Pressan - 27.10.1988, Síða 10
10
Fimmtudagur 27. október 1988
í einni af bókum Jules Verne, Geimferð Hektors
Servadacs kapteins, sitja tveir breskir liðsforingjar á
kletti við Gíbraltar og tefla. Þeir sitja eins og Búdda-
líkneski við skáktaflið og leika asalaust, líkt og sæmir
breskum offíserum og alvarlega þenkjandi skák-
mönnum, án allra tímatakmarkana, þetta fjóra Ieiki
á viku.
Um hermennskuna sér undirfor-
ingi, sem einnig hefur þann starfa
að skenkja skákmönnunum viskí
með reglulegu millibili. Á meðan
þeir tefla kemur ýmislegt upp á. Á
jörðina rekst halastjarna og allt
endasteypist. Kletturinn rifnar frá
jörðinni ásamt með skákmönn-
um, undirforingja og fjórtán
óbreyttum hermönnum og tekur
að snúast með halastjörnunni í
sporbaug kringum jörðu. Undir-
foringinn tilkynnirað sólarhring-
urinn hafi styst um helming,
þyngdaraflið minnkað niður í
einn áttunda og ýmis vandkvæði
fylgja í kjölfarið á þeim breyting-
um. En skákmennirnir koma sér
og taflmönnunum í réttar skorð-
ur, gæta þess að fáni heimsveldis-
ins sé á sínum stað og sökkva sér
aftur niður í taflmennskuna eftir
fáorðar athugasemdir um undan-
gengna atburði. Það eitt breytist
að viskíið berst þeim tíðar en áður
vegna þess að sólarhringurinn
hefur styst. Með þessu móti losna
skákmennirnir við ýmis leiðinda-
mál sem franski liðsforinginn
Servadac lendir í á sama tíma, því
einnig hann lenti á halastjörn-
unni, en hafði ekki skákina til að
dreifa huganum.
Raunsæi er yfirleitt ekki fyrir-
ferðarmikið i sögum Jules Verne,
en þó er ekki laust við að í þessari
ögn langsóttu lýsingu felist nokk-
Jóhann Hjartarson;
miðað við marga útlenda
kollega sína virðast ís-
lensku skákmennirnir
vera furðulega
„normal".
ur sannleikskjarni — vegna skák-
arinnar hafa ýmis smástríð nátt-
úrunnar lítil sem engin áhrif á
liðsforingjana ensku. Hún er
þeim traust vörn gegn djöfuldómi
og hvimleiðri uppfinningasemi
umheimsins. í tímans rás hefur
hinn hugsandi maður fundið upp
á ýmsu til að auðga tilveru sína og
verja sig þrálátum leiðindum. Þar
á rneðal er vissulega fátt, kannski
ekki neitt, sem hefur jafnvoldugt
aðdráttarafl fyrir þá sem ánetjast
og skákin. Eitthvað til samjöfn-
uðar má kannski finna hjá ákafa-
fólki um tónlist, forföllnum pen-
ingapúkum, drykkjumönnum og
óforbetranlegum spilasjúkling-
um. Mannspilunum l'ylgir hins
vegar ol't einhver von um ábata,
gróðavon, sem sjaldnast er tilfell-
ið í skákinni. Fyrir hinn gegn-
sýrða skákmann eru flest önnur
viðfangsefni óþolandi tilgangs-
laus og leiðinleg í samanburði við
þær gáfnaorrustur sem hann heyr '
á skákborðinu.
Skák, og þar er helst hægt að
sjá skyldleika í tónlist og hreinni
stærðfræði, er glæsilega gagns-
laus og fánýt iðja. Áþreifanlegur
afrakstur hennar er enginn,
praktískt gildi hennar ekki neitt;
það er ekki einu sinni víst að hún
sé jafnþroskandi tómstunda-
gaman og margir æskulýðsfröm-
uðir vilja halda fram. Heimur
skákarinnar er lokaður á allar
hliðár, öll lögmál hennar vita
innávið. Það að ýtálrékubbum'á
sextíu og fjórum reitum er fyrir
skákmanninum takmark í sjálfu
sér, heil vídd sem hægt er að týna
sér í, og mannfélagið, pólitíkin,
hin daglega togstreita og pot —
allt er þetta óþrifalegt óg óklárt
við hliðina á hinum tæru lögmál-
um skáklistarinnar. Þarna er
álagafjötur sem margir hafa
skynjað, til dæmis bolsévikkinn
Lenín, sem eitt sinn var kominn á
Iremsta hlunn með að gefa bylt-
ingardrauma upp á bátinn fyrir
skákborðsframa. í staðinn varð
Lenín líklega slyngasti skákmað-
ur í samanlagðri heimspólitík-
inni.
Það er kannski erfitt fyrir leik-
manninn, sem gutlar við skák-
borð og horfir með lotningu á
fléttur og flækjur meistaranna,
að ímynda sér að skákin geti verið
varhugaverð iðja; árátta, ástríða,
heltekning, sem stundum stappar
nærri sinnisveiki. Reitirnir eru
Garri Kasparov; heitir
lika Weinstein og er af
qyðingaættum, íikt og
fleiri heimsmeistarar i
skák. Fischer fann gyð-
ingunum það meðal ann-
ars til foráttu hvað þeir
voru illa klæddir. Það á
þó varla við um
Kasparov.
sextíu og l'jórir, á þeim ganga
þrjátíu og tveir trékubbar í ýmsar
áttir — svona horfir þetta við
þeim óinnvígðu sem fussa og sveia
yfir fánýti leiksins, en fyrir þá sent
hafa tekið sýkina að einhverju
marki er þetta alheimsorrusta sem
aldrei verður til lykta leidd; óaf-
látlega sitja duttlungafullir ridd-
arar, sporléttir biskupar, digrir
hrókar og drápsglöð drottning á
svikráðum við ósjálfbjarga kóng.
Mannfallið er óskaplegt og engin
furða að skáktaflið skuli Iöngum
hafa verið vinsælt tákn fyrir glim-
una við manninn með ljáinn, í
ljóðum, sögum og kvikmyndum.’
Möguleikarnir eru líka hérumbil
ótæmandi; það er sagt að fyrstu
fjórir Ieikirnir, tveir á hvítt og
tveir á svart, geti verið á 197.299
vegu. Að því leytinu er skákin
sumsé hreint ómæli og tilbrigði
hennar örugglega ekki tæmd í
fyrirsjáanlegri framtið.
Um upprunaskáklistarinnar er
sárálítið vitað. Þetta er ævaforn
leikur og dularmagn hans eftir
því. Það er til dæmis enginn
hægðarleikur að skýra það út
hvers vegna $kákin er eitt.af þrem-
ur viðfangsefnum mannsandans
þar sem vitað er að menn hafi náð
framúrskarandi árangri strax á
barnsaldri. Hinar greinarnar tvær
eru tónlist og stærðfræði. Átta
ára gamall gat Mozart stært sig af
tónsmíðum sem seint falla í
gleymsku. Um stærðfræðinginn
mikla Karl Friedrich Gauss er sagt
að hann hafi leyst reikningsdæmi
áður en hann fór að tala. Þeir
voru engir viðvaningar skák-
mennirnir sem tefldu í New
Orleans fyrir 150 árum, en samt
lék hinn tólf ára gamli Paul
Morphy sér að þeim eins-ogJcött-
ur að mús. Þetta eru hálar brautir
þroska og sálarfræða og ekki lík-
legt að í bráð fáist svör við því
hvers vegna þessi taumlausa,
mjög svo afmarkaða sköpunar-
gáfa kemur fram í barni, sem að
öðru leyti er kannski rétt eins og
önnur börn, óþekkt og gráðugt.
Mikhael Tal; varð heims-
meistari aðeins 23 ára,
en hélt titlinum aðeins i
eitt ár. Hefur siðan átt
heldur óblíða ævi, en
bætir oft upp með snilld-
inni það sem skortir á út-
haldið.
Oft eiga undrabörn líka erfitt
uppdráttar þegar þau komast til
vits og ára; Morphy og Mozart
eyddu báðir síðari hluta
skammrar ævi í baráttu við djöfla
og smádjöfla.
Eins og fyrr sagði er skáktaflið
gamalþekkt tákn i heimsbók-
menntunum. Fyrir mörgum öld-
um líkti skáldið Ómar Kajam
hlutskipti manna við skáktafl
(þýðing Magnúsar Ásgeirssonar):
/ daga og nœtur skiptist skákborð
eitt.
Af skupavöidwn er þar manntafl
þreytt.
Þau fœra oss til og fella oss, gera
oss nwt,
og frú og kóngi er loks í stokkinn
þeytt.
I slyngutn höndum lirekst vor
peðasveit,
til liœgri og vinstri, í blindni, af
reit á reit.
En sá sem fieygðiþér á þetta borð,
Hann þekktir taflið allt,
Hann veit, HANN veit.
Hitt er hins vegar fágætara að
heil skáldverk fjalli um skák og
skákáráttu. Eitt slíkt hefur raunar
verið þýtt á íslensku, Manntafl
eftir Austurríkismanninn Stefan
Zweig, og fjallar einmitt um skák-
ástríðu sem orðin er háskasamleg.
Söguþráður Manntafls er kannski
þekktari en svo að hann þurfi að
rekja — þvi hefur verið haldið
fram að fyrirmynd aðalsögu-
hetjunnar sé íslendingur — en í
fangelsi hefur taflsýkin gripið
hann slíkum heljartökum að hún
er orðin að hreinum geðklofa,
taumlausri baráttu svartra og
hvítra trékubba, sem geisar í huga
þessa annars geðprúða manns
þegar skáktaflið er annars vegar.
Minna þekkt en kannski ekki
síðri er skáldsaga Vladimirs
Nabokovs, Vörn Ljúsíns, sem
fyrst var prentuð árið 1929. Auk
þess að vera áhugamaður um
fiðrildi og rithöfundur var Nabo-
kov þessi hönnuður skákdæma og
leikskákmaður alla sina tíð, enda
Boris Spasski; skákin er
harður húsbóndi. Það
tók Spasski lancjan tima
að jafna sig eftir einvigið
við Fischer 1972 og á
skákborðinu hefur hann i
raun aldrei náð sér á
strik siðan.
skýtur skákin sífellt upp kollinum
í verkum hans. Vörn Ljúsíns er
tvenns konar. Annars vegar er
hún, rétt eins og til dæmis
Tarrasch-vörn, sterkt kerfi varn-
arleikja sem gerir Ljúsín þennan
nær ósigrandi á skákborðinu.
Hins vegar er það sjálft skáktaflið
sem er vörn Ljúsíns gegn tor-
ræðum og fjandsamlegum heimi,
andveröld — heimur sem reistur
er til höfuðs sjálfum heiminum.
Ljúsín er í raun ófær um að lifa,
hann er „lebensuntuchtig", svo
notað sé stórt þýskt orö. Skákin cr
fyrir honum skiljanlegur og klár
heimur andspænis hinum
óskiljanlega raunveruleika.
Annars er hann ekkert annað en
sá góðlegi og frómi Ljúsín, gegn-
sósa af nikótíni, örmagna eftir
skákyfirlegur næturinnar, líkami
hans samsömuð árátta, sundur-
tærandi ástríða. Skákin gleypir
hann með húð og hári, þegar reit-
unum sextíu og fjórum sleppir er
varla hægt að segja að hann sé til;
fólk sem hann mætir á götunni
hreyfir sig eins og taflmenn, fyrir
auguni hans leysast gangstéttirnar
upp í hvíta reiti og svarta.
Sögupersónur þeirra Zweigs og
Nabokovs eru máski svolítið ýkt
tilfelli. En það vantar svosem ekki
að hinir raunverulegu skákmeist-
arar séu á köflum ærið skrítnir,
svo ekki sé meira sagt. Náttúrlega
er erfitt að greina hvort kom fyrst,
hænan eða eggið; urðu þeir veilir
í skapi vegna skákarinnar eða
magnaði skákin einungis upp
skapgerðarveilur sem fyrir voru?
Það virðist altént algengt að til að
komast í allra fremstu röð skák-
meistara þurfi menn að hafa þeg-
ið í vöggugjöf vænan skammt af
einæði, mónómaníu. Það er
kannski ekki sjálft viðfangsefnið
sem veldur-, en vissulega má gera
því skóna að framúrskarandi
skákmenn, ekki síður en stór-
skáld, þurfi að háfa í sér eitthvert
frækorn brjálseminnar, sem síðan
getur orðið hin litskrúðugasta og
ægilegasta jurt þegar eitthvert
jafnvægi raskast. Frægasta
dæmið er líklega Bobby Fischer,
Viktor Kortsnoj; af
árangri hans ao dæma er
hann enn i sárum eftir
einvigið við Jóhann. Eða
er hann einfaldlega að
verða of gamall?
undrabarn og kannski mesti skák-
maður allra tíma. Skákin var
Fischer upphaf og endir tilver-
unnar. Af ýmsum ummælum
Fischers verður ljóst að skákin er
eini mælikvarðinn sem hann kann
að nota á umheiminn. Hann vill
til dæmis ekkert hafa með konur
að gera — ástæðan? Konur kunna
ekki að tefla skák!
Lítum á nokkur ummæli sem
höfð eru eftir Fischer í viðtölum
sem tekin voru fáeinum árum
áður en hann varð heimsmeistari:
Um konur: Allar konur eru
veikgeðja. Þcer eru heimskar í
samanburði við karlmenn. Þœr
œttu ekki að tefla skák. Þœr eru
eins og byrjendur. Þcer tapa alhaf
fyrir karlmönnuin. Það er ekki til
sú skákkona i heiminum sem ég
gceti ekki unnið þótt ég gcefi
henni báða riddarana í forgjöf.
Um gyðinga (Fischer er sjálfur
gyðingur): Það eru of margirgyð-
ingar í skákinni. Þeir hafa rúið
skákina öllum glcesibrag. Þeir
klceða sig illa. Ég get ekki fellt mig
við það.
Um menntun: Maður lœrir
ekki neitt í skólutn. Það er bara
tímasóun. Kennararnir eru
heimskir. Og konur cettu ekki að
vera kennarar. Þcer geta ekki
kennt. Það œtti ekki að neyða
neinn til að ganga í skóla. Ég man
ekki neitt sem ég lcerði i skóla.
Þau tvö og hálft ár sem ég var í
menntaskólá fóru í súginn. Ég
þurfti að umgangast mikið af
heimskum krökkum. Kennararnir
eru ennþá heimskari en krakkarn-
ir. Helmingurinn af þeim er brjál-
aður. Ég hefði hœtt áður en ég
varð sextán ef þeir hefðu leyft mér
það.
Um ferðalög með neðanjarðar-
Iestum: Það er allt fullt af skít.
Krakkarnir sjá að e'g er í fallegum
skóm, svo þeir reytta af ásettu ráði
að stíga á tcernar á mér. Fólk kem-
ur þangað inn í vinnugallanum,
eins og skepnur, það er skelfilegt.
Fólk situr og gónir á mann, algjör
hryllingur.
Um framtíðina, þegar hann
yrði heimsmeistari: Fyrst cetla ég
að ferðast um heiminn og halda
sýningar. Ég ce/la að fara fram á
áður óheyrðar fjárhæðir. Síðan
œlla ég að koma heim á lystiskipi.
Á fyrsta farrými. Þegar ég kem
heim ætla ég að byrja að endur-
skipuleggja skákina eins og hún
leggur sig. Ég œtla að hafa minn
eigin skákklúbb. Það verður stíll
yfir því. Menn verða að vera al-
me'nnilega klœddir til að komast
inn. Engir rónar. Þvínœst œtla ég
að kaupa mér bil, ,svo ég þurfi
ekki að ferðast með neðanjarðar-
KONUR ÆTTU EKKI
AÐ TEFLA SKÁK!