Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 47

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert heiðarleg/ur og hóg- vær og gerir miklar kröfur til þín. Þú ert mannvinur sem vilt leggja þitt af mörk- um til að bæta heiminn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er gjarnan frum- kvöðull. Þú hefur gaman af nýjungum og áskorunum og ættir því að reyna eitthvað nýtt í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag hentar sér- lega vel til hvers konar rann- sóknarvinnu. Þú ert skörp/ skarpur í hugsun og stað- ráðin/n í að komast til botns í hlutunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tunglið er beint á móti merk- inu þínu og því þarftu að leggja þig alla/n fram í sam- skiptum við aðra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt erfitt með að henda hlutunum og hefur því til- hneigingu til að safna að þér alls konar dóti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta getur orðið skemmti- legur dagur hjá þér. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum. Mundu að gleðin kemur innan frá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að beina athygli þinni að einhverjum í fjöl- skyldunni í dag. Ekki ganga að þínum nánustu sem vísum. Sýndu þeim góðvild og þol- inmæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú færð mikið út úr samræð- um og hvers konar þrautum í dag. Reyndu að koma sem mestu í verk. Þetta er ekki rétti dagurinn til að taka því rólega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að fara ekki yfir strikið í eyðsluseminni í dag. Svolítil sparsemi kemur sér vel eins og stendur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglið er í merkinu þínu og því ætti heppnin að vera með þér í dag. Þetta getur þó einnig gert þig óvenju tilfinn- inganæma/n. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft á svolítilli einveru að halda til að átta þig á hlut- unum áður en þú gefur allt í botn. Andaðu rólega og reyndu að gefa þér a.m.k. hálftíma með sjálfri/sjálfum þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt hugsanlega reka þig á það í dag hvað vinátta ein- hvers skiptir þig miklu máli. Það er gott að finna það þeg- ar manni þykir virkilega vænt um einhvern. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fólk tekur óvenju vel eftir þér þessa dagana. Það er eins og þú dragir jafnvel vísvit- andi að þér athyglina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FYRSTA JURT VORSINS Vorið í dalnum opnar hægt sín augu, – yljar á ný með vinarbrosi ljúfu. Eins og þá barnið rís af rökkursvefni, rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni þúfu. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur. Guði sé lof, að líf þitt blómstrar aftur, líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur. Viðkvæmu blöð, ó, feimna holtsins fegurð, fagnandi hér ég stend og einskis sakna. - Nú skal ég aldrei tala um fátækt framar, fyrst ég má enn þá horfa á yður vakna. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 9. apríl, verður Lilja Böðv- arsdóttir, húsmóðir frá Eyrarbakka, níræð. 75 ÁRA afmæli. Í dag,skírdag, 8. apríl, er sjötíu og fimm ára Magnús Haraldur Magnússon, Mánagötu 2, Ísafirði. Eig- inkona hans er Helga Bene- diktsdóttir. MEXÍKANINN dr. Jorge Rosenkranz (f. 1916) er þekktur læknir og vís- indamaður. Hann er einn af stofnendum stórfyr- irtækis í lyfjageiranum og hefur sjálfur komið að þró- un ýmissa mikilvægra lyfja eins og kortison og P-pill- unni. En hann er líka hug- myndaríkur lyfjasmiður í brids. Eftir Rosenkranz liggja 10 bridsbækur, sem allar fjalla um sagnir. Á því sviði á Rosenkranz pillur við hverjum vanda – til dæmis þessum hér: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠DG6 ♥ÁKD32 ♦ÁK753 ♣-- Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 3 lauf Pass ? Spilið er frá undan- úrslitum Íslandsmótsins og á flestum borðum þurfti norður að glíma við hindr- un makkers á þremur lauf- um. Ekki beinlínis óska- byrjun. Tvær sagnir virðast koma til greina: þrjú hjörtu eða þrjú grönd, og það er ekki að sjá að önnur sé hinni betri. Það veltur allt á spilum makk- ers. Norður ♠DG6 ♥ÁLD32 ♦ÁK753 ♣-- Vestur Austur ♠10743 ♠ÁK952 ♥G76 ♥98 ♦2 ♦D10986 ♣DG975 ♣2 Suður ♠8 ♥1054 ♦G4 ♣ÁK108643 Í reynd hefði gefist vel að segja þrjú hjörtu, sem makker hækkar í fjögur. Það geim vinnst auðveld- lega, en þrjú grönd fara niður með bestu vörn. En nú er komið að pillu doktorsins. Hann vill nota þrjá tígla sem spurningu um þrjú spil í hálit. Sem er frábær lausn á þessum vanda. Sagnir myndu þá ganga þannig: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 3 lauf Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Suður meldar þrílitinn ef hann er til staðar, en segir ella þrjú grönd. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. h3 Rbd7 6. Rf3 Dc7 7. Dd2 b5 8. Bd3 Bb7 9. O-O Bg7 10. Re2 e5 11. dxe5 dxe5 12. Rg3 O-O 13. c4 a6 14. Hfd1 Hfd8 15. Dc2 Re8 16. b4 Rb6 17. c5 Rd7 18. a4 Rf8 19. Rd2 Hd7 20. Rb3 Had8 21. axb5 axb5 22. Be2 Hxd1+ 23. Hxd1 Hxd1+ 24. Bxd1 Bc8 25. Dd2 Be6 26. Ra5 Rd7 27. Bg4 Bxg4 28. hxg4 Bf8 29. g5 Rg7 30. Rf1 Re6 31. Rh2 Be7 32. g3 Bd8 33. Rb3 Rb8 34. Rf3 Be7 35. Rc1 Rd7 36. Rd3 Bf8 37. Da2 Bg7 38. Da8+ Rdf8 39. Kg2 f6 40. gxf6 Bxf6 41. Bh6 Kf7 Staðan kom upp á Amberskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Veselin Topalov (2735) hafði hvítt gegn Vassily Ivansjúk (2716). 42. Bxf8! Rxf8 43. Dxc6! og svartur gafst upp enda staða hans töpuð eftir 43... Dxc6 44. Rfxe5+. Spennan í Íslandsmótinu í skák magn- ast stig af stigi og geta áhorfendur fylgst með við- ureignunum í Orkuveitu- húsinu eða á Netinu. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Píramídinn er ekki alveg eins og ég hugsaði mér. Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11:00-18:00 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13:00-18:00 Ný sending af fallegum geisladiskastöndum kr 7.900 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.