Pressan - 27.10.1988, Síða 22
22
Fimmtudagur 27. október 1988
mm 06
TANÞURHREINN
KEITH RICHARDS MEÐ NÝJA PLÖTU
Keith Richards. Þegar maður
heyrir nafnið detta manni ósjáií-
rátt i hug tómar viskiliöskur,
marijúanastautar, heróinspraut-
ur, já ailt dóp milli himins og
jarðar. Það eróhætt að segja að
hér á árum áður hafi Keith
Richards drukkið allt sem rann
og reykt það sem brann. En
menn endast ekki endalaust við
svoleiðis líferni og nú segist
hann vera „skraufþurr“ og
„tandurhreinn“. Það erlíka nauð-
synlegt þegar menn eru að gefa
út sína fyrstu sólóplötu eftir um
aldarfjórðungsveru í hljómsveit
eins og Rolling Stones. Nýja
platan hans Keith heitir Talk is
Cheap.
— Hvernig tilfinning finnst
þér að gera þina fyrstu sóló-
plötu eftir allan þennan tima í
Rolling Stones?
„Skrýtið, en mig langaði alltaf
til að gera þetta. Það að ég geri
þessa plötu þýðir þó jafnframt
að Rolling Stones hafa orðið á
mistök. Ég gat ekki haldió
hljómsveitinni saman einn míns
liðs þannig að ég réðst í að gera
þessa sólóplötu núna.“
— Einu sinni var haft eftir
þérad vonandi kæmist þú aldrei
i þá aðstöðu aó þurfa að gera
upp á milli Rolling Stones og
þin, þ.e.a.s. hvort hljómsveitin
ætti að vinna úr lagasmíðum
þinum eða þú sjálfur fyrir þig
persónulega.
„Þetta er rétt og stundum var
virkilega erfitt að vera i þessari
aðstöðu. En nú eru Rolling
Stones hættir að starfa saman,
a.m.k. i augnablikinu, þannig að
þetta vandamál erekki lengurtil
staðar.“
— Nú hefur þú verið að taka
upp fyrirsjáifan þig i gegnum ár-
in. Attir þú mikið af lögum á
lager?
„Eiginlega ekki. Öll lögin fyrir
Talk is Cheap voru samin á sið-
asta ári. Ég á hinsvegar dágóð-
an slatta af lögum sem eru ætl-
uð Stones, en þau snerti ég ekki
þegarég varað gera plötuna. Ég
vildi algerlega aðskilja mig
Stones með þessari plötu. “
— Finnst þérað þú sért kom-
inn i samkeppni við Mick
Jagger?
„Nei, langt fráþvi. En fólk get-
ur alveg tekið hlutina þannig —
og ég veit ekki hvað Mick finnst
um þetta. Það er kannski út af
þessari plötu minni að við fylgd-
um ekki okkar síðustu plötu,
Dirty Work, eftir."
— Mick vildi ekki fara i tón-
leikaför eftir Dirty Work en nú er
hann sjálfur að spila i Japan og
er á leið til Ástraliu. Hvað finnst
þér um þetta?
„Allt í þessu fína. Hann má
fara til Ástralíu eða hvert sem
hann vill með þessa bjána-
hljómsveit sina. Eg vil hafa það
Keith Richards: Ég kemst af án Rolling Stones.
samt á hreinu að mérþykir mjög
vænt um Mick, en þaó má segja
að hann sé í einskonar andlegri
herkví, því ég á orðió töluvert
erfitt með að ná til hans. Mick
Jagger er ekki hamingjusamur
sem Mick Jagger. Hann er upp-
tekinn við að leika einhvern ann-
an.“
— En hvað með þig sjálfan?
Þarft þú ekki að leika hlutverkið
Keith Richards og koma fram
eins og fólk býst við af þér?
„Ég hef ekki hlutverk til að
leika, það er ómögulegt fyrir
mig og væri mjög vandræða-
legt. Það er t.d. ekki hægt að
leika einhver rokkstjörnuhlut-
verk í kringum menn eins og
Charlie Watts sem verður skeif-
ingu lostinn þegar hann heyrir
orðið. En Brian Jones fór illa á
þessu og drap sig á þvjað vera
rokkstjarna. “
— Nú velta margir þvi fyrir
sérhvort Rolling Stones komi til
með að spila saman á ný. En
verður það ekki bara til að
græða nokkrar milljónir dollara
i viðbót?
„Ég veit ekki hvað skal segja
um það hvort Rolling Stones
koma til með að spila saman á
ný. Og það er sama hvað við
græðum mikið, það fer alltaf
rosalegur peningur i að halda
hlutunum rúllandi. Peningareru
ekki allt í lífinu. Þeir gera þig
ekki hamingjusaman og þeir
geta skapað mikil vandamál.
Ég vareinmitt að tala um það
við strákana sem spila með mér
á plötunni að ég hefði verið
miklu verr staddur en þeir í
æsku. Fjölskylda mín var miklu
fátækari en þeirra og pabbi
vann eins og hestur vió að afla
fjölskyldunni tekna og borga
leiguna.
Fyrir mér er fólkið í kringum
mig miklu mikilvægara en pen-
ingar og jafnvel rokk og ról. “
— Hvernig er heilsan ann-
ars?
„Segðu mér hvað þér finnst. “
— Þú litur a.m.k. vel út.
„Ég hef lifað lífinu eins og ég
vildi að það yrði. Og ég er hér i
dag vegna þess að ég hef lagt
það á mig að finna út hver ég
raunverulega er.“
— En ert þú mjög bundinn af
því að hafa verid meðlimur Roll-
ing Stones?
„Fyrirþað fyrsta hef ég aldrei
verið neitt annað, alveg frá því
ferill minn byrjaði. En síðastlið-
in tvö árhefég þurft að takast á
við að vera ekki í Rolling Stones
og það gekk nærri mér. En þetta
hefur byggt upp sjálfstraustið
og sýnt mérað ég kemst af
án hljómsveitarinnar. OgefRoll-
ing Stones koma saman á ný
vonast ég til að verða betri „rúll-
andi steinn“. “
(Útdráttur úr viðtali
i „Rolling Stone“.)
úr hæstaréttqrdómum
FYRIRFÓR SÉR EFTIR
FRELSISS VIPTINGU OO SVELTI
í dómi hæstaréttar, uppkveðnum 20. júní 1938, var
dæmt í máli ákæruvaldsins á hendur manni nokkrum
er meðal annars var gefið að sök að hafa með slæm-
um aðbúnaði átt þátt í að vinnukona á heimili hans
stytti sér aldur.
Þann 16. september 1936 kom á
sýslumannsskrifstofuna á Eski-
firði maður er hér verður nefndur
Jón Jónsson og tilkynnti þar að
stúlka að nafni Helga Helgadótt-
ir, sem dvalið hafði á heimili hans,
hefði horfið þá um nóttina. Lét
sýslumaður þegar hefja leit að
stúlkunni. Var spurst fyrir um
hana og hennar leitað næstu
daga, árangurslaust. Við rann-
sókn málsins varð fljótlega vart
orðróms um að ekki hefði verið
allt með felldu um meðferð á,
stúlkunni.
Miðvikudaginn 30. september
var sýslumanni tilkynnt að nokkr-
ir drengir þættust hafa orðið varir
við lík á sjávarbotni rétt við
bryggju kaupstaðarins. Var slætt
eftir líkinu og reyndist það vera af
Helgu.
Helga réðst i vist til þeirra
hjóna Jóns og konu hans Sigríðar
Sigurðardóttur í vetrarbyrjun árið
1934, en þá áttu þau heima í
Reykjavík. Helgu var svo lýst að
hún hefði verið vönduð og góð í
sér, óframfærin en ímyndunarfull
og umtalsill um fólk. Af vitnis-
burðum fólks var talið mega
álykta að hún hefði verið öðruvísi
og vesælli en annað fólk. í janúar-
mánuði 1935 réð Helga sig sem
vertíðarstúlka til Grindavíkur en
kom ekki þangað á tilsettum tíma
og þegar hennar var vitjað neitaði
hún að fara og bar því við að sér
hefði borist uppsögn símleiðis.
Við rannsókn málsins báru vitni
að Helga hefði talið eftir á að þau
hjón hefðu að líkindum látið
hringja til sín uppsögnina. Vorið
1935 lentu þau hjón á hrakhólunt
með húsnæði og dvöldu á ýmsum
stöðum í Reykavík um tíma. Fólk
er var í sambýli með þeim á þeim
tíma bar síðar að Helgu hefði lið-
ið illa i vistinni, verið hrædd við
hjónin, horuð og illa til fara. Hún
hefði jafnframt verið kúguð og
ekki þorað að tala við annað fólk
af ótta við þau hjónin. Eitt vitnið,
kona nokkur er þau bjuggu í sam-
býli við, bar að hún hefði boðið
Helgu kaffi er hún stóð við að þvo
þvott. Hefði Helga ekki þorað að
þiggja það nema frúin stæði vörð
á meðan. Um vorið var hún föluð
í kaupavinnu af tveimur bændum
í Flóa. Húsfreyja af öðrum bæn-
urri fór sjálf til fundar við Helgu
og virtist hún taka vel í að fara en
sagðist þurfa að bera málið undir
húsráðendur. Eftir það tjáði hún
húsfreyjunni kjökrandi að ekki
gæti af því orðið að hún réði sig til
hennar. Húsfreyjan talaði þá við
Jón, en hann hafði sagt útilokað
að hún gæti farið þar eð hún væri
annars staðar ráðin. Húsráðendur
á hinum bænum í Flóanum
þekktu Helgu vel enda hafði hún
verið þar í kaupavinnu mörg sum-
ur þar á undan og hafði ráðgert að
fara þangað enn á ný. Bóndinn
hélt til Reykjavíkur til fundar við
Helgu en hitti þar mann fyrir er
sagði honunt að Helga væri farin
austur á firði og kæmi áreiðan-
lega ekki til hans þetta sumarið.
Þá um vorið hættu þau hjón að
greiða henni kaup og gerðu við
hana skriflegan samning sem
aldrei kom þó fram í málinu.
Samkvæmt frásögn þeirraafhon-
um átti hún að hafa fæði og fatn-
að en ekki kaup. Gerðu þau henni
tvo kosti, annaðhvort að fara, éða
ganga að samningnum og undir-
rita hann. Helga tók seinni kost-
inn, þótt hún færðist undan í
fyrstu. Sá fatnaður, sem Helga
fékk, var að mestu uppgjafaflíkur
af Sigríði og að henni látinni
nefndur „fataræflar" í uppskrift-
argerð hreppstjóra Eskifjarðar-
hrepps. Fljótlega svipti Sigríður
hana lika frídögum þeim, sem um
hafði verið samið að hún ætti.
Þau hjón sendu Helgu í kaupa-
vinnu norður í Skagafjörð sumar-
ið 1935 og lagði Sigríður svo fyrir
að kaup Helgu yrði greitt sér og
var svo gert.
Haustið 1935 fluttu þau hjón
með Helgu arustur til Eskifjarðar.
Mörg vitni þar báru um orðróm er
gengið hafði um illa meðferð á
Helgu, hún hefði verið ófrjáls
ferða sinna og höfð innilokuð, en
þau gátu ekki rökstutt það með
dæmum. Nokkur vitni gátu þó
skýrt ítarlega frá, meðal annars
hefði Helga sagt vitni að hún væri
daglega barin og hún hefði sést
með ýmsa áverka og henni hefði í
vitna viðurvist verið hótað líkam-
legum refsingum. Þá var ljóst, af
framburði vitna, að Helga hefði
verið algjörlega einangruð, ekki
talað við nokkurn mann og yfir-
leitt verið Iæst inni á heimili þeirra
hjóna þegar þau fóru að heiman.
Við likskoðun fundust nokkrir
áverkar svo sem gamalt mar á
hendi og bólga og sár á öðru eyra.
Var talið að þann áverka hefði
hún hlotið skömmu fyrir dauða
en hann hefði ekki getað verið
bein dánarorsök. Einnig kom
fram að líkið var mjög innanmag-
þrátt fyrir holdafar líksins, að hún
hefði liðið skort á heimili þeirra.
Hins vegar þótti sannað að þau
hefðu með refsiverðum hætti
svipt hana frelsi hennar, lokað
hana inni, komið í veg fyrir vist-
ráðningu hennar til annarra og
látið hana afsala sér umsömdu
kaupi sínu. Allt þetta sýndi að þau
hefðu beint og óbeint kúgað hana
og í reynd svipt hana frelsi til að
ráða sér og ráðstafa högum sínum
á annan hátt en þau vildu. Voru
þau hjón Sigríður og Jón, hvort
um sig, dæmd til 8 mánaða betr-
unarhússvinnu.
Ákæruvaldið áfrýjaði dómi
Einnig kom fram að líkið var mjög innan-
magurt og sagði m.a. í skýrslu rannsóknar-
stofu um líkskoðunina að konan hefði
líklega soltið um lengri tíma...
urt og sagði m.a. í skýrslu rann-
sóknarstofu um líkskoðunina að
konan hefði líklega soltið um
lengri tíma og líklega einskis mat-
ar neytt síðustu tvo sólarhringana
fyrir andlátið.
Ákæra var gefin út á hendur
þeim hjónum og var dæmt í mál-
inu fyrir héraðsdómi þann 7. apríl
1937. í niðurstöðum dómsins var
talið að þeim yrði ekki gefið að
sök að hafa verið völd að dauða
Helgu, áverkar hennar yrðu ekki
raktir beint til þeirra og ekki þætti
sannað að henni hefði verið mis-
þyrmt. Ekki þætti heldur sannað,
héraðsdóms til hæstaréttar. í
dómi hæstaréttar var tekið fram
að Helga hefði ekki gert verulegar
tilraunir til að komast af heimilí
þeirra hjóna. Samt sem áður
þætti mega fallast á það álit hér-
aðsdóms að aðbúnaður Helgu á
heimili þeirra og atlæti það er hún
bjó þar við hafi verið þannig lag-
að að það hefði'lamað algjörlega
viljaþrek hennar til að taka
ákvörðun um vistarstað sinn. Jón
var dæmdur til 4 mánaða fanga-
vistar og greiðslu sektar en Sigríð-
ur hafði látist áðúr en dómur
hæstaréttar féll.