Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 25
t'c'§\mlTltfJMa9V r: O&ejBo Úarn1989 ÞS 25 sjúkdómar og fólk Kona í flensuvanda Vondir Svíar Nú eru inflúensutímar og þá færa fjölmiðlar okkur stöðugt fréttir af framgangi einhverrar inflúensu sem herjar á landsmenn. Þessar flensur eru oft kenndar við eitthvert landsvæði þar sem þær eiga upptök sín (Texas-flensa, Asíu- flensa, Spánska veikin). Sú nýjasta er kölluð sænska inflúensan, svo enn eru Svíar að gera okkur lífið leitt. Þeir vinna okkur í handbolta, eru með menningarmafíu og ákaf- lega hrokafullir eins og kom fram i þætti í Ríkissjónvarpinu um dag- inn, þar sem nokkrir valinkunnir gáfu- og alvörumenn skeggræddu um ávirðingar Svía að fornu og nýju. Nú síðast hafa þeir sent á okkur þessa voðalegu flensu sem alla Ieggur í rúmið. Kemur það því engum á óvart að nú ber aftur á Svíahatri eins og var í tísku á tímum Víetnamstríðsins. Á flensutímum aukast heimsóknir fólks til lækna og allt er kallað flensa. Hor í nös og hósti heitir ekki Iengur kvef heldur flensa og allir eru logandi hræddir við að veikjast. Islendingar mega nefnilega ekki vera að því að vera veikir og leggjast undir sæng á þess- ari öld verðtryggðu lánanna. Kona í ham Þennan dag hafði verið óvenju- mikið að gera á stofunni og flestir kvartað undan „flensu“. Margir báðu um fúkkalyf eða bóluefni, sumir um veikindavottorð. Ég var tekinn að þreytast og varð þeirri stundu fegnastur, þegar aðeins einn sjúklingur var eftir, Sæunn P. Ég fór fram og náði í hana. Hún sat á biðstofunni og breiddi úr sér á tveimur stólum og las bók sem hét: The conscious female in the niale dominated world. Hún stóð upp þegar ég nefndi nafn hennar. Sæunn var lágvaxin, hárið litað koparrautt og í því voru leifar gam- ais permanents. Hún var með gamalt Palestínusjal urn axlirnar, í blárri vindúlpu og snjáðum græn- OTTAR um flauelsbuxum og gúmmístígvél- um. — Komdu sæl, sagði ég og rétti fram höndina. Hún mældi mig út með augunum og sagði: — Ég var að vona að þú værir kona, mér leið- ast svo kalllæknar. Hún virti hönd- ina að vettugi. — Ja, ég get nú lítið gert í því, sagði ég og brosti og setti upp fermingardrengssvipinn. Hún horfði á mig köldum augum og það var greinilegt, að þessi svipur hafði ekki meiri áhrif á hana en grein í Velvakanda um nauðsyn á kalla- athvarfi í Reykjavík fyrir barða eiginmenn. — Hvað get ég gert fyrir þig? spurði ég, þegar við höfð- um komið okkur fyrir. — Senni- Iega ekkert, sagði konan, karlmenn hafa ekkert gert mér um dagana nema bölvun. En ég verð að tala við einhvern, ég held að ég sé að fá flensu. — Hvað hefurðu til merkis um það? spurði ég og gætti min að segja nú ekkert, sem hægt væri að túlka sem kallrembu. — Ég er með hósta og uppgang, svaraði Sæunn hvasst og horfði á mig vatnsbláum augunum, sem einhvern veginn voru í engum takt við þetta litaða koparrauða hár. — Það þarf nú ekki að vera flensa, sagði ég var- færnislega. Hvað er flensa? — Hvernig er þá þessi flensa? spurði Sæunn og hagræddi sjalinu á herðunum, lygndi aftur augunum og sagði svo reiðilega: — Má hvergi reykja á þesari hvelvítis stöð? — Nei, sagði ég, en flensa er sjúk- dómur sem veirur valda. Veirur eru örsmáar lífverur sem einungis lifa inni í frumum. Þær valda fjölda sjúkdóma eins og kvefpestum, inflúensum og hálssárindum og eru frábrugðnar bakteríum hvað það varðar að fúkkalyf virka ekki á þær. Veirustofnarnir sem sjúk- dómnun valda eru ákaflega margir. Inflúensuveirur ráðast til atlögu við frumur í hálsi og nefi og gera þar mikinn usla. Fólk veikist svo allt í einu með köldu, þreytutilfinningu, höfuðverkjum, verkjum í vöðvum og sárindum við augnhreyfingar. Þessu fylgir mjög hár hiti. Áfrani- haldandi veikindi Iýsa sér með hita, þurrum hósta, hæsi, nefrennsli og sárindum í hálsi, Ijósfælni og bein- verkjum. Svo þetta hóstakjöltur, sem þú ert með, getur nú varla flokkast til inflúensu, sagði ég var- Iega. — Hóstakjöltur, sagði hún hvasst, svona myndirðu aldrei þora að segja við karlmann, konur verða alls staðr að þola niðrandi tal af því að þær eru konur. Hún saug upp í nefið og horfði illskulega á mig. Hún var alveg ómáluð en hafði greinilega borið eitthvert krem á húðina sem glansaði óeðlilegum gljáa. — Ja, sagði ég og brosti aft- ur, maður tekur nú bara svona til orða. En þú ert sennilegast ekki með flensu. — En gæti þetta verið byrjunareinkenni? spurði Sæunn. — Sennilega ekki, sagði ég. Þú ert að öllum líkindum með venjulegt kvef. — Þið eruð nú alltaf að gera lítið úr einkennum kvenna, sagði Sæunn, amma mín dó í spönsku veikinni og ég er viss um að einhver læknirinn kom til hennar svona rétt áður en hún dó og sagði að hún væri bara með kvef. — Já, sagði ég, við breytum því ekki núna, en ein- kennin þín eru sennilega ekki vegna flensu. Hversu lengi varir flensan? — Hvað er maður lengi með flensu? spurði Sæunn og var eitt- hvað blíðari á manninn. — Þetta tekur nokkra daga með háum liita og þessum einkennum frá öndunar- vegi en gengur síðan yfir. Aðal- atriðið er þá að hvíla sig vel, liggja fyrir, fara ekki of snemma út að vinna, taka magnyl við verkjunum og hitanum. Yfirleitt er ekkert gagn í fúkkalyfjunt þó svo ntargir taki þau óspart við flensueinkennum. Ég bað hana að fara úr að ofan svo ég gæti hlustað hana. Hún fór úr úlpunni og tók af sér sjalið. Það gaus upp smáfúkkalykt þegar hún fór úr úlpunni, enda var hún i þykkri ullarpeysu undir sem greini- iega mátti muna timana tvenna. Undir peysunni var hún í gráleitum bol sem á stóð Women unite. Hún var í trosnuðum gráleitum brjósta- haldara undir bolnum og ég hlust- aði hana án þess að hreyfa við hon- um, svo hún fengi engar hugmynd- ir. Ég gat ekki heyrt neitt í lungun- um nema smáblísturshljóð eins og oft heyrast í reykingabronkíti. Skoðunin var að öðru Ieyti eðlileg. — Farðu aftur í, sagði ég. Hún gerði það. — Þetta er að öllum lík- indum kvef og reykingabronkít sem að þér er, en engin flensa. Svo þú getur andað rólegar. — Jæja, ég er fegin því að þetta er ekki flensa, ef þú segir það rétt. Gæti ég samt ekki fengið bólusetningu, ég má nefni- lega alls ekki vera að því að vera veik? Það er svo mikið að gera. Við erum nokkrar konur að setja upp sýningu um raunasögu og stöðu ís- lenskra kvenna á þessari öld, sem á að heita Kúgaðar konur í fjötrum kallaveldis. Það má kannski bjóða þér að koma? — Nei takk, sama og þegið, en þá sýningu ætla ég ekki að sjá, sagði ég. Það þýðir ekkert að grípa til bólusetningar eftir að flensufaraldurinn er skollinn á og raunar veitir bólusetningin tak- markaða vernd. Svo við verðum bara að bíða og sjá til. Vonandi verður þetta ekki meira. Þú borgar frammj og vertu sæl. Hún strunsaði út án þess að kveðja en muldraði eitthvað um karlrembu í dyrunum. Ég hneig örmagna niður í stólinn minn, tók um höfuð mér og sagði spekingslega: Mikil er sú bölvun sem mannkyni af besefuin stafar. ■ dagbókin hennar dúllu J:J Kœra clagbok. Ofsalega öfunda ég Bcllu vin- konu, maður. Hún liggur sko á Borgarspítalanum og það er algjört lúxuslíf. Það var sanit örugglega ekkert þægilegt fyrir hana að lær- brotna svona illa þarna á Hótel ís- landi á gamlárskvöld, en henni var nær að vera að fara á ball, sem hún var ekki nógu göniul til að vera á. Ég lield, að Guð hafi kannski ætlað að hegna henni l'yrir að falsa nafn- skírteinið og Ijúga að mömmu sinni að hún væri með mér í partíinu hjá ömmu á Einimelnum. Eii þetta varð engin hegning að ráði, nema rétt á meðan hún var að reyna að komast út úr troðningnum og fá dyraverð- ina til að trúa sér og hringja á sjúkrabíl. Hún var víst voða kvalin þá . . . Þetta var hins vegar meira áfall fyrir mömmu hennar. Ekki samt al' þvi að Bella þurfti að fara i aðgerð og svoleiðis, helduraf því að kallinn (pabbi hcnnar Bellu, sem stakk af með ungu stelpunni!) mætti líka upp á spítala og þau neyddust til að tala saman aftur. Bella sagðist frek- ar vilja lærbrotna á hverjunt degi en upplifa það aftur, maður . . . Hún sagði, að mamma hennar hefði l'yrst verið eins og freðýsa, en svo hefði hún verið farin að grátbiðja kallinn um aö koma aftur til sín og allt . . . Glætan að vilja þetta gerpi inn á heimilið eftir að hann gaf skít í hana út af einhverri smágellu! En núna koma mamman og pabbinn bara í heimsóknartímana til skiptis og Bella er orðin eins og blónt í eggi. (Ferlega er þetta annars hallærislegur málsháttur. Eins og blóm vaxi í eggjum eða hvað!) Það keppast allir við að heimsækja liana, m.a.s. kennararnir úr MR, strákarnir í bekknum okkar og ég veit ekki livað. Hún er líka búin að fá heilan helling af konfektkössum og blómum, sem mér finnst rosa fullorðinslegt og flott, og fullt af svona samúðarkortum. Flottustu gjafirnar fær hún samt frá kallinum og kellingunni, því þau eru alltaf að keppast um það hvort þeirra sé betra við vesalings slösuðu dóttur- ina. Pabbinn kom með meiriháttar slopp, eins og maður sér bara í Dynasty-þáttunum í sjónvarpinu. Þá kom mamman með náttföt úr ekta, ckta, ekta silki! Þau eru svo sleip, að Bella rennur öll til og frá í rúminu og voru vist geðveikislega dýr. (Ég held, að mamma hennar hafi keypt þau i bleikmáluðu búð- inni, þar sem er teppi upp tröppurn- ar þó þær séu úti. Mamma mín fær alltaf hroll, þegar við förum þar framhjá, en ég ætla sko að versla í þessari búð, þegar ég hef efni á því!) Eftir silkináttfötin kom pabbinn með átján rauðar rósir, sem setti spítalan á annan endann af því að þeir áttu ekki nógu stóra vasa. Það varð að skipta vendinum i þrennt til að þetta gengi, en mamma Bellu mætti næsta dag með risastóran kristalsvasa og svona gengur þetta, fram og til baka. Guð hvað ég vildi láta togast svona á um mig, þó mamma segi að Bella hljóti að vera óhamingjusöm yfir því. Bless, Diílla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.