Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Og hvar viltu svo að ég setji kollega þinn niður, yðar háverðugheit? Með vinalegri aprílkveðju frá Davíð Úrræði atvinnulausra og öryrkja Vandamál af ýmsum toga Fræðslunefnd Stétt-arfélags íslenskrafélagsráðgjafa stendur nú fyrir morgun- verðarfundi og er hann hluti af fundaröð fræðslu- nefndar sem nefnist Bak- hlið borgarinnar. Hann er haldinn þann 14. apríl nk. á Grand Hóteli við Sigtún og hefst með morgunverði kl. 8 og verður fundurinn einnig haldinn á Akureyri með aðstoð fjarfundar- búnaðar á Fjórðung- sjúkrahúsinu á Akureyri. Fundir þessir fjalla um endurhæfingu og úrræði atvinnulausra og öryrkja, en þeir sem að fundinum standa vilja vekja athygli á stöðu þessara hópa, sem hefur verið að breytast hin seinni misseri. Í tilefni þessa fundar lagði Morgunblaðið nokkrar spurningar fyrir Mar- gréti S. Jónsdóttur hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík og fara svör hennar hér á eftir. Hver er yfirskrift þessa fundar og hvað felst í henni? „Yfirskrift fundarins er: Morg- unverðarfundur um endurhæf- ingu og úrræði fyrir atvinnulausa og öryrkja. Við vildum vekja athygli á þessum hópum og hvað er verið að gera með atvinnulausum og öryrkjum í að hafa áhrif á stöðu sína og breyta henni. Nýlegar fréttir eru af því að öryrkjum er að fjölga og ungt fólk sem er at- vinnulaust á erfitt uppdráttar. Verkefnin eru næg og hægt að gera mikið í að virkja ýmsa hópa betur.“ Þið setjið atvinnulausa og ör- yrkja saman ... eru vandamál þeirra hópa í þessum efnum sam- bærileg? „Sumir örykjar hafa möguleika til að auka starfsgetu sína með endurhæfingu og langtímaat- vinnulausir eiga möguleika á end- urhæfingu til að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík standa til boða mörg úrræði sem geta hentað báðum hópum og í sumum tilfellum eru sömu vanda- mál til staðar. Vandamálin geta verið af ýmsum toga, s.s. lágt sjálfsmat, lítil almenn menntun og fjárhagsvandræði. Eins getur fólk verið farið að „ryðga“ í því sem það kann og þarf að hrista upp í kunnáttunni og bæta við hana.“ Hvaða spurningum verður helst leitast við að svara og hverj- ir verða helstu áherslupunktarnir á fundinum? „Ég veit ekki hvort mörgum spurningum verður svarað en ég býst við að margar spurningar vakni um framhaldið. Morgun- fundur sem þessi er kjörinn vett- vangur fyrir fólk til að skiptast á skoðunum og fá hugmyndir að frekara samstarfi. Það væri hægt að halda ráðstefnu í heilan dag um þetta efni en við erum með aðaláherslu á endur- hæfingu og hvernig hægt er að aðstoða fólk við að verða aftur þátttakendur í at- vinnulífinu. Við göngum til þessa fundar með opnum huga og með það sjónarmið að miðla hvert öðru því sem við erum að gera. Það má alltaf gera betur og við getum samhæft krafta okkar og unnið saman að endurhæfingu þessara hópa því að það að vera virkur í þjóðfélaginu er mikil- vægt hverjum manni að okkar áliti.“ Verða flutt erindi?... Hverjir og um hvað? „Fyrirlesarar eru sjö og koma víðs vegar að. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, ríður á vað- ið og mun hún í sínum fyrirlestri m.a. fjalla um gildi vinnunnar. Hugrún Jóhannesdóttir, for- stöðumaður Vinnumiðlunar höf- uðborgarsvæðisins, fjallar um þjónustu við atvinnulausa. Fyrir norðan eru tveir fyrirlesarar, Geirlaug G. Björnsdóttir frá Fé- lags- og skólaþjónustu Þingey- inga á Húsavík og Þorbjörg Ás- geirsdóttir frá Menntasmiðjunni á Akureyri. Hulda Gunnarsdóttir og Sverrir Óskarsson félagsráð- gjafar segja frá samstarfi Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík og Tryggingastofnunar ríkisins en þar eru mörg verkefni í gangi og stöðugt verið að þróa ný verkefni sem miða að því að endurhæfa fólk svo það geti farið aftur út á vinnumarkaðinn. Að síðustu mun svo Sigurður Thorlacius, yfir- læknir hjá Tryggingastofnun, flytja hugleiðingar um framtíð starfsendurhæfingar.“ Er um algert úrræðaleysi þess- ara hópa að ræða? „Eins og sjá má af upptalningu hér að framan er heilmikið verið að vinna að þessum málum og ekki hægt að tala um algert úr- ræðaleysi. Þeir sem vinna með öryrkjum og atvinnulausum eru sífellt að þróa ný úr- ræði, hins vegar vantar heilmikið upp á vinnu- tengd úrræði og störf í endurhæfingu.“ Gerir þú þér vonir um að eitt- hvað komi fram á fundinum sem nýta mætti? „Ég er viss um að eftir fundinn verðum við öll margs vísari um hvað hægt er að gera og vinnum enn frekar að þróun úrræða með þeim sem úrræðanna eiga að njóta.“ Margrét S. Jónsdóttir  Margrét Sigrún Jónsdóttir er fædd 4.2. 1955 á Akranesi. Stúd- ent frá KHÍ 1977. Áður en nám hófst við HÍ vann hún ýmis störf s.s. skrifstofumaður í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hjá sýslumanni á Akureyri, leiðbein- andi við grunnskólann á Ljósa- fossi og fiskverkakona í Hafn- arfirði. Vann með námi á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og á starfsþjálfunar- staðnum Örva. BA-próf í uppeld- isfræði og starfsréttindapróf í fé- lagsráðgjöf 1991. Unnið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík frá 1991. Gift Gísla Ásgeirssyni, kennara og þýðanda. Á tvö börn f. 1977 og 1980 og 2 barnabörn f. 2000 og 2003. …svo það geti farið aft- ur út á vinnu- markaðinn GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur lagt fram á Alþingi tvö frumvörp um að tvær stofnanir í landbúnaði; Rannsóknastofnun land- búnaðarins (RALA) og Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri, verði sam- einaðar í eina stofnun sem beri heitið Landbúnaðarháskóli Íslands. Meg- inmarkmið frumvarpanna er að efla kennslu og rannsóknir í landbúnaði. „Á grunni þessara tveggja stofn- ana verður til ný öflug mennta- og rannsóknastofnun, Landbúnaðarhá- skóli Íslands, sem tekur við öllum verkefnum, eignum og skuldbinding- um eldri stofnananna tveggja,“ segir í athugasemdum frumvarpanna. Þar segir jafnframt að RALA og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafi á undanförnum árum átt með sér náið samstarf á ýmsum sviðum, enda sé markmið þeirra að efla ís- lenskan landbúnað. „Samstarf stofn- ananna hefur gengið vel og farið vax- andi. Samruni þeirra er lykilatriði í þeirri samþættingu verkefna sem nauðsynleg er til þess að starfsemin eflist enn frekar. Kostir sameiningar felast m.a. í því að kennslu- og rann- sóknastarfsemi verður heildstæðari, starfsfólki bjóðast fjölbreyttari verkefni og fjármagn nýtist betur. Á sama tíma ættu nemendum að bjóð- ast fjölbreyttari tækifæri til að afla sér menntunar og reynslu af þátt- töku í rannsóknum.“ Frumvörp um Land- búnaðarháskóla Íslands BJÖRN Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, seg- ist ósammála ýmsu sem kemur fram í svari Kers ehf. vegna fyrirspurnar sveitarfélagsins um sölu á hlut Kers í Festi. Ker ehf. ritaði sveitarfélaginu bréf á mánudag þar sem greint var frá ástæðum þess að félagið seldi eignir og starfsemi Festar, og dóttur- félagsins Gautavíkur, á Djúpavogi til Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði. Björn Hafþór segir ýmis atriði í bréfi Kers ekki nógu skýr og nokkuð einhliða. Hann vill hinsvegar ekki greina nánar frá þessum atrið- um að svo stöddu en segir að sveitar- félagið muni skoða málið frekar og ákveða hvort og þá hvernig brugðist yrði við skýringum Kers. Björn Hafþór segir að sveitarfé- lagið muni að öllum líkindum hefja viðræður við Skinney-Þinganes um hvernig verði staðið að rekstri fiski- mjölsverksmiðjunnar á Djúpavogi í framtíðinni. Hann segir að sveitarfé- lagið bindi auk þess miklar vonir við samtarf Vísis og Samherja, enda hafi í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum kom- ið fram að samstarfið muni styrkja rekstur á þeim stöðum þar sem fyr- irtækin eru með starfsemi í dag. „Við höfum í raun ekkert fast í hendi en leyfum okkur að vera hóflega bjart- sýn,“ segir Björn Hafþór. Sveitarstjórinn á Djúpavogi Skýringar einhliða icelandair.is/vildarklubbur Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.