Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 16
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÁRI hverju deyja um 1,2 milljónir
manna af völdum umferðarslysa í
heiminum, að því er fram kemur í
nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO).
Áætlað er að um 50 milljónir
manna til viðbótar slasist í umferðinni
og margir örkumlast. Óttast er að
dauðsföllunum fjölgi um 60% á næstu
16 árum vegna fjölgunar bíla í þróun-
arlöndum.
Mikill meirihluti slysanna verður í
þróunarlöndunum meðal gangandi
vegfarenda, hjólreiðamanna, bifhjóla-
manna og farþega strætisvagna sem
hafa ekki efni á einkabílum, að því er
fram kemur á vef Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar.
Kínverskir embættismenn segja að
um 104.000 manns hafi dáið af völdum
umferðarslysa í Kína í fyrra, eða nær
300 á dag. „Dauðsföllin af völdum um-
ferðarslysa í Kína eru fleiri en í
nokkru öðru landi í heiminum,“ sagði
Zhang Ping, deildarstjóri umferðar-
öryggisstofnunar landsins.
Um 15% banaslysanna í heiminum
eiga sér stað í Kína þótt bílarnir þar
séu aðeins 2% af öllum bílum í heim-
inum. Á hverja 10.000 bíla urðu 15,45
dauðsföll í umferðinni í Kína, en að-
eins tvö í Bandaríkjunum og 2,5 í
Frakklandi miðað við sama fjölda
bíla.
Á ári hverju bætast um ellefu millj-
ónir ökumanna við á göturnar í Kína
og margir þeirra fá ökuleyfi án þess
að hafa fengið næga þjálfun í akstri.
Þeim er ekki leyft að æfa sig á göt-
unum og mega aðeins aka á sérstök-
um æfingasvæðum ökuskóla.
„Það hefði hörmulegar afleiðingar
ef þeim yrði leyft að æfa sig á göt-
unum,“ sagði umferðarlögreglumað-
ur í Peking. „Umferðarslysunum
myndi þá aðeins fjölga enn meira.“
@%% /
'331333
A
&
& "&
& *4 .
"
561 7
5
/
*4 .
89-:;
4 <
4
"
/
. "
=
!
!
"
A)+%-
3
4 8%- C%
D
E;%-
2; 9%-
,%-!%
E%- #
F%%-! ,!*/
,! !5 5;%
&
&
& "
&'-
&
E !!-')*/ !<!! ;%%!%
>
/""
A)+%-B
'&';5 !
#$ %
G
G
#G
#
G
#G
& G
G
'&7 /;D!&'
1/%' ;5<%-
D!%-;2;&'
&'
'%%% '!%!
"
"
1 !*/
Um 1,2 milljónir
deyja í umferðinni
MENNIRNIR þrír, sem handteknir
voru í Gautaborg í fyrrakvöld í
tengslum við rannsóknina á banka-
ráninu og morðinu á lögregluþjóni í
Stafangri, eru sænskir ríkisborgarar
en sagðir tengdir þekktu glæpagengi
sem gengur undir nafninu „Albanak-
líkan“. Þeir voru handteknir eftir
ábendingu norsku lögreglunnar og
verða framseldir til Noregs að lokn-
um yfirheyrslum í Svíþjóð.
Annars telur norska rannsóknar-
lögreglan að flestir úr ræningjahópn-
um séu enn í felum í grennd við Staf-
angur, innan héraðsmarka
Rogalands. Því viðheldur lögreglan
ströngu eftirliti með allri umferð um
svæðið og leitar í húsum. Á blaða-
mannafundi í gærmorgun greindu
talsmenn rannsóknarlögreglunnar
frá því að talið væri að fimm til sjö
menn, sem tekið hefðu þátt í ráninu,
væru í felum á Rogalandssvæðinu.
Úr „Albanaklíkunni“
Samkvæmt heimildum norskra og
sænskra fjölmiðla tilheyra hinir þrír
handteknu „Albanaklíkunni“, sem er
þekkt, harðsvírað glæpagengi í Sví-
þjóð; þeir kváðu m.a. hafa dóma fyrir
ofbeldisglæpi, fíkniefnabrot og notk-
un vopna á sakaskránni. Þeir eru á
aldrinum 25–35 ára.
„Albanaklíkan“ dregur nafn sitt af
því að flestir meðlimir hennar kváðu
vera af albönsku bergi brotnir, en er
annars samstarfsnet afbrotamanna
frá gömlu Júgóslavíu. Samkvæmt
heimildum norsku fréttastofunnar
NTB munu fleiri en 100 virkir af-
brotamenn tengjast klíkunni. Margir
þeirra kváðu hafa reynslu af þátttöku
í hernaði.
Mennirnir þrír eru ekki á meðal
þeirra fjögurra sem norska lögreglan
hafði áður lýst eftir og grunaðir eru
um að vera höfuðpaurar Stafangurs-
ránsins. Þeir kváðu vera úr þekktu
gengi glæpamanna í Ósló sem gjarn-
an er kennt við borgarhverfið Tveita.
Samkvæmt frásögn norska blaðs-
ins Dagsavisen munu „Albanaklíku-
mennirnir“ þrír hafa verið ráðnir sem
eins konar málaliðar til að taka þátt í
ráninu, enda þrautþjálfaðir í vopna-
burði. Þeim hafi verið ætlað að halda
uppi vörnum fyrir ræningjahópinn ef
vopnuð lögregla legði til atlögu við
hann.
Að sögn Óslóarblaðsins Aftenpost-
en var það bíll sem norska lögreglan
stöðvaði nokkrum dögum fyrir ránið
sem kom henni á spor þremenning-
anna. Bíllinn hafði verið tekinn á
leigu á bílaleigu í Gautaborg og kom í
ljós við skoðun öryggismyndbands að
mennirnir sem leigðu bílinn voru
þekktir meðlimir „Albanaklíkunnar“.
Eins og hernaðaraðgerð
Ránið sem framið var í fjár-
geymslum Norsk Kontantservice í
miðborg Stafangurs um kl. átta á
mánudagsmorgun var skipulagt og
framkvæmt eins og hernaðaraðgerð.
Lögreglan birti í gær myndir af ræn-
ingjunum úr öryggismyndavélum
bankans. Á þeim sjást fimm menn,
allir svartklæddir frá toppi til táar,
með hríðskotabyssur um öxl og hett-
ur yfir höfði, ganga markvisst til
verka við að flytja ránsfenginn út úr
húsinu. Þykja aðfarirnar helzt líkjast
því að þar hefðu æfðir víkingasveit-
armenn verið að fremja rán. Vitni
bera að ræningjarnir hafi sýnt aga og
yfirvegun; enginn asi hafi verið á
þeim. Eitt vitnið sagði að einmitt
vegna þess hve yfirvegaðir þeir voru
hélt það að hér væri aðeins um æf-
ingu að ræða. Unz annað kom í ljós og
einn lögreglumannanna sem reyndu
að elta ræningjana lá í valnum.
Aftenposten greinir frá því í gær
að norsk stjórnvöld séu nú alvarlega
að íhuga að setja á fót nýja sérsveit
innan lögreglunnar sem sérhæfi sig í
baráttunni gegn skipulögðum glæp-
um á borð við þetta rán, sem kvað
vera það hrottafengnasta í sögu Nor-
egs. Skipulögðum vopnuðum ránum
hefur farið ört fjölgandi í Noregi á
síðustu árum og í flestum þeirra hafa
ræningjarnir komizt undan. Einmitt í
tengslum við rannsókn þessara rána
hefur lögreglan fylgzt grannt með
„Tveita-genginu“ svonefnda en hefur
reynzt erfitt að sanna aðild þeirra að
þeim, enda ganga þeir sem hafa
framið þessi rán af atvinnumennsku
og aga til verks og skilja fá spor eftir
sig.
Norsk Kontantservice hefur heitið
einni milljón norskra króna, andvirði
tíu milljóna íslenzkra, fyrir vísbend-
ingar sem leitt gætu til handtöku
ræningjanna. Fagnaði lögreglan í
gær þessu og sagðist vonast til að
verðlaunin flýttu fyrir því að hinir
seku næðust.
Bankaræningja enn
leitað á Rogalandi
Þremenningarnir sem handteknir voru í Gautaborg á
þriðjudag hugsanlegir málaliðar í ræningjahópnum
RÚANDÍSK kona af tútsí-
ættbálki sem lifði af þjóð-
armorðið í landinu fyrir tíu árum
heldur á blómsveig við minning-
arathöfn um fórnarlömbin sem
fram fór í Kigali í gær. Á bak við
hana eru nöfn fórnarlamba rituð
á svartan vegg.
Við athöfnina ítrekaði forseti
landsins, Paul Kagame, gagnrýni
sína á alþjóðasamfélagið fyrir að
hafa ekkert aðhafst á meðan um
ein milljón manna, sem lang-
flestir tilheyrðu minnihlutaætt-
bálkinum í landinu, tútsí, var
drepin á hundrað dögum. Sam-
einuðu þjóðirnar segja fórnar-
lömbin hafa verið um 800 þúsund.
Kagame gagnrýndi Frakka sér-
staklega og sagði augljóst hver
þáttur þeirra hafi verið í því sem
gerðist.
„Vitandi vits þjálfuðu þeir og
vopnuðu stjórnarhermenn og
vígamenn sem undirbjuggu þjóð-
armorðið, og [Frakkar] vissu
hvað til stóð. Nú standa þeir hér
og eru svo ósvífnir að biðjast ekki
afsökunar.“ Frakkar studdu
harðlínustjórn meirihlutaætt-
bálksins í landinu, hútú, jafnvel
eftir að morðin voru hafin.
Meðal þeirra sem voru við-
staddir athöfnina var aðstoðarut-
anríkisráðherra Frakka, Renaud
Muselier, en vegna orða Kagamis
fór Muselier frá Rúanda strax síð-
degis í gær, mun fyrr en áætlað
hafði verið.
Reuters
Fórnarlamba minnst MENGUN af völdum gróðurhúsa-lofttegunda er svo slæm að haldifram sem horfir kann Grænlands-
jökull að byrja að bráðna undir lok
þessarar aldar og gæti það leitt til
þess, að strandlengjur um heim all-
an fari á kaf. Er þetta niðurstaða
nýrrar rannsóknar.
Bráðni jökullinn á Grænlandi,
sem er sá næststærsti í heiminum
á eftir jöklinum á Suðurskauts-
landinu, myndi sjávarborð hækka
um sjö metra á rúmlega þúsund ár-
um, og vel kann að vera að þessi
þróun verði varanleg, segir í nið-
urstöðunum.
Reyndar benda bráðabirgðanið-
urstöður til þess að jökullinn sé
þegar byrjaður að bráðna, að sögn
aðalhöfundar rannsóknarinnar,
Jonathans Gregory, en hann er
veðurfræðingur við Háskólann í
Reading á Suður-Englandi.
Niðurstöður hans birtast í dag í
breska vísindaritinu Nature, en
rannsóknin var gerð með háþróuðu
tölvulíkani sem notað var til að spá
um hvað verður um jökulbreiðuna
við mismunandi stig losunar á
koltvísýringi, helstu „gróðurhúsa-
lofttegundarinnar“ sem myndast
við brennslu jarðefnaeldsneytis.
Óttast að Grænlands-
jökull muni bráðna
París. AFP.