Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 23

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 23 Ungmenni í atvinnuleit | Tólf nemendur í 53,5 klst. starfstengdu námi voru útskrifaðir fyrir skömmu. Námið var sérstaklegt byggt upp með það að markmiði að styrkja stöðu ungmennanna í leit að atvinnu og voru þar valdir þrír starfstengdir þættir sem algengt er að ungu fólki bjóðist störf við. Þetta eru þættir tengdir verslun og þjónustu, ræstingum og matvælum og framreiðslu. Á lokadegi fram- reiddu nemendur glæsilega þriggja rétta máltíð sem borin var á borð fyr- ir þá og gesti. Námið er hannað og skipulagt af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fyrir Svæðisvinnumiðlun á Norðurlandi eystra. Skíðaferð | Ferðafélag Akureyrar ráðgerir að fara í gönguskíðaferð laugardaginn 10. apríl nk. á Vind- heimajökul og ganga á fjallið Strýtu. Farið er upp með skíðalyftunum í Hlíðarfjalli eins langt og komist verður og þaðan gengið upp á brún Hlíðarfjalls. Þaðan er síðan gengið til SV vestan á Hlíðarfjalli, niður á Vindheimajökul norðaustan við Strýtu og svo upp norðausturhrygg Strýtu á hátindinn. Brottför frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23 kl. 9. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni degi fyrir brottför milli kl. 17.30–19.00. Mór í Ketilhúsinu | Hljómsveitin Mór leikur íslensk þjóðlög í nýjum djassútsetningum á tónleikum í Ket- ilhúsinu á laugardagskvöld, 10. apríl kl. 21.30. Í hljómsveitinni Mór eru þau Þórhildur Örvarsdóttir, söng- kona, Kristján Edelstein gítarleik- ari, Stefán Ingólfsson, bassaleikari og Halli Gulli á trommur. Gilfélagið efnir til tónleikanna. BYGGING og rekstrarform nýs leikskóla við Helgamagrastræti 29–41 var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar. Nefndin hefur óskað eftir því að umhverfisráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefji nú þegar undirbúning að deiliskipulagi og hönnun á 4–6 deilda leikskólabyggingu við Helgamagrastræti. Skólanefnd óskar eftir því að framkvæmdum verði hraðað þannig að hægt verði að taka nýjan leikskóla í gagnið í lok ágúst 2005. Meirihluti skólanefndar sam- þykkti að rekstur leikskólans verði boðinn út og fól deildarstjóra skóladeildar að vinna drög að út- boðsgögnum sem verði lögð fyrir fund skólanefndar 17. maí nk. Hermann Jón Tómasson greiddi atkvæði gegn því að reksturinn verði boðinn út og lét m.a. bóka að meirihluti skólanefndar hefði ekki lagt fram nein haldbær rök fyrir því að æskilegt sé að bjóða út rekstur leikskólans. Þeir leik- skólar sem séu reknir af sveitarfé- laginu einkennist af faglegum metnaði og sífellt meiri fjölbreyti- leika, auk þess sem kostnaður við rekstur þeirra sé sambærilegur við það sem gerist í öðrum sveit- arfélögum. Deilt í nefnd um nýjan leikskóla við Helgamagrastræti Rekstur skólans verði boðinn út Foreldrar fjölmenntu á fund bæjar- stjórnar á dögunum þar sem fjallað var um málefni leikskóla. Félagsvísindatorg | Elín Díanna Gunnarsdóttir, verkefnastjóri fé- lagsvísindaskorar við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, heldur í dag fyrirlestur á félagsvís- indatorgi skólans og kallar hann Hlutverk sálfræð- inga í líffæra- ígræðsluteymi. Fyrirlesturinn verður í stofu 14 að Þingvallastræti 23 og hefst kl. 16.30. Í erindi sínu ræðir Elín Díanna „um hlutverk sálfræðinga í líffæra- ígræðsluteymi og gerir grein fyrir sálfræðilegu mati bæði á þeim sem gefa og þiggja líffærin. Auk þess fjallar hún um aðferðir sálfræðinnar til stuðnings líffæraþegum,“ segir í tilkynningu. NÚ er allt orðið klárt fyrir páska- dagskrána á Dalvík og í Ólafsfirði. Starfsmenn skíðasvæðisins á Dal- vík hafa lagt nótt við dag til að gera svæðið klárt, færa til snjó og vinna hann vel, hefðbundnar leiðir eru í toppstandi og aðrar ótrúlega góðar miðað við árstíma og tíðarfar und- anfarið. Til dæmis er mun meiri snjór núna en 2002 þegar Skíðamót Íslands var haldið á Dalvík. Þá verður göng- umót og opin göngubraut í Ólafsfirði. Það verður líflegt á sviðinu sem komið hefur verið fyrir á svölum skíðaskálans á Dalvík, Hundur í óskilum, Jóhanna Vala og nýja band- ið, Ari í Árgerði, atriði úr Svarfdæla- sögu Leikfélags Dalvíkur, uppistand og fleira óvænt. Íslandsmeistarinn í klakaskurði sýnir listir sínar á skíða- svæðinu, Snjólistaverkasamkeppni, séra Magnús G. Gunnarsson með hugvekju, ævintýraferðir, sleðaferðir, troðarferðir, páskaeggjamót, firma- mót, þrautabraut og margt fleira í boði alla páskadagana, segir í frétta- tilkynningu. Allir sem munu koma á skíði ein- hverja páskadagana fá frítt á skíða- svæðið á Dalvík annan í páskum. Sundlaugin á Dalvík verður mun lengur opin en venjulega og ýmsar uppákomur, Kósýkvöld og fleira. Laugardaginn 10. apríl á Dalvík- urbyggð 30 ára kaupstaðarafmæli þá er öllum gestum og gangandi boðið í kaffiboð í Víkurröst á Dalvík. Dalvík – Ólafsfjörður Fjölbreytt dagskrá um páskana             Málverkasýning | Lárus H. List opnar í dag kl. 14.00 málverkasýn- ingu í Deiglunni Listagili á Akureyri. Þessi sýningu kallar listamaðurinn Vor 2004. Lárus H. List hefur haldið fjölmargar einkasýningar bæði hér heima og erlendis og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Einnig hefur hann skrifað skáldsögur og gefið út ljóðabók. Slóðin á heimasíðu Lárusar List er http://larushlist.com. Á þessari páskasýningu sem er sölusýning sýnir Lárus List 16 olíu- málverk sem öll eru máluð með olíu á striga. Sýninginn er opin kl. 14–18 og lýkur sunnudaginn 18. apríl og eru allir velkomnir á sýninguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.