Pressan - 27.10.1988, Síða 20
20
Fimmtudagur 27. október 1988
AA er alkóhólistum leið
til bata. Er AA leið fyrir
þig og þína?
Opinn kynningarfundur í
Háskólabíói sunnudag
kl 14.
AA-deildirnar í Reykjavík
STEFNUUÓS skal jafna gefa
í taeka tíð.
VETRAR
DEKKIN
Nú er veturinn framundan og tímabært að
búa bílinn til vetraraksturs.
Athugaðu vel kosti þess að aka á
ónegldum vetrarh jólbörðu m.
Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum.
Farðu varlega!
Gatnamálastjórinn
PRESSU
MOLAR
ú er Albert Guðmundsson,
formaður Borgaraflokksins, í veik-
indafríi frá þingstörfum og á_ þing
er sestur varamaðurinn Asgeir
Hannes Eiríksson, pylsusali með
meiru. Ásgeir fær tvær vikur til að
láta á sér bera og til að undirstrika
elju sína sýndi hann blaðamanni
Hagkaupspoka fullan af pappír.
„Hér eru öll málin sem ég ætla að
flytja. Það verður alveg örugglega
tekið eftir því að ég er á þingi. “ Eins
gott að Ásgeir Hannes var ekki með
poka frá Miklagaröi...
■■k.aupmáttur opinberra starfs-
manna er um þessar mundir ekki
miklu meiri en hann var í janúar
1987, var í september um það bil
4% hærri en 21 mánuði áður. Á
þingi BSRB lá hins vegar fyrir plagg
sem sýndi að sumir höfðu eflst
meira en aðrir. Þannig var kaup-
máttur Ijósmæðra 12% hærri og
kaupmáttur starfsmanna stjórnar-
ráðsins 7% hærri, en á hinn bóginn
höfðu tollverðir, símamenn og
póstmenn staðið í stað. Mönnum
farnast því best við að taka á móti
börnunum og stjana í kringum
pólitíkusana...
Þ
tölvurn;
að er ekki ofsögum sagt að
töTvurnar séu að taka yfir líf okkar
og það opinbera er eitt skýrasta
dæmi þess. Einn „viðskiptavina“
Gjaldheimtunnar í Reykjavík
þurfti í gær að fá uppgefna stöðu
sína gagnvart stofnuninni og
hringdi því þangað. En viti menn,
engar upplýsingar var að fá úr þeim
búðum þar sem tölvurnar höfðu
dottið úr sambandi og maðurinn
því beðinn að hringja aftur i dag...
óstureyðingar eru mikið hita-
mál, sem fólk tekur yfirleitt afstöðu
til þvert á pólitískar línur. Athygli
vakti á síðasta þingi þegar Borgara-
flokkurinn setti fram frumvarp
gegn fóstureyðingunum. Það náði
ekki fram að ganga fremur en ann-
að sem stjórnarandstaðan lagði
fram á þinginu. Aðalhöfundur
frumvarpsins var Hulda Jensdóttir,
forstöðumaður Fæðingarheimilis-
ins, en hún er varaþingmaður og sit-
ur í stjórn Borgaraflokksins. Borg-
araflokksmenn hyggjast leggja
frumvarpið aftur fram á þessu
þingi, en með nokkrum breyting-
um. Albert Guðmundsson mun
hafa beðið Huldu að lagfæra frum-
varpið...
Búningahöfundur
sýningarinnar á
Æviniýrum Hoff-
manns lét svo um
mœlt að einna erfið-
ast hefði verið að
láta Kristin söngv-
ara Sigmundsson
líta út eins og lítinn
og vœskilslegan
doktor. Það er varla
neitt áhlaupaverk
heldur, því Kristinn
er tröll að vexti. En
á þessari mynd sýn-
ist okkur hann ekki
gleyma að beygja
sig í hnjánum.
Það virðlst rikja bræðrabandalag milli þessara tveggja tenóra sem hittust í Þjóðleikhúsinu að lokinni frumsýningu
á Ævintýrum Hoffmanns um síðustu helgi. Sennilega hafa þeir lika nóg að spjalla, því báðir tveir hafa sungið sömu
rulluna, hlutverk Hoffmanns sem óperan er kennd við. Magnús Jónsson söng Hoffmann i Þjóöleikhúsinu 1966, en
Garðar Cortes syngur í samsýningu íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins sem nú er á fjölunum. Mynd: Grimur
Bjarnason.