Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 19. janúar 1989 21 AXEL EINARSSON upphafsmaðurinn að Söngvakeppni íslands ’89: Islenska höfunda vantðf fleifi taekifeeri Pressan, Hótel Saga og hljóðstúdíóið Stöðin ætla að efna til söngvakeppni nú á næstunni. Keppnin var kynnt lítillega í Pressunni í síðustu viku og undirtektir hafa verið prýðilegar. Þessa dagana er unniö af kappi viö undirbúninginn, ver- iö aö ganga endanlega frá keppnisreglum, þátttöku Ijós- vakamiöla, verðlaunum og fleiru í þeim dúr. Markmiöió er eitt: aö gera Söngvakeppni ís- lands ’89 sem best úr garði til aö hún geti orðið eftirminni- legurog árviss atburöurí fram- tíöinni. Axel Einarsson, tónlistar- maöur og eigandi hljóö- stúdíósins Stöövarinnar, er upphafsmaöurinn aö Söngva- keppni íslands 1989. Hann segist hafa fengiö hugmynd- ina er hann var í Svíþjóð um jólin. „Ég sá þegar í staö aö eitt- hvaö því líkt vantaði okkur hér heima,“ segir hann, „burtséð frá undankeppni Eurovision- söngvakeppninnar. Ég vona bara aö allt takist þaö vel núna aö viö getum gert þessa söngvakeppni aö árvissum at- burði.“ Axel segist ekki kvíóa því að dómnefndina skorti verkefni þegar kemur að því aö velja úr- slitalögin tíu né því aö þau finnist. Hér á landi séu margir sem geti samiö frambærilega dægurtónlist þótt þeir séu ekki í sviösljósinu alla jafna. Sjálfur er Axel Einarsson reyndar liötækur lagasmiöur. Hann samdi til dæmis lagið Hjálþum þeim og átti lag í úr- slitum Söngvakeþþni evróþskra sjónvarþsstööva 1987. Lagið Aldrei ég gleymi. „íslenskir dægurlagahöf- undar fá alltof fá tækifæri til aö koma sér á framfæri," segir Axel. „Og ekki má gleyma því aö við fáum engan stuðning til aö láta ( okkur heyra erlendis. Þaö vantar alveg eina deild í utanríkisverslunina hjá okkur, dægurlagadeildina. Aörar þjóðir hafa komið auga á aö þær geta hagnast á aö flytja út tónlist. Þetta er í raun og veru stórmál. Ég hef mikinn áhuga á slíkri útflutningsmiöstöð dægurtónlistar og hef einmitt könnun í gangi um þessar mundir um þaö mál.“ Og Axel bætir við: „Keppni eins og Söngva- keppni íslands gerir ekki bara lagahöfundum gott. Þaö koma oft miklu fleiri ný andlit upp; söngvarar sem ekki hefur heyrst í áöur, óþekktirútsetjar- ar... Ég ætla einmitt aö ráða ungan og bráöefnilegan út- setjara til aö sjá um lögin í keþpninni, Birgi Jóhann Birg- isson. Hann hefur ööruvísi til- finningu fyrir tónlistinni en margir þessir gamalreyndu." Axel Einarsson hefur starf- rækt hljóöver sitt, Stöðina, síöan 1984. „Ég byrjaöi fremur smár í sniöunum, meö átta rása upp- tökuborð. Núna er ég kominn meö fullkomin fjölrásatæki til að taka upp plötur.“ Og Axel hefur ekki ein- göngu sinnt hljóöritun. Hann hefur jafnframt gefið út plötur. Frá honum komu út þrjár stór- ar plötur fyrir síöustu jól. Tvær meö Sverri Stormskeri og harmónikkuplatdn Kveöja. Einnig fékkst hann dálítið vió plötuútgáfu á árunum 1976— 78. Gaf þá meðal annars út tvær plötur Deildarbungu- bræöra. Hann fékkst jafnframt viö hljóðfæraleik hér á árum áöur. Lék til dæmis meö hljómsveit- inni Persona á efri hæðinni í Glaumbæ meöan sá staöur var og hét. Hann var meðal stofnenda Tilveru skömmu eftir aö Hljómar og Flowers sundruöust sællar minningar og ekki stóð steinn yfir steini i íslensku hljómlistarlífi. Síöar komu viö sögu hljómsveitirnar lcecross, Deildarbungubræó- urogfleiri. ■ LENNON I NYJII LJÓSI Þær eru ófáar bækurnar sem skrifadar hafa verið um stórstirni eins og Elvis Presley og John Lennon. Drjúgur meirihluli þeirra hefur verið endalaus lof- gjörð um viðkomandi aðila og ekki er síður fariö fögrum orðum um þeirra nánustu. Það er svo sem engin furða því flestar hafa þær verið skrifaðar með því hugarfari að selja sem flest eintök. Ekki alls fyrir löngu kom út bók um Jolin Lennon sem ber heitið „The Lives of Jolin Lennon“ og ekki verð- ur sagt að þar sé farið fögr- um orðum um goðið. Höfundur bókarinnar er maður að nafni Albert Gold- man. Goldman þessi er sá sami og svipti hulunni af Elvis Presley á sínum tíma með bókinni „Elvis“. Svo vikið sé aðeins að þeirri bók Goldmans er um hana að segja að í henni brýtur hann til grunna þær hugmyndir sem almenningur hafði um Presley (sjá mynd). Hið sama er upp á teningnum með þessa nýju 719 blað- síðna bók um John Lennon. Þar er allt krufið til mergjar og er svolítið fróðlegt að sjá hvernig hin ýmsu atriði stangast á við það sem mað- ur hafði áður heyrt. Yoko Ono (ekkja Lennons) hefur mótmælt bókinni í alla staði og sakað höfund hennar um lygi og rógburð. Það er ekki að ástæðulausu sem Yoko likar illa við þessa bók því hún fær kannski einna versta útreið í henni. Félagar Lenn- ons úr Bítlunum hafa einnig verið ötulir við að bera ýmis atriði úr henni til baka og því er ekki laust við að maður spyrji sjálfan sig hvort það sé yfirleitt eitthvert mark á bókinni takandi. Hér á eftir fer úttekt á tveimur atriðum sem hefur verið farið rangt með í fjöldann allan af árum (þ.e.a.s. ef marka má Gold- man). ALFREÐ LENNON Um æsku Lennons hafa menn mikið rætt og reynt jafnframt að skoða hin flóknari verk hans með hlið- sjón af henni. Þær frásagnir af æsku Lennons sem fjöl- miðlar hafa birt eru flestar á þann veg að faðir hans (Al- freð) hafi verið vandræða- gepill sem stakk af frá konu og barni (sjá mynd) en að móðir Lennons (Júlía) hafi verið til fyrirmyndar í alla staði. Þetta hljómar vel, en af hverju bjó Lennon þá hjá Mimi frænku sinni þegar hann var lítill? í bók Gold- mans segir Alfreð Lennon frá því þegar hann ákveður að flytja til Nýja-Sjálands og býður John að koma með sér. Þeir feðgarnir höfðu þá verið í Blackpool í sex vikur og það hafði verið ætlun hans að skila John ekki aftur til Júlíu. John leist vel á að fara með Alfreð en svo birt- ist móðir hans og segist vilja hafa hann hjá sér og er þá ákveðið að hann skuli fá að velja sjálfur. Alfreð segir hér frá því þegar John velur á milli föður og móður: „Hann hljóp unt og stökk upp á hnén á mér, spyrjandi hvort móðir hans kæmi aftur. Það var greinilega það sem hann vildi. Ég sagði nei, að hann yrði að ákveða hvort hann yrði eftir með mér eða færi með henni. Hann valdi mig. Júlía spurði hann aftur en John sagðist vilja vera með mér. Júlía fór út um dyrnar og var á leiðinni upp götuna þegar John hljóp á eftir henni. Þetta var það síðasta sem ég sá og heyrði frá honum þar til ég frétti að hann væri orðinn Bítill. “ John valdi móður sína en fékk móðursystur sína því Júlía var ekki lengi að konta honunt fyrir hjá Mimi á nýjan leik. Einu skiptin sem John hitti móður sina voru þegar hún konr til að láta Mimi gera að sárunr eftir þá- verandi sambýlismann sinn. MAY PANG Slúðurdálkar komust í feitt þegar John tilkynnti að hann væri farinn frá Yoko og byrjaður að búa með einka- ritara sínunt sem héti May Pang. í bók Goldntans er sagt frá þessum atburði allt öðruvísi en áður. Þar kemur fram að Pang, sem verið hafði einkaritari Lennon- hjónanna í þrjú ár, fékk verkefni sem hún hafði ekki gert ráð fyrir þegar hún hóf störf hjá þeini. Yoko hafði hitt Pang að máli einu sinni og sagði frá því að henni og John kæmi ekki vel saman þá dagana, og er skemmst frá því að segja að Yoko bað Pang að annast viðhald á John fyrir hennar hönd. Hugmyndina að þessu er Yoko sögð hafa fengið frá föður sínurn en hann hafði sína eigin „geishu“ og líkaði vel. Pang vissi fyrst ekki hvaðan á sig stóð veðrið en ákvað síðan að grípa tæki- færið og það verður ekki annað sagt en John hafi tekið henni opnum örntum því samband þeirra entist mun lengur en gert hafði verið ráð fyrir. GRÓUSAGN- FRÆDINGUR Ef litið er á starfsaðferðir Goldmans sést að hann fæst við öflun efnis í bækur sínar á mjög vísindalegan hátt. í bók hans um Lennon niá heita að hann vitni i fólk í annarri hverri setningu og heimildamenn skipta hundruðum. Það má því reikna með að þetta sé ekki einhver þvæla sem Goldman hefur skáldað í blankheit- um. Spurningin snýst meira um það hve marktækar heintildirnar eru. í raun og veru verður hver og einn að gera það upp við sig hverju hann trúir og hverju ekki. Og ef einhver hefur mikið á móti svona bókum er einfalt mál fyrir viðkomandi að láta þær alveg eiga sig. ■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.