Pressan - 22.12.1988, Síða 4
lítilræði
Af ióladraumi
— Eg á mér draum!
Þaö var þeldökkur amerískur klerkur sem
lét þessi oröfallaáútisamkomu fyrirvestan
um áriö og var umsvifalaust skotinn, líklega
til aö koma í veg fyrir aö draumur guös-
mannsins rættist.
Já, mönnum geturorðið hált á því aö eiga
sér draum, einkum ef þaó er draumur sem
ekki fellur í kramiö, aö ekki sé nú talað um
ef slíkir draumar taka aö rætast.
Svo er guöi og góöum mönnum fyrir aó
þakka aö almennt á fólk sér ekki jafn stór-
háskalega drauma einsog hugsjónamenn á
viö Martein Lúter King, aö ekki sé nú talað
um ýmsa velgerðarmenn mannkynsins
einsog jólabarnið sem á afmæli um þessar
mundir.
Ákjósanlegast og hættuminnst er aö
sem flestir eigi sér sama drauminn og þá
ekki stóraog erfiöamartröö, heldurlítinn og
praktískan draum sem fellur í kramiö í hinu
siömenntaöa þjóðfélagi sem viö lifum í.
Þetta þarf ekki endilega aö vera draumur
hins kúgaöa um frelsi, draumur hins hungr-
aöa um mat eöa draumur skrælingjans um
menningu.
Þetta getur sem hægast verið draumur
hins frjálsa, metta og upplýsta.
Islenskur draumur.
íslenski draumurinn er hannaöur í sér-
stökum draumasmiðjum, sem eru fjölmiöl-
arnir í landinu.
Á fæöingarhátíö frelsarans, jólunum,
eignast svo þjóðin guðsblessunarlega hlut-
deild í jóladraumnum, þegarauglýsingarnar
um lífsins gæöi hellast yfir landsins börn.
Auglýsingarnar um það hvaöa draum
menn eigi aö eiga sér og hvað þaö kosti aö
láta hann rætast.
Ekkert getur gefiö eins trúverðuga mynd
af hinum íslenska draumi einsog jólaaug-
lýsingarnar, eöa kannske réttara sagt:
Jólaauglýsingar endurspegla hugmyndir
kaupmanna um draumfarir íslensku þjóöar-
innar líkt og sjónvarpsdagskrárnar endur-
spegla hugmyndir sjónvarpsmanna um þaö
á hvaöa menningarstigi íslenska þjóöin sé.
En þaö er nú önnur saga.
Þetta er umfram allt praktískur draumur
fyrir rétta aðila, hættulaus og orsakar
ómælda hamingju um allar trissur.
Og einsog aö líkum lætur er hamingjan
mest, þegar hægt er aö láta draumana ræt-
ast meö því aö borga peninga.
Á jólunum.
Jólin eru uppskeruhát+ö hamingjunnar, já
og fæöingarhátíó frelsarans, mikil ósköp.
Það vita allir.
Sumirteljaað þetta karníval hamingjunn-
ar sé líka uppskeruhátíð þeirra sem viö
verslun fást og erekki verra, því þaö stóreyk-
ur á fjölda hinna hamingjusömu. Sérstak-
lega á íslandi.
Lofaöur sé guó fyrir þaö hve miklu þaö er
sælla aö gefa en þiggja.
Forsjóninni sé þökk fyrir þaö hve djúp-
stæða og fölskvalausa hamingju þaö færir
mannanna börnum aö kaupa og selja.
Og guö vaki yfir hverju fótmáli konunnar
minnar núna fyrir jólin, en hún fór út í morg-
un meö þessi orö á vörunum:
— Sælla er aö kaupa en gefa.
Kaupmönnum er mikill vandi á höndum
fyrir jólin og á þeim hvílir þung ábyrgð.
Varningurinn í hillunum er draumurinn,
draumurinn sem hægt er aö borga peninga
fyrir að láta rætast.
Gjafir sem veita gleöi.
Sá kaupmaöur getur aldrei orðiö farsæll,
sem ekki gerþekkirhinn íslenskadraum. Því
— svo notuð séu orö Adolfs Hitlers —:
Vitiröu ekki hvaö fólkið dreymir, geturðu
ekki stuðlað aö því að draumarnir rætist.
Draumur krakkanna eru leikföng, ööru
nafni barnagull, skammbyssur, vélbyssur,
fallbyssur, drápstól og vígvélar í höndum of-
urmenna, og viröist vera æösti draumur
hvers barns aö eignast míníatómvopn og
dundasérviö þaö á jólunum aö tortíma öllu
sem lífsanda dregur, einsog fullorðna fólk-
ið.
Þeir fullorðnu munu hinsvegar láta
draumana rætast yfir jólabókunum í ár.
Bókum sem „grípa lesandann heljartök-
um“, eru „hraðar og mergjaöar, lýsa áhrifa-
mætti sifjaspella, eru átakamiklar og harm-
þrungnar, um svikráö og tryggö, láta engan
ósnortinn, umdeildar, óborganlegar“.
Eöaþá litteratúr í viðtalsformi þar sem
góðar konur tala viö sér enn betri konur um
konur og kalla. Eðaþá bækur um kalla sem
tala viö kalla um kalla, fyrir kalla að lesa.
Fagurbókmenntirnar eru helstar viðtal
við rútubílstjóra sem ekkert dregur undan
og er þar aö auki afar umdeildur.
Draumur hins íslenska karlmanns rætist
ef hann fær í jólagjöf ilmvatn fyrir „þrótt-
mikla herra“ og hægt er aö stuðla að því aö
hann „skari frarnúr" ef honum er gefin rétta
rakvélin.
Á litskrúðugum heilsíóuauglýsingum
blaöa og tímarita birtist mynd af undurfag-
urri ungri konu í mínípilsi og draumurinn
meö svofelldum oröum:
Jólagjöfin í ár.
STUTT PILS Á LÖNGUM SÍÐKVÖLDUM
Langar og iðandi nætur, fullar af Ijóð-
rænu, ímyndun og ástríðu. Loftið er þrungið
spennu — þig langar að bregða á leik —
sem töfrandi og töff kvenmaður, glæsileg
prímadonna eða klædd seiðandi rauðu. Að
þora er sama og sigra.
Draumur konunnar.
Og nú eru gjafirnarsem auglýstareru all-
an ársins hring í DV orönar jólagjafir,'vafa-
laust af því aö núna eru jól.
Þetta eru jólagjafirnar sem „koma þægi-
legaáóvart" og láta, aö því ermérskilst, aila
drauma rætast.
Spennandi nærfatasett til jólagjafa: míní-
sokkabandabelti, míníbuxur, míní-brjósta-
höld. Allt voöa míní, nema kannske titrarar
af öllum stæröum og gerðum og — aö því er
mér skilst — mjaltavélar fyrir herra.
Oft rætast draumar á voru guðsblessaöa
landi, en aldrei í jafn ríkum mæli og á jólun-
urn, svo er verslunarmönnum fyriraö þakka.
A jólunum þarf ekki annað en endurtaka
orð Marteins Lúters King:
— Ég á mér draum!
Og ef maður á pening er hægt aó láta
drauminn rætast.
Gleðileg jól.