að skattalegar breytingar, sem ég
tel að eigi rétt á sér, leiki fjárhag
sveitarfélaganna grátt. Það munar
um milljarð á ári,“ segir Vilhjálmur.
Vonast er til að nefndin skili til-
lögum í haust. „Burtséð frá því hvort
ný verkefni verði flutt til sveitarfé-
laganna er það algjörlega ljóst í mín-
um huga að það verður að styrkja
tekjustofna sveitarfélaga. Það væri
hreint ábyrgðarleysi af hálfu lög-
gjafarvaldsins ef það yrði ekki gert
með einum eða öðrum hætti,“ segir
Vilhjálmur.
Gríðarleg fjölgun einkahlutafélaga síðustu ár
Sveitarfélög tapa 800–
1.000 milljónum á ári
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson