Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásta Ketilsdóttirfæddist á Borg-
um í Nesjum í Horna-
firði 12. desember
1914. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Aust-
urlands í Neskaup-
stað 3. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ketill Sig-
urðsson frá Bakka í
Einholtssókn í
A-Skaftafellssýslu, f.
1867, d. 1948, og Jón-
ína Jónsdóttir, f. í
Byggðarholti í Bæj-
arhreppi í A- Skafta-
fellssýslu 1868, d. 1927. Ásta var
yngst sex systkina sem öll eru lát-
in. Móðir Ástu lést þegar hún var
tólf ára gömul, en eftir það var
hún til heimilis hjá elstu systur
sinni, Margrétu Ketilsdóttur, og
manni hennar Stefáni Eiríkssyni á
Hvalnesi í Stöðvarfirði og flutti
Ásta með þeim að Krossi í Mjóa-
firði 1930.
Ásta giftist 3. ágúst 1935 á
Krossi Gunnari J.S. Víglundssyni,
f. 4. júní 1913, d. 24. október 1984,
á öðru búskaparári þeirra þar.
Börn Ástu og Gunnars eru: a)
Nanna, gift Vilhjálmi Gíslasyni frá
Brún í Mjóafirði. Þau eiga þrjú
börn. b) Gunnar, kvæntur Guð-
finnu Ásdísi Svavarsdóttur frá
Ólafsfirði. Þau eiga fjögur börn en
fyrir á Guðfinna einn
son. c) Gylfi, kvænt-
ur Ásdísi Hannibals-
dóttur frá Hanhóli í
Bolungavík. Þau
eiga tvo syni en fyrir
á Ásdís eina dóttur.
Gylfi átti einnig tvö
börn með fyrri konu
sinni Elsu S. Gísla-
dóttur, sem er látin.
d) Jóna Sigríður, gift
Þórarni Ölverssyni í
Neskaupstað. Þau
eiga þrjú börn. Jóna
Sigríður á son frá
fyrra hjónabandi. e)
Víglundur Sævar, kvæntur Ínu
Dagbjörtu Gísladóttur frá Seldal á
Norðfirði. Þau eiga tvær dætur. f)
Katla, gift Emil Thoroddsen frá
Egilsstöðum. Þau eiga tvo syni.
Ásta á yfir fimmtíu afkomendur.
Ásta og Gunnar bjuggu í Mjóa-
firði til ársins 1955 að þau fluttu til
Neskaupstaðar. Þau bjuggu á
Sómastaðagerði í Reyðarfirði
1962–1982 en þá fluttu þau aftur
til Neskaupstaðar þar sem þau
áttu heima til æviloka. Síðustu ár-
in dvaldi Ásta á Heilbrigðisstofn-
un Austurlands í Neskaupstað.
Útför Ástu fer fram frá Norð-
fjarðarkirkju laugardaginn 10.
apríl og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Skorrastaðar-
kirkjugarði.
Elsku amma mín.
Nú er komið að kveðjustund. Þetta
seinasta ár hefur verið þér ansi erfitt
en ég trúi því að nú líði þér betur.
Það eru svo margar minningar sem
koma upp í hugann núna. Ég man
þegar ég var lítil og þú bjóst í sveit-
inni og við fórum í fjöruferðir og óð-
um í sjónum eða gönguferðirnar inn
á nýrækt. Þá tíndum við blóðberg og
suðum okkur te þegar við komum
heim. Þú fluttir svo í Neskaupstað og
þá var styttra á milli okkar. Eitt sinn
hringdir þú og bauðst nöfnu í mat og
hafðir gert pitsu sem okkur þótti
báðum svo góð.
Þegar ég eignaðist fjölskyldu flutti
ég til Reykjavíkur svo að við hitt-
umst ekki eins oft en við hringdumst
á og þú hringdir alltaf á afmælisdag-
inn minn. Í seinni tíð vannst þú mikla
handavinnu, til dæmis vettlinga og
sokka sem börnin mín fengu að
njóta. Allir dúkarnir sem þú gafst
mér voru svo fallegir og smekklega
málaðir og prýða nú heimili mitt. Það
eru svo margar góðar minningar um
þig.
Elsku amma, takk fyrir allar góðu
stundirnar. Guð geymi þig. Þín nafna
Ásta Þórarinsdóttir.
Elsku amma mín.
Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Mér
eru minnisstæðar stundirnar sem ég
átti með þér í sumar þegar ég var
fyrir austan með tveggja vikna
gamla dóttur mína og þú fylgdist
með henni nánast daglega í mánuð.
Þú hafðir svo gaman af henni, talaðir
alltaf um hvað „litla manneskjan“
væri dásamleg. Sigdís Sara fékk ekki
mikin tíma til að kynnast þér en ég á
eftir að segja henni hversu mikinn
mann þú hafðir að geyma þegar hún
eldist.
Eftir að ég flutti suður til þess að
fara í skóla kom ég reglulega austur í
heimsókn. Þú varst hreinskilin og
bentir mér ávallt á ef þér líkaði ekki
jóladressið það árið, kvartbuxur,
hver fann þær eiginlega upp? Þú
varst hlý, framleiddir ófáa ullarsokk-
ana handa mér til þess að ylja kalda
fæturna og húmorinn var skammt
undan því það var sama hvaða bull
við krakkarnir sögðum jafnvel til
þess að ganga fram af þér þú hlóst
bara að öllu saman.
Það er minn helsti veikleiki að
kveðja og átti ég oft erfitt þegar kom
að því að kveðja þig eftir þær heim-
sóknir mínar. Þú vildir nesta mig upp
fyrir ferðalagið suður, það var nauð-
synlegt að hafa kexpakka með sér í
flugið, alltaf að hugsa um sína.
Ég finn að það er enn sárara að
kveðja núna en þú þurftir svo sann-
arlega á hvíldinni að halda.
Ég er þakklát fyrir þær samveru-
stundir sem við áttum saman og í
hjarta mínu geymi ég minninguna
um þig, elsku amma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þín
Matthildur.
Ásta Ketilsdóttir er „horfin af
heimi“ eftir langa önn og að síðustu
stranga sjúkdómslegu. Já, þeim
fækkar óðum sem lögðu grunninn að
því samfélagi sem við þekkjum á Ís-
landi – núna, lögðu til efniviðinn,
mannauðinn mikla, sem tók við þar
sem þraut fyrri kynslóð. Ásta og
Gunnar maður hennar lögðu fram
sinn skerf, sannarlega.
Líklega man ég Ástu Ketilsdóttur,
sveitunga minn í aldarfjórðung,
gleggst og best eins og hún kom mér
fyrir sjónir þegar fundum okkar bar
fyrst saman á mannamóti í Mjóafirði.
Mér varð starsýnt á þessa hlédrægu
ungu stúlku, stórmyndarlega og eitt-
hvað svo gott við hana, traust og
heilt. Ég gæti trúað við hefðum þá
verið sextán ára – ekki sérlega upp-
rifin við ókunnuga!
Ásta fluttist að Krossi í Mjóafirði
með Margréti systur sinni og manni
hennar, Stefáni Eiríkssyni, sumarið
1930. Það kom svo í ljós að þar beið
hennar mannsefnið, bóndasonurinn
Gunnar Víglundsson. Þau byrjuðu
búskap á Krossi 1934. Litlu síðar
keyptu þau Stefán og Margrét
Minni-Dali og færðu bú sitt þangað.
En ungu hjónin bjuggu áfram á
Krossi í tvíbýli með foreldrum Gunn-
ars. Atvik féllu þannig að Ásta og
Gunnar breyttu til 1944 og færðu sig
yfir í Brekkuþorp. Bjuggu þau fyrst
á Selhellu þrjú ár, þá á Krossstekk,
eignarjörð Gunnars, önnur þrjú ár,
aftur á Selhellu tvö ár og loks í Skóg-
um, sem þau keyptu, í þrjú ár.
Gunnar sótti bjargræði til lands og
sjávar og hygg ég að sjósóknin hafi
orðið drýgri. Þegar hér var komið
sögu var nær ógerlegt að stunda sjó
frá Mjóafirði því þar var ekkert
frystihús. Og 1955 flutti fjölskyldan
til Norðfjarðar þar sem hún dvaldi
næstu sjö árin. Það er trúa mín að
Gunnar hafi kunnað því illa að hafa
ekki eigið land undir fótum. Árið
1962 fluttu þau sig enn um set, hjónin
og yngri börnin, festu kaup á Sóma-
staðagerði í Reyðarfirði og bjuggu
þar síðan hartnær tvo áratugi. Varð
þá hvort tveggja að heilsu Gunnars
tók að hraka og jörðin var föluð til
kaups undir fyrirhugaða stóriðju.
Þau hjónin brugðu þá búi og fluttu til
Norðfjarðar á ný.
Ljóst má vera, meðal annars af
hinum tíðu búferlaflutningum og
bersýnilegu óhagræði við öflun
bjargræðis, að ekki var auður í búi
þeirra Gunnars og Ástu. En bæði
voru harðdugleg og það bjargaði
málum þótt stundum væri mót-
drægt. Það segir sig líka sjálft að
mjög hefur mætt á húsfreyju við hin
tíðu bústaðaskipti, fyrir daga raf-
magns og allra þæginda sem því
fylgja. En hún stóð styrk við hlið
bónda síns.
Persónuleg samskipti mín og jafn-
aldra minna, Ástu og Gunnars, með-
an við vorum sveitungar, urðu minni
en ætla mætti og ollu staðhættir. Það
var ekki sett á flot og róið yfir fjörð á
hverjum degi! En hlýjar eru minn-
ingar mínar um þau góðu hjón – og
um kynnin við börn þeirra, mismikil
eftir kringumstæðunum. Og Ástu sé
ég nú alltaf fyrir mér í sama ljósi og
þegar fundum okkar bar fyrst sam-
an, festan og góðvildin óhvikul. Ég
kveð hana með virðingu og þökk fyr-
ir samfylgdina. Við Margrét mín
sendum ástvinum hennar alúðar
kveðjur.
Vilhjálmur á Brekku.
Ásta Ketilsdóttir sýndi snemma að
hún var sterkur einstaklingur. Hún
fæddist í desember í baðstofu, í kíg-
hóstakasti móður sinnar, vel fyrir
tímann. Hún var á stærð við þriggja
pela flösku og um hana búið í skó-
kassa, varin bómull og kartöflumjöli.
Natni fólks og útsjónarsemi, með það
sem það hafði í höndum, lagði grunn-
inn að heilbrigði stúlkubarnsins og
ævi, en Ásta hefði orðið níræð á
þessu ári.
Heimurinn sem hún fæddist inn í
var ekki heimur allsnægta heldur fá-
tæktar. Hún fylgdi móður sinni
fyrstu æviárin og dvöldu þær á Aust-
fjörðum þar sem vinnu var að fá.
Faðir hennar var vinnumaður og
giltu um hann sömu lögmál. Sjaldan
ef nokkurn tímann var fjölskyldan
saman í vist. 12 ára missti Ásta móð-
ur sína og hef ég grun um að yfir það
sár hafi seint gróið. Eins líklegt að
skaphöfn hennar og viðhorf til lífsins
hafi hér mótast meir en margan
grunar.
Ásta var hæglát kona og var ekki
mikið fyrir að vera í forgrunni, eða
bera tilfinningar sínar á torg. Hafði
þær þó ríkar. Hún var vel gerð, féll
ekki verk úr hendi, bar með sér
ákveðinn glæsileik, hjálpsöm og vin-
ur vina sinna. Hafði ákveðnar mein-
ingar, en bar þær of sjaldan á borð.
Meining hennar var skýr og fylgt eft-
ir með ákveðnum þunga, þannig að
engum duldist hvað hún var að fara.
Ung giftist hún Gunnari Víglunds-
syni og átti með honum börn og buru
eins og gengur. Í efnahagslegu tilliti
voru búskaparár þeirra hjóna enginn
dans á rósum þó að með árunum hafi
ræst vel úr, einkum fyrir óbilandi
vinnusemi þeirra hjóna og dugnað.
Ég er viss um að stundum voru
stundirnar langar hjá Ástu á árunum
áður. Á þeirri samskiptaöld sem við
lifum nú á geta fáir sett sig í spor
hennar og skilið hvað fór fram í huga
ungrar konu, móður með börn sín,
þegar eiginmaður hvarf til sjávar á
opinni bátkænu í leit að björg og kom
ef til vill ekki til baka fyrr en nokkr-
um dögum síðar. Öruggara hafði ver-
ið að lenda í öðrum firði. Það voru
engin tæki til að ólátast í, einungis
gengið að verkum og treyst góðri
niðurstöðu. Eiginleikar eins og
þrautseigja og æðruleysi voru dýr-
mætir, en þá hafði Ásta í ríkulegu
magni.
Best held ég að Ástu hafi liðið í
Neskaupstað. Þar naut hún sín. Hún
var í eðli sínu mannblendin og naut
samveru með fólki. Starf eldri borg-
ara veitti henni ánægju og tók hún
þátt í því meðan kraftar leyfðu.
Margar eru minningarnar, flestar af
Urðarteignum og úr fjallinu eins og
við köllum hlíðina fyrir ofan. Fátt
fegurra og gjöfulla en sitja þar á
ÁSTA
KETILSDÓTTIR
E
inn dönsku her-
mannanna sem ég
ræddi við í Suður-
Írak var að hugleiða
að sækja um hjá al-
þjóðlegu öryggisfyrirtæki þegar
hann væri búinn að þjóna ættjörð
sinni. Hann átti aðeins eftir að
vera um tvær vikur til viðbótar í
Írak og vissi ekkert hvað hann
ætti að gera af sér þegar heim
væri komið. Hafði séð auglýsingu
í fagtímariti frá einu þessara ör-
yggisfyrirtækja og vissi sem var
að tekjurnar væru góðar; í frétt
The Washington Post á föstudag
kemur fram að hver málaliði hjá
einu af stærstu fyrirtækjum þess-
arar tegundar, Blackwater Secur-
ity Consulting, fái að meðaltali
þúsund dollara í laun á dag, um
sjötíu þúsund íslenskar krónur.
Mér fannst
reyndar ekki
að hugur
fylgdi máli
hjá Danan-
um. Þó að
dönsku her-
mennirnir í Suður-Írak taki
áhættu á hverjum degi í starfi
sínu þá vissi hann áreiðanlega
sem var að málaliðarnir (sem svo
má kalla) taka enn meiri áhættu í
sínu starfi, það er sannarlega ætl-
ast til að þeir vinni fyrir laun-
unum sínum. Þeir eiga að geta
farið hvert sem er, hvenær sem
er, og þeir eiga að geta tryggt líf
og limi umbjóðenda sinna.
Ég hitti einn svona málaliða í
Bagdad, það var rúmlega fimm-
tugur Breti sem starfaði sem ráð-
gjafi hjá stórri bandarískri sjón-
varpsfréttastöð. Þetta var nagli,
öðruvísi er ekki hægt að orða það.
Nagli sem tjáði mér að hann
hygðist taka sér leyfi í maí-
mánuði, bregða sér til Íslands
með konunni. Ég átti satt best að
segja svolítið erfitt með að sjá
hann fyrir mér við Esjurætur.
Naglinn rakti nokkur dæmi um
verk sem hann hefði þurft að
vinna í Írak. Hann bölvaði m.a.
fréttamönnunum, skjólstæð-
ingum sínum. Þeir væru fullkom-
lega ábyrgðarlausir, vildu alltaf
ana út í óvissuna, vildu alltaf vera
þar sem hasarinn væri hvað mest-
ur. Svo sem fullkomlega eðlilegt –
í þessu felst jú starf blaðamanns-
ins – en naglinn vildi meina að
stundum væri kapp best með
forsjá. „Það er mitt starf að meta
hættuna. Stundum er hættan of
mikil. Þá segjum við: við ættum
ekki að fara þangað. Ef þeir taka
ekkert mark á okkur, ef þeir segj-
ast verða að komast einmitt þang-
að, því þarna sé fréttin … nú þá
kem ég þeim á staðinn,“ sagði
naglinn og yppti öxlum.
Þarna fór maður sem ekki læt-
ur sér allt fyrir brjósti brenna.
Ég efa samt ekki að það fór um
breska naglann, rétt eins og Dan-
ann unga, er hann horfði á mynd-
irnar frá Fallujah í síðustu viku,
þar sem fjórir bandarískir mála-
liðar voru drepnir á ógeðfelldan
hátt, líkum þeirra misþyrmt, þau
dregin um göturnar og síðan
hengd upp til að allir gætu séð
hvernig farið væri með Banda-
ríkjamenn á þessum slóðum.
Mennirnir fjórir sem voru
drepnir í Fallujah voru allir
starfsmenn Blackwater Security
Consulting, fyrirtækið hefur um
400 menn á sínum vegum í Írak.
Blackwater sinnir alls konar
verkefnum, sér m.a. um öryggi
Pauls Bremers landstjóra. Annað
stórt fyrirtæki í þessum bransa er
breskt, Global Risk Strategies.
Ein af sögunum sem breski
naglinn sagði mér snerist einmitt
um bílferð í gegnum Fallujah. Þar
er engum Vesturlandabúa óhætt,
ef marka má lýsingarnar. Ef ég
man þetta rétt þá sprakk dekk á
bílnum inni í miðri Fallujah og
ekkert annað að gera en fara út
og skipta. En auðvitað komu æst-
ir Írakar að og tóku að gera at-
hugasemdir við veru naglans og
samferðamanna hans í borginni.
Viðmælandi minn slapp lifandi
frá Fallujah en líklega bara af því
hversu mikill töffari hann er:
hann lét á engu bera, plataði ung-
an Íraka (sem ætlaði að gera sig
breiðan) og brunaði svo á brott.
Atburðirnir í Fallujah í síðustu
viku vekja óhug. Það gerir einnig
þróun mála í þessari viku, þau
átök sem hafa átt sér stað milli
bandarískra hermanna og fylgis-
manna sjítaklerksins Muqtadas
Sadr. Eru spádómar um að sjítar í
Írak myndu á endanum rísa upp
gegn setuliðinu að rætast?
Írakar sem blogga á netinu
virðast ekki ýkja hrifnir af Sadr.
Raed Jarrar (http://raedinthe-
middle.blogspot.com) segist á
mánudag hafa varað bandarískan
kunningja sinn við Sadr fyrir
næstum ári, að Sadr væri helsti
þröskuldurinn í veginum fyrir því
að draumar um nýtt og betra Írak
gætu ræst. Fer Raed hörðum orð-
um um bandarísku ráðamennina í
Bagdad sem ekkert hafi gert á
þessum tíma til að fyrirbyggja að
Sadr hleypti öllu upp líkt og hann
hafi nú gert.
Zeyad, 25 ára gamall súnní-
múslími, tekur í sama streng
(http://healingiraq.blogspot.com),
segist helst sakna Saddams Huss-
eins. „Ef við þurfum á manni eins
og Saddam að halda til að halda
þessum brjáluðu hundum í skefj-
um þá verður svo að vera,“ segir
hann. Er erfitt að átta sig fyllilega
á því hvort ummælin eigi að vera
kaldhæðnisleg eða hvort honum
er alvara.
Raed Jarrar segir það vitleysu
að Sadr njóti ekki stuðnings með-
al sjíta, hann telur að milljónir
manna fylgi honum að málum,
einkum í Suður-Írak. Raed verð-
ur tíðrætt um allar ræðurnar sem
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hefur haldið um mikilvægi
þess að lýðræði verði komið á í
Írak. Raed veltir því hins vegar
fyrir sér hvort Bush vilji raun-
verulega koma á lýðræði í Írak.
Hann rifjar upp að haldnar hafi
verið lýðræðislegar kosningar í
Alsír fyrir um áratug síðan. Nið-
urstaðan hafi verið „lýðræðisöfl-
unum“ til ama; fólkið kaus yfir sig
bókstafstrúaða íslamista, þeirri
niðurstöðu hafi ekki verið hægt að
una. Hvað myndi Bush nú gera,
spyr Raed, ef haldnar yrðu lýð-
ræðislegar kosningar í Írak og
Muqtada Sadr eða einhver svip-
aður fýr bæri þar sigur úr býtum?
Munu menn hlíta niðurstöðum
lýðræðislegra kosninga ef það
þýðir að til valda komist íslömsk
bókstafstrúaröfl? Meina þeir það
sem þeir segja þegar þeir lýsa dá-
semdum lýðræðisins?
Lýðræði
í Írak?
Hvað myndi Bush nú gera, spyr Raed,
ef haldnar yrðu lýðræðislegar kosningar
í Írak og Muqtada Sadr eða einhver
svipaður fýr bæri þar sigur úr býtum?
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is