Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 4
4 GaSiimmt aö'B^lii r ’ t31§ F'f §89 lítilræði Af húðrofi Ég hef allatíö, alveg frá blautu barnsbeini og til þessa dags, verió voöa spenntur fyrir hjúkkum. Sérstaklega laglegum hjúkkum. Ég hef á löngu æviskeiði hataö hjúkkur, elskað hjúkkur og allt þarámilli. Hjúkkur hafa alltaf verkaö rosalega sterkt á mig. Hafi ég á annaðborð komist í tæri við hjúkku hefur hún aldrei látió mig ósnortinn og nú erég, einsog svo oft, að tala um sálina en ekki líkamann. Bestu, elskulegustu og fallegustu mann- eskjur sem ég hef hitt á lífsleiðinni hafa verið hjúkkur og verstu sköss sem orðið hafa á vegi mínum hafa líka verið hjúkkur. Þó að ég hafi lengstaf verið við hesta- heilsu er ég dálítið hagvanur á spítölum, braut stundum á mér limina í íþróttum í den- tíð og var þá lagður inná spítala á meðan beinin voru að gróa, eða þá að fjarlægja þurfti aðskotahluti úr skrokknum. Þá fékk ég að njóta lífsins um stundar- sakir á spítölum umlukinn hjúkkumeyja- blóma. Ég er eiginlega ekki í stuði að tala um vondu og Ijótu húkkurnar. Ég held að þær séu ekki lengur til. Það er, held ég, liðin tíð að hjúkkur séu vondar við sjúklinga og beiti þá hörðu. Talið er að upphaf mannúðarstefnu í hjúkrunarkonumálum þjóðarinnar sé það þegar fyrsti karlmaðurinn sótti um að fá að verða hjúkrunarkona. Þetta var áður en konur fóru að krefjast þess að vera kallaðar „menn“ og þessvegna var lagt til að karlmaðursem yrði hjúkrunar- kona yrði kallaður „hjúkrunarmaður“. Eftir að konur náðu svo markmiði sínu að vera kallaóar „menn“ mátti Ijóst vera að „hjúkrunarmaður“ gat sem hægast verið kona þó hann væri maður. Þá kom til tals að fara að kalla hjúkkur „krafta“ og var lagt til að allar hjúkkur yrðu kallaðar „hjúkrunarkraftar", hvort sem þær pissuðu sitjandi eða standandi. Og þarmeð var umræðan komin á anatómískt og félagsfræðilegt plan. Hjúkrun var orðin akademísk. Og með því að umræðan var komin á há- skólaplan var borðleggjandi að setja hjúkk- urnar líka á háskólaplan. Að góðramannadómi varljóst að hjúkkur höfðu of lengi einblínt á það að annast sjúka og líkna þjáðum. Kominn var tími til að gera sér Ijóst að hjúkrun er félagsfræðilegt fyrirbrigði. Vísindagrein. Og nú varð bylting. Klofningur. Þó ekki sé enn Ijóst hverjar það voru sem höfðu klofið blasti sú staðreynd við að hjúkkur skiptust í tvo hópa (án tillits til kyn- ferðis): „Hjúkrunarfræðinga“ og „sjúkra- liða“. I grófum dráttum virðist verkaskiptingin í dag sú að sjúkraliðar og gangastúlkur ann- ist sjúklinga og njóti við það félagsfræði- legrar handleiðslu hjúkrunarfræðinga, sem hafa fengið það viðbótarstarf að útskýra á fræðimáli hvað hjúkrun sé og sýnaframáað hjúkrun sé ekki hjúkrún, heldur félagsvís- indi. Nú erfrá því að segjaað um hátíðirnar var frændi konunnar minnar að spila Lúdó við konuna og börnin yfir glasi af góðu víni og skar sig illa á eggjárni í hita leiksins. Varð af þessu svöðusárog féll í minn hlut hSnarfrÍT fá8t r Erfiöleikar sem koma upp í ' lýsingum á fyrirbærum og skil- greiningu á hugtökum i m Hvert hugtak hlýtur að hafa margit^ t iliðar. Tökum t.d. ógleði: AðstæiV» atyi rtnloftin tnmnr nnn . nni ■ • tí» hliðar. sem ógleðin kemur upo birtingarform á vellíð,. Einnig ma samh & oA aostæC Húðrof er dæmi um nýtt vfirhugtak s, sem fanðerað notasem samnefnara fyrir fe, u- ymiskonar sár og fleiður á húð. Þessi ' fynrbæri þarfað kanna betur og lýsa þeim ^ £ og flokka og finna út samspil húðrofs og % i= aðstæðna og finna gjaldgenga skilgrein- mgu a fynrbærinu sem nær yfir allt sem pað a að spanna. að flytja manninn uppá slysavarðstofu til að freista þess að stöðva blóðrásina. Á meðan ég beið greip ég það lesefni sem hendi var næst á slysavarðstofunni og var svo gæfusamur að rekast á FHH, sem er tímarit háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. Hafi ég einhverntímann verið að velkjast í vafa um það hvort hjúkrun væri félagsvís- indagrein, hvarf sáefi einsog dögg fyrirsólu við lesturinn. Efst í huga mér var auðvitað það, hvort frænda konunnar minnar blæddi út, eða hvort hjúkrunarliðinu tækist að stöðva blóðrásina með snörum handtökum, vafn- ingalaust og án þess að velta málinu mikið fyrir sér á félagsfræðilegum grundvelli. Ég get ekki neitað því að ég varð svolítið kvíðinn, þegar ég fór að lesa þetta málgagn hjúkrunarfræðinga, sérstaklega greinina um það hvað „hjúkrun" væri, en um það seg- ir orðrétt í tímaritinu: Hjúkrun leitast við að lýsa, skýra, spá fyrir um og stjórna ákveönum fyrirbærum. Framfarir í hjúkrunarfræöum eru háðar því að grundvallarhugmyndir í hjúkrun séu út- skýrðar og tengdar sérstæðu markmiði, sjónarhorni og umræðu innan fagsins ... ... og nokkru síðar... hjúkrunarfræðingar hafa meiri tilhneigingu til að fást við skil- greiningar á flóknum andlegum, félagsleg- um og sálrænum þörfum eða vandamálum en við skilgreiningar á líkamlegum fyrirbær- um ... — Honum blæðir út, hugsaði ég og sá í anda fimm potta af blóði buna úr frænda konunnar minnar á meðan hjúkkurnar væru að velta vöngum yfirfélagsvísindalegu hlið- inni á svöðusárinu. Og ekki róaðist ég þegarég rakst, í þessu tímariti hjúkrunarfræðinga, á skilgreiningu á hugtakinu „sár“. Hugtakið sár er almennt hugtak sem hef- ur aðallega verið skilgreint vefjafræðilega og útfrá meinafræðikenningum. Líffræðileg einkenni eru þá forsenda skil- greininga. Hjúkrunarfræðingar hafa oft átt erfitt með að átta sig á hvernig nota megi hugtak- ið án þess að fást við það á meinafræðileg- um grundvelli og þ.a.l. út frá læknisfræði- legum markmiðum. Því hafa margirhjúkrun- arfræðingar séö þörf fyrir að skilja fyrirbær- iö frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinnarog vilj- að skilgreina það útfrá afstöðu einstakl- ingsins (innra og ytra umhverfi hans) til fyrirbærisins. í þessu sambandi hafa hjfr. notað hugtök einsog húðvirkni, húðhirða, sáragróun og sáraumönnun til að lýsa afstöðu sinni til fyrirbærisins ... — Honum blæðir út, hugsaði ég. Svo las ég áfram: „Húðrof“ er dæmi um nýtt yfirhugtak sem fariö er aö nota sem samnefnara fyrir ýmiskonar sár og fleiður á húð ... — Honum blæðir út! ... þessi fyrirbæri þarf að kanna betur og lýsa þeim og flokka og finna út samspil húð- rofs og aðstæðna og finna gjaldgenga skil- greiningu á fyrirbærinu sem nær yfir allt það sem það á að spanna ... Nú lagði ég FHH, tímarit háskólamennt- aðrahjúkrunarfræðinga, frámérog hugsaði sem svo: — Ef ekki tekst að stöðva blóðrásina úr sárinu á frænda konunnar minnar með félagsvísindalegum aðferðum, þá nær það bara ekki lengra. Honum blæðir bara út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.