Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 39 Við fráfall góðs drengs og samherja um langt árabil setur mann hljóðan. Örlög sín flýr enginn en ör- lagadísirnar spunnu lífsvef okkar Sigurðar þannig að við áttum sam- leið í forustu fyrir samtökum rík- isstarfsmanna um árabil. Stóran hluta starfsævi sinnar vann Sigurð- SIGURÐUR ÓSKAR HELGASON ✝ Sigurður ÓskarHelgason fædd- ist í Reykjavík 4. sept. 1921. Hann lést á heimili sínu Álf- hólsvegi 98 24. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 31. mars í kyrrþey að ósk hins látna. ur sem gjaldkeri hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík og síðar sem deildarstjóri við embættið. Hann var vinsæll starfsmaður sem naut virðingar vinnufélaga sinna og traust yfirmanna fyrir störf sín. Sigurður var rót- tækur í skoðunum og leyndi það engum, hann var samvisku- samur og fylginn sér í því sem hann tók sér fyrir hendur. Um ára- tugaskeið var hann í stjórn Starfs- mannafélags ríkisstarfsmanna sem gjaldkeri félagsins, trúnaðarstarf sem hann sinnti af mikilli samvisku- semi, enda reglumaður á alla hluti. Sigurður átti sæti í samninganefnd- um félagsins, var fulltrúi skrifstofu- fólks í launamálaráði og samstarfs- nefnd. Nefnd þar sem reyndi á lagni, þolrif og samskiptahæfni manna sem Sigurði fórst mjög vel. Hann var ljúfur og laginn í um- gengni að öllu jöfnu, en fylginn sér ef svo bar undir. Sigurður var glæsimenni í útliti, svipsterkur og fríður sýnum, ein- staklingur sem sannarlega bætti mannlífið, þar sem hans naut. Sig- urður var mikill fjölskyldumaður og okkur sem með honum störfuðum var augljóst hve traust samband hans og Kristínar eiginkonu hans var. Samband sem byggt var á gagnkvæmri virðingu og ástúð. Það er margs að minnast frá ára- löngu samstarfi. Ég þakka Sigurði þær stundir sem við áttum saman í baráttu fyrir bættum kjörum og betra samfélagi. Ég vil að lokum votta Kristínu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum samúð mína á sorgarstund. Einar Ólafsson. Spjallstundirnar með honum voru góð- ur skóli og skemmti- legur, því þar komu svo greinilega fram aðalsmerkin hans, lífsgleði, vand- virkni og fagmennska. Hann var einn af þessum stórathafnamönn- um sem fer ekki mikið fyrir, en verkin þeirra tala svo ekki verður um villst. Það er stundum sagt að þrennt skipti mestu máli í mann- legum þörfum, matur, vinna og hvíld. Segja má að Ragnar Björns- son húsgagnabólstrari í Hafnar- firði hafi eytt ævinni sinni í að tryggja Íslendingum góða hvíld, því enginn Íslendingur hefur smíð- að eins mörg rúm fyrir landann og Ragnar og það er alveg klárt að enginn kemst með tærnar þar sem hann var með hælana í þeim efn- um. Vandvirkni Ragnars var róm- uð og metnaður hans var á svo háu plani að hann tók ekkert í mál í fagi sínu nema að það geislaði af gæðum. Það er engin tilviljun að maður sem hefur rekið húsgagna- bólstrun í liðlega 60 ár skuli enn vera á toppnum og það er heldur engin tilviljun að fjöldi rúma sem hann hefur framleitt hefur slagað upp í 10 þúsund á ári. Enginn veikur hlekkur mátti vera í rúminu, fjaðrir af bestu gerð, voðir og allt sem til þurfti að taka og það kom því ekki á óvart að Ragnar var gerður að heið- ursfélaga alþjóðlega bólstrarasam- bandsins, en slíkt hlotnast engum nema að allt sé skothelt í vinnustíl hans og viðfangsefnum. Það sér- stæða var að yfirleitt sækja bestu bólstrarar jarðar um inngöngu í þennan félagsskap, en Ragnari var boðin þátttaka. 1943 hóf Ragnar rekstur sinn sem staðið hefur sleitulaust síðan undir hans nafni og síðast undir nafninu RB rúm og betri gæða- stimpil geta menn ekki fengið ef þeim er vel við líkama sinn og lífs- nautnina alla. Allur stíll fram- leiðslu og verslunar Ragnars ber svip hans, það er hlýja og lipurð og fagmennska. Birna dóttir Ragnars og samstiga starfsfólk heldur uppi merkinu. Ragnari fat- aðist aldrei að lífið átti að vera RAGNAR BJÖRNSSON ✝ Ragnar Björns-son fæddist á Straumi á Skógar- strönd 30. ágúst 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 7. apríl. skemmtilegt en ekki leiðinlegt og hann leyfði ekkert annað þótt ekki væri allt eins og best er á kos- ið. Þótt Ragnar ætti eftir aðeins tvö ár í nírætt þá ætlaði hann að vera miklu eldri eins og sumar ætt- mæður hans. En þótt sjúkleiki hrjáði Ragn- ar síðustu árin var hann alltaf sami eld- huginn, sami ungling- urinn í hugsun og áræði. Hann var alltaf svo ferskur, hispurlaus og gerði góðlátlegt grín að hégómanum og embættismennskunni. Hvern dag allt fram á lokasprettinn kom hann nánast daglega til starfa og alltaf hafði hann jafnmikla unun af að selja, alveg sama hvort það var mikið eða lítið. Hann hafði áhyggj- ur af því að enginn nemi væri að læra bólstrun hérlendis, taldi það bera vott um hnignun varðandi kröfur og gæði. Hann hataðist út í plastið og patentefnin og hélt ein- faldlega sínu striki hvað sem raul- aði og tautaði. Ég er alveg sann- færður um að Ragnar bjó yfir tilfinningu huldulæknisins, ein- hverjum mætti sem hann tengdi í framleiðslu sína til þess að gera hana hlýlegri og þægilegri. Ragnar var traustur Lionsmað- ur og öflugur. Hann vildi leggja góðum málum lið alveg á sömu for- sendum og hann smíðaði rúmin sem fyrir æði marga eru eins og vítamíngjafi. Í rúmunum hans Ragnars er enginn mannamunur. Þar gildir sami rétturinn til lífsins. Ragnar var glæsimenni fram í fingurgóma. Þetta kom glöggt fram í fasi hans jafnt frágangi rúmanna og hann var mikill og traustur vinur vina sinna. Það er mikill söknuður að góð- um dreng og glöggum samborg- ara. Megi góður Guð styrkja eig- inkonu, börn, barnabörn og ástvini alla. Um sinn kemur hlé á spjall- fundina góðu með tei og vínar- brauðum, en það væsir ekki um þá í himnaranninum ef þeir fá núna RB rúm til þess að krækja sér í kríu, varla þarf meira, því að í ei- lífðinni er örugglega nógur tími fyrir spjallstundirnar. Árni Johnsen. Það var í septembermánuði 1972 sem ég leit Þuríði Jónsdóttur, syst- ur tengdamóður minnar, fyrst aug- um er ég kom í heimsókn á Loka- stíginn. Þuríður átti frá fyrstu stundu alla mína virðingu. Hún var orðvör, hæglát og bar með sér ein- stakan þokka og mikla reisn. Það var síðan 1987 sem ég fór að kynn- ast henni fyrst fyrir alvöru. Starfs míns vegna varð ég heimagangur á Lokastígnum. Ég skynjaði eftir því sem árin liðu og við Þuríður kynnt- umst betur hvað hún var í raun sérstök kona. Hún fékk ekki marg- ar vikur í skóla en það virtist ekki ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Þuríður Jóns-dóttir var fædd í Ási í Ásahreppi 12. jánúar 1910. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ási og Mar- grét Björnsdóttir frá Króki í Villingaholts- hreppi. Útför Þuríðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. há henni. Þuríður var listamaður í höndun- um hvað varðaði saumaskap og var þar ekki kastað til hönd- um. Þuríður var sjálf- menntuð og las bæði ensku og Norður- landamálin. Slíkar er- lendar bækur hafði hún yfirleitt við hönd- ina og gaf sér tíma til þess að lesa. En Þur- íður var vel að sér í svo mörgum öðrum málefnum og lagði sig fram um að lesa og kynna sér allt mögulegt. Ófáar stundir áttum við saman og skiptumst á skoðunum og þá ósjaldan yfir trú og trúar- brögðum. Hún hafði mjög mótaðar skoðanir í þeim efnum. Ekki vor- um við alltaf sammála um þau mál og tókumst við oft hressilega á en það var alltaf gleymt um leið og við stóðum upp. Þuríður mátti ekk- ert aumt sjá eða vita. Hún var fljót til að hjálpa þegar hún vissi að hún gat orðið að liði og veit ég að við mörg í fjölskyldunni nutum góð- mennsku hennar. Þuríður var sjálfri sér trú og skoðunum sínum. Alveg undir það síðasta naut Þur- íður þess að fara að Áskoti, á sínar gömlu heimaslóðir. Þar hafði hún eytt ófáum sumrum með systrum sínum. Hún undi hag sínum síð- ustu árin í Hraunbæ 96 en þar var stutt til vina. En hún þekkti sinn vitjunartíma. Hún lagði þessar ferðir af síðustu tvö árin enda taldi hún sig ekki vera manneskju til slíkra ferða. Hún lagði aftur á móti skýrar línur um það hvernig hlut- unum skyldi háttað eftir sinn dag og það í smáatriðum. Hún var orð- in þreytt undir það síðasta og sagðist óhrædd mæta þeim örlög- um sem biðu hennar. Þegar ég með þessum fáu orðum kveð Þuríði kveð ég ekki bara Þuríði „frænku“ heldur einstakan vin. Hún var mér á stundum sem lærifaðir en gat inn á milli gert mig ýmist orðlausan eða reiðan. Það var mér mikill heiður að njóta trúnaðar hennar. En þegar upp er staðið lærði ég oftar en ekki af þessari einstaklega sterku persónu. Ég vil biðja hinn hæsta höfuðsmið að veita henni leiðsögn á því ferðalagi sem hún hefur nú tekist á hendur. Ég mun eins og aðrir sem til hennar þekktu varðveita minninguna um hana sem merkan samferðamann. Sérstakar þakkir vil ég senda starfsfólki líknardeildar Landa- kotsspítala fyrir einstaka umönnun sem ég veit að Þuríður naut og var mjög þakklát fyrir. Jakob S. Þórarinsson. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför hjartkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR PÉTURSDÓTTUR, Skeljatanga 1, Reykjavík. Einnig sérstakar þakkir til allra þeirra, sem veittu henni aðhlynningu í veikindum hennar síðastliðin þrjú ár. Áslaug Ottesen, Hörður Sigurgestsson, Inga Harðardóttir, Vicente Sanchez-Brunete, Jóhann Pétur Harðarson, Helga Zoëga, María Vigdís, Áslaug Kristín og Hörður. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, ERNU ÞORGEIRSDÓTTUR, Snorrabraut 56, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Krabbameinsfélagsins og líknardeildar Landspí- tala Kópavogi. Katrín Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, tengdasonur og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, EINAR BJÖRNSSON frá Ingunnarstöðum í Kjós, lést á Reykjalundi mánudaginn 5. apríl síðastliðinn. Guðný Guðrún Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Lárus Björnsson, Finnbogi Björnsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Vestri-Tungu, Vestur-Landeyjum, sem lést miðvikudaginn 31. mars, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju, Vestur-Land- eyjum, laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Árni Ólafur Guðjónsson, Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir, Erla Guðjónsdóttir, Jón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.