Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 48

Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 48
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ laugardaginn 10. apríl Spilað verður punktafyrirkomulag Skráning á www.golf/gsg.is Upplýsingar í símum 421 2791 og 898 6942 Ræst út frá kl. 9.00-11.10 og frá kl. 13.00-15.10 Opið mót Golfklúbbur Sandgerðis ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Föstudagur: Keppni um sæti í 8-liða úrslitum karla, seinni leikur: Digranes: HK – FH...............................16.30 Forkeppni í Evrópukeppni 19 ára lands- liða kvenna. Seltjarnarnes: Danmörk – Slóvakía .........15 Laugardagur: Seltjarnarnes: Ísland – Slóvakía..........16.30 Sunnudagur: Seltjarnarnes: Ísland – Danmörk.............14 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, fjórði leikurinn í úrslitum karla: Keflavík: Keflavík – Snæfell......................16  Staðan er 2:1 fyrir Keflavík.  Keflvíkingar verða Íslandsmeistarar með sigri. GOLF Fyrsta opna golfmót sumarsins, Hole in One mótið, verður í Eyjum á laugardag. UM HELGINA KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni Efri deild karla, B-riðill: Reykjaneshöllin: Keflavík – Fram ...........12 Efri deild karla, A-riðill: Fífan: Víkingur R. – Fylkir .......................12 Neðri deild karla, C-riðill: Fífan: Víkingur Ó. – Huginn .....................14 Neðri deild karla, D-riðill: Boginn: Leiftur/Dalvík – Höttur .........15.15 Boginn: Tindastóll – Magni ..................17.15 Í DAG  KVENNALIÐ ÍBV í knattspyrnu hefur gert samning við skoska mark- vörðinn Claire Johnstone um að leika með liðinu í sumar. Johnstone var til reynlu með ÍBV í æfingaferð liðsins í Portúgal og stóð hún sig það vel að ákveðið var að semja við hana. Johnstone leikur með Kilmarnock í Skotlandi og er markvörður númer tvö hjá skoska landsliðinu.  DAGNÝ Skúladóttir skoraði þrjú mörk fyrir TV Lützellinden þegar liðið tapaði fyrir Borussia Dort- mund, 35:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. TV Lüt- zellinden er í 9. sæti af 12 liðum.  ÍSLENDINGALIÐIÐ Tvis Holste- bro féll úr leik í dönsku bikarkeppn- inni í handknattleik í fyrrakvöld þeg- ar það tapaði fyrir úrvalsdeildar- liðinu Horsens í framlengdum leik, 29:27, en staðan eftir venjulegan leiktíma var, 23:23. Hrafnhildur Skúladóttir og Inga Fríða Tryggva- dóttir skoruðu 6 mörk hvor, Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 2 og Kristín Guðmundsdóttir 1. Helga Torfa- dóttir lék allan tímann í markinu og átti fínan leik.  HELGI Kolviðsson lék síðustu 20 mínúturnar með Kärnten sem tapaði fyrir Salzburg, 3:2, í hörkuspenn- andi fallslag í austurrísku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Salzburg skoraði sigurmarkið á lokamínútunni og er nú með 30 stig eins og Mattersburg, Sturm Graz er með 27 en Kärnten er áfram neðst með 23 stig. Aðeins neðsta liðið fellur en sjö umferðum er ólokið.  ARSENAL verður án Thierry Henry í leikjunum gegn Liverpool á föstudag og gegn Newcastle á sunnudag. Framherjinn snjalli togn- aði í leiknum gegn Chelsea í fyrra- kvöld og sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, að ljóst væri að Henry gæti ekki verið með í næstu tveimur leikjum í það minnsta.  ALAN Curbishley knattspyrnu- stjóri Charlton fær 16 milljónir punda til að kaupa nýja leikmenn til félagsins í sumar. Stjórn Charlton hefur samþykkt að Curbihsley fái að nota upphæðina sem Scott Parker var seldur fyrir eða 10 milljónir punda og fái að auki 6 milljónir punda til viðbótar. Curbishley hefur í hyggju að fá fjóra nýja spilara á The Valley og meðal þeirra sem hann er spenntur fyrir að fá er Ro- bert Earnshaw, framherji Cardiff.  CHRIS Sutton og Alan Thompson hafa báðir framlengt samninga sína við Celtic til loka leiktíðar sumarið 2007.  JUAN Ramon Carrasco, landsliðs- þjálfara Úrúgvæ, hefur verið sagt upp eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. Uppsögnin kemur í kjölfar 3:0 taps Úrúgvæ á heimavelli fyrir Venesúela í undankeppni HM. FÓLK Það bíður Snæfells erfitt verkefniað leggja Keflavíkurliðið á heimavelli þess, enda hefur Keflavík ekki tapað leik í rúmt ár á heimavelli gegn íslenskum liðum. Að auki verð- ur aðalleikstjórnandi Snæfells, Cor- ey Dickerson, í leikbanni í þessum leik, og mun mikið mæða á þeim Hafþóri Gunnarssyni, Dondrell Wit- more og Lýð Vignissyni í þessum leik – en þeir þurfa að fylla skarðið sem Corey skilur eftir sig. Arnar Freyr Jónsson, leikstjórn- andi Keflavíkur, verður einnig í banni í leiknum, vegna atvika sem áttu sér stað í öðrum leik liðanna þar sem Dickerson var vísað af leikvelli. Keflavík er með marga leikmenn sem geta tekið við hlutverki Arnars og má þar nefna Sverri Sverrisson, Nick Bradford og Hjört Harðarson sem reyndar hefur verið fyrir utan liðið að undanförnu vegna sýkingar í eyra. Ef litið er raunsæjum augum á leikinn, sem fram fer á laugardag, er ljóst að yfirgnæfandi líkur eru á því að Keflavíkurliðið fagni titlinum í leikslok, enda er hefðin og reynslan með því í liði að þessu sinni. Snæfell er hins vegar í fyrsta sinn í úrslitum Íslandsmótsins, og fjarvera Corey Dickerson hefur mun meiri áhrif á Snæfellsliðið en fjarvera Arnars Freys hjá Keflavík. Í þriðja leik liðanna kom breiddin í leikmannahóp Keflavíkur í ljós en þar skoruðu alls átta leikmenn liðs- ins en níu tóku þátt í leiknum. Að sama skapi voru heimamenn langt frá sínu besta í þeim leik og áttu engin svör við gríðarlega góðum varnarleik Keflvíkinga. Það er ljóst að Keflvíkingar munu beita pressuvörn gegn Snæfelli frá upphafi til enda, þar sem bakverðir Snæfells hafa ekki þurft að bera mikla ábyrgð á sóknaraðgerðum liðsins í vetur. Hafþór getur á góð- um degi leyst þetta hlutverk með prýði en aðrir leikmenn eru ekki „fæddir“ leikstjórnendur. Hins vegar er ekki hægt að af- skrifa Snæfell þrátt fyrir erfiða stöðu enda hefur liðið náð ótrúlegum úrslitum á útivelli í vetur, með gríð- arlegri baráttu og seiglu. Leikurinn hefst kl. 17 í Keflavík og verður Snæfell að sigra til þess að ná fram oddaleik sem er enn á dag- skrá hjá KKÍ miðvikudaginn 14. apríl. Sigurhátíð í Keflavík? KEFLAVÍK getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla, Intersportdeild, á laugardaginn er liðið tekur á móti Snæfelli í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Staðan í einvíg- inu er 2:1, en Keflavík hefur titil að verja gegn deildarmeistaralið- inu úr Stykkishólmi. Snæfell sigraði í fyrsta leik liðanna en Keflavík jafnaði metin á heimavelli sl. laugardag og náði heimaleikjarétt- inum af Hólmurum á mánudag. HANDKNATTLEIKUR FH – HK 32:25  Þetta var fyrri leikur liðanna um sæti í 8- liða úrslitum Íslandsmóts karla. Sá síðari er í Digranesi á morgun kl. 16.30 og það lið sem sigrar samanlagt kemst áfram og mæt- ir Val. FH er því með 7 marka forskot. Þýskaland Essen – Gummersbach.......................... 29:29 Kronau/Östringen – Stralsunder ......... 26:21 Grosswallstadt – Eisenach.................... 25:23 Göppingen – Flensburg......................... 28:35 Kiel – Pfullingen..................................... 48:25 Wetzlar – HSV Hamburg...................... 28:16 Lemgo – Nordhorn ................................ 35:29 Staða efstu liða: Flensburg 28 23 2 3 919:733 48 Kiel 28 22 2 4 919:743 46 Lemgo 28 21 2 5 911:772 44 Magdeburg 27 21 1 5 830:715 43 Hamburg 28 19 1 8 776:718 39 Gummersb. 28 18 2 8 795:734 38 Essen 28 14 5 9 765:718 33 KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, A-riðill: KR – Haukar .............................................. 4:3 Arnar Jón Sigurgeirsson 21., 34., Sölvi Dav- íðsson 70., Gunnar Kristjánsson 83. - Sævar Eyjólfsson 43. (víti), 66., 82. Rautt spjald: Jökull I. Elísabetarson (KR) 43. Staðan: KR 6 4 1 1 13:8 13 KA 5 4 0 1 14:3 12 Grindavík 5 3 0 2 9:9 9 Þór 5 3 0 2 8:9 9 Fylkir 4 2 0 2 7:9 6 Víkingur R. 3 1 1 1 4:4 4 Haukar 6 1 0 5 12:16 3 Njarðvík 6 1 0 5 8:17 3 Efri deild, B-riðill: Valur – ÍA ................................................... 1:2 Jóhann G. Möller 64. - Guðjón Sveinsson 55., Stefán Þ. Þórðarson 82. Staðan: ÍA 6 5 0 1 17:10 15 Keflavík 4 3 1 0 11:5 10 Þróttur R. 5 3 1 1 11:8 10 FH 5 3 0 2 14:10 9 Valur 5 2 0 3 8:5 6 Fram 4 1 1 2 10:8 4 ÍBV 5 1 1 3 12:12 4 Stjarnan 6 0 0 6 2:27 0 Neðri deild, C-riðill: Skallagrímur – Huginn............................ 0:10 Staðan: HK 3 3 0 0 10:4 9 Víkingur Ó 2 1 1 0 4:2 4 Skallagr. 4 1 1 2 4:14 4 Huginn 2 1 0 1 12:5 3 Afturelding 2 1 0 1 1:1 3 KS 3 0 0 3 3:8 0 Deildabikar kvenna Efri deild: FH – Stjarnan............................................. 0:1 Erna Birgisdóttir 30. Breiðablik – Valur..................................... 3:3 Guðríður Hannesdóttir 10., Dagmar Arnar- dóttir 42., sjálfsmark 65. - Nína Ósk Krist- insdóttir 28., Kristín Ýr Bjarnadóttir 29., Dóra María Lárusdóttir 73. Rautt spjald: Inga Lára Jónsdóttir (Breiðabliki) 68. Staðan: Valur 3 2 1 0 13:4 7 Breiðablik 2 1 1 0 9:3 4 ÍBV 1 1 0 0 4:3 3 Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3 KR 2 1 0 1 2:3 3 FH 3 0 0 3 1:15 0 Reykjavíkurmót kvenna Neðri deild: Fjölnir – Fylkir........................................... 4:2 Lokastaðan: HK/Víkingur 4 4 0 0 17:4 12 Fjölnir 4 3 0 1 19:5 9 Þróttur R. 4 2 0 2 7:12 6 Fylkir 4 0 1 3 4:12 1 ÍR 4 0 1 3 3:17 1 Skotland Livingston – Kilmarnock........................... 1:1 Motherwell – Hearts.................................. 1:1 Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, seinni leikir: Deportivo La Coruna – AC Milan ........... 4:0 Walter Pandiani 5., Juan Valeron 35., Al- bert Luque 44., Fran Gonzalez 76. - 29.000.  Deportivo í undanúrslit, 5:4 samanlagt. Lyon – Porto............................................... 2:2 Peguy Luyindula 14., Giovane Elber 90. - Nuno Maniche 6., 47. - 38.000.  Porto í undanúrslit, 4:2 samtals.  Deportivo - Porto í undanúrslitum. England 1. deild: Millwall – Cardiff........................................ 0:0 Austurríki Admira – Austria Vín................................. 0:1 Salzburg – Kärnten.................................... 3:2 Grazer AK – Bregenz ................................ 1:0 Rapid Vín – Mattersburg .......................... 2:0 Pasching – Sturm Graz.............................. 3:0 BLAK Konur, undanúrslit, annar leikur: KA – Þróttur N........................................... 1:3 (18:25, 21:25, 25:19, 22:25)  Þróttur N. áfram og mætir Þrótti R. eða HK í úrslitum. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Cleveland – Toronto................................86:87 Detroit – Orlando ..................................102:86 Atlanta – Philadelphia ........................100:103 New Jersey – Milwaukee .....................98:103 Indiana – New York..............................107:86 Dallas – Seattle....................................118:108 Sacramento – New Orleans .................105:91 LA Lakers – Portland ............................80:91 Golden State – Houston..........................97:90 LEIÐRÉTTING Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ekki lagt fram kæru til aganefndar KKÍ vegna Andrésar Heiðarssonar, leikmanns Snæ- fells. Frétt þess efnis í Morgunblaðinu í gær gaf annað til kynna. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ÞAÐ var sagt fyrir síðari leik De- portivo La Coruna og Evrópumeist- ara AC Milan að spænska liðið þyrfti kraftaverk til að komast áfram enda vann Milan fyrri viður- eignina 4:1. En kraftaverkin gerast enn því Deportivo lagði Milan 4:0 í gærkvöldi og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og mætir þar Porto í nokkurs konar nágran- naslag því ekki er langt á milli borg- anna tveggja á Spáni og í Portúgal. Porto gerði 2:2 jafntefli við Lyon í gær en vann fyrri leikinn 2:0. Leikmenn Deportivo fóru hrein- lega á kostum í gær og yfirspiluðu Evrópumeistarana svo til frá fyrstu mínútu, komust í 1:0 eftir fimm mín- útna leik, 2:0 hálfri klukkustund síð- ar og 3:0 rétt fyrir hlé. Síðasta markið kom síðan á 76. mínútu. „Það er alltaf von í íþróttum. Við áttum stórgóðan fyrri hálfleik og vissum hvernig átti að spila síðari hálfleikinn af varfærni,“ sagði Jav- ier Irureta, þjálfari Deportivo, eftir leikinn. Stórsigur Deportivo kemur ef til vill mest á óvart fyrir þær sakir að hingað til hefur vörn Milan verið talin með þeirri bestu í boltanum en hún sýndi lítið til að verðskulda slíkt tal í gær. Þegar mörkin voru orðin þrjú var ljóst að Milan þurfti að skora til að komast áfram, það tókst ekki, tækifærin voru í raun ekki mörg til þess og þau sem gáf- ust misfórust. Kraftaverkin gerast enn ÓLAFUR Gottskálksson, knatt- spyrnumarkvörður, gekk í gær frá félagaskiptum úr Grindavík yfir í Keflavík. Hann lék með Grindvíkingum síðasta sumar en varð að hætta um miðjan júlí vegna meiðsla. Ólafur kom til þeirra eftir sex ára dvöl á Bret- landseyjum þar sem hann lék með Hibernian og Brent- ford, en þar áður spilaði hann í fjögur ár með Keflavík, auk þess sem hann hóf þar ferilinn á sínum tíma. „Ég hef æft með Keflavík síðan í janúar og er kominn í mjög góða æfingu. Mér líst afar vel á hópinn og þjálf- arann, og stefni að því að standa mig sem best og spila aftur með mínu heimafélagi í sumar,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Hann er 36 ára og hefur leikið 9 A-landsleiki, síðast árið 1997. Ólafur á að baki 184 leiki í efstu deild hér á landi, með Grindavík, Keflavík, KR, ÍA og KA, og þá spilaði hann 64 deildaleiki með Hib- ernian og 73 með Brentford. Ólafur í Keflavík Ólafur Gottskálksson EINAR Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Njarðvík fyr- ir næsta tímabil. Einar Árni hefur lengi fengist við þjálfun þó svo hann sé ekki gamall. „Ég held hann hafi verið við þjálfun yngri flokka hjá okkur í ein tólf ár og hann þekkir því vel alla yngri strákana sem eru í liðinu hjá okkur núna og þeir og allir hér bera fullt traust til hans,“ sagði Hafsteinn Hilmarsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Auk þess að þjálfa yngri flokka hefur hann þjálfað meistaraflokk kvenna og verið aðstoðarþjálfari meist- araflokks karla, bæði með Friðriki Inga Rúnarssyni og nafna hans Ragnarssyni. Hafsteinn sagðist ekki eiga von á miklum breyt- ingum á leikmannahópnum á næstunni. „Ársþing KKÍ er eftir og því vita menn ekki hvaða skorður verða sett- ar varðandi samninga við leikmenn,“ sagði formaður- inn og kvaðst ánægður með að fá heimamann til að þjálfa: „Það hefur oft gefist okkur vel,“ sagði hann. Einar Árni þjálfar Njarðvíkingana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.