Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 22
AKUREYRI
22 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í NIÐURSTÖÐUM skýrslu verk-
efnisstjórnar um byggðaáætlun
Eyjafjarðar, er lagt til að gerður
verði svokallaður vaxtarsamningur
frá 2004 til 2007 sem byggist á nýj-
um aðferðum við að styrkja hag-
vöxt einstakra svæða. Með vaxt-
arsamningi er átt við skipulagt
samstarf einkaaðila og opinberra
aðila til þess að tryggja framgang
þess sem lagt er til að gert verði.
Samningurinn taki mið af sambæri-
legum aðferðum, sem best hafa
tekist erlendis. Einnig er að finna
m.a. 20 forgangstillögur. Tillög-
urnar voru kynntar á fundi á Ak-
ureyri í gær.
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
formaður verkefnisstjórnarinnar,
sagði, þegar hann fylgdi skýrslunni
úr hlaði, að hópurinn hefði haft að
leiðarljósi að auka fjölbreytni
starfa á svæðinu en áhersla jafn-
framt verið lögð á að byggt yrði
áfram á helstu stoðum sem fyrir
væru.
Gert er ráð fyrir að fyrst um
sinn verði fjármögnun vaxtarsamn-
ingsins að mestu frá ríkinu, en á
síðari stigum verði hlutur einka-
aðila, stofnana og sveitarfélaga á
svæðinu hærri. Gert er ráð fyrir að
árlegur kostnaður verði um 40
milljónir króna, þar af greiði ríkið
30, sveitarfélög 5 og einkaaðilar og
stofnanir 5 milljónir.
Nýjungar
Margar af nefndum tillögum
bera merki um nýjungar s.s. er
varðar háskóla Sameinuðu þjóð-
anna, líftækninet, stjórnsýslu fisk-
eldismála, endurbætur í samgöngu-
málum og aðkomu OECD að
byggðamálum. Sigmundur sagði til-
lögur hópsins um þær leiðir sem
farnar yrðu, um margt nýjung á
sviði byggðamála hér á landi, ekki
síst hvað varðar uppbyggingu í
formi svokallaðs vaxtarsamnings
þar sem lögð er áhersla á klasa á
sviði mennta og rannsókna, á
heilsusviði, ferðaþjónustu og á sviði
matvæla. Hann kvað tillögurnar
taka mið af sambærilegum
áherslum víða erlendis í fjölmenni
eða fámenni, þar sem lögð er aukin
áhersla á að efla byggðakjarna með
markaðstengdum aðgerðum þar
sem atvinnulíf ber uppi hagvöxt
svæðisins.
Það er mat verkefnisstjórnar að
Eyjafjarðarsvæðið eigi sér mikla
möguleika til vaxtar og þróunar og
aukinnar samkeppnishæfni, með
þeim aukna fjölbreytileika og bætt-
um lífskjörum sem því fylgir. Það
er jafnframt mat og framtíðarsýn
verkefnisstjórnarinnar að fyrir árið
2020 verði íbúatala Eyjafjarð-
arsvæðisins um 30.000 „í fjöl-
skylduvænu samfélagi sem verður
eftirsótt vegna góðrar þjónustu,
möguleika til menntunar og nýt-
ingu frítíma, sem byggist á fjöl-
breyttu, framþróuðu, sérhæfðu og
samkeppnishæfu atvinnulífi með
sterk alþjóðleg tengsl,“ eins og seg-
ir í niðurstöðum verkefnisstjórnar.
Samkvæmt umræddum tölum er
því gert ráð fyrir að íbúum svæð-
isins sem og atvinnutækifærum
fjölgi árlega að meðaltali um 2,3%.
Í maí 2002 samþykkti Alþingi
þingsályktunartillögu um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002–2005.
Samkvæmt henni er lagt til að unn-
ið verði að sérstakri byggðaáætlun
fyrir Eyjafjörð með það að mark-
miði að efla þetta öflugasta þétt-
býlissvæði utan höfuðborgarsvæð-
isins sem byggðakjarna fyrir
Norður- og Austurland.
Í árslok 2002 skipaði Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra fimm manna verk-
efnisstjórn til að gera tillögu til
ráðherra um stefnumörkun
byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Í
verkefnisstjórnina voru skipuð:
Formaður Sigmundur Ernir Rún-
arsson ritstjóri, Björn Snæbjörns-
son, formaður Einingar-Iðju, Ak-
ureyri, Hilda Jana Gísladóttir,
kennari og fjölmiðlamaður, Ak-
ureyri, Laufey Petrea Magn-
úsdóttir, aðstoðarskólameistari, Ak-
ureyri og Jón Helgi Pétursson,
sparisjóðsstjóri, Grenivík. Starfs-
menn verkefnisstjórnarinnar voru
Baldur Pétursson, iðnaðarráðuneyti
og Guðmundur Guðmundsson,
Byggðastofnun. Gert var ráð fyrir
að verkefninu lyki eigi síðar en við
lok ársins 2004. Rúmlega 40 manns
störfuðu í 7 mismunandi starfs-
hópum á vegum verkefnisstjórn-
arinnar, þar sem ýmsir komu að,
m.a. fólk frá öðrum ráðuneytum og
stofnunum þeirra, atvinnulífi, laun-
þegum, sérfræðngar og fleiri. Einn-
ig voru fengnir erlendir sérfræð-
ingar til landsins og farnar voru
kynnisferðir utan. Jafnframt hafði
verkefnisstjórnin samvinnu við
bæjaryfirvöld og fulltrúa sveitarfé-
laga á svæðinu og nálægum byggð-
arlögum.
Hugmyndabanki
Þar sem þetta eru tillögur verk-
efnisstjórnar til ráðuneytisins, mun
iðnaðar- og viðskiptaráðherra á
næstunni yfirfara þessar tillögur og
meta þær og kalla eftir samstarfi
við viðeigandi aðila, s.s. önnur
ráðuneyti, bæjaryfirvöld á Ak-
ureyri, sveitarfélög á svæðinu og
atvinnulífið.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
og viðskiptaráðherra sagðist í gær
vonast til þess að sumar tillögurnar
kæmust sem fyrst til framkvæmda,
svo sem tillagan um vaxtarsamn-
inginn en einnig mætti líta á tillög-
urnar sem einskonar hugmynda-
banka að framkvæmdum, sem meta
þyrfti með skilvirkum og markviss-
um hætti á næstunni í samvinnu
við ýmsa aðila.
Tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð kynntar
Hagvöxtur einstakra
svæða verði styrktur
Morgunblaðið/Kristján
Margmenni á Ráðhústorgi: Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir að Akureyri verði ákjósanlegasti áningarstaðurinn fyrir fjölskyldufólk á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristján
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, heilsaði upp á Valgerði
Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrir kynningarfund Verk-
efnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar.
„SAMHLIÐA því að starfsemi
vaxtarsamnings komi til fram-
kvæmda, er afar brýnt að ráð-
ist verði í aðgerðir á einstaka
sviðum,“ segir í niðurstöðum
verkefnisstjórnarinnar. For-
gangstillögum er skipt í fimm
flokka.
I Mennta- og
rannsóknaklasi
1. Háskóli Sameinuðu þjóðanna
starfræki sérstakan skóla á
sviði auðlindalíftækni við
Háskólann á Akureyri.
2. Efling náms og rannsókna á
háskólastigi.
3. Efling framhaldsskólanáms
á verk- og tæknisviði.
Einnig verði unnið gegn
brottfalli úr námi og náms-
framboð til einstaklinga með
stutta formlega menntun
verði aukið.
II Heilsuklasi
1. Efling endurhæfingar á
svæðinu.
2. Akureyri verði miðstöð
neyðarþjónustu Norð-
urskautssvæðisins.
3. Uppbygging heilsutengdrar
upplýsingatækni.
Fjórðungssjúkrahúsið verði
einnig eflt. Globodent, þekk-
ingarfyrirtæki á sviði tann-
lækninga, verði byggt upp
svo og heilsutengd ferða-
þjónusta.
III Ferðaþjónustuklasi
1. Heilstætt markaðsátak.
2. Akureyri verði fjöl-
skylduvænn ferðamanna-
staður.
3. Tengja Norðurland alþjóð-
legum samgöngum.
Snjóframleiðslubúnaði verði
komið upp í Hlíðarfjalli.
Demantshringur Norðursins
og rekstur Sinfoníuhljóm-
sveitar Norðurlands og
Leikfélags Akureyrar verði
treystur.
IV Matvælaklasi
1. Stofnað verði líftækninet.
2. Höfuðstöðvar Matvælastofn-
unar Íslands verði á Ak-
ureyri.
3. Flytja stjórnsýslu fiskeld-
ismála til Akureyrar.
V Önnur svið
1. Stytting akstursleiðarinnar
milli Akureyrar og Reykja-
víkur sem og innan svæðis.
2. Stóriðjuuppbygging verði á
Eyjafjarðarsvæðinu og/eða
Norðurlandi.
3. Bætt gagnavinnsla er varðar
vinnumarkað og atvinnulíf á
einstaka svæðum landsins.
4. OECD verði fengið til ráð-
gjafar á sviði byggðamála er
nái til dreifbýlis og þéttbýlis.
5. Kynningarráðstefna um kla-
samyndun með alþjóðlegri
þátttöku.
6. Almenningssamgöngur á
Norðurlandi efldar.
7. Áhersla verði lögð á samein-
ingu og samstarf sveitarfé-
laga.
8. Fjölgað verði störfum á veg-
um ríkisins á Eyjafjarð-
arsvæðinu og skipaður verði
starfshópur vegna þess.
Forgangs-
tillögur
Morgunblaðið/Kristján
Sigmundur Ernir Rúnarsson
formaður kynnti niðurstöður
og tillögur Verkefnisstjórnar
byggðaáætlunar Eyjafjarðar.