Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk GRETTIR, ÞÚ HENDIR ÞESSARI KÖKU EKKI FRAMAN Í MIG! ÞÚ RÆÐUR! KAKA INN Á BUXUR! AF HVERJU ER SÓLIN EKKI MEÐ SNOOZE TAKKA? LEYFÐU MÉR AÐ SNERTA TEPPIÐ... ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER JAKKINN ÞINN... EN ÉG VERÐ BARA AÐ SNERTA HANN... ÉG VERÐ AÐ SNERTA HANN... ÉG ER AÐ BROTNA NIÐUR, SÉRÐU ÞAÐ EKKI? ÉG LIFI ÞETTA EKKI AF... LEYFÐU MÉR AÐ SNERTA JAKKANN! FARÐU BURT... ÞÚ KRUMPAR HANN BARA! Risaeðlugrín © DARGAUD ÞETTA ER EKKERT HRÆÐILEGT. ÞAU HLJÓTA EINHVERN TÍMAN AÐ ÞIÐNA. ÞAÐ ER BARA SPURNING UM KLUKKUTÍMA, KANNSKI MÁNUÐI EÐA ALDIR HVAÐ?! VILTU LÁTA ÞAU VERA SVONA ALLAN ÞENNAN TÍMA? ÞAÐ ER ALVEG FRÁLEITT! ÉG SÉ EKKI HVAÐ VIÐ GETUM GERT. EN ÞÚ? JÁ! EN ÞÚ VERÐUR AÐ HJÁLPA MÉR FYRST VERÐUM VIÐ AÐ TEIKNA SAMSÍÐA LÍNUR SÍÐAN ÞVERLÍNUR VIÐ FÆRUM ÞAU ÖLL NÚNA GETUM VIÐ BYRJAÐ SÁ SEM TAPAR SKÁKINNI VERÐUR AÐ AFÞÍÐA ALLA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG leyfi mér að efast um að Íslend- ingar átti sig á því hvílíkt afrek rit- stjórar Morgunblaðsins, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnars- son, unnu þegar þeir breyttu blaði sínu úr stokkfreðnu íhaldsmálgagni og flokksbundinni þrætubók í al- mennt og opið málgagn allra Íslend- inga, hverrar skoðunar sem þeir kunna að vera. Ég tel hiklaust að þessi umskipti sem hér urðu við þessa ákvörðun þeirra félaga jafn- gildi stjórnarskrárákvæði um lýð- réttindi. Ritstjórar almanaks og opinberra fræða ættu að sjá sóma sinn í því að merkja þann dag í almanaki Háskóla Íslands og Þjóð- vinafélagsins. Sá dagur er ekki síður markverður en heimastjórnarhátíð. Ritfrelsisdagur almennings er dag- ur sem halda ætti í heiðri. Hann markaði tímamót í blaðamennsku og rétti hlut þeirra er áður stóðu höll- um fæti og áttu ekki innhlaup hjá harðsvíruðum og einstrengingsleg- um flokksmálgögnum. Ritstjórum Morgunblaðsins hefir tekist þrátt fyrir ákveðna og ósveigjanlega stefnu í ýmsum málum sem eru að mínum dómi fjarstæðukennd að sýna jafnframt hugrekki og sann- girni með því að gera blað sitt að al- mennum umræðuvettvangi. Þjóð- viljinn t.d. var því marki brenndur að neita birtingu greina sem ekki voru að skapi valdaklíku ráðherra- sósíalisma sem ríkti á valdadögum svokallaðrar vinstristjórnar. Ég man t.d. eftir því að þáverandi rit- stjóri Þjóðviljans bauðst til þess að hitta mig í kirkjugarðinum við Suð- urgötu um leið og hann neitaði um rúm fyrir greinarkorn. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Tímamót í blaðamennsku Frá Pétri Péturssyni þul: EINN af feðrum rannsóknarblaða- mennskunnar Jónas Kristjánsson, blaðamaður og fyrrum ritstjóri, fór mikinn í sjónvarpsviðtali, fullur hroka og yfirlætis, og telur sjálfan sig kominn í þá stöðu að það sé hann almáttugur, eða blaðamenn almennt sem ákveði á hvaða stigi rannsókn lögreglu sé og hvort tímabært sé að gögn séu gerð opinber. Þetta vekur óneitanlega spurningar um á hvaða stig og hvaða siðferði liggi að baki þeirri blaðamennsku sem DV er komið í gang með. Jónas Kristjánsson telur það sem helstu rök fyrir því að blaða- mennska af þessum toga sé ásætt- anleg, að það sé hverjum manni hollt að andað sé niður um hálsmálið, meðan viðkomandi stundi sína vinnu, og ber við að hann þekki nú þjóðfélagið eftir langa reynslu. Ekki veit ég í hvaða heimi Jónas hefur lif- að, en ég tel það nokkuð ljóst að þetta er eitthvað skrýtin vinnusál- fræði og ólíklegt að hún leiði til ein- hvers góðs. Ég skal fúslega viðurkenna að ég var einn hinna sem las greinina um játningu Grétars, og það sem eftir stóð eftir lestur greinarinnar var að maðurinn hafði játað á sig þátttöku í þessu voðaverki, hlutur sem ég hafði svo sem vitað lengi eða frá því að um það var tilkynnt opinberlega. Það er erfitt að sjá eftir lestur greinarinn- ar, hvaða atriði í játningunni höfðaði svo til almannahagsmuna að brýnt hafi verið að birta hana opinberlega, þvert á vilja rannsóknaraðila. Mér er alveg sama hvað Jónas og aðrir hans líkar telja að þeim sé leyfilegt að mása eða blása til þess að ná sínum markmiðum fram, en þeim ber að líta á afleiðingar þeirra verka sem þeir vinna. Hvað sem segja má um innihald játningarinn- ar, situr eftir að bæði lögregla og varnaraðilar málsins sitja eftir með skert traust til þess að vinna þau erfiðu verk sem vinna þarf. Að lokum er nú ekki athugandi fyrir bæði blaðamenn DV og rit- stjóra DV að fletta upp orðinu al- mannahagsmunir áður en þeir nota það sér til varnar þegar þeir eru lentir í andnauð í næsta hálsmáli. HANNES FRIÐRIKSSON, Ránargötu 14, Reykjavík. Í tilefni af orðum Jónasar Kristjánssonar Frá Hannesi Friðrikssyni: VEGNA auglýsinga og þáttar á Skjá einum að nafni Innlit/Útlit varð mér mjög gramt að heyra auglýst að hús- ið sem stendur við Aðalstræti 10 sé elsta hús í Reykjavík. Þetta er alrangt, húsið sem um ræðir er timburhús, reist árið 1765 og er teiknað af ókunnum arkitekt. Hið rétta elsta hús Reykjavíkur er Viðeyjarstofa sem var reist á árun- um 1753–1755 og er 250 ára afmæli þess að ganga í garð von bráðar. Húsið sjálft er listaverk, Viðeyjar- stofa er hlaðið steinhús og er einnig fyrsta steinhús Íslands, teiknað af N. Eigtved, þekktasta rókokkómeistara Dana. Í Viðeyjarstofu voru haldnar margar frægustu veislur 19. aldar og eru haldnar stórveislur þar enn. Rétt skal vera rétt svo enginn mis- skilningur sé. DAVÍÐ MÁR STEINARSSON, 140986-3139. Elsta hús í Reykjavík Frá Davíð Má Steinarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.